Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 6
Páll Guðmundsson ásamt
höggmynd af Krístleifi
bónda á Húsafelli sem Páll
befur höggvið iír rauðleit-
um steini.
vera byggðar á eigin upplifun. Það sem
byggt er á að apa eftir útlendum tímarit-
um um list, getur naumast dregizt í þann
dilk, enda gleymist það fljótt.
Páll hefur búið á Húsafelli síðan hann
lauk námi. En um þriggja vetra skeið hef-
ur hann kennt teikningu við grunnskólann
í Borgarnesi.
Þar hefur hann kynnst og haft mikið
saman að sælda við Hallstein Sveinsson,
bróður Ásmundar myndhöggvara. Hall-
steinn er 82 ára og dvelur á elliheimilinu í
Borgarnesi og er sem fyrr mikill áhuga-
maður um myndlist. Það hefur verið Páli
hvatning að vera í sálufélagi við þennan
merkilega öldung; kynslóðabil er ekki til
þar, þótt aldursmunurinn sé 57 ár.
En hversvegna er málarinn kominn suð-
ur til Reykjavíkur með myndir unnar í
grjót? Hann getur svarað því eins og
fjallgöngumaðurinn, sem var spurður:
Hversvegna í ósköpunum varstu að ganga
á fjallið? Og hann svaraði: Vegna þess að
fjallið var þarna. Grjótið var þarna, að
vísu ekki heima við bæ á Húsafelli, heldur
inni í gili, sem grafizt hefur í fjallið
skammt frá Húsafelli. Þar sá Páll hentuga
steina; sumir myndu kannski segja björg.
Þau eru sum gráblá á litinn, en önnur
rauðleit. Engu nema handaflinu verður við
komið í gilinu og Páll varð að velta sumum
steinunum heilan kílómetra. Það kemur
sér að hann hefur krafta í kögglum, sem
bezt sést af því, að hann getur tekið upp og
gengið um með hina frægu kvíahellu
Snorra prests í Húsafelli, sem margir
kraftamenn hafa spreytt sig á. En hann
getur ekki ennþá axlað hana eins og Guð-
mundur faðir hans gerði æði oft og sýndi
ferðamönnum, þar á meðal skrifara þessa
pistils.
Eitt er þó það bjarg, sem Páll hefur
ráðist á með hamri og meitli, en ekki verð-
ur hreyft. Það er jarðfast í Selsgili innan
við Húsafell og meira en mannhæð, það
sem uppúr jörðu stendur. Bjargið er
áþekkt hálfunninni mynd af manni og Páll
ætlar að ljúka því, sem náttúran byrjaði á.
Hann er rétt að byrja á andliti risans, sem
hann nefnir svo og ætlar að ljúka við það
síðar.
Lesbók/Friðþjófur
Kjarvalsstaðir
PÁLL Á HÚSA-
FELLI SÆKIR EFNI-
VIÐINN í GILIÐ
Sreinbjörn allsherjargoði
Stærri mannamyndirnar, t.d. þær sem
eru af Kristleifi bónda á Húsafelli, Jó-'
hannesi á Giljum í Hálsasveit og Svein-
birni allsherjargoða á Draghálsi, hjó Páll
heima við bæ á Húsafelli síðastliðið
sumar. Páll hefur líka höggvið mynd af
Hallsteini í rauðgrýti og margar minni
myndirnar, þar á meðal af fótum og hendi,
hjó hann hjá Hallsteini á elliheimilinu í
Borgarnesi. Pyrsta tilraun Páls í þessa
veru er mynd af hrúti sem einnig er á
sýningunni, en þar má líka sjá Gretti að
glíma við Glám. Einnig mannsmynd úr 500
kílóa líparítsteini. Préstur í hempu og með
kraga og heitir raunar Húsafellsprestur.
Myndin mótaðist af upphaflegu lagi
steinsins og manni dettur óðar í hug séra
Snorri, galdra- og kraftamaður, en ekki
vildi Páll beint viðurkenna það.
Framundan hjá Páli er námsdvöl í
Þýzkalandi. Hann ætlar að hafa aðsetur
Páll á Húsafelli er kominn í kaupstaðinn með
grjót í farteskinu. Gráleitt grjót og rauð-
leitt grjót, stórt og smátt. En fyrst og
fremst eru þetta myndir; höggmyndir. Páll
er myndhöggvari í skýrustu merkingu orðs-
ins, og þeir eru fáir nú á dögum. Kannski
þykir það of erfitt, of seinvirkt að kvarna
úr hörðum steini með meitli og hamri. Sig-
urjón gerði margar slíkar myndir hér fyrr
meir, en síðasta spölinn á ferli sínum var
hann þó að mestu hættur því.
Páll er fæddur 1959 og hefur átt heima á
Húsafelli. Faðir hans, Guðmundur Pálsson
frá Hjálmsstöðum í Laugardal, kvæntist
heimasætunni á Húsafellli og settist þar
að. Páll er skýrður eftir afa sínum, Páli á
Hjálmsstöðum í Laugardal, sem var lands-
kunnur hagyrðingur og gleðimaður.
„Áhugi á myndum og myndlist hefur
verið í mér frá því ég var barn,“segir Páll á
Húsafelli, þegar við göngum um salinn á
Kjarvalsstöðum, þar sem hann er í óða
önn að koma höggmýndum sínum fyrir á
stöplum. „Svo lá leiðin í Myndlista- og
handíðaskólann; þaðan útskrifaðist ég
1981.“
Mér eru minnisstæð málverk Páls frá
samsýningu ungra listamanna á Kjarvals-
stöðum 1982, — raunar minnisstæðust af
öllu sem þar var sýnt. Kannski er það
vegna þess, hve mjög myndefni Páls skar
sig frá öllu hinu. Hann sýndi nokkur stór
portret af bændum ofan úr Borgarfirði.
Þetta voru veðraðir menn og hendur
þeirra eins og kalkvistir. Þessar myndir
voru áreiðanlega mjög sannar og þær
höfðu eitt umfram annað á sýningunni: Að
6