TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						_ Keltnesk manna

Inöfn í örnffo««n

? íra-örnefni

Dímonar-ðrnefni

D Papa-örnefni

• Heiönar grafir

D Kross-baejamöfn

O Kirkjubóls-bæjarnöfn

Kort I. Séu kort I og kort II borin saman má sjá að keltnesk/ kristin áhrif á íslandi fyrir ár 1000

eru mest á Vesturlandi.

önnur yngri. Dæmi eru: Bekan,

Bresi, Brjánn, Butraldi, Dufan

Dufgus, Dunkaðr, Gulli, Gufa,

Karman, Kjartan, Kjarval,

Kolka, Konall, Njáll, Patrekur.

Eins og sjá má af meðfylgj-

andi korti er ca. 41 keltneskt ör-

nefni að finna á Vesturlandi, 15

á Vestfjörðum, en á öllu Norður-

landi aðeins 18, á Austurlandi 4

og á Suðurlandi 12. Hermann

Pálsson telur ekki öll kurl kom-

in til grafar enn varðandi keltn-

esk örnefni á landinu, þar sem

þetta svið sé ekki enn fullkann-

að, og vitað er um mun fleiri

íslensk örnefni af keltneskum

uppruna, þótt þau séu ekki talin

með hér. Guðrún Jónsdóttir frá

Prestbakka, merkur fræðimaður

á þessu sviði, en hún kann gael-

ísku, segir að Apavatn, en heiti

þess hefur löngum vafist fyrir

fræðimönnum, þýðir árvatn á

gaelísku.

Keltnesk menningar-

áhrif mismikil

eftir landshlutum

Þegar ég bar saman dreifingu

borghlaðinna húsa, keltneskra

örnefna og staða með kirkju eða

krossanófn um landið kom í ljós

að þau voru flest á þeim svæðum

þar sem fæstar heiðnar grafir

hafa fundist og verður að telja

að sá samanburður styrki mjög

kenninguna um keltnesk/kristin

áhrif hér á landi fyrir árið 1000,

einkum á Vesturlandi, en á

svæðinu frá Botnsá í Hvalfirði

að Hrútafjarðará eru aðeins 12

fundarstaðir heiðinna grafa af

alls um 300 á landinu öllu.

Það er því ljóst að keltnesk

menningaráhrif hafa verið mikil

á sumum svæðum landsins en

lítil á óðrum, og er því hugsan-

legt að kasta fram þeirri tilgátu

að á íslandi hafi búið tveir

menningarhópar fyrir kristni-

töku, annarsvegar keltneskur

og/eða kristinn hópur, sem kann

að hafa verið minnihlutahópur

eða undirstétt, og hinsvegar

norrænn, heiðinn hópur, sem

kann að hafa myndað meiri-

hluta og yfirstétt. Samkvæmt

þessu mætti skipta landinu í

grófum dráttum í keltnesk

og/eða kristin svæði og norræn,

heiðin svæði, og nefna þau svæði

keltnesk og/eða kristin þar sem

tíðni kirkju og krossanafna,

borghlaðinna húsa og keltn-

eskra örnefna er há, en lág með

tilliti til heiðinna grafa. A nor-

rænu/heiðnu svæðunum er tíðni

heiðinna grafa há, en tíðni

kirkju- og krossaörnefna,

borghlaðinna húsa og keltn-

eskra örnefna lág.

Þær byggðir sem keltnesk/

kristnir menn völdu til búsetu,

einkum á Vesturlandi og Vest-

fjörðum, hafa því einkennst af

siðvenjum þeirra og trúarbrögð-

um. Norrænir heiðnir menn

virðast hafa sest að aðallega á

Suðurlandsundirlendi, og mynd-

að kjarnabyggðir í Rangárvalla-

sýslu, Mið-Norðurlandi (í Eyja-

fjarðarsýslu) og á Fljótsdals-

héraði og á Norð-Austurlandi,

en á þessum svæðum hafa fund-

ist flestir heiðnir grafstaðir.

Annars er fræðilega varasamt

að skipta landinu upp í skýr

svæði eftir landnámi hvors

hóps, því menningarblóndun og

samruni hefur verið allmikill,

jafnvel fyrir landnám á íslandi,

milli þessara tveggja hópa. I

Rangárvallasýslu má víða sjá

dæmi þessarar blöndunar

menningarhópanna tveggja.

Ég sló því fram, að keltn-

esk/kristnir menn kunni að

hafa verið minnihlutahópur og

undirstétt í landinu, og það er

ekki ótrúlegt í ljósi þess að

stjórnskipulag í landinu fyrir

árið 1000 var bundið heiðnum

sið. Landinu var skipt í goðorð,

og var goði jafnframt hofprest-

ur og innheimtumaður hof-

skatts. í sógum eru þess dæmi

að menn hafi neitað að greiða

hofskattinn. í Vopnfirðingasögu

er sagt frá því að Þorleifur

kristni neitaði að gjalda Stein-

vöru hofgyðju hofskattinn. Þá

er það athyglisvert að þær tvær

fornsógur er greina frá vopnuð-

um uppreisnum í landinu gerast

á Hvalfjarðarsvæðinu, sem telj-

ast verður keltnesk/kristið

svæði. Þessar sögur eru Harðar-

og Hellismannasögur.

Rústin í Surtshelli

I Surtshelli er rúst, sem gæti

bent til þess að þar hafi keltn-

eskir menn hafst við. Húsrústin

er   sporöskjulaga,   með   dyr   á

Kort II. Fundarstaðir heiðinna grafa eru aðallega £ Mið-Suðurlandi, Norðurlandi og á Fljóts-

dalshéraði. örfá heiðin kuml hafa fundist á öllu Vesturlandi, en þar virðast keltnesk/ kristin

áhrif hafa verið mest

un og trúin á spásagnargáfu

höfða kemur víða fram í forn-

sögum: Njálu, Eyrbyggju, Bárð-

arsögu og Bjarnar sögu Hít-

dælakappa. Ahugi fyrir bók-

menntum og ritlist er sameigin-

legur íslendingum og Irum, og

strax á sjöttu öld blómstraði

sagnalist Ira. Þess má geta að

dróttkvæður háttur, sá er einna

algengastur var íslenskra

kvæðahátta, er írskur að upp-

runa. Urmull þjóðsagna og

málshátta er einnig af keltnesk-

um toga spunninn, og bíður þar

mikið verkefni rannsóknar

fræðimanna.

Orðatiltækið: „að koma ein-

hverjum fyrir kattarnef" er

gaelískt að uppruna og þýðir að

kasta manni fyrir þverhnípi.

Borghlaðin fjárborg í Skötufirði við ísafjarðardjúp. Hugsanlegt er að borg-

hleðslustfllinn sé tií fslands kominn frá Bretlandseyjum. En borghlaðin hús

hafa verið í notkun í landinu frá upphafi byggðar og fram á þessa öld.

RústíSurtshelli.

langhliðum en eldstæði í báðum

gaflendum. Húsagerð af þessu

tagi þekktist á Suðureyjum, en

er mjög ólík gerð annarra húsa

frá þessum tíma, sem rústir

hafa fundizt af á íslandi. Hall-

dór Laxness lét aldursgreina

beinahnútu sem fannst í Surts-

helli, og var hún áætluð frá 940,

með einnar aldar fráviki.

Á keltnesk/kristna svæðinu

gerast margar bestu fornsagna

okkar, og nægir að minnast á

Eyrbyggju, Laxdælu, og Gísla

sögu Súrssonar og Eiríks sögu

rauða, en þær tvær síðastnefndu

gerast að hluta til á Vesturlandi

og Vestfjörðum. Þá ber og að

nefna Kjalnesingasögu, en Helgi

Guðmundsson hefur skrifað um

keltnesk minni og áhrif í þeirri

sögu, en þau virðast vera mjög

mikil. Prófessor Einar Ólafur

Sveinsson hefur skrifað manna

mest um keltnesk menningar-

áhrif í íslenskum fornbók-

menntum, og liggja eftir hann

mörg merk rit um það efni.

Keltnesk minni í íslenskum

fornsögum eru mýmörg, en þó

bíður enn mikið starf þeirra,

sem rannsaka vilja keltnesk

árhif í íslenskum bókmenntum

fyrri alda. Keltnesk höfðadýrk-

Leiddu árekstrar

kristinna manna og

heiðingja til búferla

flutninga til Grænlands

Það hefur vakið athygli mína,

hve margir gripir, sem fundist

hafa frá fornri byggð á Græn-

landi eru keltneskir. í þessu

samhengi er það áhugavert, að

mjög margir þeirra, sem til

Grænlands fluttu héðan fyrir

kristnitöku voru einmitt frá

Breiðafjarðarsvæðinu þar sem

keltnesk/kristin áhrif voru hvað

sterkust. Þetta fyrirbrigði hefur

lítið sem ekkert verið kannað, en

ekki er ólíklegt að árekstrar

kristinna manna og heiðinna

hafi leitt til búferlaflutninga

hinna fyrrnefndu. Kann offjölg-

un við Breiðafjórð að hafa vald-

ið einhverju þar um einnig.

-  Ert þú sjálfur keltneskur að

uppruna, Þorvaldur?

-  Ég vona það. Annars er

þetta ekki spurning um rasa,

kynþátt, sem ég er að glíma við,

heldur snúast mínar rannsóknir

um að kanna hversu sterk keltn-

esk menningaráhrif hafa verið

og eru enn í íslenskri menningu.

Áður fyrr þótti okkur fínt að

kalla okkur afkomendur norskra

smákonunga en heldur illt að

vera undan írskum þrælum.

Þetta viðhorf er nú að breytast,

enda er okkur ekki minni sómi

að tenglsum okkar við ríka bók-

og listmenningu Kelta en bók-

lausa norska skerkónga.

3

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16