Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Midilafundur. Hvað er sönnun um
framlíf, og hrerju eru menn nær
eftir hálfrar aldar silarrannsókn-
Vísindi eða
gervivísindi
Skoðanaskipti á milli 5 doktora og kennara
við Háskóla íslands um dulræn fræði
Fyrri hluti
í Fréttabréfi Háskóla ís-
lands hóf ritstjóri þess,
Sigurður Steinþórsson,
umræðu um „vísindi og
gervivísindi" í júníheftinu
1983. í desemberheftinu
sama ár birtist önnur
grein um sama efni eftir
Arnór Hannibalsson, síð-
an af sama tilefni grein
eftir Erlend Haraldsson í
janúarheftinu 1984 og í
marzheftinu eftir Þorstein
Sæmundsson. Síðastur
hefur tekið til máls um
þetta efni í Fréttabréfinu
Reynir Axeisson og var
það í maíheftinu 1984.
Sigurður Steinþórsson
prófessor dr.
Ur hörðustu átt
Fyrir skemmstu var fjallað um
„vísindi og gervivísindi" á fundi
Félags áhugamanna um heim-
speki, og hafði Guðmundur Magn-
ússon, BA í sögu og heimspeki héðan og
MSc í vísindaheimspeki frá London, fram-
sögu. í umræðum á eftir tóku a.m.k. fjórir
háskólakennarar til máls og voru allir á
öndverðum meiði við Guðmund, sem hafði
gert allharða hríð að hjáfræðum. Báru
tveir blak af rannsóknum í dularsálfræði,
og töldu hana vera engu verri vísindi en
ýmsar aðrar viðurkenndar greinar hefð-
arvísinda, en hinir tveir sögðust ekki skilja
hneykslun framsögumanns á gervivísind-
um. Lét annar þeirra meira að segja að þvi
liggja, að gervivisindi nútímans kynnu að
reynast hefðarvísindi framtíðarinnar,
a.m.k. í sumum tilfellum.
Þetta þykir mér koma úr allra hörðustu
átt. Markmið háskóla hafa verið skilgreind
þau að varðveita þekkingu, miðla henni og
auka við hana, og innifalið f þessum
markmiðum hlýtur að vera það að greina á
milli þess sem talizt getur „rétt" þekking
og „röng", sannleikur eða íygi. Gervivís-
indi starfa að því að rugla almenning,
slæva dómgreind manna og forheimska þá
— ekki viljandi, heldur óbeinlínis.
Skiptir það engu máli þegar ráðamenn
og jafnvel verkfræðingar telja jafnmikið
mark takandi á skoðunum „konu með
svartan kassa" á því hvað sé að gerast í
Kröflu og á skoðunum jarðvísindamanna,
sem þarna hafa stundað rannsóknir og
mælingar um árabil?
Skiptir það engu fyrir sagnfræðirann-
Sigurður Steinþórsson, doktor íjarðfræði.
„Mér virðist að það sé
nokkurt einkenni á hjá-
fræðum, að þau skila aldrei
neinum árangri þrátt fyrir
mikið starf — þar hjakkar
allt í sama farinu. Eru Ní-
alssinnar eitthvað nær
sannleikanum um eðli
drauma eftir 50 ára rann-
sóknir?"
sóknir við háskólann ef almennt er talið að
kenningar Einars Pálssonar um „rætur ís-
lenzkrar menningar" séu réttar en starf
háskólamanna kák eitt? Hvers vegna
skyldu skattgreiðendur styrkja slíkt? Hins
vegar má segja að það verði nokkur próf-
steinn á það hvort sagnfræði sé „vísindi" í
popperskum skilningi hvort gerlegt reyn-
ist að ákvarða hvort niðurstöður Einars
Pálssonar eigi við einhver rök að styðjast
eða ekki.
Mér virðist annars að það sé nokkurt
einkenni á hjáfræðum, að þau skila aldrei
neinum árangri þrátt fyrir mikið starf —
þar hjakkar allt í sama farinu. Eru Ný-
alssinnar eitthvað nær sannleikanum um
eðli drauma eftir 50 ára rannsóknir? Eru
spíritistar nær sannleikanum um fyrir-
bæri á miðilsfundum en þeir voru fyrir 100
árum? Eru dularsálfræðingar búnir að
komast að því svo óyggjandi sé hvort „hug-
arafl" er raunverulegt eða ekki? Sú saga,
sem nú er sögð af sprelli James Randi og
manna hans með „rannsóknastofnun
McDonell í dularsálfræði" bendir ekki til
þess að rannsóknir heiðarlegra og grand-
varra manna við Háskóla íslands verði lík-
legar til að greina sauðina frá höfrunum í
þessum fræðum-----er Sai Baba guð eða
sjónhverfingamaður? Var Hafsteinn mið-
ill í sambandi við annan heim?
Því hefur verið haldið fram, að ekki sé
til svo vitlaus kenning í heiminum að hún
eignist ekki áhangendahóp hér á landi. En
þá kastar fyrst tólfunum þegar háskóla-
kennarar halda því fram að „gervivísindi
dagsins í dag séu hefðarvísindi morgun-
dagsins".
Arnór Hannibalsson dr.
Um mörkin
milli vísinda og
ekki vísinda
14. tbl. 5. árg. Fréttabréfs ræðir rit-
stjórinn um vísindi og gervivísindi.
Hann segir að þá kasti fyrst tólfun-
um, þegar háskólakennarar álíta að
gervivísindi dagsins í dag séu hefðarvis-
indi morgundagsins. (Ég hef orð ritstjór-
ans fyrir því, að hann hafði þetta ekki eftir
undirrituðum.) Ritstjórinn kveður fræði
einkennast af því að þau skila árangri, en
hjáfræði „skila aldrei neinum árangri
þrátt fyrir mikið starf — þar hjakkar allt
í sama farinu". Ritstjórinn nefnir spírit-
isma sem dæmi um hjáfræði.
Þess er þá fyrst að geta um spíritisma,
að hann er skilgetið afkvæmi vísinda-
hyggju og pósitívisma 19. aldar. Setjum
sem svo að spíritismi sé tilgáta eitthvað á
þessa leið: „Maðurinn er gæddur eilífri sál.
Hún lifir af líkamsdauðann. Með sérstakri
tilraunaaðferð er hægt að fá fréttir af líf-
inu fyrir handan. Sú aðferð er miðils-
starfsemi. Þegar vitneskju sem með henni
fæst er safnað saman, myndar hún með
LESBOK MORGUNBLAÐSINS     1. DESEMBER 1984       11
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16