TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Click here for more information on 38. t÷lubla­ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						Jón Gunnar Jónsson
Þegar ég kem
lífs á land
Agora, markaðstorgið í Aþenu. Akropolishæð í bakaýn. Síðari tíma teikning byggð á lýsingum.
Leikhúsið í Epidaurus, skammt frá Mykene, (um 350 f. Kr.).
il óeining fylgdi í kjölfarið og
liðaðist ríkið fljótlega í sundur.
Ekki tókst heldur að skapa ein-
ingu meðal grísku borgríkjanna,
og náðu þau aldrei fyrri styrk.
Megnuðu þau ekki að veita
Rómverjum neina verulega mót-
spyrnu, og var Grikkland gert
að rómversku skattlandi árið
146 f.Kr. Grísk menning barst
vítt út um allan heim með
hersveitum Alexanders mikla.
Eru oft dregin tímamót við sig-
ur Alexanders yfir grísku borg-
ríkjunum árið 336 f.Kr., og
tímabilið fram til 31 f.Kr. nefnt
hellenska öldin, en þá féll síð-
asta hellenska ríkið, Egypta-
land, fyrir Rómverjum. Þegar
Rómverjar fóru að láta til sín
taka sem öflugt herveldi, var
listmenning þeirra skammt á
veg komin, og hrifust þeir mjög
af hellenskri list. Sóttu þeir
einnig hugmyndir fjölmargra
rómverskra bygginga til Grikk-
lands.
Samsettar tré-
sperrur um alda-
mótin 300 f.Kr.
Hellenskur arkitektúr var
upphaflega að langmestu leyti
með trúarlegu yfirbragði, en um
aldamótin 300 f.Kr. fjölgaði
verulega almenningsbyggingum
á Grikklandi, og voru þær eink-
um notaðar til skemmtanahalds
og kappræðna. Voru þetta yfir-
leitt byggingar með virðulegum
og þokkafullum svip. Farið var
að skipuleggja þéttbýlissvæði
eftir ákveðnum reglum, og voru
byggingar oft samtengdar með
súlnagöngum. Varð borgar-
skipulag raunverulega fyrst til á
5. öld f.Kr., en var fljótiega tekið
upp sem viðtekin regla fyrir alla
nýja þéttbýliskjarna. Súlu- og
bitauppbygging var enn algeng
á hellensku öldinni, en þó var
víða farið að nota steinbogabrýr
yfir glugga- og hurðaopum, og
húsformið var gert flóknara
með því að draga inn hluta
bygginganna. Mestum breyting-
um olli þó tilkoma samsettra
tréþaksperra um aldamótin 300
f.Kr. Mátti þá fá lengra haf, og
hægt var að fækka súlum inni í
byggingunum. Þegar fram í
sótti, misstu hinar hefðbundnu
súlugerðir einfaldleikann, og
jafnframt virðist smekk fólks
hafa hrakað verulega. Kórint-
ískar súlur ruddu þeim dórísku
svo að segja alveg úr vegi, en
einnig kom það fyrir að fleiri en
ein súlugerð var notuð í sömu
byggingunni.
Grikkir vörðu miklum hluta
dagsins utan dyra og í almenn-
ingsbyggingunum, svo að al-
mennt var ekki mikið lagt upp
úr fallegum íbúðarhúsum. Lang-
flest voru þau á einni hæð, en þó
voru tveggja hæða íbúðir ekki
óalgengar. Voru herbergin
oftast látin vísa út að litlum
norðurgarði.
Ekki mun lengur vera byggð
eða mannfólk á Stað í Grunna-
vík, þar sem fyrr bjuggu margir
frægir klerkar. Síðast þjónaði
þar, ef ég man rétt, Jónmundur
Halldórsson. Dóttir hans hét
Guðrún. í eftirfarandi vísum
nefnir hún nokkur örnefni úr
byggð sinni og lýsir fangbrögð-
um fanna og vinda við tröllvaxin
fjöllin á Hornströndum:
Öskrar bratt við fannarfali
framan og attan hríöardjúp,
kyssir Hattur, ferlegt fjall,
faðmar brattan Geirólfsnúp.
Jarma og braka jökulfjöll,
jórtrar kiakinn tindinn,
snævi þakin Snókatröll
snúa baki í vindinn.
Og enn kveður hún:
Hátt við sungið Hrollaugsborg,
hrannarklungrið, snjóflóðsdramb,
heiptarþrungiö hríðarorg
við Hljóðabungu og Skálakamb.
Rís við föng í Reykjavík
rímnasöng nú þyíjum,
þó hrikti í Dröngum, Heljarvík
og Horni í ströngum byljum.
Vísur þessar munu hafa verið
sendar í vísnaþátt í útvarpi vet-
urinn 1950—'51. Höfundurinn þá
öldruð kona, nú er hún látin.
Hún tók saman bók um föður
sinn.
Hér eru alþýðuvísur, sem kalla
mætti gamalmennataut, hve
gamlar þær eru eða hvort þær
eiga saman, veit ég ekki:
Ég vildi að ég væri nár,
vafinn moldardyngju,
hestar felldu af harmi tár,
hundar yfir syngju.
Kona hefur orðið:
Vildi ég væri klakaköld
komin í jörðu niður.
Það verður ekki þetta kvöld,
því er verr og miður.
Ekki er í kot vísað að fara í
yísnaleit til Sigurðar Breiðfjörð,
sem kalla má einn af höfuð-
meisturum ferskeytlunnar:
Vondum solli flýðu frá,
forðast þá, sem reiðast,
elskaðu góða, en aumkva þá,
afvega sem leiðast.
Þegar dagsins bláa brá
breytir háttura tíma,
sólin stígur sjávi frá,
sökkur þá hún gríraa.
Hver vill binda huga manns,
að hvergi megi þönkum fleyta?
Þar sem yndi eirir hans,
ætíð mun hann þangað leita.
Svæfír ama ástin góð,
ei um meinin kvarta,
þar sem saman beggja blóð
blæddi úr einu hjarta.
Páll Ólafsson seldi manni
hvalkjöt, en gekk illa að fá það
greitt:
Skömm þinni skal ég halda á lofti
skuldseigur djöfull varstu mér.
Þú rís víst upp með hval f hvofti
hvora leiðina sem þú fer.
Sendimaður Páls var viku í
kaupstaðarferð og þótti hús-
bónda hans biðin löng:
Ég er orðinn hissa á hans
hátta og ferðalagi,
óska honum til andskotans —
og er mér það þó bagi.
Þessar tvær eru svo sín úr
hvorri áttinni:
Flatbrauðið hérna er fjandans tað,
þótt fjöldi manns á því glæpist.
Ef andskotinn sjálfur æti það,
eg er viss um hann dræpist.
Undarlega er undir mér
orðið hart á kvöldin,
seld því undirsængin er
í sýslu og hreppagjöldin.
Ekki þurfti Páll að fara í
smiðju til annarra skálda, en þó
má hér heyra hljóm frá öðrum
meistara, gamla Hjálmari,
skáldinu frá Bólu:
Lífs er orðinn lekur knör,
líka ræðin fúin,
hásetanna farið fjör
og formaðurinn liiinn.
Því er best að vinda upp voð,
venda undan landi
og láta byrinn bera gnoð
beint að heljar sandi.
Þar mun brim við bláan sand
brjóta um háa stokka.
Þegar ég kem á lífsins land
Ijær mér einhver sokka.
J.G.J.
11
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16