Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 2
Eftir HULDU VALTÝSDÓTTUR bíta Steinunn Marteinsdóttir, ieiriistakona. „Hin mjúku mæti — sem brotna í hörðum heimi.“ Þá er aö á iaxlinn Steinunn Marteinsdóttir sýnir um þessar mundir ýmiss konar frjáls myndverk á Kjarvalsstöðum og vinnur þau í keramik, sem hún hefur lengi meðhöndlaö, bæöi til nytjahluta og frjálsra verka. Steinunn Marteinsdóttir leirlistamaður heldur sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Lesbók heimsótti Steinunni á vinnustofu hennar að Hulduhólum í Mosfellssveit á dögunum þar sem hún var að vinna við undirbúning sýningar- innar og tók hana tali. Steinunn hefur löngum fengist jöfnum höndum við nytjalist og frjálsa myndlist í leirmunagerð og getið sér gott orð á báðum sviðum. „Þetta árið hefur frjáls myndlist staðið huga mínum næst og þess sjást eflaust merki á sýningunni núna,“ segir Stein- unn. Á veggjum vinnustofunnar hanga lágmyndir af margskonar stærð og gerð og gólfið er þakið verkum sem hún er að ljúka við að festa á plötur. Steinunn hefur auðsjáanlega gefið hugmynda- fluginu lausan tauminn og henni liggur ýmislegt á hjarta. Hún er spurð hvert hún sæki hugmyndir sínar. „Ég sæki þær mest í náttúr- una — hef unnið mikið út frá náttúruupplifun. Hér eru nátt- úruform sem ekki eru tekin beint en eru fegurðaráhrif sem ég vinn úr á minn hátt. Ég hef t.d. leikið mér með Esjuna sem ég hef fyrir augunum út um gluggann. Ef til vill mætti kalla þessi verk „abstraktion" af landslagi. Þetta er þó ekki einhlítt. Ég er líka með myndir sem hafa ekki skírskotun til ákveðinna mótíva eða fyrirmynda en formin koma annars staðar frá — eru nokkurs konar fagurfræðilegar stúdíur. Jú, ég held að segja megi að það kveði við nokkuð annan tón hjá mér í þessum nýjustu verk- um enda liggja aðrar hugmyndir að baki sumra þeirra. Stundum finnst mér ástæða eða nauðsyn að gefa þeim nafn og ég reyni þá að láta vera vit í nafninu. Nöfnin eiga þá að útskýra hvað vakir fyrir mér, hvernig sem gengur að koma því til skila." Á einum vegg vinnustofunnar hanga 3 lágmyndir þar sem við- fangsefnið er mannshendur. „Þessar myndir," segir Stein- unn, „má skilja tilfinningalega eða pólitískt eftir því sem hver vill. Ég hef gefið þeim nöfnin „Óp“, „Ákall“ og „Gripið í tómt“ og er þeim ætlað að túlka ákall manneskjunnar í eymd og erfið- leikum og þrá eftir samskiptum. Önnur myndröð hefur fengið nafnið „Hin mjúku mæti“ — sem brotna í hörðum heimi, svo nokkuð sé nefnt — og lágmynd sem ég hef unnið fyrir Póst og síma heitir „Tengsl". Ég hef alltaf lagt áherslu á hið myndræna í verkum mínum og hef ekki skömm á hugtakinu „dekorativ list“ eins og sumir. Og þótt ég sé að fást við verk sem eiga að fela í sér-meiningar hef ég látið það myndræna sitja í fyrirrúmi, enda verður verkið að standa sem verk í sjálfu sér hvað sem meiningunni að baki líður.“ Steinunn á langan starfsferil að baki í leirlistagreininni og hefur fyrir löngu skipað sér sess í flokki okkar bestu leirlista- manna. Fagleg vinnubrögð, hug- myndaauðgi, þrautseigja og ein- lægni í vinnu húsráðanda blasa við hvar sem litið er í húsakynn- um að Hulduhólum, þar sem hún rekur verkstæði sitt með vinnu- stofu og litlum sýningarsal. Steinunn stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík en fór síðan til fram- haldsnáms í Berlín í hálft þriðja ár. Eftir að heim kom vann hún eitt ár hjá Ragnari Kjartanssyni í „Gamla Glit“ sem svo er kallað en stofnaði eigið verkstæði árið 1961, „... og ég hef verið að fást við þessa grein allar götur síðan," segir Steinunn. „Þremur árum áður en ég flutti hingað að Hulduhólum stóð ég fyrir nám- skeiðum í leirmunagerð fyrir al- menning í 7—8 ár. Námskeiðin voru mjög fjölsótt og satt að segja gerði ég lítið annað á þeim tíma en að sinna þeim. Ég hélt þó stóra sýningu á Kjarvalsstöð- um 1975 og vann eingöngu að undirbúningi hennar í eitt ár. Jú, það er óhætt að segja að miklar breytingar hafi orðið á stöðu þessarar listgreinar hér og einnig afstöðu almennings til hennar á síðustu áratugum. Mín- ir forverar á þessu sviði voru ekki margir — Guðmundur frá Miðdal, Ragnar Kjartansson og Laugarnesleir og nokkrir fleiri. En nú er fjöldinn allur af ungu fólki að fást við þetta og mikið er að gerast i faginu — margskonar tilraunir í gangi sem eftir er að sjá hvernig þróast. Og mér finnst ánægjulegt til þess að vita hvað stéttin er orðin fjölmenn. Því fleiri sem vinna að leirlist þeim mun meiri líkur eru á að eitthvað gott leiði af því.“ Er hægt að taia um ákveðnar stefnur í leirlistagerð? „Leirlist fylgir stefnum rétt eins og aðrar listgreinar þar sem hver fer sínar eigin Ieiðir en allt hefur þetta áhrif á hvaö annað engu að síður. Málarar, mynd- höggvarar og þeir sem fást við „consept“-list hafa sjálfsagt sín áhrif á leirlistagerð. Þegar ég var í Handíða- og myndlistaskólanum hér var „geometríska abstraktionin" efst á baugi og ég held að ekki hafi verið slæmt að alast upp við þann stranga aga sem henni fylgdi. Og þótt ég hafi ekki ánetjast þeirri stefnu nema í takmörkuðum mæli held ég að hennar gæti enn þá beint eða óbeint í verkum mínum." Leirlistamenn fást ýmist við frjálsa list eða handgerða nytja- hluti og þessu er oft gert mis- munandi hátt undir höfði. Hver er þín afstaða? „Ég geri ekki mikinn grein- armun á þessu tvennu. Þegar verið er að vinna við handgerða keramík í seríum þá renna menn og renna hlutinn og reyna að ná fullkomnun í formi og tekst það ef til vill. Fullkomnun byggir þá ekki hvað síst á endurtekning- unni í handverkinu — alltaf er verið að endurtaka sömu hreyf- inguna. Þessu má ef til vill líkja við kínversku málarana sem geta náð þessari fullkomnun með einu pensilstriki. Sú vinna finnst mér engan veginn ógöf- ugri en sú að hamast í sama verkinu sem flokkast undir frjálsa myndlist mánuðum sam- an. Ég hef unnið jöfnum höndum að hvoru tveggja öll þau ár sem ég hef fengist við þessa listgrein — minna þó að nytjahlutum síð- asta árið. Þetta fer allt eftir þvi hvað sækir sterkast á hugann. En möguleikarnir eru svo ótal margir, bæði í skúlptúr, lág- myndum og stórum og smáum hlutum. Upp á síðkastið hefur mér gengið betur að koma hug- myndum mínum fram í stórum verkum. Ég sest þá niður á kvöldin og skissa mikið og vel svo úr skissunum. Þær teikna ég svo upp í rétta stærð og bý til mót úr pappa sem ég móta eftir leirnum, en nota ekki mót. Jú, þetta er ákaflega skemmti- leg og spennandi listgrein að fást við, sem krefst mikillar vinnu og einbeitni — og jafnvel líka líkamskrafta þegar unnið er við stóra hluti. Það kemur líka fyrir að þeir brotni í höndunum á manni í miðjum klíðum og mikil vinna fer þar forgörðum. En þá er eina ráðið að bíta á jaxlinn — vera ekki skaðsár og byrja bara upp á nýtt.“ Steinunn í vinnustofu sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.