Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

and  
M T W T F S S
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunblašiš


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Peningana vantaði, og nú voru góð ráð
dýr. Þeir félagar brugðu því á það ráð að
skrifa öllum viðskiptavinum sínum, sem
skulduðu þeim, og biðja um greiðslu. Þá
var nú yfirleitt sá háttur hafður á, að
menn greiddu einu sinni á ári, gjarnan um
áramót. Margir viðskiptavinanna brugðust
illa við og reiddust svo, að þeir komu í
smiðjuna til Helga og skömmuðu hann.
Hann svaraði þeim þannig: Okkur vantar
peninga vegna efniskaupa í vatnsveituna.
Við skrifuðum því nokkrum traustustu
viðskiptavinum okkar, og þú ert sannar-
lega einn af þeim. Við drullusokkana þýðir
ekkert að tala. Allir borguðu! Það fé, sem á
vantaði, fengu þeir svo í íslandsbanka hjá
Schou bankastjóra.
Ekki voru allir trúaðir á ágæti vatns-
veitunnar. Til að mynda boðaði Framfara-
félagið að undirlagi Sigurðar frá Fjöllum,
föður dr. Jóns borgarlæknis, til borgara-
fundar um vatnsveitumálið. Á þeim fundi
kom það m.a. fram, að hver meðalsnotur
maður hlyti að sjá og skilja, að vatnið
rynni ekki upp í móti. Hér væri því verið
að plata fólk. Þetta varð til þess, að ýmsir
höfnuðu vatninu í fyrstu og létu ekki
tengja sín hús. Þegar lagt hafði verið í öll
hús austan Lækjar, var vatninu hleypt á
kerfið. Fyrsta húsið, sem fékk vatnið, var á
horni Barónsstígs og Laugavegar, þar sem
nú er Landsbankinn. Þetta gerðist 16. júní
1909 á afmælisdegi Kjartans Gunnlaugs-
sonar. Þegar menn sáu, að allt þetta gekk
eins og í sögu, vildu þeir, sem hafnað höfðu
vatninu í fyrstu, ólmir komast í samband.
En þeir voru látnir bíða, þar til öll hús í
Vesturbænum höfðu verið tengd.
SKOLP TIL VANDRÆÐA
Vissulega leysti vatnsveitan mikinn
vanda, en hún skapaði líka vanda. Menn
voru vanir að spara vatnið, en nú, þegar
nóg var af því og fólk hætti að horfa í
hvern dropa, jókst skolpið, svo að til vand-
ræða horfði. Þá var fljótlega farið að ræða
um holræsalögn, og segir Knud Zimsen
skemmtilega frá því í bók seinni „Úr bæ í
borg". Svo er það dag einn, að Jón Þor-
láksson kemur að máli við Helga og segir
honum, að nokkrir húseigendur séu að
velta því fyrir sér að leggja skolpleiðslu í
Bankastræti, Þingholtsstræti og Skál-
holtsstíg og leiða skolpið niður í Tjörn og í
Lækinn. Jón spyr Helga, hvort hann vilji
taka þátt í þessu og Helgi svarar strax, að
hann skuli leggja lOO.krónur í púkkið.
„Það er gott," segir Jón, „það er það sama
og landshöfðinginn hefur lofað, en annars
var nú meiningin að fara fram á 50 krón-
ur." Síðan voru sett vatnssalerni í nokkur
hús og var mikill óþrifnaður af þessu bæði
í Læknum og Tjörninni.
Nú fór Hemco að velta fyrir sér, hvernig
bezt væri að vekja athygli á vatnssalern-
um. Niðurstaðan varð sú, að þeir skrifuðu
öllum embættismönnunum, sem bjuggu í
fínu húsunum við Tjarnargötu og buðu
hverjum þeirra W.C. uppsett með skolp-
leiðslu út í Tjörn fyrir 35 krónur. Þetta var
undir kostnaðarverði. Flestir tóku þessu
boði fegins hendi.
Svo er það nokkru síðar, að Helgi mætir
á götu í Vonarstræti þeim Lárusi H.
Bjarnasyni, forstöðumanni Lagaskólans,
og Jóni Helgasyni, síðar biskupi, þá for-
stöðumanni Prestaskólans. Er Jón sér
Helga heilsar hann honum með virktum og
segir: „Komið þér blessaðir og sælir Helgi
Magnússon og þakka yður kærlega fyrir
þetta dásamlega apparat, sem þér settuð í
húsið hjá mér. Það hvín og syngur í öllu
húsinu, þegar hleypt er niður úr því."
„Hvað er það, séra Jón?" spyr Lárus. „Það
er waterclosett, hefur þú ekki fengið það
líka í þitt hús?" spyr Jón. „Nei, en Helgi
hefur boðið mér það." Þá segir Jón, og það
vottaði fyrir undrun og fyrirlitningu í rödd
hans: „Hvað er þetta, Lárus, skítur þú
virkilega ennþá eins og dóni!"
Það má með sanni segja, að vatnsveitan
hafi valdið tímamótum í lífi Helga Magn-
ússonar. Hann rak járnsmiðju (járnaði
m.a. fyrir Hannes Hafstein ráðherra þann
gráa, sem kóngurinn reið 1907), en nú lagði
hann járnsmíðina mikið til á hilluna og
snéri sér að pípulagningum. Fyrsta verkið,
sem hann vann á því sviði, var raunar
unnið nokkrum árum áður, er Baðhúsið
var byggt, en þeir Jón Þorláksson og Egg-
ert Claessen stóðu að þeirri framkvæmd.
Þegar Vatnsveitan tók til starfa, tengdist
hann henni á ýmsan hátt. Hann hafði eft-
irlit með Gvendarbrunnunum, fór þangað
ríðandi á sunnudögum á hestum Slökkvi-
liðsins. Einnig hafði hann eftirlit með
Vatnsgeyminum gamla fyrir austan Há-
teig. Þá var hann mörg ár í Slókkviliðinu
sem sérfræðingur í vatnsmálum, en aldrei
setti hann upp brunahjálm, var bara með
harða kúluhattinn sinn á höfðinu, sam-
anber mynd í bókinni „Úr bæ í borg".
Vegavinnuflokkur 1897. Helgi smiður er annar frá hægri í miðröð (með hatt og í Ijósri skyrtu). Fyrir aftan hann, þriðji frá hægri, er Guðjón H.
Helgason, verkstjóri og bóndi í Laxnesi.
Helgi Magnússon, 77 ára, við Gvendar-
brunna, en þaðan var vatnið leitt til Reykja-
víkur.
Helgi Magnússon um áttrætt
Gasljósin TENDRUÐ 1910
Daginn eftir að vatninu var fyrst hleypt
á bæinn, þ.e. 17. júní 1909, var samþykkt í
bæjarstjórninni að ráðast í byggingu
Gasstöðvarinnar. Og 1. september 1910
voru fyrstu gas-götuljósin tendruð í
Reykjavík.
Þýzkur maður, Erhard Schoepke, sá um
byggingu Gasstöðvarinnar og lagningu
fyrstu gasleiðslna í götur bæjarins. En til
þess að komast hjá að fá útlendinga til að
annast lagningu gasleiðslna innan húss og
utan ákvað bæjarstjórnin að gangast fyrir
kennslu í þessu fagi og auglýsti námskeið.
Helgi varð fyrstur til að sækja þetta nám-
skeið og fyrstur íslendinga til að fá lög-
gildingu sem gaslagningameistari. Hann
tók próf hjá Þjóðverjanum, og var próf-
verkefnið gaslögn í hús hans, Bankastræti
6. Þá var Helgi kominn með meistararétt-
indi í þrem iðngreinum: járnsmíði, pípu-
lagningum og ga^lagningum.
Fyrir Kristilega
kommission
Nú tóku umsvif Hemco að aukast til
muna, en firmað tók að höndla með ýmiss
konar efni til vatns-, skolp- og gaslagn-
inga. Það olli vandræðum, að yfirleitt
vantaði íslenzk nöfn á þessa muni. Þess
vegna varð það að ráði árið 1910 (þá var
Knud Zimsen orðinn meðeigandi í fyrir-
tækinu), að þeir gæfu út verðlista,
myndskreyttan. Handritið sendu þeir Guð-
mundi Finnbogasyni og báðu um umsögn
hans. Hann dró rautt strik yfir allt saman
og skrifaði: „Slæmt mál." Þó tók hann
fram, að eitt orð væri gott, en það var
„klömbrur", sem var þýðing á danska orð-
inu „fileklo", smátæki í líkingu við skrúf-
stykki til að halda smáhlutum, sem átti að
sverfa með þjöl. Ótrúlega mörg af þessum
lélegu nýyrðum hafa haldið velli, til að
mynda: nippill, union, brjóstnippill,
skrúfkragi og nippilunionhné. En „klömbr-
ur" hafa gleymst!
Nú þurfti að koma þessum verðlista til
væntanlegra viðskiptavina. Þá var brugðið
á það ráð að senda listann til allra betri
bænda og málsmetandi manna, svo sem
hreppsnefndarmanna, sýslumanna og
presta. Árangurinn varð ótrúlega góður.
Til að mynda skrifaði séra Magnús í Valla-
nesi þeim félögum um hæl, þakkaði fyrir
verðlistann og bauðst til að gerast um-
boðsmaður þeirra og sagðist hann vera
reiðubúinn að vinna fyrir kristilega
kommission!
svona getur enginn
Gert Nema Skáld
Eins og fram kemur hér að framan var
Helgi járnsmiður með vegavinnuflokki
fyrstu árin eftir að hann lauk sveinsprófi.
Að sjálfsögðu var það aðeins sumarvinna.
Á vetrum leigði hann sér horn í smiðjunni
hjá Kristófer Sigurðssyni, síðar vara-
slökkviliðsstjóra. Þar smíðaði hann ýmsa
muni, sem hann hafði með sér í vegavinn-
una á sumrin og seldi sveitamönnunum.
Hér var um að ræða ýmsa nytjahluti, til að
mynda sykurstangir, kleinujárn, reislur og.
beizlisstengur. Af þessari iðju hafði hann
góðar tekjur.
Einu sinni sá séra Árni Þórarinsson silf-
urhúna svipu, kjörgrip, sem Helgi hafði
smíðað á þessum árum. Svipan var að því
leyti merkileg, að hægt var að skrúfa af
henni hringjuna, sem ólin var fest í, og
nota hana sem tappatogara. Á hinum end-
anum mátti á sama hátt losa svipuhnúð-
inn, og kom þá í ljós beittur hnífur. Hvort
tveggja gat komið sér vel, er áð var.
Klerkur handlék svipuna og dáðist mjög
að henni og sagði svo:
„Heyrðu frændi, svona grip getur enginn
gert nema skáld!"
Messuvín Og Stopphanar
Vegavinnuverkstjórinn var Árni Zakarí-
asson, faðir Árna lóðaskrárritara. Árni
var mikill heiðursmaður. Hann var góð-
templari og hjálpræðishermaður. Árni og
Helgi sváfu jafnan í sama tjaldinu. Svo
var það að haustlagi, er þeir voru á leið til
Reykjavíkur vestan úr Geiradal, að þeir
tjölduðu á bökkum Norðurár. Um nóttina
gerði vonzkuveður, vöxtur hljóp í ána og .
hún flæddi yfir bakka sína og undir þá í
tjöldunum. Þeir reyndu að sjálfsögðu að
bjarga því sem bjargað varð og færa tjöld-
in. Arni hafði blotnað og nú setti að hon-
um hroll og skjálfta, er þeir voru komnir í
tjaldið á ný. Helgi var vanur að hafa eina
koníaksflösku með sér, er hann fór í vega-
vinnuna, sem grípa skyldi til, ef .mikið lægi
við. Enn var flaskan óhreyfð, þótt komið
væri fram á haust. Nú sagði hann við
Árna: „Heyrðu Árni, ég er hérna með
flösku af messuvíni, heldurðu ekki að við
hefðum gott af að bragða á því til að taka
úr okkur hrollinn?"
„Jú, það hlýtur að vera óhætt," sagði
Árni. Svo dreyptu þeir óspart á „messuvín-
inu" og vöknuðu hressir að morgni. Helgi
taldi, að með þessu hefði hann komið i veg
fvrir, að Árni Zakaríasson fengi lungna-
bólgu, sem varð mörgum að aldurtila í þá
tíð. Ég segi þessa sögu til þess að benda á,
hve Helgi var laginn og skynsamur.
Hér er önnur saga, sem sýnir, hve Helgi
var athugull: Þegar Hemco hélt upp á
hálfrar aldar afmæli sitt með gestamót-
töku í húsakynnum sínum í Hafnarstræti,
kvaddi Jón bankastjóri Árnason sér hljóðs
og fór mörgum viðurkenningarorðum um
Helga. Hann sagði, að fáum árum áður
hefði bilað vatnsleiðsla í eða við hús hans
við Laufásveg. Þá olli það vandræðum, að
ekki var hægt að loka fyrir vatnið, því að
enginn virtist vita hvar stopphaninn var.
Leitað var til skrifstofu vatnsveitustjóra,
en þar var engar upplýsingar að fá. Hins
vegar var honum bent þar á að tala við
Helga Magnússon, því hann vissi um alla
stopphana í bænum. Það stóð heima. Helgi
kom og benti á, hvar kranana væri að
finna. Hann hafði nefnilega frá.fyrstu tíð
skrifað í vasabók sína þessar nauðsynlegu
upplýsingar, er hann tengdi nýtt hús við
vatnsveituna. Seinna aflaði vatnsveitu-
stjóri sér þessara upplýsinga hjá Helga og
lét færa inn á viðeigandi uppdrætti.
NIÐURLAG
Helgi Magnússon var smiður góður, eins
og ýmsir smíðisgripir hans, sem varðveitt-
ir eru í Iðnminjasafninu, bera ljósan vott
um. Þar er einnig varðveitt smiðjan hans
og ýms verkfæri, stór og smá, sem hann
notaði um og upp úr aldamótunum. Vinir
hans kölluðu hann ætíð Helga smið.   .
Magnús Helgason er framkvæmdastjóri Máln-
ingaverksmiðjunnar Hörpu.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS    2. FEBRÚAR 1985      5
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16