TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						Bolli Gústavsson í Laufási
Hann birti frelsi og náð
Ný og óvænt afstaða til Marteins Lúters. Grein í tilefni fimm alda afmælis siðbótarmannsins
starfi hans. Allir þeir, sem nú
heiðra minningu hans, kannast
við það, að síðan postular Jesú
Krists voru uppi, hafi enginn
maður unnið jafnmikið og hann
til eflingar sönnum kristindómi,
sannri menntun og sönnu mann-
frelsi; og ef vjer lítum yfir sögu
Gyðinganna fyrir Krists daga,
má sjer í lagi líkja honum við
hina þrjá miklu guðsmenn Mós-
es, Samúel og Elías."
Hér er sannarlega fast að orði
kveðið, enda staða Lúters með
ólíkum hætti fyrir einni öld og
nú á okkar tímum. Þá urðu fáir
til að lofa hann utan þeirrar
kirkju, sem við hann er kennd.
A.m.k. var þá alls ekki að vænta
nokkurra viðurkenningarorða
frá fjölmennustu kirkjudeild
kristninnar, hinni rómversk-
kaþólsku. Þar var hann sem fyrr
bannfærður villutrúarmaður,
sami ófyrirleitni skemaðurinn í
augum pápískra manna og árið
1520, þegar prófessor Johann
Eck kom frá Rómaborg með
páfabréfið, sem dæmdi Lúter
villumann og bauð að rit hans
skyldu brennd. Því er þeim séra
Matthíasi og Helga Hálfdánar-
syni báðum mikið niðri fyrir,
fjórum öldum síðar, að þeir
styðja ofsóttan leiðtoga.
Breytt viðhorf
Nú, einni öld síðar, hafa veður
skipast í lofti. Páum mundi hafa
til hugar komið, að kaþólskir
lærdómsmenn myndu rita vel-
viljaðar bækur um siðbótar-
manninn frá Wittenberg. Sú er
þó raunin á, og í desember sl.
birtíst vandaður ritdómur um
tvö slík rit í The New York Tim-
es Book Review eftir kalvínskan
fræðimann og rithöfund, Robert
McAfee Brown. Kveður hann
það táknrænt fyrir breytt við-
horf á seinni tímum, að rétt
fyrir þetta minningarár skuli
koma út tvær bækur um Mart-
ein Lúter eftir víðkunna kaþ-
ólska rithöfunda og þær gefnar
út af Crossroad, forlagi á vegum
Biskupakirkjunnar í Bandaríkj-
um N-Ameríku, og um þær síð-
an ritað af kalvínskum manni
(presbyterian).
í upphafi greinar sinnar
kveðst McAfee Brown hafa verið
áheyrnarfulltrúi á öðru Vatik-
anþinginu í Róm árið 1963. Þá
bar það eitt sinn við að morgni
dags, er hann átti leið niður
þrep Péturskirkjunnar, að hann
rakst þar á kaþólskan prest.
Þeir tóku tal saman og kvaðst
presturinn dveljast í Róm til
þess að ljúka þar við doktorsrit-
gerð. Þegar Brown spurði hann
um rannsóknarefnið, svaraði
hann að bragði: „Marteinn Lút-
er."
í framhaldi af þessu óvænta
svari ritar Brown: — Hver taug
í mótmælandakroppi mínum tók
þegar hart viðbragð gegn
óhjákvæmilegri árás úr þessari
átt á manninn, sem hafði
splundrað samfélagi kristinna
manna og skipað var í hóp
þeirra, sem tættu í sundur heil-
ofinn kyrtil Krists. „Þér að
segja," hélt presturinn áfram,
„þá er ég að komast á þá skoðun,
að hann hafi haft á réttu að
standa."
Þessi athugasemd var fyrsti
vottur þeirrar hugarfarsbreyt-
ingar, sem nefna má endurskoð-
un á rómverskri siðbótarkönn-
un, eins og ég komst að raun um
á árunum eftir Vatikanþingið.
Þótt Iangt sé í land, að allir
viðurkenni, að Lúter hafi haft
„rétt fyrir sér", þá láta sífellt
fleiri kaþólskir fræðimenn þá
skoðun í ljós, að Lúter hafi ekki
einungis borið fram margar
réttmætar sakargiftir á kirkju
síð-miðalda, heldur hafi klofn-
ingur verið nærri því óhjá-
kvæmilegur vegna óbilgirni
hennar.
Þessi hugarfarsbreyting er
sannkallað undrunarefni, eink-
um þegar horft er um öxl til
þeirra alda, þegar Lúter var
sko.tspónn rógburðar og rangs-
leitni, raunar eftirlætis blóra-
böggull kaþólskra manna og að
þeirra áliti orsök alls þess, sem
miður hafði farið í kirkjunni og
heiminum síðan á 16. öld. —
Robert McAfee Brown leggur
mikla áherslu á þann mismun,
sem var á viðhorfum kaþólskra
guðfræðinga fyrir og eftir annað
Vatikanþingið. Áður deildu þeir
hart í sama fari, en fyrir áhrif
mikilhæfra         lærdómsmanna
hafa þeir tekið nýja og ólíkt
heilnæmari stefnu. Telur hann
að þá breytingu beri að þakka
mönnum eins og Josef Lortz,
Louis Bouyer, George Tavard,
Hans Kung og fleirum. Og þá er
augljóst að einn af ávöxtum
þeirrar jákvæðu breytingar eru
bækurnar tvær, sem Brown
fjallar um. Þær eru „Luther: A
Life" eftir John Todd og „Martin
Luther: An Illustrated Bio-
graphy" eftir Peter Manns.
Samdi kynstur af
rituðu máii
John Todd er breskur þegn og
kaþólskur leikmaður, sem áður
hefur ritað bók um Lúter, er
fyrst og fremst var ætluð sér-
fræðingum, og aðra um John
Wesley og kaþólsku kirkjuna.
í þetta sinn velur hann ævi-
söguformið fremur en guðfræði-
lega framsetningu og ritar með
Martin Luther.
þeim hætti, að þeir, sem ekki
hafa hlotið guðfræðimenntun,
geta hæglega gert sér glögga
grein fyrir manninum Lúter og
andlegum hræringum í samtíð
hans. Sé bókin borin saman við
ýmsar kunnar ævisögur Lúters,
þá tekur hún þeim fram í því,
hve mynd hans verður eðlilega
mannleg og hlý, án þess að vera
rofin úr sálfræðilegu samhengi
við tilveru, sem okkur virðist þó
harla fjarlæg. Það er ekki síst
vegna tíðra tilvitnana í óþrjót-
andi sendibréf hans, fremur en í
ótólulegar guðfræðiritgerðir.
Óþrjótandi og ótölulegar eru
réttu orðin. Það er með ólíkind-
um hvílík kynstur af rituðu máli
Marteinn Lúter sendi frá sér um
ævina. Og með tilvitnunum
tekst Todd harla vel að birta
mannlega þætti í skaphöfn Lút-
ers, þrátt fyrir fyrirferðarmikil
og hamslaus ádeilurit, harkaleg-
ar hótanir og svæsin átök á rit-
vellinum. Lesandinn kynnist
vingjarnlegum og uppörvandi
bréfum Lúters til vina hans, þar
sem hann hughreystir þá í stríði
þeirra við efasemdir, kvíða og
einsemd. Hann sendi ástúðlega
miða til Katrínar frá Bóra, kon-
unnar, sem hann kvæntist 42
ára. Þá eru ótal sendibréf, sem
fjalla um samstarfsmenn í há-
skólanum í Wittenberg eða þá
rituð til þeirra og þar rætt um
óskyldustu málefni, allt frá
daglegum rekstri stofnunarinn-
ar til stöðu Aristótelesar. Há-
skólamönnum nú á dögum mun
sennilega þykja gott til þess að
vita, að mitt í sótthita siðbótar-
innar, þegar Lúter var ýmist
lofaður eða lastaður á alþjóðleg-
um vettvangi þess tíma, að þá
var hann jafnframt á kafi í sí-
felldum hversdagsvanda háskól-
ans og vann að skipulagningu
eða endurskoðun námsefnis og
námskeiða.
Það kemur glöggt í ljós í bók
Todds hvílíkur vinnuhestur
Marteinn Lúter var. Hann henti
á loft og hélt svífandi a.m.k. sex
guðfræðilegum knöttum með
annarri hendi og skrifaði hverja
ritgerðina á fætur annarri með
hinni. Jafnframt því predikaði
hann vikulega eða oftar í Stað-
arkirkjunni, hélt fyrirlestra um
biblíulega ritskýringu klukkan
sex á morgnana, ferðaðist fram
og aftur, háði einvígi við páfann,
þýddi Biblíuna á þýsku, samdi
sálma fyrir nýja og breytta
messugjörð, lét breyta Ágúst-
ínaklaustrinu í Wittenberg í
heimili þar sem hann og Kata
gátu hýst gesti og gangandi auk
barnahópsins. Þá háði hann
strangt kvillastríð við nýrna-
steina og harðlífi; sjúkdóma,
sem hann ritar um á næsta ver-
aldlegan hátt og hirðir þá lítt
um prestlegan hátíðleika.
Hins vegar urðu átök hans
hörðust við Anfectung, ákafar
efasemdir, sem á hann sóttu.
Lúter var og hélt áfram að vera
miðaldamaður og leit á Satan og
helvíti sem daglegan raunveru-
leika, sem sífellt ógnaði öðrum
veruleika, er hann leitaðist sí-
fellt við að færa sönnur á. Það
var tilvera hins náðuga Guðs,
sem skipaði miskunn sinni ofar
refsidómi strangasta réttlætis
og bar örugglega sigurorð af
Satan og víti, jafnvel með svo
ósennilegum hætti og dauða
harmkvælamanns á krossi. Lút-
er tókst ekki með nokkru móti
að finna sannfæringu um mis-
kunnsaman Guð innan marka
rómversk-kaþólskrar trúar, sem
hann hafði þó helgað sig af öllu
hjarta fyrstu prestskaparárin.
Og það var einmitt þessi innri
barátta, sem birtist einnig mjög
vel í bók Peters Manns, sem er
kaþólskur prestur í Þýskalandi.
Áherzla á miskunn-
semd Guðs við
synduga menn
Af umsógn Roberts McAfee
Browns má ráða, að í riti föður
Manns sé ekki síður fjallað um
Martein Lúter af ríkri samúð og
Framhald á bls. 16
7
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16