Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Einar G. Pétursson cand. mag.
Skarð á
Skarðsströnd
Skarð á Skarösströnd.
(Ljósmynd Páll Jónsson)
Predikunarstóllinn í Skaröskirkju: Bakhlið myndanna sjá bls. 3
Þetta er erindi, sem flutt var í Skarðskirkju við
hátíð þar 28. ágúst 1983. Ýmsir létu í Ijós áhuga á
að fá afrit af þessum fyrirJestri, og eins og fram
kemur, er efnið nægjanlegt til að margfalda lengd-
ina. Svo að fróðleiksfúsir fengju nokkra úrlausn,
var það til ráðs tekið að láta prenta erindið næstum
óbreytt og án tilvísana í heimildir. Ekki var því
heldur breytt, þar sem fram kemur, hvar talað var.
Vona ég svo, að lesendur verði einhvers vísari.
Um siðaskiptin bjó á Skarði
Þorleifur Pálsson. Hann snerist
snemma til lútherstrúar og átti
eitthvað sökótt við Jón biskup
Arason. Ástæður fyrir óvild milli
þeirra eru þó óljósar, en ein skýr-
ingin er sú, að dóttir Jóns biskups
sem átt hafði barn í lausaleik
hafði flúið á náðir Þorleifs. Hver
svo sem ástæðan var, þá sendi Jón
biskup Arason Þorlák Hallgríms-
son, fóður Guðbrands biskups Þor-
lákssonar, við 16. mann til að
fanga Þorleif á Skarði. „En séra
Þorlákur fór þá ferð meir af yfir-
varpi en til stórræða, eður að
brjóta lög á mönnum," eins og
Björn á Skarðsá orðaði það, enda
fóru þeir erindisleysu. Jón biskup
orti m.a. um förina eftirfarandi
vísu:
Sendir voru sextán menn,
sagan er þessi uppi enn,
riðu þeir heim á ríkan garð,
rausnarlítið erindið varð;
höldar   segja   höfuðból   þetta
[heiti Skarð.
°g kirkjan þar
Altaristaflan í Skarðskirkju.
Þorleifur aftur á móti orti vísu
þar sem hann telur upp hetjurnar,
sem vörðu garðinn á Skarði, en
það voru eingöngu kerlingar.
Þessi saga kom fyrst í hugann,
þegar ég var beðinn að flytja hér
erindi um „ríkan garð". Saga
þessa höfuðbóls er svo mikil,
margslungin og merkileg, að
margt yrði ósagt, þótt sendir yrðu
sextán menn til að flytja erindi
um Skarð svipað að lengd og þetta
eina. Saga Skarðs og ættarinnar,
er hér hefur setið, er efni í margar
bækur og athugaefnin eru mörg.
Má t.d. nefna — fyrir utan kirkju
— ættina sjálfa og höfðingja af
henni, en vitanlega dreifðist fólk
af ættinni víða, og er óll sú per-
sónusaga mikið efni. En hvaðan
ætti  að byrja að rekja? Undir-
Ljósmyndari: Eggert Kristmundsson
staða auðs og valda á Skarði voru
miklar jarðeignir, og er efni í
mikla sögu að rekja feril þeirra í
ættum Skarðverja fyrr og síðar.
Pólk á mannmörgu heimili þurfti
að hlusta á eitthvað sér til
skemmtunar og því voru bækur
gerðar til að lesa fyrir það, en líka
sem stássgripir fyrir höfðingjana
og kirkjuna. Þetta er bara lítið
sýnishorn af því sem beinast ligg-
ur fyrir að athuga. Þótt margt
yrði skrifað, verður örugglega
alltaf fátt um víðhlítandi svör við
því, hvers vegna auður safnaðist
einmitt að Skarði og af hverju
sama ættin hefur setið þar svo
lengi. Hliðstæður eru engar á fs-
landi.
Af þessu er augljóst, að áheyr-
endum þarf ekki að verða neitt
undrunarefni, þótt fyrir mér ein-
um fari á þessari skömmu stund
líkt og Þorláki Hallgrímssyni og
menn geti á eftir sagt líkt og Jón
biskup „rausnarlítið erindið varð".
Athygli vakti einnig, að fremur
lítið hefur verið skrifað um Skarð
og hafa þó bækur verið skrifaðar
um jarðir, sem af minnu hafa að
státa. Helst er að nefna mjög
stuttort yfirlit um sögu Skarðs,
aðallega ábúendatal, eftir Ólaf
Lárusson prófessor með heitinu:
Elsta óðal á íslandi, sem birtist í
Iðunni 1924 og var síðar endur-
prentað í ritgerðasafni hans
Byggð og saga 1944. Einnig má
nefna kaflann: Skarðverjar og
Kolbeinsstaðamenn í I og II b. ís-
lenskra ættstuðla eftir Einar
Bjarnason, en þar eru fornar ættir
raktar af nákvæmni, en ekkert
hugsað um að fylgja Skarði sér-
staklega. Um það leyti sem ég hóf
að semja þennan fyrirlestur kom
úr prentsmiðjunni Gripla, rit
Árnastofnunar, þar sem Jón Sam-
sonarson gaf út kvæðið Bænda-
hátt, sem ortur var um Eggert
Björnsson 1677. Þar er ýmis viska
um Skarðyerja frá 15. óld og fram
á daga kvæðisins og frá hendi út-
gefanda miklar tilvísanir í heim-
ildir. Verða nokkrar vísur tilfærð-
ar úr Bændahætti hér á eftir.
Annað er mér ekki kunnugt um,
að ritað hafi verið um Skarð sér-
staklega, en vitaskuld er víða ritað
um einstaka menn og atburði, sem
Skarði tengjast og hef ég notfært
mér það. Saga Skarðs er meira og
vandasamara verkefni en sögur
flestra annarra býla og bíður hún
snjallra höfunda, en ekki vil ég
taka ritun hennar að mér.
Ég hef tekið það til ráðs að
stikla á stóru og reyna að segja frá
helstu höfðingjum hér og geta
einnig þess sem mönnum ætti að
þykja  einna   mest  nýjung  í   að
2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24