Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1985, Blaðsíða 7
Kristjana á rinnustofu sinni. Ljósmyndir:Lesbók/Friðþjófur KJARVALSSTAÐIR: Að túlka innri manninn ekki síður en þann ytri Skúlptúrsýning Kristjönu Samper Leir er stundum notaður í óeiginlegri merk- ingu; allir þekkja hvað leirskáld merkir í bókmenntum. Ekki hefur skrifari þessa pist- ils hugmynd um, hversvegna vondur kveð- skapur var settur í samband við leir, því leir getur að minnsta kosti verið hið göfugasta efni — og svo getur hinn rétti leir orðið vandfundinn, að ekki dugar að leita hans á íslandi. Sá leir hefur sannarlega þá nátt- úru, að það er hægt að yrkja í hann svo það verði dýrlegur skáldskapur. En leiðin er löng og vandasöm frá því leirinn birtist sem hráefni í plastpoka frá útlöndum, — og þar til skúlptúrinn úr honum stendur eða liggur fullskapaður á sínum stalli. í ljósi þess er engin furða, að tiltölulega fáir listamenn velja sér þessa leið. Þetta er ekki listræn iðja, sem hægt er að iðka inni í stofu og án þess jafnvel að fá óhreinindi á puttana. Myndhöggvari í nútímanum verður að vera jafnvígur á hamar og meitil, á járn- og trésmíði og leirinn — þetta göfuga efni — þarf hann að þekkja út í yztu æsar. Þegar ég segi myndhöggvari, þá á ég við hvern þann sem býr til skúlptúr. Aðeins lítið brot af skúlp- túr er raunverulega höggvið í stein og það eru vissulega höggmyndir. Aðrar tegundir af skúlptúr er varla hægt að kalla högg- myndir. Konur hafa uppá síðkastið laðazt að listgreinum eins og textíl og grafík. Næsta fáar hafa lagt í skúlptúrnám. Kristjana Samper er ein þeirra og kannski spyr þá einhver: Hver er Kristjana Samper? Ef ég segi, að hún sé úr Grímsnesinu, nánar til- tekið Guðnadóttir frá Ljósafossi, þá er það rétt. Sé því bætt við, að hún sé húsmóðir í Kópavogi, þá er það einnig rétt og jafn- framt að hún er konan hans Baltasars og þriggja barna móðir. Kannski hefur það tafið eitthvað fyrir listrænu ætlunarverki Kristjönu að koma börnunum til manns og standa við bakið á manninum sínum eins og gengur, en hún hefur ekki látið það koma í veg fyrir að láta gamlan draum rætast. Og hún hefur ekki valið sér auð- veldustu leiðina með því að leggja stund á skúlptúr, svo mikið er víst. Upphafið má líklega rekja aftur til 1962, að Kristjana fór í Myndlistarskólann í Reykjavík og var í fyrsta hópnum, sem Hringur Jóhannesson kenndi þar. Síðan kom Baltasar til sögunnar og það var ekki fyrr en börnin voru komin vel af höndum, að hún tók upp þráðinn að nýju og lauk Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1975—79. Vegna þess að þá var ekki um neina skúlptúrdeild að ræða, valdi hún keramikdeildina, en ætlunin með því var ekki að hefja framleiðslu á nytjahlutum svo sem skálum, öskubökkum eða borðbún- aði. Kristjana telur, að sú undirstaða hafi verið góð, sem hún fékk í skólanum og hún hefur reynzt henni vel; einnig við fram- haldsnámið í University of Arizona, þar sem hún var 1980—81. — Það var ómetan- legur ávinningur að vera þar, segir Krist- jana, bæði tæknilega og listrænt séð. Hún var fyrst og fremst í leirskúlptúrdeild skólans, en þar að auki í málmskúlptúr- deild, þar sem bæði var smíðað úr járni, stáli og steypt í allskyns málma. Það er mikið mál fyrir einstakling að koma sér upp allri þeirri verkstæðisaðstöðu, sem þarf til að geta unnið jöfnum höndum í hvaðeina, sem notað er í nútima skúlptúr og Kristjana segir, að vitaskuld vanti enn- þá talsvert uppá, að hún geti hagnýtt sér alla þá brennslutækni, sem hún lærði þar; til dæmis bronssteypu. Þegar maður gengur um verkstæðið heima hjá Kristjönu, þar sem allt var eins og gefur að skilja á úi og stúi og hálfunn- Hjartsláttur eyðimerkurinnar. um listaverkum, verkfærum og hráefni ægir saman í eina bendu, þá verður manni fyrst á að hugsa sem svo, að það sé engin venjuleg húsmóðir sem kemur sér í þennan vanda. LeirÍT« er allur fluttur inn; Kristjana notar leir frá Englandi, Danmörku og Hollandi. Pyrst þarf að hnoða hann eins og deig, ná úr honum loftinu og til þess notar Kristjana rafknúna leirpressu, sem tekur af henni verulegt erfiði og fíýtir einnig fyrir. Þar með er efniviðurinn til taks, en ekki er það nóg og allt er unnið fyrir gýg, ef listamaðurinn hefur ekki brúklegar hugmyndir á reiðum höndum. Næsta stig er sjálf sköpunin og það sem úrslitum ræð- ur um það, hvort árangurinn verður ein- bert handverk eða iistaverk. Að sjálfsögðu eru margar leiðir til þess að móta leirinn; það er hægt að ummynda hann í næfur- þunn blöð og þrykkja í hann letur. Þess- konar „bækur“ hefur Kristjana gert og þær verða á sýningunni. En hún fer líka að samkvæmt aðferð myndhöggvarans: Byrj- ar á þykkum samfelldum klump og heggur utan úr honum unz myndin er mótuð. En til þess að hægt sé að brenna mynd af því tagi, verður að hola hana að innan. Fyrsta brennslan, sem nefnd er hrá- brennsla, fer fram í stórum brennsluofni, þar sem hægt er að ná 1300 gráðu hita, en hrábrennslan fer þó fram við 1000 gráðu hita. Ekki mundi það boða mikla gæfu að demba inn þangað nýmótuðum skúlptúr. Fyrst þarf leirinn að þorna vel og til þess þarf hluturinn að standa í vinnustofunni. Jafnvel vikum saman. En takist hrá- brennslan eins og til er ætlazt, þá verður næsta skref annaðhvort jarðbrennsla eða japönsk tækni, sem nefnd er rakú. Við rakú-brennslu notar Kristjana sér- stakan hringlaga ofn, sem opnast að ofan. Þegar hún notar glerjung, fer hluturinn í rakú-brennslu, en glerjunginn penslar hún á hlutinn og hann verður æði oft leyndar- mál, sem listamaðurinn lætur ekki uppi. Þessi brennsla er bæði vandasamt verk og erfitt. Fyrst verður að hita glerjunginn, LESBÓK MORGUNBLAOSINS 23. FEBRÚAR 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.