Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 4
Egill Helgason Um þær mundir er Halldór Guðjónsson, síðar Laxness, var ungur maður að efla sinn bók- menntalega þroska hér á íslandi og í evrópskum heimsborgum var óvefengdur meistari norrænna bókmennta og stærsti áhrifavald- ur í þeirri grein, nóbelshöfundur virtur og dáður vfða um álfur: Knut Hamsun, norðmaður kom- inn á ofanveröan miðaldur; höf- undur beiskrar naflaskoðunar f Sulti og Launhelgum, upphafinna ásta- og náttúrulýsinga í Pan og Viktoríu, angurværra bóka um einfara og flakkara — Umrenn- inga og Undir hauststjörnu, harka- legrar ádeilu á vaxandi kapítal- isma í Benóní og Rósu og Tvenn- um tímum, bölsýns háðs í Konun- um við vatnspóstinn og lofgjörðar til hins frumstæöa og uppruna- lega, alheimsbóndans, í Gróðri jarðar. „Það var á þeim árum ... “ Árið 1890 markaði Knut Hamsun sín fyrstu spor í bók- menntir Norðurlanda og heims- ins með fyrstu skáldsögu sinni Sulti, bókinni sem upphefst með hinum frægu orðum: „Það var á þeim árum, þegar ég ráfaði um og svalt í Kristíaníu, þessari undarlegu borg, sem enginn yf- irgefur fyrr en hann hefir látið á sjá ...“ Þetta var hinn ungi Hamsun sem sagði í fyrirlestri árið 1891 að hann vildi smjúga inní myrkustu og duldustu af- kima sálarinnar, elta sálina á vit launhelga og vitfirringar, til fjarlægra hnatta, að hliðum himnaríkis og helvítis. í þessum anda skrifar Hamsun Sult og nokkru síðar Launhelgar. Sál- fræðin er áköf og innlifuð, stutt milli ofsakæti og örvæntingar, aðalpersónurnar eru eins og opnar upp á gátt fyrir utanað- komandi áhrifum og gera fá- heyrðustu hluti án nokkurrar sýnilegrar ástæðu — miskunn- arlaus sálarskoðun Dostoévskís og Strindbergs er greinilega fyrirmyndin. Heimspekin er ófyrirleitin, einstaklingurinn sem þjáist og skapar er settur til höfuðs grautarlífsspeki og andlausri skynsemistrú. Nietzsche stingur sífelldlega upp kollinum, eins og svo oft í síðari verkum Hamsuns. Árás- irnar á skáldfeðurna, hina norsku patríarka, Ibsen og Björnsterne Björnsson eru óvægnar, oftlega óréttlátar. Síð- ar ætla ég að víkja stuttlega að hliðstæðum í heimsmynd Sultar og Launhelga og viðhorfum Halldórs Laxness í Vefaranum mikla frá Kasmír. Allt frá upphafi gætir mikils tvískinnungs í skoðunum Hall- dórs Laxness á Hamsun, það er eins og Halldór treysti þessum eldri skáldbróður sínum ekki til fulls, hann viðurkennir stílgald- ur Hamsuns, en siðferðið þykir honum oft á tíðum heldur bág- borið. En það fer ekki á milli mála að Hamsun var einn sá rit- höfundur sem mest áhrif hafði á Halldór í æsku: 4 Með andstæðum forteiknum „Jæa, var ég þá bara að herma eftir Hamsun, og kanski allir núna í þessum parti heimsins einsog Gulman ritstjóri gaf í skyn: eða voru allir sem reyndu sig við þennan lausa og lipra kjaftastíl aðeins spaugsamar málpípur tímans og Hamsun þeirra liprastur? Ég hafði lesið allar bækur Hamsuns, amk þær sem feingust heima í fimtíu- aura heftum norskum, og því er ekki að leyna, þessi norðmaður var fundið fé hverjum úngum ís- lenskum höfundi uppöldum í settum hefðbundnum stíl. Hafi ég dregist að honum var það umfram alt áreynsluleysið í þessum stíl sem laðaði mig án þess ég hefði enn skilið að léttur og kátur leikmáti fæst ekki nema af lángri og miskunnar- lausri erfiðisvinnu." (Úngur eg var, bls. 147.) Líður áfram áreynslulaust „Laus og lipur kjaftastíll" — það er kannski ekki alveg sann- leikanum samkvæmt. Altént hafa ýmis stílbrögð Hamsuns verið Halldóri hugleikin allt fram á þennan dag. Hamsun er fyrst og fremst lýrískur og ljóð- rænn höfundur, styrkur hans liggur í ógleymanlegum stemmningum og myndum, lif- andi náttúru sem er þýdd yfir í orð og endurspeglar sálarástand sögupersóna, sjaldgæfum orðum og endurtekningum og góðlát- legum ástar- og umhyggjutón þegar hann festir ást á sögu- hetjum sínum. Á yfirborðinu er eins og allt þetta líði áfram — áreynslulaust er orðið. Halldór er að mörgu leyti fjölhæfari rit- höfundur en Hamsun — en báð- ir eru þeir í meira lagi elskir að orðum, ekki síst fágætum, hjá þeim báðum er náttúran eins konar spegill mannssálarinnar, báðir draga þeir myndir stórum dráttum, stundum þannig að smekkvísum lesara finnst nóg um, og báðir eiga þeir oft erfitt með að fara í felur með ást sína á eigin hugarfíkjum, eigin sögu- persónum og stílbragði — Ham- sun játar væntumþykju sína án nokkurrar blygðunar, Halldór fer varlegar í sakirnar, en yfir- bragðið er þó oft hið sama: til dæmis finnst mér samband Halldórs og Steins í Steinahlíð- um bera vott um ósvikna ham- sunska elsku. 15da september 1921 geysist Halldór fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu, þar birtir hann grein sem hann nefnir Síðasta bók Hamsuns, tilefnið er bók Hamsuns Konurnar við vatns- póstinn sem kom út árið áður. Hér gerir Halldór af unggæð- ingslegri dirfsku upp sakirnar við meistarann, jafnframt því sem hér má í fyrsta sinn sjá á prenti skoðanir hans á hlutverki fagurbókmennta og skáldskap- ar. Grunntónn greinarinnar er áðurnefnd þversögn milli stíl- fegurðar og siðferðis í verkum Hamsuns: „En nú hefir nýjasta bók hans, „Konerne ved Vandpost- en“ borist mér í hendur, og hvað sem er um aðra Hamsuns les- endur, þá er þar skjótt frá að segja, að hún hefir orðið til þess aö vekja hjá mér viðbjóð á skáldinu og ritmensku hans. Eg hefi alt í einu fengið augun opin fyrir því, að þessi heimur, sem mér fanst svo mikið til um oft áður, sé í rauninni geysilega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.