Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						„Þóttust þá allir
þegar vita, að
Þórð myndi til
nokkurra stórra
hluta rekið hafa"
Það var síöast sagt frá Þórði, að
hann hafði náð furðulega hagstæð-
um sáttum við sunnlenzka bænd-
ur miöað við að hann hafði einung-
is þriðjung liðs við þá. Þessu olli
að bændur voru foringjalausir en
Þórður fylgdi sínu máli af harð-
fyigi miklu.
Þórður hafði áður sent þá Hjörn
Dufguson og Þórð Bjarnason vest-
ur í Borgarfjörð til njósna um
ferðir Kolbeins unga. Að lokinni
sáttagerðinni í Skálhoiti reið Þórð-
ur vestur. Það var 28. nóvember
og veður tekin að harðna og hest-
færð að spiilast.
Er Hjalti biskupsson kom á
fund Kolbeins unga og sagði
honum af ferðum Þórðar kakala
syðra, brá Kolbeinn skjótt við og
dró saman lið úr Eyjafirði og
um allar sveitir vestur til
Hrútafjarðar.
Þegar flokkar komu saman
vildi Hjalti að riðið væri suður
um Kjöl og ráðist á Þórð syðra.
Kolbeinn ungi var of mikill
herforingi til að taka þetta ráð.
Það væri eins líklegt, hélt hann,
að Þórður væri þá riðinn vestur,
þegar þeir Hjalti kæmu suður.
Hitt taldi Kolbeinn skynsam-
legra að halda liðinu til Borg-
arfjarðar og sitja þar fyrir
Þórði og ríða síðan þaðan suður,
ef Þórður kæmi ekki vestur.
Þórður ætti þá enga undan-
komuleið.
Það var einmitt þetta, sem
Þórður hafði óttazt, að hann
yrði króaður af syðra, þegar
hann vildi ekki láta biskup tefja
sáttagerðina við bændur.
Brotna línan, sem færö er inn á kortiö, sýnir slóo Kolbeins og
manna hans, þar sem þeir koma niour hjá Hólmavatni, síöan hjá
Gilsbakka og í Reykholt, þar sem Kolbeinn gisti meö liö sitt.
Óbrotna línan sýnir leiö Þóröar frá Þingvöllum, þar sem hann
5. hluti
Ásgeir Jakobsson tók saman
Sjö hundr-
uð manns
kemur ao Englandi í Lundarreykjadal, síöan á Hvítárvelli og áfram
vestur Mýrar — en Kolbeinn ríður ofan úr Reykholti, kemur við í
Bæ, síoan á Hvítárvelli, en þaöan er slóð þeirra sú sama vesturúr,
unz Kolbeinn gefur sig á eftirreiöinni við Löngufjörur.
mundu lítt til færa að verjast
fyrir kulda sakir, en allir hinir
vitrari menn sögðu það óráð, að
svo fáir menn riðu að, þar sem
slíkt fjölmenni væri fyrir. Þegar
sýnt var að mikill hluti liðsins
vildi ekki leggja til orustu við
Kolbein, var ekki um annað að
ræða fyrir Þórð en reyna að
komast vestur til Breiðafjarðar
og forða sér þar á skip og til
Vestfjarða. Þótt Kolbeinn
reyndi að elta Þórð um Vest-
firði, þá var þar ekki orðið
hestfært með 600 manna lið,
Kolbeinn hefði að minnsta kosti
ekki lagt í slíka herferð um
Vestfirði á jólaföstunni.
Þegar það var ráðið að leggja
á reið í ófærð á uppgemum
Kolbeinn ríður suður
með 600 manna lið
Hjalti biskupsson vildi ákaft
ríða suður og taldi Sunnlend-
inga hafa mátt þola ófrið af
Þórði helzti lengi. Kolbeinn
kvað Sunnlendinga hafa átt að
vera einfæra um að reka Þórð af
höndum sér, ef þeir hefðu haft
karlmennsku til og ekki átt að
þurfa annarra manna liðveizlu.
Norðlendingar allir báðu Hjalta
ills, kváðu þetta al'lt af honum
hljótast.
Kolbeinn reið með allan flokk
sinn vestur til Miðfjarðar og
þaðan suður um Tvídægru.
Hann lét telja lið sitt er þeir
fóru uppúr Gnúpsdal og var það
vel sex hundruð manna. Kol-
beinn kvaðst þá ærið lið hafa ef
gifta felli.
Þegar Kolbeinn reið með lið
sitt á Tvídægru að morgni dags,
var vindur hægur, en krapahríð
og urðu menn votir. Þegar leið á
daginn tók að frysta og veðrið
hljóp í norður. Frostið varð hart
og hríðin svört, og leið ekki á
hestum
löngu áður en þeir vissu ekki
hvar þeir fóru. Dróst þá liðið
mjög af kulda. Kolbeinn bað þá
menn sína að stíga af baki „og
taki menn glímur stórar og viti,
ef mönnum hitnar við það."
Skammt dugði Kolbeins-
mönnum það ráð, og tóku þeir
að hrekjast og týna vopnum sín-
um, sem þeir fengu ekki haldið
fyrir kulda. Gengu þá nokkrir
menn til heljar af kuldanum, en
margir meiddust til örkumla.
Þar kom að heldur birti veðrið
og náðu Kolbeinsmenn að
þekkja, að þeir voru komnir á
vatn, sem Hólmavatn heitir.
Hóf þá hver annan á bak og kom
liðið niður á Gilsbakka nokkru
fyrir dag. Var Kolbeinn þar um
nóttina, en um daginn reið hann
ofan í Reykholt með allan flokk-
inn. En það af liðinu sem ekki
var fært, lá eftir í Síðunni.
Þórður á vesturleið
með 200 manna
Þórður kakali kom ofaní
Reykjadal hinn syðri (Lundar-
reykjadal) að Englandi og kom
þar í móti honum Þórður
Bjarnason og segir Þórði að
Kolbeinn sæti í Reykholti með
fjölmenni. Þórður reið til Lund-
ar og beið þar eftir þeim af liði
sínu, sem dregist höfðu afturúr
á vesturreiðinni.
Nú kemur það fram sem oft-
ari hjá Þórði, og hefur það ef til
vill ráðið mestu um örlög hans
sem herstjórnarmanns, að hann
kannar jafnan bardagahug
manna sinna. Hann er fáliðaður
og veit, að honum tjóar ekki að
leggja til orustu við margfaldan
liðsmun með menn, sem ekki
vilja   berjast.   Það   voru   ekki
nema um sextíu menn, sem
hann gat örugglega treyst til að
berjast með sér við ofurefli.
Annar hluti liðsins, þessara tvö
hundruð manna, sem hann hafði
með harðfylgi náð saman til
suðurreiðarinnar, var ekki fast-
ur í fylginu við hann ennþá,
margur nauðugur á ferð með
honum, samanber liðssafnað
Ásbjörns Guðmundarsonar á
Ströndum, sem áður segir frá.
Það gat sýnzt ofdirfska að
ætla að leggja til orustu við
bændur í Skálholti og þeir þre-
falt fjölmennari, og það var
Kolbeinn einnig, en sá var á
munurinn, að í Reykholti var
foringinn ódeigur og Norðlend-
ingar hans einhuga að baki hon-
um.
Þegar menn Þórðar höfðu all-
ir safnazt saman að Lundi,
skaut Þórður á ráðstefnu og
kannaði hug manna sinna.
„Lagði þá næsta sitt hver til."
Eggjuðu þeir er áræðamestir
voru að ríða skyldi að Kolbeini í
Reykholti,  kölluðu  þar  marga
ekki til orustu við Kolbein, reið
Þórður af stað frá Lundi með lið
sitt og ætlaði yfir um Hvítá að
Gufuskálum og síðan vestur
Langavatnsdal.
Kolbeinn hefur
eftirreiðina
Nú kemur til sögunnar bónd-
inn á Lundi, sem hét Ari. Þegar
Þórður var riðinn frá Lundi, tók
Ari bóndi hest sinn og reið sem
hvatast að Bæ, þar sem bjó
Bóðvar Þórðarson, sem víða
kemur við sögu í Sturlungu og
var „manni firnari Þórði en
bræðrungur", en þá menn köll-
um við nú þremenninga. Ekki
var Böðvar stuðningsmaður
frænda síns, enda reið Þórður
framhjá bæ hans. Ef hann hefði
komið við í Bæ, sem mátti heita
í leið hans hefði sagan orðið
önnur i vesturreið Þórðar. í Bæ
voru nefnilega komnir tveir af
mönnum Kolbeins, Þorvaldur
keppur og tveir aðrir. Þá menn
hefði Þórður tekið, ef hann hefði
10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16