Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 14
. k Orrustan um wStalingrad íyrir 40 árum. Síðari hluti ! \ > Þreyta og dauöans angist skín af andlitum þessara þýzku hermanna, sem gera andartaks hlé á skothríöinni í september 1942 — framundan var hinn algeri ósigur. Eins dauði er annars brauö og ekki síst í stríði: Rússneskir hermenn sigurglaöir eftir vel heppnaða tangarsókn. 85 þúsund þýzkir stríðs- fangar komust aldrei heim Hitler var svo sannfærður um að hafa lamað Rússa varanlega, að hann gaf skipun um sóknar- aðgerðir 23. júlí 1942 eigi aðeins í átt til Kákasus heldur og gegn Stalíngrad. Það er haft eftir Stalín, að Hitler hafi viljað „ná tveimur héruðum í einu“. Svo lét hann Alfred Jodl kunngera, að „örlög Kákasus yrðu ráðin við Stalíngrad". Þetta var óskyn- samleg skipun vegna aðstöðu herjanna. Þar sem allténd var hægt að ná öðru markinu og síð- an hinu, varð í staðinn hvorugu náð. Sóknaraðgerðirnar stöðv- uðust um svipað leyti á báðum stöðum, fyrri hluta nóvember. 23. ágúst náði 6. herinn til Volgu fyrir norðan Stalíngrad. Fyrstur til að sjá Volgu var von Strachwitz, greifi, sem komst næst París með njósnaflokk sinn 1914. 4. september hélt skriðdrekasveit inn í úthverfi borgarinnar. „Borgina skal hertaka ... “ Paulus, yfirmaður 6. hersins, sagði við aðstoðarmann Hitlers þegar 29. júlí 1942, að herinn væri ekki nógu öflugur til að ráðast á Stalíngrad. Þegar Paul- us tilkynnti síðar, að sóknar- mátturinn færi dvínandi, lögðu þeir Jodl og hinn nýi yfirmaður herforingjaráðsins, Zeitzler, til við Hitler að hætt yrði við töku borgarinnar að sinni. Hitler hafnaði því, en lét þó í fyrsta sinn í ljós ótta við gagnsókn Stalíns frá Semovitsj-svæðinu yfir Don og suður á bóginn. Þó að stríðið hefði alla vega tapast, þurfti það ekki að gerast við Stalíngrad. En Hitler gaf svohljóðandi skipun 19. ágúst: „Borgina skal hertaka fyrir 25. ágúst.“ Víst gat hann sagt með sanni, að ef hann sleppti borginni, myndi hann aldrei koma þangað aftur. Þannig hafa allir glæfra- menn hernaðarsögunnar getað rökstutt mál sitt. Karl 12. kom heldur aldrei aftur til Poltava og Napóleon átti aldrei aftur- kvæmt til Moskvu. Spurningin var ekki, hvort Hitler gæti leyft sér með hlið- sjón af hinum misheppnuðu at- lögum að Moskvu og Leningrad að hverfa á réttum tíma frá Stalíngrad. Spurningin var, hvort hann yrði að láta sér það lynda. Og sú var reyndin. En Hitler ákvað, að mikilvægasta hlutverk 6. hersins væri að ná Stalíngrad að fullu á sitt vald. Hershöfðingjarnir kyngdu þessu. Ekki er vitað nákvæmlega, hvað gerðist í Kreml, en Stalín vildi halda borginni, hvað sem það kostaði. En hershöfðingj- arnir Zukov og Vassilevski munu hafa lagt á ráðin um stór- brotna tangarsókn. Áætluninni var haldið svo leyndri, að þeir voru örfáir, sem vissu um hana, og verulegur hluti undirbún- ingsins var fólginn í því að villa um fyrir Þjóðverjum. En þó leyfði Zukov sér að segja opin- berlega 7. nóvember, níu dögum áður en tangarsóknin hófst: „Brátt mun ríkja mikil gleði á götum úti í landi voru." Rangar upplýsingar í Bjórkjallaranum Paulus hóf síðustu sóknarað- gerðir sínar í Stalíngrad 11. nóv- ember, og sú hætta vofði yfir leifum hers Rússa þar, að þær yrðu yfirbugaðar einmitt þá viku, sem Zukov og Vassilevski þurftu enn til undirbúnings gagnsóknarinnar. Kl. 5.50 að morgni 19. nóvem- ber hófst sovézka stórsóknin við Don. Að kvöldi þessa dags höfðu Þjóðverjar náð mikilvægum áföngum við endanlega töku Stalíngrad, en er Paulus fær hinar ógnvekjandi fréttir frá Don-vígstöðvunum, stöðvar hann allar árásaraðgerðir í borginni. Hitler var sér til hvíldar í Berchtesgaden, er þetta gerðist. Zeitzler ræddi við foringjann í síma og lagði til, að 6. herinn yrði dreginn til baka vegna hættunnar á, að hann yrði kró- aður inni. En Hitler hafnaði því algerlega. 8. nóbember hafði hann sagt hinum gömlu baráttufélögum sínum í bjórkjallaranum í Munchen, að Stalíngrad væri sama sem fallin. Þegar hann hélt áleiðis til aðalstöðva sinna í Austur-Prússlandi að kvöldi 22. nóvember, var þegar búið að einangra Stalíngrad. . 23. nóvember kl. 18.45 komu boð til aðalstöðva foringjans frá hershöfðingjunum von Weichs og Paulusi þess efnis, að þeir teldu nauðsynlegt, að 6. herinn yrði kallaður burt frá Stalín- grad. Birgðarflutningar til hinna 20 herdeilda loftleiðis væru útilokaðir nema í bezta falli að einum tíunda hluta af daglegum þörfum. Það yrði ekki eins dýrkeypt að brjótast út og hitt væri hörmulegt, ef herinn yrði sveltur til þrautar í her- kvínni. Ýmsir æðstu yfirmenn flug- hersins vöruðu eindregið við þeirri tálvon, að hægt væri að sjá 6. hernum fyrir birgðum loftleiðis: Örlög 6. hers- ins ráðin En Iiitler hafði tekið sína ákvörðun. Hann lét Paulusi og herforingjum hans lausnarorðið í té: „Skammtíma innilokun." Og þeir létu það heita svo: „Tímabundnir birgðaflutningar með flugvélum.“ Hitler setti hinn fræga mar- skálk, Erich von Manstein, að nýju yfir herina á Don-svæðinu, en vék von Weichs frá, þar eð hann vildi, að 6. herinn brytist út úr herkvínni. Manstein til- kynnti Hitler, að hann gæti ekki fallizt á afstöðu fyrirrennara síns, „á meðan útlit er fyrir næga birgðaflutninga". Manstein vissi eða hefði átt að vita betur. Allir þessir samfelldu haugar, sem minna á ruslahauga við stórborg, bera vitni um ógurlegan ósigur og um leið þann mannlega harraleik, sem styrjöld er alltaf. Þetta eru allt saman lík þýskra hermanna, sem flutt hafa verið á einn stað til fjöldagreftrunar í febrúar 1943. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.