Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1983, Blaðsíða 14
Sólarupprás yfir Hornbjargi. Kirkjan á Stað í Aðalvík. BALL í ADALVÍK í Sléttuhreppi, sem fyrrum var nyrzta byggð Vestfjarða, áttu heima nálægt fimm hundruðum manna um 1940, en rúmum tíu ár- um síðar lagðist byggð þar algjör- lega af. En hin síðari ár hafa þeir, sem þaðan eru upprunnir og ætt- aðir, sótt þangað á ný og komið saman á heimaslóðum á nokkurra ára fresti, haldið guðsþjónustu, rifjað upp minningar og gamlan kunningsskap og haldið dansleik. Nú í sumar var reyndar hugmynd- in sú, að slíkt yrði gert og efnt til hópferðar að Stað í Aðalvík, þar sem var sóknarkirkja flestra Slétthreppinga, en ýmissa hluta vegna datt sú ferð upp fyrir. Hins vegar fór sóknarprestur- inn á ísafirði, sr. Jakob Hjálmars- son, þangað til vikudvalar við 12. mann, og að lokinni vikunni var svo messað í Staðarkirkju og þar til notaðir gamlir munir kirkjunn- ar, sem fjarlægðir voru og geymd- ir hjá prófasti er byggðin fór í eyði. Til messu kom fólk, sem statt var í átthögunum á Aðalvík og á Sléttu, samtals um 80 manns. Ekki var orgel til staðar til undir- leiks, en það kom ekki að sök, því þarna var staddur Reynir Jónas- son organisti (og vel þekktur harmonikkuleikari), sem lék á harmonikku sína við messugjörð- ina. Hann reyndist heldur betur góður reki á fjörur Aðalvíkinga, því um kvöldið var haldinn dans- Jakob Hjálmarsson messar í Staöarkirkju, en kirkjugestir syngja og Reynlr Jónasson spilar undir á harmoniku. 14 leikur í skólahúsinu á Sæbóls- grundum, þar sem Reynir lék fyrir dansi ásamt þeim frændum Baldri Jónssyni og Einari Hreinssyni. Þeir Baldur og Einar eru raunar sonarsonur og sonarsonarsonur sr. Magnúsar Jónssonar, sem var Staðarprestur lengstum þessarar aldar. Er dansleiknum var lokið sett- ust menn saman utan dyra og sungu ættjarðarlög um það bil er sól hneig í hafið og síðast var sungið: Sói í hafið hnígur, hamra gyllir tind. Með söngvum svanur flýgur sunnan móti þýðum vind. Króna hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík. Kvölds þá yfir friður færist fegurst er í Aöalvík. (Jón M. Pétursson) Ljósmyndir: Árný Herbertsdóttir Texti: Snorri Grímsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.