Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1983, Blaðsíða 7
bíldhöggvari 1771.
Altaristafla frá Skarði á Landi, máluð á tró með olíulitum. Framan á
öörum væng töflunnar stendur Jón Jónsson og ártaliö 1830. Töfluna
má meö nokkrum líkum telja verk Gríms Jónssonar, stúdents og
bónda í Skipholti í Hrunamannahreppi.
kaleikinn og eru þessir gripir
allsendis óskemmdir enn,
stærstu gripir sinnar tegundar
hér.
Víða voru helgidómaskrín í
kirkjum og var þekktast þeirra
sjálft Þorláksskrín í Skálholts-
dómkirkju. Það er nú ekki leng-
ur til, en til eru tvö lítil skrín,
eða leifar þeirra, annað úr
Keldnakirkju, í Þjóðminjasafn-
inu í Kaupmannahöfn og talið
íslenzkt, hitt úr Valþjófsstaðar-
kirkju hér i Þjóðminjasafninu.
Bæði eru þau nú mjög skert frá
því sem verið hefur í upphafi, en
þó er enn nokkuð eftir af drifn-
um og gröfnum látúnsþynnum,
sem settar hafa verið steinum,
vandað gullsmíðaverk miðalda.
Þá er og varðveitt ein plata með
Limoges-verki, af gafli á skríni,
fundin á Ási í Holtum og hefur
sennilegast verið í kirkjunni
þar, en slík skrín eru enn al-
þekkt ytra.
Þegar kom fram á miðaldir
hafa altarisbríkur og altaris-
töflur verið mjög víða, og meðal
merkustu gripa af því tagi eru
alabastursbríkur, gerðar á
Englandi á 15. öld, sem enn eru
til. Hafa í rauninni óvenjumarg-
ar þeirra varðveizt hér á landi,
að vísu er engin alveg heil nú,
en stærst þeirra er bríkin úr
Hóladómkirkju. Þessar bríkur
eru gerðar í Nottingham í Eng-
landi, alabastrið er mjúk, ljós-
leit steintegund, sem auðvelt er
að tálga, og hafa myndirnar síð-
an verið málaðar. Oftast er
píslarganga Krists sýnd á brík-
um þessum, en einnig eru oft
helgir menn, krýning Maríu og
Kristur á himnum. Enn eru í
tveimur kirkjum slíkar altar-
isbríkur, í Þingeyrakirkju og í
Möðruvallakirkju i Eyjafirði,
hin síðari gefin kirkjunni af
Margréti Vigfúsdóttur, hirð-
stjóra ívarssonar Hólms, og er
hennar getið í máldaga 1481.
Kirkjuskrúði miðalda hefur
að vonum verið mjög vandaður
og veglegur, svo og altarisklæð-
in, en af hinum síðarnefndu eru
enn til nokkur hinna merku ref-
ilsaumuðu altarisklæða frá síð-
miðöldum, sem einkenna altar-
isklæði miðalda. Stærst þeirra
og veglegast er altarisklæðið úr
Hóladómkirkju, talið frá tímum
Jóns biskups Arasonar, með
myndum hinna þriggja helgu
biskupa íslendinga, Þorláks
helga, Jóns Helga Ögmundsson-
ar og Guðmundar góða. Á öðr-
um eru myndir úr postulasögum
og postulamyndir, myndir af
krossfestingu Krists og Kristi
upprisnum.
Eðlilegt er, að kirkjuskrúði
hafi síður varðveizt en aðrir
kirkjugripir, sem voru úr hald-
betra efni, en þó er enn furðu-
margt til, og eru það hin ágæt-
ustu listaverk. Merkust er kór-
kápa Jóns biskups Arasonar og
hökull, sem hvort tveggja er úr
skrúða þeim, er hann lagði til
Hóladómkirkju, flæmsk verk
frá fyrri hluta 15. aldar, for-
kunnarvandaðir gripir með
myndum af helgum mönnum og
myndum úr fæðingarsögu
Krists, hið sígilda myndefni
kirkjugripa. Þá má nefna
nokkra aðra miðaldahökla af
erlendum uppruna, svo sem úr
Skálholtsdómkirkju, frá Þing-
eyrum og Njarðvík eystra.
Enn var ótítt, að hluti messu-
skrúðans væri gullsaumaður, en
af slíku hefur fátt náð að varð-
veitast eftir siðaskiptin. Gullið
var eftirsóknarvert þegar menn
rúðu kirkjurnar dýrmæti, en þó
er til í Þjóðminjasafninu hluti
af gullsaumuðum skrúða frá
Hólum, sem talinn er frá um
1200 eða frá upphafi 13. aldar.
Þetta eru partar af stólu, hand-
línu og höfuðhlaði, saumað með
gullþræði á silki, mun vera
enskt verk, en að líkindum sér-
staklega gert handa Hóladóm-
kirkju. Bendir til þess, að á end-
um handlínunnar eru saumaðar
myndir biskupanna Þorláks
helga og Jóns helga, sem vart
hefði verið gert nema sérstak-
lega hefði verið pantað þannig.
Gripir þessir eru með fádæm-
um fagrir og veglegir, þótt þeir
séu ekki lengur varðveittir í
heild sinni nú, en fram á 18. öld
virðast þeir þó hafa verið
óskemmdir.
Útlendar helgimyndir
Á síðmiðöldum hafa margar
útskornar helgimyndir verið
fengnar til kirknanna erlendis
frá, sennilega yfirleitt frá
Þýzkalandi. Ein elzta myndin er
Madonnumynd, sennilega
sænsk, frá upphafi 13. aldar, þar
sem María trónir hnarreist og
tignarleg og hefur haldið syni
sínum, Kristi, i kjöltu sér.
Maríumyndir voru víða í kirkj-
um, einnig myndir af Maríu og
móður hennar Önnu, svo og
barninu Kristi. Nokkrar eru til
enn, en flestar rúnar litaskrauti
sínu, en eftir siðaskipti var
líkneskjusmíð lítillega stunduð
hérlendis, að minnsta kosti hef-
ur séra Hjalti Þorsteinsson í
Vatnsfirði gert helgimyndir.
Eftir siðaskiptin verður mikil
breyting á innanbúnaði kirkna.
Líkneskjum fækkar, þau eru
fjarlægð og eyðilögð, einkum
þau sem sérstök helgi hafði ver-
ið á. Nú tekur líka tilfinningu
manna fyrir hinum fornu lista-
verkum mjög að hraka, enda
varð kirkjan nú fátækari og
kirkjuhúsin hrörnuðu frá því
sem verið hafði.
Vart er hægt að tala um, að
kirkjugripir, þeir er listavérk
megi kalla, berist til landsins í
stórum stíl eftir siðaskipti.
Talsvert var þó flutt hingað af
vönduðum altarisstjökum,
ljósahjálmum, skírnarfötum og
klukkum, en altaristöflur verða
fábreyttari og á tiðum allsendis
lausar við listrænan búnað.
Hefur orðið mikil hnignun að
þessu leyti, sem skiljanlegt er
miðað við aðstæður allar, en alt-
aristöflur 17. og 18. aldar eru
flestar danskar, gerðar af hand-
verksmönnum en ekki lista-
mönnum, og oft af lítilli kunn-
áttu.
Altaristöflur
íslenzkra
alþýðulistamanna
Á 17., 18. og 19. öld, koma þó
fram merkilegir íslenzkir
kirkjulistamenn, sem sett hafa
mark sitt á kirkjuskreytingar.
Er fyrstan að nefna sr. Hjalta í
Vatnsfirði, sem málaði og
skreytti kirkju sína í Vatnsfirði
fagurlega, og eru hlutar þess
skrauts til enn, og hann málaði
einnig mannamyndir, sem al-
þekkt er. En einkum ber hér að
nefna þrjá alþýðulistamenn 18.
og 19. aldar, sem eru ólíkir öll-
um öðrum, máluðu í frumstæð-
um stíl, enda óskólaðir í list
sinni. Hér er átt við þá Ámunda
smið Jónsson, Jón Hallgrímsson
málara og Ófeig Jónsson frá
Heiðarbæ.
Ámundi bjó á Suðurlandi, dá-
inn 1905. Hann smíðaði margar
kirkjur og var góður smiður eins
og haldizt hefur í hans ætt.
Hann smíðaði síðustu útbrota-
kirkjuna, sem stóð á Stóra-Núpi
fram um 1880 og eru til úr henni
nokkur listaverk hans. Einna
þekktust er þó altaristaflan úr
Gaulverjabæjarkirkju, einnig
stór og vegleg tafla úr Odda-
kirkju, sem hefur þó verið
skemmd síðar með því að mála
ofan í hana, svo og taflan í
Keldnakirkju.
Hallgrímur Jónsson á Naust-
um og víðar var faðir Jóns Hall-
grímssonar í Kasthvammi, sem
einnig var vel þekktur kirkju-
listamaður. Hallgrímur var
ólærður málari, enda eru töflur
hans viðvaningslega gerðar, en
bjóða þó af sér mjög góðan
þokka vegna hinnar barnslegu
einfeldni, sem þær búa yfir.
Töflur hans hafa verið víða í
kirkjum norðanlands og eru
nokkrar í Þjóðminjasafni.
Flestar þeirra sýna síðustu
kvöldmáltíðina, vinsælt mynd-
efni á altaristöflur, en glöggt
sést, hve erfitt Hallgrími hefur
veizt að sýna hlutföll mannslík-
amans, þótt hann væri góður og
laginn smiður og smekkvís á
litaval.
ófeigur Jónsson lifir fram um
miðja síðustu öld. Eftir hann
eru til nokkrar málaðar altaris-
töflur og líklega er bezt þeirra
tafla frá Stóra-Klofa á Landi,
sem nú er í Þjóðminjasafni.
Litaval Ófeigs er með því bezta
sem gerist, en verk hans bera
með sér einkenni hins ólærða
málara. Mannslíkaminn er úr
réttum hlutföllum, en hins veg-
ar hefur hann málað sérkenni-
legan skrautstíl og stafagerð
hans er mjög fögur.
Segja má, að fyrrum hafi
kirkjur landsins verið eins kon-
ar listasöfn, þótt í smáu væri.
Kirkjurnar voru einu staðirnir,
þar sem fólk átti þess kost að
sjá listaverk. Sumt af því var
heimslist, annað heimalist,
sköpuð af ólærðum mönnum.
Það er því ekki að ófyrirsynju,
að kirkjulistin skipi virðulegan
sess í listasögu þjóðarinnar. ís-
lenzk heimili voru fátæk að
heimslist, þótt þar skapaðist
sérstæð heimalist, sem ber
listgáfu þjóðarinnar merkilegt
vitni.
Þór Magnússon.
78