Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						hann lét gera. Ormur lét skrifa
bók með mörgum riddarasögum
sem nú er glötuð, en texti til í
uppskriftum. Sumir hafa talið, að
fyrir hann hafi verið skrifuð lög-
bókin, sem kennd er við Skarð og
er með allra fallegustu íslensku
skinnbókum, en það er ekki víst.
Þessi bók var gefin út ljósprentuð
í litum fyrir tveimur árum. Á sama
stað og fyrrnefnd lögbók, þ.e. í
klaustrinu á Helgafelli, voru einn-
ig skrifaðar postulasögurnar, sem
voru hér í kirkjunni frá dögum
Orms og fram á 19. öld. Postula-
sögurnar lentu síðan til Englands
hjá Thomasi Phillipps bókasafn-
ara, en handritaeign hans var um
28.000 númer, sem er tvöfóld tala
handritanúmera í Landsbókasafni
og Árnasafni til samans. Það
handrit var seinasta stóra skinn-
handritið í eigu einstaklings, sem
vitað var um, en það var keypt
hingað til íslands 1965. í þessu
handriti eru einnig máldagar
Skarðskirkju frá dögum Orms og
annar yngri.
Nú er því rétt að fjalla nokkuð
um máldagana og heimildir um
kirkjuna sjálfa, eignir hennar og
gripi. Þegar í elstu máldögum,
sennilega frá 13. öld, er sagt, að
kirkjan á Skarði eigi heimaland
hálft og hálfa Geirmundarstaði.
Einnig er á einum stað talað um,
að hún eigi Villingadal allan, en
hann er síðar sennilega talinn
hluti af heimalandi. Hér um slóðir
eru fjalldalir eins og Villingadalur
oft kirkjueignir og væri fróðlegt
að rannsaka skipulega slíkar
fjalldalaeignir kirkna. Einnig átti
kirkjan ýmsar eyjar heilar eða
hálfar, sem undir Skarð liggja og
verða hér aðeins nefndar Rúfeyj-
ar. Samkvæmt máldaganum í
Skarðsbók postulasagna frá því
fyrir 1400 á kirkjan "allt land að
A" og stendur svo i máldögum
fram til 1570, en síðar finnst jarð-
arinnar að Á ekki getið í biskups-
visitasíum Skarðskirkju, en Á er
talin Skarðskirkjueign í Jarðabók
Árna Magnússonar 1705 og í fyrr-
nefndum sóknalýsingum frá um
1840. 'Eignir kirkna voru tíundar-
frjálsar. Eins og fyrr gat eignaðist
Skarðskirkja hálfa Brekku í Bitru
með reka, þegar kirkjan í Búðar-
dal var fyrst vígð. Einnig átti hún
kjórtré á hverjum tólf mánuðum
undir Guðlaugshöfða og reka fyrir
Þorpum. Þar átti líka staðurinn í
Skálholti reka. Út af Þorpareka
varð hæstaréttarmál 1952 eins og
einhverjir muna eflaust. Kirkjan
átti einnig skipstöðu kvitta í
Bjarneyjum með búðarstóðu og
hjalli. Ut af þessu ítaki urðu mála-
ferli, sem fóru í hæstarétt 1847.
Fyrrnefndir bræður, Narfasyn-
ir, áttu systur, er Halldóra hét;
hún bjó í Tjaldanesi og gaf
Skarðskirkju: „fjegra og tuttugu
manna íferð t Sauðbæjarfjöru,
búðarstað og hrossabeit við Stað-
ará í Tjaldaneslandi meðan fjöru-
för stæði yfir". Þetta ííak var vita-
skuld til að ná í söl og í elstu
máldögum Skarðskirkju er talað
um sölvafjöru með Geirmundar-
stöðum og víðar hér á Strönd, sem
ekki er nefnt á 14. öld. í vísitasíu
Brynjólfs biskups Sveinssonar frá
15. september 1647 segir svo:
„Item lýsir Eggert Björnsson að
sinn móðurfaðir Daði Bjarnason
hafi sett kirkjunni á Skarði 10
hundruð í Saurbæjarfjöru fyrir
portionem [hlut] kirkjunnar so
lengi sem það til hrökkur frá þeim
degi er hann setti; hvað biskupinn
og tekur fyrir 10 hundruð í lausafé
Skarð
á
Skarð-
strönd
Kirkjan á Skarði. Mynd eftir Jón Helgason biskup.
Innsigli    Björns    hirðstjóra
Þorleifssonar, stækkað um
helming.
kirkjunnar vegna með samþykki
Eggerts Björnssonar kirkjunnar
forsvarsmanns og eignarmanns
kaupahlutans að Skarði, en ein-
asta erfingja Daða Bjarnasonar."
Þessi Daði Bjarnason (d. 1633) er
karlmaðurinn, sem myndin er af
utan á predikunarstólnum, en á
Eggert Björnsson verður minnst
síðar. í vísitasíu Ólafs biskups
Gíslasonar 10. sept. 1750 stendur:
„Að auki á kirkjan 9 hundruð í
jórðinni Ytra-Fagradal með 2>/2
kúgildi, að gjöf göfigrar höfð-
ingskvinnu Ragnheiðar Þorsteins-
dóttur, og hennar elskulegra
barna ... í legkaups nafni, eftir
sál(uga) sýslumanninn Orm Daða-
son, so sem sjálft gjafabréfið út-
vísar ... af dato Fagradal innra
þann 16. júlii 1744. Hvórjum
gjörningi próprietarius til þessa
garðs og kirkjunnar fjárhalds-
maður, göfugur höfðingsmann,
monsjör Eggert Bjarnason, skal
þinglýsa, so hann af réttinum upp-
áskrifaður verði." Ragnheiður
kona Orms sýslumanns var héðan
frá Skarði. Þetta voru seinustu
fasteignirnar, sem kirkjunni
áskotnuðust. Hæpið er að telja, að
Skarðskirkja hafi eignast jarðir
Búðardalskirkju, Hvarfsdal með 3
kúgildum og Broddadalsá í
Strandasýslu með 2 kúgildum, eft-
ir að þær urðu eign Skarðsþinga-
prestakalls þegar Búðardalskirkja
var lögð niður.
Snemma átti kirkjan eitthvað af
búfé og fór sú eign vaxandi með
tímanum. Ormur Snorrason gaf
kirkjunni mikið búfé til viðbótar
og í máldógum úr tíð Gísla bisk-
ups Jónssonar frá því um 1570 á
kirkjan „40 kúgildi og þar-til 8
hundruð í köplum og geldum naut-
um, ketil og 3 ker". Kvikfjáreign
kirkjunnar var lengst af talin 40
kúgildi, og var búféð haft á leigu
hjá bændum hér í sveit og hlaut
presturinn helming leigunnar. í
elstu máldögum er talað um sela-
bát og nætur kópheldar. Hér voru
í kaþólsku 2 prestar og stundum er
talað um djákn. í máldaga sem
talinn er frá byrjun 14. aldar
stendur: „Á fjám þessum eiga að
vera prestar 2 og messa hvern dag
að forfallalausu en 2 messur
föstudaga og miðvikudaga um
langaföstu og jólaföstu." Taka
verður með í reikninginn, að
prestarnir þurftu þá að messa í
öllum guðshúsum á Skarðsströnd,
sem fyrr voru nefnd og í Fagurey.
Þar sem kirkjuvaldið náði aldrei
Skarði varð það aldrei prestssetur
eða nokkur önnur jörð hér. Þar
sem svona háttaði til var talað um
þingapresta og bjuggu þeir á ýms-
um stöðum og við lakari kjör en
þar sem prestssetur voru. Eftir
siðaskiptin fækkaði prestum og
varð einn prestur í Skarðsþingum
og þurfti hann að þjóna Staðar-
felli. Prestum var þá leyft að
kvænast og þurftu því meíra fyrir
sig að leggja, en ekki voru presta-
köllin ríkari en svo, að 1580 er
Skoravík lögð til presti í Skarðs-
þingum, og var hún lénsjörð
þeirra til 1908. Um 1640 var gam-
all prestur í Skarðsþingum, en
ungur í Hvammi, svo hann þjónaði
Staðarfelli og hélst svo síðan en
Skoravík fylgdi alltaf Skarðsþing-
um.
Á kaþólskum tíma voru allar
kirkjur helgaðar sérstökum dýrl-
ingi. Kirkjan á Skarði var Maríu-
kirkja, en allar kirkjur voru fyrst
og fremst helgaðar guði, en stund-
um er í máldögum sagt, að kirkjan
sé helguð fleiri dýrlingum en
Maríu og eru það ekki alls staðar
þeir sömu. Orsökin fyrir því gæti
verið, að í kirkjunni hafi verið
fleiri en eitt altari og helguð sitt
hverjum dýrlingnum, en oftast
voru   þessir  aukadýrlingar  bara
upp á punt. Maríulíkneski, stund-
um fleiri en eitt, voru hér í kirkj-
unni; einnig fleiri líkneski heil-
agra manna, sem kirkjan var sögð
helguð, en ekkert þeirra er nefnt
eftir siðaskipti. Enn er til ártíða-
skrá frá Skarði, sem talin er skrif-
uð um 1300. Ártíðaskrár eru eins
konar almanök, sem í voru skráð
dánardægur þeirra manna, sem
prestar skyldu gegn borgun
syngja sálumessur fyrir á þeirra
ártíð,- þ.e. dánardegi. f ártíða-
skránni frá Skarði er á sérstöku
blaði falleg litmynd af Maríu og
hefur verið giskað á, að lík mynd
hafi e.t.v. verið máluð á vegginn
hér í kirkjunni. Þessi mynd er
litprentuð í II. bindi af íslands-
sögu Þjóðhátíðarnefndar. Þessi
ártiðaskrá er elsti gripur sem
kunnur er og hægt að tengja
Skarðskirkju. Kirkjur áttu oft
sógur þeirra dýrlinga, sem þær
voru helgaðar, en engin Maríu
saga er nefnd meðal eigna kirkj-
unnar eða kunn héðan frá Skarði.
Af þeim kirkjugripum, sem nefnd-
ir eru fram á daga Orms, er ekkert
varðveitt, en nefna má að þar á
meðal voru bjarnfeldir, svo að
þeim yrði ekki kalt á tánum, er
messur sungu.
VI
Eftir Orm Snorrason andaðan
um 1402 bar Skarð undir Loft ríka
Guttormsson. Hann var fæddur
um 1375 og gnæfði mjög upp úr
móðu fortíðarinnar, t.d. kann höf-
undur Bændaháttar ekki að nefna
eldri bændur á Skarði en hann.
Um Loft er þar kveðið:
Ullur unnar ljóma
af því lofaður varð
hélt með sæmd og sóma
síðan þennan garð
visku gæddur geðs í rann
mæta skáldið mesta
mætti kalla hann.
Af kveðskap Lof ts er þekktastur
Háttalykill, en þar er hvert erindi
jafnframt sýnishorn bragarhátt-
ar. Þekktast barna Lofts er Ólöf
ríka, en hún tók við staðnum á
Skarði og með henni rofnaði karl-
leggurinri sem hér hafði áður setið
óslitið frá Húnboga Þorgilssyni,
en ekki setti staðurinn niður við
það, því að segja má, að karlar
allir fyrr og síðar hafi verið í
skugga hennar. Hún giftist Birni
Þorleifssýni af ættum Vatnsfirð-
inga. Um Ólöfu er svo kveðið m.a.
í Bændahætti:
Rómsæl rausnarkvinna
ráð með bónda sín
hafa sú vildi in svinna
sjóar elda lín;
geðstór sögð var gullhlaðs
[hrund
hafði hún í hjarta sínu
hrausta kallmanns lund.
Björn þó bæri hinn ríki
burði og veraldar makt
auð og orma síki
af því heyri ég sagt
að hlyti hann að víkja hennar
[frá
fylgd og föruneyti
þá fundust leiðum á.
í útlönd sigldi sæta
sjálf þegar svo féll til
átti mörgu að mæta
mektug þorna bil;
listug bæði á landi og sjó
sigur og lukkan sanna
samt stóð hjá henni þó.
Líka veraldar lasti
lofleg mætti snót
móð og manna aðkasti
því margir öfundar hót
höfðu á ríkri hringa brú.
Úr þeim þrautum öllum
auðnan leiddi frú.
Sofnaði á sínum garði
sæl í drottni frú;
heyrt hef ég hér á Skarði
að hvíli þorna brú
en sálin komin í sælu vist
kvitt af sektum synda
fyrir son guðs herrann Krist.
Björn bóndi hennar komst til
æðstu metorða, varð hirðstjóri, en
vegna afskipta sinna af verslun
Englendinga var hann veginn á
Rifi 1467. Margra jarða hér um
slóðir er fyrst getið í skrám um
jarðeignir tengdafeðganna Lofts
og Björns ríka. Miklar sagnir eru
um geipilegar hefndir Ólafar á
engelskum, en ekki verða þær
raktar hér. Annars væri hægt að
halda sérstakan fyrirlestur um
ólöfu sjálfa og sagnir af henni.
Rétt er þó að geta þess, að hin
svokölluðu skriftamál Ólafar ríku
eru ekki í neinum tengslum við
hana. Skriftamál þessi eru svo
berorð, að útgefandi þeirra í ís-
lenzku fornbréfasafni sá sér í
fyrstu ekki annað fært af velsæm-
isástæðum en prenta þau með
miklum úrfellingum, svo að spilltu
ekki siðferði fólks.
Altaristaflan, sem hér prýðir
kirkjuna, er aftan á plattanum
sögð gefin kirkjunni af Ólöfu ríku
„í minningu bónda síns, Björns
hirðstjóra Þorleifssonar". Fyrir
þessu hef ég ekki getað fundið
heimildir, en viða eru sagnir um
Ólöfu ríku. Fyrst hef ég séð tófl-
una sagða úr tíð Ólafar í biskups-
visitasíu 1890. Annars verðskuldar
taflan langa umfjöllun listasögu-
fræðinga, sem gætu e.t.v. svarað
spurningum um aldur og uppruna
hennar. Um altarisbrík er getið
þegar í Vilkinsbók 1397 og „brík
yfir altari" er nefnd í máldaga frá
því um 1500. í seinna sinnið er
órugglega átt við þá tóflu sem við
sjáum hér. í visitasíu Brynjólfs
biskups frá 1647 stendur: „kostu-
leg brík yfir altari nú orðin göm-
ul". Á 3. dag jóla 1788 segir svo í
prófastsvísitasíu: „Sú gamla altar-
isvængjabrík sem í fyrra sigldi til
Kaupinhafnar til reparation [þ.e.
viðgerðar] er nú aftur komin og
uppsett, rétt prýðilega umvönd-
uð". Þegar taflan er lokuð, sjást
myndir utan á henni mjög svipað-
ar myndum á predikunarstólnum í
Staðarfellskirkju. Á stólnum er
ártalið 1788 og hann er kominn úr
Búðardalskirkju. Magnús Ketils-
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24