Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins k'CL- Þf'KV í'vi;' V|Þ 'A R K. e A ÍTALft- JAAVtCU F 'A T & A R INN W-* e Ð —> B R '£ F TTT. *i -U” F 'e> T r x K F u ÞVÆ* St/JOK * A S> A R Itíd u* 9 A r 1 FIJK- ue IMN >IC- 5ký L 1 R F A fiUÐ- LlHiO IN N A n A N ÍIÍN IST N ð> T A R DVtL- UR T*~ o Not 4 A Li. N Heit, Ft A r N IfF 5 A KoNA HflMM N W h* N A ívetR HXÐIR i i tihií- UNA« J> r»R- rrrviR ÍTOR Á A 'lLAT- tt> A S X i N úveJA itUKV R 'A N iiiúr* KoSní 4 l L / N FtoN 1 H'Wdr AO N A P R 1 FoR- MAFN e 5CTOT- S N A R L-r tíhi 'A CT'lÞI HÚJ- Hnch>- t HCONA MWAfr R £. F s A y<k t'TIK CK ro L Hano ÍA/«A N 'A H £ F / a L FL R A N ÚA«CII*! SHIÓ L D £ N Anutt • £ L J A aunr ASKUR A V SoLN TívKr V A S S blAiT HJÁ 1- Æ Uót> i r> S r A X A N 'fWÖXT UR A K A R hS fEK K- 1 N& Tamli V 1 T r 4 S K VClT L*tid b F R ’o Ð FÆD /NU K T » N U NÁTT- útu- f A8i{) r T 1 jj A Duö- tca t i N Fr*R A á> U R. Á ferö um Mongólíu Helgiathöfnin var heillandi. Munkarnir sátu meö krosslagða fætur I röð á pöllum, klæddir gulum og appelsínugulum kufl- um. Þeir sungu á bækur með tíbezku letri. Þeir héldu á kross- um sem voru tákn athafna og hringdu bjöllum, sem táknuðu trúarkenningar þeirra. í athöfn- inni fengu þeir mat að gjöf. Hver munkur fékk stórt, hring- laga brauð, og var hlaðið á það osti, einnig kex í bréfi, rúsínur og stórar sneiðar af mysuosti. Skrautlegar myndir voru í glerskápum upp við veggina. Söfnuðurinn var mestmegnis gamalt fólk, lágvaxið og bogið eftir mikið erfiði. Sumt náði mér varla í mitti. Allt var fal- lega málað, en ég gat ekki varizt þeirri hugsun hve áhrifameira allt væri ef það væri hreint. Kuflar munkanna og reflar þeirra hefðu getað verið glitr- andi gullnir, en þeir voru kám- ugir og dauflegir. Frá Mongólíu flugum við til Kabarovsk, rétt við Kyrrahafið. Við fengum að ganga hvert sem við vildum, en ekki máttum við skoða fugla þar við vötnin, enda voru ekki nema 50 km til kín- versku landamæranna. Farið var með okkur til friðaðs svæðis í skóglendinu. Þar voru teknar ótal myndir af okkur, enda var þetta í fyrsta skipti sem þangað komu Bandaríkjamenn. Þetta var um hádegisbil og engir fugl- ar á ferli. Förin var því til einsk- is. Bifreiðastjórarnir í öllum þeim áætlunarbílum, sem við ferðuðumst með, skreyttu bílana með límmiðum frá mörgum löndum. Þeim fannst ekki ónýtt að fá límmiða frá íslandi. Ef þú, lesandi minn, kemur í bíl í Síb- eríu eða Mongólíu með íslenzk- um límmiða, þá hefi ég verið í honum á undan þér. Kristur í íslenzkri myndlist Frh. af bls. 8. sem bauð rómverska herveldinu byrginn, hjá öðrum er hann kenningasmiðurinn mikli, pre- dikarinn og píslarvotturinn. Svo eru þeir, sem umfram allt hafa túlkað upprisuna og Krist sem ójarðneska veru, sem Guð eða hluta af Guðdómnum. Allt blasir þetta við í mynd- list í sjö aldir a.m.k. og allir hafa höfundarnir þurft að taka á sameiginlegu vandamáli, nefnilega því, hvernig Jesús Kristur var klæddur. Og hvern- ig var hann á hár og skegg? Samtímahugmyndir af Róm- verjum sýna, að þá var ekki skeggöld, en vera má að bylt- ingarmaðurinn Jesús Kristur hafi einmitt þess vegna látið sér vaxa skegg. Oft er hann í mynd- um ljós eða ljósjarpur á hár og skegg, þótt gyðinglegur uppruni bendi til miklu dekkri skegg- og háralitar. Myndir bera með sér, að Rómverjarnir gengu í skykkjum og kyrtlum, sem náðu aðeins niður á hné, — en þær myndir sanna ef til vill ekki neitt um klæðnað alþýðufólks austur í Palestínu. Undirritaður var einn þeirra er lagði nýliðinni kirkjulistar- sýningu mynd þar sem Kristur er í miðpunkti, leiddur inn í nú- tímann og látinn reka víxlarana út úr Musterinu. Hugmyndin var sú, að heimurinn okkar sé Musterið og því hefur verið út- djöflað af yfirgangsöflum, sem leiða af sér endalausar þján- ingar í öllum heimshlutum. Inn í þessa mauraþúfu spillingar- innar stígur Kristur — ekki með hnútasvipu eins og segir í ritningunni og kemur fram í mynd hjá E1 Greco — heldur bandar hann mönnum á brott, ákveðinn á svip, kannski dálítið reiður, að minnsta kosti von- svikinn. Sá Kristur er genginn beint út úr píslarsögunni og þjáningunum; hann gæti verið nýsloppinn útúr Afganistan eða setið í fangelsi fyrir skoðanir sínar í Argentínu. En þarna kemur hann framá sviðið og segir um Musterið; „Þér hafið gjört það að ræningjabæli." Fatnaður og annað sem heyr- ir til útliti á nútímafólki vefst ekki fyrir neinum í mynd af þessu tagi; annað mál er „fata- vandamál Krists" sem ég ræddi um við nokkra kirkjunnar menn. Vel mátti hugsa sér að hafa Krist í nútímakiæðum einhvers konar. En niðurstaðan varð sú að nota kyrtilinn, þessa tímalausu flík, sem heyrir þó alls ekki til nútímanum og sker sig alveg úr því sem menn ganga í á Vesturlöndum um þessar mundir. En frávik er það frá venju, að í myndinni er kyrt- illinn styttri; nær aðeins til hnésins. Vonbrigðum olli, hversu fáar myndir virðast hafa verið unnar sérstaklega samkvæmt áskorun kirkjulistarnefndar. Enginn tók til dæmis kvöldmáltíðina fyrir og enginn fjallræðuna. Afrakst- urinn er í raun og veru lítill. Krossfestingarmynd Tryggva Ólafssonar var til áður en til sýningarinnar var stofnað og sama er að segja um myndir Einars Hákonarsonar af inn- reiðinni í Jerúsalem og Kristi teknum niður af krossi. Þær Kristsmyndir, sem fram komu gagngert vegna áskorunar kirkjulistarnefndar, eru þær sem áður er nefndar eftir Einar Hákonarson af Kristi í Getsem- anegarðinum (Hljómskálagarð- inum), önnur eftir Gunnar Örn Gunnarsson sem bar nafnið Bróðurkærleikur, af Kristi að reka út víxlarana eftir undirrit- aðan og krossfestingarmyndir eftir Guðmund Ármann á Akur- eyri og Magnús V. Guðlaugsson. Þetta verður að telja ákaflega lítinn afrakstur og má að ein- hverju leyti rekja til rangrar nafngiftar á sýningunni. Trú- arlist hefði verið mun betra heiti en kirkjulist, enda kom í ljós að margir misskildu kallið og fannst að hér yrðu einungis sýndar myndir úr kirkjum, eða ætlaðar kirkjum. Trúarleg list er ekki endilega kirkjulist. Það er rétt ábending í sýningarskrá og höfð eftir Paul Tillich, að sú fræga Guernica eftir Picasso sé trúarlegt verk — máttug predikun um þján- ingu hins óbreytta manns á tím- um hins vélvædda hernaðar- brjálæðis. En verk af því tagi eiga ekki endilega uppá pall- borðið hjá sóknarnefndum og þau hafna ekki á kirkjuveggj- um. Þau eru þó jafn gild fyrir því og eiga sinn aðdáendahóp. Aðrir vilja hafa trúar- og kirkjuleg verk þannig, að helzt minnir á konfektkassamyndir. Við því er ekkert að segja; smekkur fólks er misjafn og ólíklegasta verk kann að hitta fyrir streng í brjósti einhvers. Það eitt að sýning á trúarlist hefur verið haldin, er út af fyrir sig stóratburður og markar tímamót. Það var fróðlegt og góðra gjalda vert, að sýna þær fjöl- mörgu vinnuteikningar af kirkjugluggum og kirkjuverk- um, sem nú eru í bígerð. Annars skyggði á sýninguna, hve marg- ir listamenn tóku þátt með hálf- um huga — og þá á ég við þá billegu lausn, að senda inn gamlar myndir, sem að öllum líkindum hafa verið unnar án nokkurrar trúarlegrar skírskot- unar — en síðan gefið eitthvert trúarlegt nafn og á nafninu einu eiga þær að fljóta. Dómnefndin hefði mátt grisja miklu meira, minnka sýninguna fremur en að þynna hana út á þennan hátt. Niðurröðun og upphenging var langt fyrir neðan það bezta sem sést hefur á Kjarvalsstöðum og það er hálf dapurlegt, þegar nóg er til af hæfileikafólki til þess arna. " Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.