Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Blaðsíða 14
( I Mi Morgu nningaR nblaðsáruM eftir Pétur Olafsson Þegar Vattýr hringdi í Öiaf Thors um miðia nótf yrir blaðamenn er það ekkert tiltökumál þótt þeir séu vaktir af værum blundi um miðja nótt. Þessa nótt, laust eftir kl. 4 aðfaranótt 10. maí 1940, var Valtýr (ritstjóri Stefánsson) hinum megin á línunni. Hann var hægur að vanda, kvaðst sjálfur hafa verið vakinn og í símanum hefði verið Guðbjörn (Guðmundsson yfirprentari Morgunblaðsins). Til Guð- bjarnar bárust einatt tíðindi af nánast öllu sem gerðist í Reykjavík að næturlagi. Morgunblaðið var prentað í lágreista hús- inu þar sem nú er Nýja kökuhúsið við Austurvöll. Næturhrafnar komu á glugg- ann til Guðbjarnar, sníktu blaðið glóðvolgt úr vélinni og sögðu um leið almælt tíðindi. Tíðindin sem þeir sögðu þessa umræddu nótt voru harla óvenjuleg. Þeir sögðu að sést hefði til herskipa á ytri höfninni í Reykjavík, utan eyja. Tíðindin voru þeim mun válegri sem mönnum var í fersku minni að tæpum mánuði áður höfðu Þjóð- verjar ráðist með heri sína inn í Dan- mörku og Noreg. Menn verða að hafa hugfast að tíðindi bár- ust hægar langan veg á þeim árum heldur en nú, og eru þó ekki liðin nema rúm 40 ár. íslendingar verða jafnan uppvægir af tíð- indum sem berast af hafi. Sé farið lengra aftur í tímann um nær tvær aldir verður fyrir manni fregnin af Sir Josephs Stamps er hann kom á lítilli skemmtisnekkju ásamt vinum sínum til Reykjavíkur af opnu hafi á árstíma er engra skipa var von. Í þessu litla sjávarþorpi varð uppi fótur og fit af því menn héldu að hér væri sjálfur hundtyrkinn kominn á nýjan leik. Nóttina fyrir 40 árum var vissulega allra veðra von. Þegar ég geystist ofan í bæinn frá Reynimelnum í vesturbænum, næstum á sokkaleistunum, sóttu að mér margar spurningar. Til þess að átta sig á hvernig andrúmsloftið var, langar mig til að birta í heild grein með fyrirsögninni „Þegar þeir komu“ og birtist í Morgun- blaðinu daginn eftir, 11. maí 1940: Þrjú herskip og flugvél „Ég heyröi í flugvélinni laust fyrir kl. 3. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum, hélt aö ég hefði heyrt í einhverju öðru farartæki og hélt áfram að lesa. En klukkan rúmlega 4 var hringt: „Þrjú herskip á ytri höfninni og flugvél yfir bænum.“ — Svona var þá komið. Ég var kominn niður í bæ kl. 4.30. Enn var hálfrokkið. Hvít jörð, eða öllu heldur krap á götum og slydduhríð. Allt virtist svo óendanlega grátt og ömurlegt. Ég var kominn að sænska frystihúsinu og skimaði eftir skipunum. Skammt út af Örfirisey sá ég í gegnum kafaldið móta fyrir stóru herskipi með þremur reykháfum og fall- byssum, sem miðað var í allar áttir. Skyldu þeir óttast árás? Skammt frá, en fjær, var annað skip af allt annarri gerð, Ljóam. Sigurflur Vignir. Allt íeinu er mikið að snúast í bænum: Hernámslið hefur gengið á land og hér sést mannfjöldi framan við símstöðina við Austurvö/I á hernámsdaginn. Vörubílinn, R776, hafa Bretar tekið til sinna nota og í dyragættinni er hervörður. en þó engu minna, að því er virtist. Og síðan þriðja skipið og minnst, en það var á hreyfingu. Hjá frystihúsinu stóðu nokkrir menn og störðu út á sjóinn. Þeir sögðu ekki mikið, ein og ein setning, síðan þögn. — Og þeir héldu áfram að horfa út á hafið. „Hafa nokkrar ferðir verið frá skipunum tii lands?" spurði ég. „Nei, en skyldi þetta vera nýi breski sendiherrann sem er að koma?“ (Mbl. hafði skýrt frá því daginn áður, að v'æntanlegur væri breskur sendi- herra, ekki ræðismaður eins og hingað til.) Hvernig vissu þeir að skipin væru bresk? Þeir vissu það ekki. En samt, skyldi þetta vera sendiherrann ... ? Kannske er það allt og sumt. Ég sá nú að einhverjir stóðu úti á hafn- arhaus. Ef til vill vita þeir eitthvað meira. En þarna voru aðeins nokkrir unglingar, 15—17 ára piltar og stúlkur. Voru þau að byrja daginn í dag, eða var dagurinn í gær að enda ? Þau höfðu ekki orðið vör við nein- ar ferðir milli skipa og lands. Þegar ég kom aftur upp á bryggjuna sagði einhver við mig að bresku ræðis- mennirnir, sá sem býr í Héðinshöfða og hinn, hefðu sést í bifreiðum sínum aka fram og aftur meðfram höfninni. Égfór að leita að þeim, því ég vildi fá upplýsingar. En nú var minnsta skipið lagst við hlið- ina á stóra skipinu með reykháfana þrjá. Þarna var eitthvað að gerast. Það var nú stytt upp. Ég fann ekki ræðismennina. En nú mundi ég, að ég gat ekkert gert án prent- ara. Ég varð að vera við öllu búinn. Þegar ég kom aftur voru aðeins tvö herskip á ytri höfninni. Hinar fáu hræður, sem staðið höfðu hjá frystihúsinu voru horfnar. Og snjórinn á götunum var bráðnaður. Það var aðeins grátt, renn- blautt asfaltið. Mér fannst eins og stóra herskipið með reykháfunum hefði færst nær hafnargarð- inum. Og mér fannst skipið bæði gamalt og — ég verð að segja það eins og er — Ijótt. Hvítar rákir höfðu verið málaðar á það ofan sjávarmáls, óreglulegar rákir, eins og öldukambar. Þannig fara þær að dyljast hver fyrir annarri þessar drottn- ingar hafsins. Þarna kom einhver á hraðri ferð. „Hann er að Ieggjast upp að, það eru hermenn," var kallað. Ég tók til fótanna, því þarna var þriðja herskipið, sem horfið var af ytri höfninni — það var að leggjast upp við gamla hafnarbakkann. Og þarna voru nokkrir menn á ferð, 10—15, e.t.v. fleiri. Ég sá nú að á þiljum stóðu hermenn í grænbrúnleitum einkennisbúningum, hver röðin þétt upp að annarri. Nokkur hundr- uð manns, hugsaði ég. Þegar ég var kominn niður á gamla bakkann (fyrir framan hafnarhúsið) var búið að setja landganginn. Nokkrir her- menn voru komnir í land. Þeir voru að skipa sér í raðir og stöðugt fleiri bættust við í fylkingarnar. Það var stöðugur straumur. Ég vissi nú nóg og hefði getað farið að hugsa um blaðið. En þarna fann ég ræðismennina, kannske gátu þeir gefið einhverjar skýr- ingar, kannske var þetta samt bara sendi- herrann. En — Ég hefi ekkert að segja yður, þér getið sjálfur séð,“ sagði herforinginn skömmu síðar, gerði handhreyfingu sem sagði allt. Og éggat nú farið að skrifa í blaðið. “ Þessi grein er vitanlega ekkert annað en stemmning frá fyrsta hernámsdeginum í Reykjavík. „Þá vitum við hvað okkar bíður“ En áður en ég fór „að skrifa í blaðið“ fór ég til Valtýs á Laufásveg 69. Ég hafði ekki orðið var við neina aðra blaðamenn á þeyt- ingi mínum um hafnarsvæðið, sem í sjálfu sér var gott því að fréttakeppnin var síst minni þá en nú. Heima á Laufásvegi varð ég var við að tíðindin um herskipin höfðu vakið ótvíræðan ugg. Valtýr var á skyrt- unni, berfættur í inniskóm. Strax er ég kom inn í stofu benti hann mér á brenni- vínsflösku og tvö staup sem stóðu þar á borði. „Þér hlýtur að vera kalt, fáðu þér hressingu." Klukkan var þá langt gengin fimm. Valtýr skýrði mér frá því að hann hefði vakið Ölaf Thors, sem þá var atvinnumála- ráðherra 1 fimm manna þjóðstjórn Her- manns Jónassonar, og sagt honum tíðind- in. Hann hafði ekki komið að tómum kof- unum hjá Ölafi frekar en fyrri daginn. „Ekki er að vita hverjir þetta eru,“ hafði Ólafur sagt, snöggur upp á lagið. „Ef þetta eru Rússar, þá vitum við, Valtýr minn, hvað okkar bíður í dag. Séu þetta Þjóðverj- ar, þá sitjum við í Steininum áður en kvöld er komið.“ Þessi kaldranalega glettni Ólafs var á engan hátt út í hött. Rússar voru ekki í stríðinu, þ.e.a.s. ekki „formlega", — höfðu engum sagt stríð á hendur, frekar en í Afghanistan á vorum dögum. En þeir höfðu ekki látið sig muna um að leggja 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.