Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1983, Blaðsíða 5
gera sér grein fyrir hæfni hans. Fólk virtist spyrja, hvort þessi geimferðahetja, sem talaði svo fagurlega um fornar dyggðir, væri nógu skörp, nógu slyng til að stjórna landinu. Skyldi þessi maður, sem hefur næstum því orðið þjóðardýrlingur, síðan reynast vera leiðindaskarfur, þegar allt kemur til alls? Að sjálfsögðu er John Glenn ekki neinn Eisenhower, maður, sem hefur stjórnað herjum, og framboð hans er ekki jafn sjálfsagt og fyrirsjáanlegt í aug- um almennings og framboð Eis- enhowers þótti á sínum tíma. Kostir Glenns hafa verið van- metnir — en einnig gallar hans. John Glenn hefur verið öld- ungadeildarþingmaður fyrir Ohio í tvö kjörtímabil, og sjálfstæð og einarðleg afstaða hans hefur einkennt feril hans á þingi. Hann er hlynntur kjarn- orku og segir það upp í opið geð- ið á hinum hörðustu andstæð- ingum hennar. Hann krefst þess opinberlega, að ísraelsmenn hætti landnámi sínu á vestur- bakkanum. Hann hefur storkað verkalýðsleiðtogum með því að greiða atkvæði gegn löggjöf um verkfallsverði, sem þeim var mjög annt um, og þeir hafa í rauninni aldrei fyrirgefið hon- um það. Glenn hefur áynt óvenjulegt hugrekki í stjórn- málum. Hagsmunahópar hafa komizt að raum um það, hverjir svo sem þeir eru, að sé reynt að beita Glenn þrýstingi, hefur það öfug áhrif. Það er ekki hægt að hræða hann. Gætinn, greindur og leggur hart að sér við heimavinnuna Hann er skarpgreindur maður og aflar sér allra hugsanlegra upplýsinga, áður en hann tekur ákvörðun og greiðir atkvæði. Aðstoðarmenn fá nóg að gera, þegar hann tekur til við að kynna sér vandamál. Hann hef- ur gott minni og getur kaffært hlustendur í upplýsingaflóði. Hann hefur lagt áherzlu á að kynna sér utanríkis-, varnar- og orkumál, en þó alveg sérstak- lega hin flóknu vandamál varð- andi eftirlit með vopnabúnaði. Starfsbræður hans fara oft að dæmi hans í varnarmálum, því að þeir vita, að Glenn hafi unnið sína heimavinnu. Hann hefur lagt hart að sér og tekið afstöðu til mála án þess að skeyta um hægri eða vinstri. Það hafa kjósendur í Ohio sannarlega kunnað að meta. Þegar Ronald Reagan vann auðveldan sigur í forsetakosningunum 1980, vann Glenn mesta yfirburðasigur, sem unninn hefur verið í kosn- ingum til öldungadeildarinnar og hafði 1,6 milljón atkvæða meirihluta. Þrátt fyrir þetta allt er Glenn hálfgerður einstæðingur í stjórnmálum. Maðurinn, sem fór í 149 bardagaferðir, prófaði þotur og fór fyrstu manna í geimfari umhverfis jörðina, lærði það greinilega snemma að treysta á sjálfan sig. Hann á vart neina nána vini í öldunga- deildinni. John Glenn sneri sér að stjórnmálum eftir að hafa verið geimfari og orrustuflugmaður með 149 bardagaferðir að baki. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Ohio í tvö kjörtímabil, en nú hefur hann sett stefnuna á Hvíta húsið og keppir að útnefningu. Stjórnar sjálfum sér vel — en ekki öðrum Eitt af því, sem háir Glenn mjög, er hversu ósýnt honum er um að koma sér upp nýtum hópi samstarfsmanna. Hann er af- leitur stjórnandi. Reynsla hans af því að vera flugmaður í 23 ár kenndi honum að bera ábyrgð á sjálfum sér til fullnustu og kanna því alla hluti sjálfur til öryggis, en fyrir bragðið lærðist honum aldrei að fela öðrum ábyrgð. Glenn varð sú manngerð sem verður að taka allar ákvarðanir upp á sitt eindæmi. Og hann tekur þær hægt. Minn- isblöð með skilaboðum og síma- númerum, sem ekki hefur verið sinnt, hafa hlaðizt upp á skrif- borði hans, eftir því sem árin hafa liðið. Hann er lítill mann- þekkjari. Hann skipuleggur tíma sinn illa og þarfnast að- SVIPMYNID stoðar annarra í þeim efnum. En aðstoðarmenn hans finna það fljótt, að þeir fá ekki miklu breytt. Hann er alls ekki kröfu- harður húsbóndi, heldur sýnir hann þess í stað fráleitt um- burðarlyndi, þegar hlutir hafa tekizt miður. Sumir starfs- manna hans vildu, að hann væri berorðari. En Glenn foraðst árekstra. Það er hans aðferð til að sýna vanþóknun sína að þegja langtímum saman. Frá upphafi hefur Glenn í ein- semd sinni haft vissa ánægju af því að fara snar eigin leiðir. Þegar Robert Kennedy hvatti hann eindregið til að hefja þátttöku í stjórnmálum árið 1964, bauð hann sig fram í for- kosningum í Ohio án þess að hafa neitt samband við flokks- forustuna í fyllkinu. Hann varð þó fyrir óhappi í það sinn og dró sig í hlé. 1974 var hann á ferð- inni aftur og mætti mikilli mót- spyrnu, er hann hóf að keppa við þáverandi öldungardeild- arþingmann fylkisins, H. Metz- enbaum, sem naut stuðnings flokksforustunnar. Fimmtán leiðtogar flokksins og verkalýðs- félaga boðuðu Glenn til fundar vig sig til að gera út um málið. Þeir hótuðu að berjast gegn honum að þessu sinni. En Glenn sagði, að ekkert myndi breyta ákvörðun sinni. Hann sigraði eftir harða viðureign. Og það hefur ekki gróið um heilt milli sumra síðan. Ethel Kennedy neitaði til dæmis að vinna fyrir Glenn, sem vann þó fyrir Robert F. Kennedy og var með honum þegar hann var myrtur í Los Angeles. Hann fylgdi börnum hans heim eftir tilræðið. En skýring Glenns er sú, að Ted Kennedy hafi óttast að fá Metz- enbaum upp á móti sér og hon- um sé að kenna, að Ethel Kenne- dy hafi neitað að styðja sig. Carter reiddist honum sárlega Glenn er oft legið á hálsi fyrir að einblína á sérstakt atriði, en hafa ekki heildarsýn. „Hann sér ýmsa fleti á kubbunum, en getur ekki raðað þeim saman í mynd,“ segir þingmaður, sem er með honum í utanríkismálanefnd. Glöggt dæmi um einsýni hans og einþykkni er afstaða hans til SALT II samningsins 1979. Carter forseti áleit samninginn bráðnauðsynlegan til að stuðla að frekari viðræðum við Sov- ét.menn og sagði Glenn það. En Glenn einblíndi á eftirlitið með framkvæmd samningsins og taldi, að Bandaríkin gætu ekki innt það tilhlýðilega af hendi, eins og sakir stæðu og af ástæð- um, sem hann tilgreindi. En jafnskjótt og eftirlitið væri tryggt, myndi hann greiða samningnum atkvæði. Talið var, að meira en tugur þingmanna myndi greiða at- kvæði eins og Glenn og þess vegna var hann beittur þrýst- ingi til hins ítrasta þegar reynt var að fá hann til að skipta um skoðun. En ekkert dugði. Carter sendi hvern áhrifamanninn eftir annan á fund Glenns, en hann haggaðist ekki. Síðan hringdi hann heim til hans snemma morguns óg lýsti sárum von- brigðum sínum. Carter sagði samstarfsmönnum sínum á eft- ir, að hann hefði aldrei á æyi sinni orðið jafnreiður út í nokk- urn mann. Glenn sagði, að hann hefði ekki haldið, að hann ætti eftir að heyra forseta tala svona. Menn höfðu að sjálfsögðu mjög mismunandi skoðanir á þessari afstöðu Glenns, en að- dáendur hans litu á þrjózku sem sönnum þess, að hann léti ekki vinsældir ráða afstöðu sinni til mála, er þjóðina varði miklu. Litlaus ræÖumaður — en stendur við orð sín Glenn hefur óbeit á þeim stjórnmálamönnum, sem hann heldur að gangi á bak orða sinna eða séu tækifærissinar. Hinum alvarlega þenkjandi þingmanni leiðist meira að segja hið hversdagslega pólitíska málæði og orðaglamur. Hann segir, að of miklu sé lofað. Sjálfur er Glenn sviplítill og litlaus ræðu- maður. En hann hefur þó fært ræður sínar í æ betri búning á síðasta misseri og bætti fram- komu sína á sviði. Þegar við flugum til baka yfir Ohio, benti hann okkur á lítið þorp, New Concord, þar sem hann ólst upp. Þar voru um 1.800 íbúar, og faðir hans vann við pípulagnir. Glenn segist hafa lært það að treysta á sjálf- an sig í New Concord og í flotan- um. Hann ekur sjálfur bíl sínum um allt í Washington og slær blettinn sjálfur. Þegar Annie, kona hans, þarf að koma til höfðuðborgarinnar, ekur hann einn langan veg til að ná í hana. Stundum verzlar hann fyrir fjölskylduna, og sjálfur annast hann viðgerðir á heimilinu, þótt hann sé bezt efnum búinn fram- bjóðenda demókrata. Eignir hans eru metnar á 6 millj. doll- ara, en hann fjárfesti aðallega í Holiday Inn, þegar hann var geimfari. Glenn er 61 árs. Þrátt fyrir fræðinga og tíða framkomu á opinberum vettvangi er hann feiminn og fremur gamaldags. Hann fer aldrei úr jakkanum á skrifstofunni eða losar um bind- ið. Hann virðist strangur, en er alls ekki skömmóttur og vandar ekki um við neinn. Og hann snýst öndverður gegn öllum til- raunum annarra til að breyta sér. Þegar aðstoðarmenn hans stungu einu sinni upp á því, að hann réði til sín þjálfara í ræðu- mennsku, vísaði hann því óðara á bug. Annie Glenn var nær- stödd og sagði snöggt: „Nei, það breytir enginn John!“ Nú er að sá hvað „herra Ameríka“ getur Skortur á stjórnsemi og stöð- ugar frestanir hafa sett mark sitt á kosningabaráttu Glenns. Þar sem hann hefur ekki skeytt um að afla sér bandamanna á sviði stjórnmála, átti hann ekki annars úrkosti en að ráða Willi- am White sem kosningastjóra, en hann hefur lengi verið að- stoðarmaður Glenns á þingi. White er 42 ára og kann að skipuleggja vinnudag húsbónda síns, en þetta verkefni er honum að öllum líkindum ofvaxið. Hve hikandi Glenn er, má glöggt sjá af því, að jafngullið tækifæri og niðurstöður skoðanakannana gáfu fyrir nokkru var látið ónot- að í sambandi við eflingu kosn- ingasjóðs. Þar skorti raunsæi í baráttunni, en það hefur Mon- dale aftur á móti. Glenn hefur misst af mörgum tækifærum vegna hiks. Ýmsir þekktir og áhrifamiklir menn hafa boðið honum aðstoð sína og atfylgi, en hann hefur hikað við að hafa samband við þá aftur, þangað til þá brast þolinmæðin og þeir snerust til fylgis við Mondale. John Glenn, stríðshetja, geim- ferðahetja, methafi í atkvæða- öflun og sannur „herra Amer- íka“ í 40 ár á enn eftir að sýna hvort hann getur raðað bútun- um rétt í því púsluspili, sem hann er að glíma við núna. — Svá — byggt á „Time“. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.