TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						LIEIKUS!
Leikritið „Guð gaf mér eyra"
hefur farið sigurför um hinn
enskumælandi heim á undan-
förnum árum. Leikritið var fyrst
sýnt undir stjórn Gordons Dav-
idsson í Mark Taper Forum í
Los Angeles, en eftir góðar við-
tökur þar var það sett upp á
Broadway í New York árið 1980
og fékk þar Tony-verðlaunin
sem besta leikrit ársins. Sömu
sögu er að segja um viðtökurnar
í London, en þar var leikritið
kosið besta leikrit ársins 1981.
Leikritið fjallar um mannleg
samskipti, ást, von, vonbrigði og
straumhvörf í lífi manns, sem
kynnist og verður ástfanginn af
konu. Hið sérstæða er, að kona
þessi, leikin af Berglindi Stef-
ánsdóttur, er heyrnarlaus.
Hennar heimur er hinn algera
þögn. Þorsteinn Gunnarsson
arkitekt, leikari, leikstjóri og
leikhúsbyggjandi hefur undan-
farnar vikur stýrt æfingum á
þessu leikriti á Fríkirkjuvegi ell-
efu, setið þar fimm tíma á degi
hverjum með leikurunum svo
þeir megi túlka fyrir áhorfend-
um þennan heim þagnarinnar,
sem fæstir þekkja.
— Þetta er landnám, segir
Þorsteinn, — allt nýtt og lítið
hægt að nota leikhúsreynsluna.
Verkið miðlar framandi
reynslu, reynslu einangrunar og
þagnar, og sem slíkt er flutning-
ur þess réttlætismál, en það er
þó meira: hér er fjallað um
mannleg samskipti, sorg og
gleði, sem snertir alla, sama
hvar þeir eru í sveit settir.
En hvernig verður svona verk
til? Hvernig er hægt að túlka
þagnarheim á sviði? Höfundur-
Leikfélag Reykjavíkur. Frumsýning í
Iðnó í nóvember 1983.
Höfundur: Mark Medoff. Þýðingu gerði
Úlfur Hjörvar.
Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson.
Með aðalhlutverk fara: Berglind Stef-
ánsdóttir og Sigurður Skúlason, en aðrir
leikendur eru Lilja Þórisdóttir, Karl Ág-
úst Úlfsson, Harald G. Haralds, Sigríður
Hagalín og Valgerður Dan.
Leikmynd gerði Magnús Pálsson.
inn, fertugur Bandaríkjamaður
að nafni mark Medoff, hefur
lýst því: Þegar öll kurl koma til
grafar, er þetta (leikrit) um fjöl-
skyldu, segir hann. Ég kynntist
Bob Steinberg 1977 þegar ég var
að vinna að nýju leikriti í Rhode
Island. Hann er kennari við há-
skólann í fylkinu og vinnur að
ljósa- og sviðsetningu leikrita.
Eg hafði heyrt að hann hefði
orðið ástfanginn af og kvænst
heyrnarlausri stúlku, Phyllis
Frelich að nafni, en hún var
leikari við Þjóðleikhús heyrn-
arlausra. Þau höfðu eignast tvo
syni, og Phyllis hafði lagt leik-
starfið á hilluna, en mér var
sagt að hún væri geysigóð leik-
kona. Mér var líka sagt að hún
væri ómótstæðilegur persónu-
leiki. Ég bjó mig undir að
standa á móti. Hún er sjálfsagt
ekki það merkileg, hugsaði ég,
heyrnarlaus, bækluð — henni er
bara hælt svona mikið vegna
þess að fólk hefur samúð með
henni. Ég ætla ekki að falla í þá
gryfju.
Þegar við hittumst fyrst gerði
ég mér ekki grein fyrir því að ég
talaði óvenjulega hátt — eins og
hún myndi heyra í mér ef ég
brýndi raustina. Ég gætti þess
líka að bera orð mín skýrt fram:
„Ga-man að hi-tta þig." Ég var
svo fákunnandi að halda að allir
heyrnleysingjar læsu varir.
Margir gera það ekki, og Phyllis
er ein þeirra. Foreldrar hennar
og systkini eru öll heyrnarlaus
og nota bandaríska merkjamál-
ið. í þeirra augum eru það við
sem erum bækluð, ekki þau. Ég
var fljótur að komast að raun
um að ég vissi lítið um heyrn-
leysingja. Bob, maður hennar
Heimur
þagnarínnar
— sem fæstir þekkja
Um leikritiö Guö gaf mér eyra
sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir
túlkaði fyrir okkur. Ég talaði við
hana einsog hún væri í öðru
landi og hann símalínan. Þegar
við hittumst í annað sinn segi ég
henni að ég ætlaði að skrifa
leikrit fyrir hana.
En af hverju? Vegna þess að
hún sé heyrnarlaus kona sem
þarfnast vorkunnar? Vegna þess
að ég vilji vera hjálparhella
hinna heyrnarlausu og ávinna
mér ævarandi þakklæti þessa
minnihlutahóps? Nei. Vegna
þess að hún segir mér að ekkert
hlutverk sé til fyrir heyrnar-
lausa leikara í leikhúsbók-
menntum hinna heyrandi, og
vegna þess að þau bæði eru, ja
... hvernig á ég að segja það:
ómótstæðileg.
Veturinn 1979 dveljumst við
saman í fimm mánuði og leikrit-
ið fæðist^Ég skrifa á morgnana,
og við Phyllis og Bob vinnum
saman eftir hádegi, og á kvöldin
fara æfingar fram í leikhúsinu.
Við byggjum upp, bréytum og
lærum. Við að læra byggjum við
meira upp og breytum. Við
höldum fyrstu fjórar sýningar í
Nýju Mexíkó í apríl og gerum
okkur ljóst að þrátt fyrir van-
Brot úr fyrsta þætti:
Sara:
Ég lifi í veröld, sem þú hefur ekki aðgang að.
Þú ferð þangað aldrei.
James:
Þú lifir í veröld sem ég hef ekki aðgang að. Næ
þangað aldrei? Mjög rómantískt.
Sara:
Að vera heyrnarlaus er ekki andstæða þess að
heyra eins og þú heldur. Það er hljóðbær þögn.
James:
Að vera heyrnarlaus er ekki andstæða þess að
heyra, eins og ég ímynda mér. Það er hljóðbær
þögn. Virkilega?
Sara:
Hljómar vorsins sem rjúfa heljarríki vetrar-
ins. (HANN skilur ekki táknin hjá henni full-
komlega, en er þó snortinn.)
James:
Hljómar ... Hvað merkir þettá?
Þau verða skyndilega blíðari og nánari hvort
öðru.)
Sara:
Það er mitt leyndarmál. Enginn heyrandi mað-
ur hefur nokkurn tíma sloppið hingað inn til að
komast að því. Enginn. Punktur og basta.
úrmínu Kisa
HORNI    í
barnavagni
í síðasta pistli var ég að segja
frá ferð okkar hjóna með lest í
áttina til höfuðborgarinnar
sænsku, og minntist þá um leið
fyrsta ferðalags míns um þessar
sömu slóðir sumarið 1938, vistar
minnar í sænskri sveit og kynna
við unga námsmenn í Stokk-
hólmi. Ég fór mjög snemma að
yrkja á sænsku. Þegar ég fór frá
borginni um haustið í skólann,
eins og fyrirhugað var, man ég
að kveðjuljóðið byrjaði svona:
Höstlöven singlar över Stock-
holm. Ég sýndi aldrei nokkrum
manni þessar tilraunir mínar.
Nú eru ágústlok 1983. Það
heitir Rinkeby, þar sem við
búum, eitt af fjölmörgum út-
hverfum Stokkhólms. íbúarnir
hér eru 14 þúsund, nokkurnveg-
inn sama tala og í Kópavogi.
Rúmlega helmingur fólksins eru
Svíar, 95 þjóðir aðrar eiga hér
sína fulltrúa. Hér hafa sest að
2000 Finnar, 1300 Grikkir, 100
Tyrkir, 300 Júgóslavar, af öðrum
þjóðflokkum eru færri. Síðustu
árin hefur komið hingað mikið
af Pólverjum. Tæplega 40% fjöl-
skyldnanna eru barnafólk. Fyrir
tveimur og hálfu ári: 2200 sex
ára og yngri, eldri en það, en þó
ekki tvítugir. 1500, á aldri milli
tuttugu og fimmtugs um átta
þúsund, álíka margir tíu til 15
árum eídri en þetta, tiltölulega
fáir eldri en sjötugir. Útlit fólks
og klæðaburður er mjög fjöl-
-breytilegt. Og oftar heyrast er-
lendar tungur en sænska. Svo er
það a.m.k. um miðjan daginn,
þegar við erum á ferli. Engar
upplýsingar hef ég fengið um
það á hverju fólk þetta lifir
helst, eflaust eru margir at-
vinnulausir.
Konur, börn, unglingar og
gamalmenni eru hér mest áber-
andi. Yngri konurnar aka marg-
ar barnavögnum, eitt, tvö, jafn-
vel þrjú börn á ungum aldri
hoppa við hlið þeirra eða í nám-
unda. Margar eru konurnar
skrautlega klæddar, í litríkum
kjólum úr léttum efnum, sumar
eins og þær séu í mörgum pils-
um hverju utan yfir öðru, aðrar
með mjaðmapúða og í síðum
fellingakjólum, eins og krínól-
ínkonurnar, sem við sjáum
stundum í kvikmyndum. Hér er
töluvert af sígaunum, konurnar
málaðar og vel skreyttar.
Þessi bær er einn af fjölmörg-
um af líkri stærð og skipulagn-
ingu í úthverfum Stokkhólms.
Og svona mun þetta vera nærri
flestum stærri borgum Svíþjóð-
ar. — Rinkeby hóf að byggjast á
árunum 1963 til '70 og náði þeim
íbúafjölda, sem nú er, á einum
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16