Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						íminningu fullorðinna Reykvíkinga befur enginn leikið Skugga-
Srein eins eftirminnilega og Erlendur Ó. Pétursson, kunnur einnig
sem formaður KR um langt árabil. Eriendur rar ekki leikari að
atvinnu, en hafði drynjandi rödd. Hér er mynd fri sýningu íBár-
unni, — en getur einbver upplýst bver bann er leikarinn, sem þarna
leikur Ketil skræk? Knattspyrnufélag Reykjavíkur beiur góðfúslega
Mnað myndina, en bún bangir uppi í KR-beimilinu.
Kaupmannahöfn — til að nema verzlunarfræði, en lagt
einkum stund á tungumál og fagrar bókmenntir. Þá
hefur hann vitaskuld séð fullkomnar leiksýningar, enda
eru auðsæ kynnin af þjóðleik Dana, Elverhöj eftir Hei-
berg, þótt ekki sé af öðru en því, að flest ljóðin í Úti-
legumönnunum eru gerð við lög Kuhlaus í Elverhöj, en
hvorttveggja alþýðuleikir með þjóðsagnablæ. Lestur
erlendra leikrita — þótt annars konar væru — hefur
einnig örvað áhuga hans á þessum efnum og orðið hon-
um hvöt til framtaks, en í síðastnefndu bréfi segist
hann hafa „vaðið í gegnum flest Shakespeares rit í
vetur, á sænsku, því ég hef ekki tíma til að lesa origin-
alinn". Enn var mikils um það vert, að þennan vetur
bjuggu í sama húsi og Matthías Jón Árnason — sem gaf
út fyrra þjóðsagnabindi sitt sama ár og Útilegumenn-
irnir voru sýndir — og Sigurður málari Guðmundsson,
„mestu alþýðufræðimenn, sem þá voru hér á landi".
„Urðu og þeir báðir fyrstu hvatamenn þess, að ég, þá er
leið á haustið, fór að semja þennan leik," segir Matthí-
Um Skugga-Svein, sem nú er á
fjölum Þjóðleikhússins í þriðja
sinn frá stofnun þess, og höfund-
inn: Matthías Jochumsson.
Eftir Steingrím J. Þorsteinsson
prófessor. Lítið eitt stytt.
„Uppgerðarlaus og
óloginn fninikraftiiV*
H
4
vort mér síðar á að auðnast að bjóða löndum mínum betra
rit, veit ég ekki, en vilja hef ég til þess, skrifaði presta-
skólaneminn Matthías Jochumsson í formála elztu bókar
sinnar, Útilegumannanna. Það ár, 1864, var frá hans
hendi prentað tvennt, sem lifað hefur og haft ríkuleg
með söngum, í 4 flokkum, eftir Matthías Jokkumsson
skólapilt." „Það var samróma álit allra þeirra, er leik
þenna sáu, að fegurðarkostir hans sé margir og veru-
legir, hvort sem litið er til hugsunarinnar sjálfrar og
hins þjóðlega aðalefnis eða til þess, hvernig því er skip-
að niður ... " Og segja mátti „um alla leikendurna, að
þeir höfðu auðsjáanlega lagt mikla alúð við þenna leik,
og nokkra þeirra hafði skáldskapurinn hrifið svo, að
eigi mátti annað sjá en að hér væri lifandi að starfi
útilegumenn, stúdentar, sýslumaður og aðrir sveitabúar
o.s.frv. á öndverðri 17. öld." Svo sagði og Matthías
sjálfur hálfri öld síðar, að aldrei hefðighann séð leikinn
betur sýndan á sviði en að þessu sinni — þótt vafalítið
hafi þá endurminningin um vímu hins fyrsta skáldsig-
urs fegrað það allt og fullkomnaö.
Vel Kunnugur Dönskum
Leiksýningum
Matthías gerir því þá grein fyrir hvötum sínum til
þessarar fyrstu skáldsmíðar sinnar, að hann hafi viljað
koma sjónleikahaldi i þjóðlegra horf, og er það ekki að
efa. En ýmislegt hefur hér haft á hann áhrif, bein eða
óbein. Hann hafði 5 árum áður dvalizt vetrarlangt í
áhrif allt til þessa dags — slík orka og frjómagn bjó
þegar í því fyrsta, sem hann gerði úr garði. Annað
þessara upphafsverka hefur þó fyrst í stað vakið fárra
manna athygli sérstaklega, skrásetning á gleði- og
helgisögu, er hét „Sálin hans Jóns míns", í síðara bindi
Þjóðsagna og ævintýra Jóns Árnasonar. En bæði er hún
perla í sjálfri sér og hefur orðið tveimur samtímaskáld-
um okkar, Gunnari Gunnarssyni og Davíð Stefánssyni,
efni í sögu, ljóð og leikrit. Hin frumsmíðin, Útilegu-
mennirnir, var hins vegar orðin víðkunn, þegar hún
kom út. Tveimur árum áður, í febrúarbyrjun 1862, hafði
leikurinn verið sýndur alls fjórum sinnum — í „gilda-
skálanum" í Reykjavík á vegum kandídata og presta-
skólastúdenta — þá rétt runninn úr penna, saminn að
mestu í jólaleyfinu. En Matthías var þá enn í Lærða
skólanum, 26 ára gamall (lauk ekki stúdentsprófi fyrr
en 1863). Óg Jeikurinn varð fyrstur tii að vekja athygli á
honum sem skáldi. Um þessi áramót (1861—62) höfðu
Reykvíkingar í takinu slíkan fjölda leikrita og leikþátta
til sýninga, að þess munu hér varla dæmi á jafnstuttum
tíma, eða alls um eða yfir 10 (á dönsku og íslenzku, þýtt
og frumsamið), auk nókkurra „lifandi mynda" (skraut-
sýninga). „En langmest kvað að Útilegumönnunum,"
segir í Þjóðólfi, „það er frumsaminn „drama"-)eikur
as. „Gaf málarinn m|r margar ágætar hugvekjur (mot-
iv) handa leiknum." Eftir Sigurð var meira að segja
eitt leikatriðið í upphafsgerðinni (draumur Skugga-
Sveins, með vísunni Sjóðum og sjóðum), en Matthias
brey^i því í frumprentun og felldi það niður í 2. út-
gáfu. Sigurður málaði einnig leiktjöldin, nærri „sam-
hliða því, að leikurinn var saminn, til þess að það dræg-
ist ekki of lenj*i fram eftir vetrinum, að farið yrði að
leika leikinn," svo náið samflot höfðu þeir. En í fyrr-
nefndu Þjóðólfsblaði segir enn um leiksýninguna: „Hið
einkar fagra og vandaða leiksvið, er Sigurður málari
Guðmundsson hafði undirbúið handa Útilegumönnun-
um, gjörði eigi alllítið til að hefja og skýra skáldskapinn
í leiknum og gjöra hann sem ásjálegastan áhorfendum;
þar komu fram þverhníptir hamrar með einstigi og
klettagjótum og aðalhelli, þar sem Skugga-Sveinn, for-
ingi útilegumannanna, og þeir félagar höfðu bæli sitt og
aðsetur, en fagrir jöklar sáust í fjarlægðinni, þeir er sól
roðaði að morgni."
BERNSKUMINNING Úr Þorskafirði
„En hugmynd leiksins og efni var yfirleitt frá mér
sjálfum," segir Matthías. Sumt má jafnvel rekja til
æviatvika hans eða reynslu. Svo segir hann m.a. frá
bernsku sinni í Þorskafirði: „Það var eitt sinn, að mér
var lofað í grasaferð með eldri bræðrunum og vinnu-
fólkinu. Ég hugði gott til glóðarinnar i fyrstu. En er
kvöldaði, gjörði dimmviðri og þoku; hætti ég þá að tína
og horfði hugfanginn á þokuna og hlustaði á sönginn
niðri í gljúfrunum við Músará," sbr. fund Haralds og
Ástu á grasafjalli í þoku (lok 1. þáttar Útilegumann-
anna, upphaf 2. þáttar Skugga-Sveins). Einnig höfðu
10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16