Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 6
Þór Magnússon þjóðminjavörður skrifar í tilef ni kirkju- listarsýningar, sem hefst á Kjarvalsstöðum 1S ■ marz Kristsmynd af róöu- krossi frá Ufsum í Svarfaðardal — sjá einnig á forsíðu. — Hún er öll skorin úr birki, 107 sm á hæð. Hinn krossfesti er sýndur lifandi og meö uppréttu höfði, krýndur sem kon- ungur. Myndin er rómönsk og mun varla yngri en frá 1100, gæti þó veriö eldri. BÆÐI HEIMSLIST OG HEIMAL — um íslenzka kirkjulist fyrri alda Islenzk kirkjulist varð hart úti í siðaskiptunum, líl myndir voru fjarlægð og eyðilögð. Listrænir kirkji að berast til landsins frá útlöndum eftir það og s íslenzkir alþýðulistamenn upp þráðinn og máluði aristöflurnar í frumstæðum stíl. neski og igripir tóku íbar tóku fyrstu alt- Krossfestingin, altarisklæði. Myndirnar eru saumaðar með refil-saumi og hafa upphaflega verið í öðru klæði; eru hér saumaðar á grunninn. Sennilega frá 15. öld. Sagnir herma, aö fiskimaöur hafi dregið sæ- stúlku á færi og hún átti síðan aö hafa dvalið vetrarlangt aö Höfða við Eyjafjörð og saumaö klæðiö þar — en vorið eftir hvarf hún aftur í sjó. ísienzkir kirkjumáldagar eru ein- stæð heimild um eignir og búnað miöaldakirkna og munu hvergi í ná- lægum löndum til neinar viðlíka heimildir um kirkjubúnaö. Þar er talinn upp innanbúnaður kirkju og áhöld, stundum með nokkrum lýs- ingum gripanna, og oft er svo glöggt til orða tekið, aö auövelt er að gera sér fulla grein fyrir, hvað við er átt og jafnvel af hverri gerð hlutir hafa verið, þótt sumir þessir máldagar - séu um eða yfir 700 ára gamlir. íslenzka miðaldakirkjan var stórveldi, varð skjótt auðug og stóð í nánum tengslum við móð- urkirkjuna erlendis. Kirkjan var listelsk og er greinilegt, að kirkjuhöfðingjar hafa snemma lagt kapp á að auðga kirkjur sínar af dýrgripum og listaverk- um. Klaustur og biskupsstólar urðu hérlendis það sem hirðir og aðalsættir urðu erlendis, merkisberar fagurra lista og skjól listamanna. Kirkjan hafði beinlínis listamenn í þjónustu sinni eins og konungshirðir ytra. Nöfn ýmissa þeirra eru þekkt. Margrét hin haga í Skálholti smíðaði bagal úr rostungstönn fyrir Pál biskup Jónsson, sem hann sendi vini sínum Jóni smyrli Grænlandsbiskupi að gjöf. Þorsteinn skrínsmiður í Skálholti, er Páll biskup, sá miklu listunnandi, lét búa skrín Þorláks biskups helga, móður- bróður síns fagurlega, er á ein- um stað kallaði gullhagastur manna á íslandi og á öðrum hagastur manna að málmi á öllu íslandi. — Og á Hólum var Eyj- ólfur skrínsmiður, er smíðaði Laurentiusarskrín. Þessi nöfn sýna bezt, hvert kapp kirkjan lagði á að afla veglegra lista- verka. Gott safn dýrgripa úr miðaldakirkjum Af íslenzkum kirkjulegum listmunum miðalda er margt varðveitt enn, en sé borið saman við máldaga og síðari tíma vísit- asíur sést þó glöggt, hvílíkt af- hroð mörg dýrindisverk hafa beðið. Siðaskiptin mörkuðu al- gera hugarfarsbreytingu gagn- vart helgimyndum og helgi- dómaskrínum, en þótt þau gengju sennilega tiltölulega hóflega yfir hérlendis hvað snerti eyðileggingu listaverka urðu síðari tímar, einkum 18. öldin og einnig hin 19., mörgum góðum gripnum skeinuhættar. Það er þó engin bót að segja, að svipað og í rauninni öllu verr, hafi farið annars staðar. í raun má segja, að víða erlendis hafi siðaskiptatíminn og seinni aldir gengið mun harkalegar að kaþ- ólskum helgigripum, og hér í Þjóðminjasafninu er í raun til mjög gott safn dýrgripa úr mið- aldakirkjum og jafnvel er enn einn og einn gripur í kirkjum landsins, sem eru sannkölluð listaverk af því bezta tagi, sem tilj)eirra barst á þessum tíma. I þessari grein verður drepið á nokkra kirkjugripi, sem segja má að rísi upp úr, listaverk mið- aldakirkna og einnig frá síðari tímum. Ekki er nú vitað, hverjir hafa verið fyrstu gripir, sem komu í kirkjurnar hérlendis, en ætla má að klukkur hafi verið með því fyrsta. Bjöllur og baglar eru meðal þess, sem hinir írsku munkar eiga að hafa skilið eftir sig hér og Órlygur Hrappsson átti að hafa haft með sér járn- klukku hingað út. Þannig hafa hinir fyrstu sagnaritarar talið, að klukkur hafi komið í fyrstu kristni. Meðal elztu kirkjulegra gripa hér eru einmitt klukka og bag- all. Frá Hálsi í Fnjóskadal er ein elzta kirkjuklukkan, með fornrómönsku lagi, býkúpulag- inu svonefnda, frá öndverðri 12. öld að líkindum. Enn eruí kirkj- um hérlendis miðaldaklukkur, bæði með þessu forna lagi og ein með síðrómanska laginu, en þær eru orðnar sjaldgæfar annars staðar og vart til nema á söfn- um. Elzti íslenski bagallinn og jafnframt einn sérstæðasti kirkjugripur hérlendis er hinn svonefndi tábagall, sem fannst á Þingvöllum og er örugglega frá því um miðja 11. öld eftir stíl- einkennum að dæma. Hann er einstæður sinnar gerðar, en skrautstíllinn er alþekktur í Skandinavíu, Úrnes-stíllinn svonefndi, kenndur við Úrnes- kirkju í Sogni í Noregi. Vafa- laust er hann innfluttur og lík- legast var hann ekki mjög gam- all er hann týndist þarna við Þingvallabæinn, enda hafa menn reynt að tengja hann við einhvern hinna fyrstu biskupa, eða aðkomubiskupa, sem hér voru. Kristsmynd frá Ufsum Mjög snemma hafa komið helgimyndir i kirkjurnar, venju- legast skornar í tré og málaðar. — Elzta róða (Kristsmynd á krossi) hérlendis er vafalaust Ufsakrossinn svonefndi, frá Ufsakirkju í Svarfaðardal, frá 12. öld að líkindum. Þessi mynd er án efa íslenzk, skorin úr birkistofni, hendur standa beint út frá bolnum og öll er hún í rómönskum stíl. Upphaflega hefur hún verið máluð, en nú er af fagur farvi, en myndin er sér- lega hugnæm. — Yngri eru tveir róðukrossar, sennilegast ís- lenzkir einnig, frá Húsavík og úr Saurbæjarkirkju í Eyjafirði, í gotneskum stíl og fylgja hér krossarnir einnig. Sennilegast hafa þessi krossmörk verið yfir kórdýrum í upphafi. En skjótt hafa borizt hingað erlendir krossar, og er þá fyrst að nefna Limoges-krossana svonefndu, skrautkrossa með smelltu (emaljeruðu) verki á eirþynnum, sem festar hafa ver- ið á tré. Þar er Kristsmyndin í miðju en á örmum krossanna eru skrautplötur, myndir af Maríu og Jóhannesi og helgum mönnum öðrum, svo og merki guðspjallamannanna aftan á örmunum. Slípaðir steinar, bergkrystallar, eru felldir í grópar og smásteinar í augum Krists. Þessir krossar og annað verk af sama tagi er alþekkt enn, en það var einkum gert í borginni Limoges í Frakklandi á 13. öldinni, og því kallað eftir þeim stað, en þar var vagga þessarar háþróuðu listiðnar miðalda. í Þjóðminjasafni eru tveir heillegir krossar af þessu tagi, frá Tungufelli í Hrunamanna- hreppi og Draflastöðum í Fnjóskadal, en einnig lausar Kristsmyndir og plötur af fleir- um. Kirkjulög kváðu á um, að hin heilögu ker skyldu vera úr góðmálmum, silfri eða gulli, og var þá einkum um að ræða kaleika og patínur. Varðveizt hafa nokkrir mjög vandaðir kaleikar frá um 1200 eða frá 13. öld hérlendis og með vissu taldir íslenzk smíði. Þeir eru í róm- önskum stíl, hálfkúlulaga skál og fóturinn smíðaður eftir hinu hringlaga formi og hnúðurinn er einnig kúlulaga. Á sumum kaleikanna er gagnskorið verk og gröftur, en þeir eru aðeins þekktir héðan frá íslandi og því taldir gerðir hér. Þeir eru litlir, enda var í kaþólskum sið vínið ætlað vígðum mönnum einum en ekki leikmönnum, og því ekki þörf stórra kaleika. Við siða- skiptin breyttist þetta, þá voru leikmenn teknir til altaris einn- ig og urðu þá þessir kaleikar of litlir víðast hvar og hafa orðið að víkja fyrir stærri kaleikum. Augljóst er, að kirkjan hefur alla tíð haft mjög náin tengsl við kirkjur nágrannalandanna og ekki sízt kirkjur Mið-Evrópu þegar fram á miðaldir kemur. Þetta sést gleggst á hinum inn- fluttu kirkjugripum. Má til dæmis nefna hina fjölskrúðugu erlendu kaleika, sem enn eru til hér og eru hvað mestir dýrgripir sinnar tíðar. Elstir hinna inn- fluttu kaleika munu vera enskir kaleikar frá 13. öldinni, afar fagrir og glæsilegir gripir. Þeir hafa fleiri varðveizt hér en ann- ars staðar, tveir eru enn í Hóla- dómkirkju og einn er úr Mel- staðarkirkju, nú í Þjóðminja- safni, og svipaður er í safninu frá Prestsbakka á Síðu. í nokkr- um kirkjum landsins eru afar vandaðir kaleikar frá síðmiðöld- um, stórir og vandaðir gripir með miklum greftri, og eru þetta hin mestu dýrmæti. Píslarsaga Krists á alabastursbríkum Veglegastur allra miðalda- kaleika hérlendis er kaleikurinn úr Skálholtskirkju, „kaleikurinn góði“, eins og hann var fyrrum oft nefndur. Hann er talinn frá um 1300 eða frá fyrra hluta 14. aldar, franskt verk í gotneskum stíl, algylltur með ákveiktum akantu-steinungum og smellt- um myndum. Patínan á við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (12.03.1983)
https://timarit.is/issue/242131

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (12.03.1983)

Aðgerðir: