Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 12
Brúðhjónabekkur frá Söndum Þjóðminjasafninu .. J barst góð gjöf frá fólki ;Mj sem flutt var vestur um haf og hún var notuð M til að fjármagna kaup- fl| in á þessum fágæta grip sem því miður |g§% J jm % hafði borizt úr landi. EFTIR ÞÓR MAGNÚSSON þjóðminjavörð M argir dýrgripir hafa borizt frá íslandi í erlendar hendur á undanförnum öldum og er þá skemmst að minnast íslenzku fornhandritanna. Þar var um einstaka dýrgripi að ræða, sem lærðir menn með oörum þjóðum kunnu að meta, enda var þar að hluta til sameiginlegur norrænn menningararfur, sem náði að varðveitast hér á landi betur en annars staðar, Eddukvæðin og fornsögur norrænna þjóða. En erlendir menn sóttust eftir fleiru en bókum. Forngripasöfn og auðmenn fengu snemma augastað á íslenzkum forngripum og öðrum fornum listgripum, sem varð- veitzt höfðu jafnvel betur á íslandi en ann- ars staðar, þar sem harðleikni siðaskipta- manna og hreintrúarstefna 18. aldarinnar höfðu gengið enn nær kirkjugripum mið- alda en hér á landi. 18. og þó einkum 19. öldin urðu mörgum dýrgripunum skeinuhættar. Fátækt og erfiðleikar þjóðarinnar ollu því, að menn misstu tilfinningu fyrir fornri listmennt, flestir áttu fullt í fangi með að seðja sig og sína, lífsbaráttan var óblíð og allt starf alþýðu manna beindist að því einu að hafa í sig og á, hafa jarðnæði eða fá sér vist frá ári til árs. Því er skiljanlegt, að fegurðar- dýrkun og mat manna á dýrgripum og listaverkum hlyti að slævast. Erlendir ferðalangar, sem hingað komu á 18. og 19. öld, öfluðu margra dýrgripa fyrir lítið verð og höfðu á brott með sér. Sumt lenti á söfnum, annað hélzt í ættum, og hefur sumt af því jafnvel náð að komast aftur heim hin síðari árin, en sumt hefur horfið sjónum manna með öllu. Rétt undir árslok 1981 barst mér bréf frá Noregi með frásögn af óvenjulegum grip, fagurlega útskornum brúðhjónabekk, sem kominn væri frá íslandi og væri þar í einkaeigu og nú ætti að koma í verð. Það var dr. Ellen Marie Mageroy, sem skýrði mér frá þessum grip, en hún skrifaði dokt- orsritgerð sína um jurtaskraut í gamla ís- lenzka tréskurðinum. Þekkti hún greini- lega ættarmót gripsins, enda hafði hún fjallað í ritgerð sinni um aðra mjög svip- aða brúðhjónabekki og kirkjustóla, sem komnir voru af Vestfjörðum og höfðu bor- izt utan með fólki, sem vann við hvalstöðv- arnar vestra fyrir og um aldamótin síð- ustu. Voru gripir þessir þá í eigu afkom- endanna ytra. En þessi bekkur uppgötvaðist fyrst nú, þrátt fyrir að Ellen Marie hefði haldið uppi spurnum víða uni íslenzka útskurð- argripi ytra og haft uppi á mjög mörgum, bæði í söfnum og einkaeigu. Bekkurinn var nú til sölu og átti að selj- ast dýru verði. Ellen Marie Magerey fékk því til leiðar komið, að eigandinn byði Þjóðminjasafni íslands forkaupsrétt að honum, en söluskilmálar voru hins vegar flóknir. Átti kaupandi að taka að sér greiðslur vaxta af bankaláni, sem eigandi ætlaði að taka til viðgerðar á húseign sinni, en ljóst var, að hér yrði um talsvert hátt lán að ræða. Öllum sem mál þetta hugleiddu hér þótti þetta óaðgengilegir kostir, ekki sízt þar sem óljóst væri um vaxtatölur og óstöðugt gengi hér á landi gæti fyrr en varði gert afborganir óbæri- legar, ekki sízt fyrir stofnun, sem lítið fé hefði til slíkra hluta. Því var þess leitað að fá bekkinn metinn á fast verð og reyna heldur að kaupa hann og greiða í eitt skipti fyrir öll. Fór svo, að þekktur forngripasali í Ósló mat bekkinn á eitt hundrað þús. krónur norskar og að því búnu lýsti eigandi sig reiðubúinn að selja hann á því verði gegn greiðslu út í hönd. — Þetta var mikið fé á íslenzkan mælikvarða, um 230 þúsund krónur, og sést hér glöggt, hve mat á slíkum hlutum er hátt þegar þeir eru á annað borð komnir á alþjóðleg- an forngripamarkað. Og nú var að hrökkva eða stökkva. List- iðnaðarsafnið í Ósló var reiðubúið að kaupa gripinn á þessu verði og hefði líkleg- ast átt auðvelt með að kljúfa það, enda eru víða ytra sjóðir og ríkismenn, sem reiðu- búnir eru til að hlaupa undir bagga í slík- um tilvikum, þótt hér hjá okkur sé það næsta fátítt. En Listiðnaðarsafnið vildi samt láta Þjóðminjasafnið njóta for- kaupsréttar síns, þar sem hér var um ís- lenzkan grip að ræða, og bauðst til að greiða fyrir útflutningsleyfi hans. En nú var greiðslufé Þjóðminjasafnsins þrotið og ógerlegt reyndist að fá auka- fjárveitingu ríkissjóðs. Þar var komið út yfir öll takmörk og nú tekið að beita harð- ara aðhaldi. Og engra sjóða var til að leita. Þjóðhátíðarsjóði var ráðstafað þetta árið, enda var ljóst, að upphæðin nam nær öll- um þeim hluta, sem Þjóðminjasafnið fengi í sinn hlut. Hvað yrði þá eftir til annarra verkefna, sem honum var ætlað að standa undir? Með liðsinni góðra manna var fengið bankalán fyrir kaupverðinu. Sendiráðið í Ósló sá um að koma greiðslunni til skila og það tók síðan við bekknum, lét pakka hon- um inn og senda til íslands. — Þar með var fyrsti þátturinn leystur og bekkurinn kominn aftur heim til íslands eftir langa útivist og fenginn sess í Þjóðminjasafninu. Þar var hann svo á sýningu sl. sumar í Bogasal ásamt ýmsum öðrum nýfengnum gripum. En hvað er þá sérstakt um þennan bekk að segja? Að hvaða leyti er þetta slíkur dýrgripur, að greiða megi fyrir hann heila fjárfúlgu? Þetta er ekki stór gripur í sjálfu sér en þó meðal stærstu útskurðargripa ís- lenzkra. Hann er rétt mátulegur fyrir tvo að sitja í, enda tvímælalaust brúðhjóna- bekkur, 108 sm breiður og 96 sm hár á stuðla. En útskurðurinn er með óvenju- miklum glæsibrag og þar með er þessum bekk skipað í hóp hinna beztu gripa sinnar tegundar. Sætið er eins konar kista með loki að ofan og gagnskornum rimlum eða pílárum til hliðar og á baki og fjalir eru strikhefl- aðar. Útskurðurinn er stílfært jurtaskraut með nokkrum tilbrigðum, á gaflana er annars vegar skorið ÁNNO en hins vegar 1739. Aftan á kistunni eru stafirnir TES eða ETS samandregnir, gætu verið fanga- mark smiðsins, sem einnig hefur skorið bekkinn. Bakið er þó skrautlegast. Rimlarnir eru gagnskornir og með svipuðu verki og er á sætinu, en í bakslánni er margslunginn akantusteinungur með granateplum, allt mjög haglega og vandlega skorið, eins og bekkurinn allur. Á bríkunum beggja vegna er jurtaskraut með granateplum. Myndirnar sem fylgja hér af bekknum skýra það betur en margorð lýsing, hvern kjörgrip hér er um að ræða. En þeir sem skoða vilja og sannfærast enn betur geta virt fyrir sér bekkinn sjálfan í kirkjudeild Þjóðminjasafnsins. Og þá er spurningin, hvaðan þessi bekk- ur er kominn í öndverðu. Síðustu eigendur vissu nánast ekkert hvaðan af Islandi hann væri kominn. Sagt var, að norsk prestshjón hefðu keypt hann á íslandi og hefði hann verið „í elztu torfkirkju á ís- landi“ og hefði verið borinn yfir fjallveg til strandar. Semsagt allt óljósar hugmyndir sem lítt fá staðizt. Allar líkur benda til, og er reyndar eng- um vafa undirorpið, að bekkurinn sé vest- an úr Dýrafirði og þá líklegast úr kirkj- unni á Söndum, en þar var kirkjustaður áður en kirkja var reist á Þingeyri. Áður hafa komið fram tveir svipaðir bekkir er- lendis og einn stóll líkrar gerðar, allt mjög vandað að útskurði og að sumu leyti enn vandaðra en þessi bekkur, sem hér um ræðir. Þeir gripir bárust utan með konu Lauritz J. Berg, hvalveiðamanns á Fram- nesi við Dýrafjörð, og höfðu haldizt í eigu afkomenda þeirra hjóna. Ein dóttir þeirra gaf Byggðasafni Vestfjarða á fsafirði ann- an bekkinn og stólinn sem hún átti, 1974, og hefur Jóhann Gunnar Ólafsson skrifað um þessa gripi í Ársrit Sögufélags ísfirð- inga það ár. Telur hann samkvæmt athug- unum sínum, að annar bekkurinn og stóll- inn séu úr Hraunskirkju í Keldudal en hinn bekkurinn úr Sandakirkju. Þá var enn ekki vitað um þennan bekk, sem hér er gerður að umtalsefni. Heimildir um þessa gripi í kirkjunum í Dýrafirði eru að sönnu mjög brotakennd- ar, og þótt minnzt sé á slíka bekki í kirkj- unum er lýsing þeirra svo óljós í vísitasí- um, að ekki er með vissu hægt að þekkja, hver þeirra var á hvorum staðnum. En af ástæðum, sem hér yrði of langt að telja, virðist mér þó líklegra, að þessi stóll, sem barst til Noregs, sé úr Sandakirkju, en hinir gripirnir, sem áður voru þekktir, bekkirnir tveir og stóllinn, séu úr Hrauns- kirkju. — Af því er sérstök saga, hvernig þeir bekkir bárust til konu Bergs hval- veiðamanns, en bekkirnir virðast ekki hafa verið í eigu kirkjunnar að Hrauni heldur einkaeign húsráðenda að Hrauni og Arn- arnúpi og gengið í erfðir í ættinni, þótt þeir hafi verið geymdir í kirkjunni. Það sem einkum gerir að verkum, að telja verður bekk þannan vera úr Sanda- kirkju er það, að í vísitasíu 1749 segir, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.