Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 4
í tilefni þess að ný ljóðabók eftir hann kemur út í vor ekki upp runninn, að innlendir og útlendir spekingar töluðu um þann sérstaka kraft, sem á að vera í nánd við Snæfellsjökul. Ég heyrði aldrei minnzt einu orði á neitt slíkt þá. En áhrifin frá fjörunni voru augljós; þau koma strax fyrir í fyrstu bók minni, Öngull í tímann — þar kemur fjaran og hafið víða fyrir." „Hvaö þótti þér merkilegast við fjör- una ?“ „Ætli mér hafi ekki þótt hún spegla mannlífið. Bæði í fjörunni og mannlífinu egar litið er út um stofugluggann hjá Jó- hanni skáldi Hjálmarssyni, blasir við óbyggð mýrin, sem verður suðvestur af bænum — þessum bæ sem heitir ekki neitt ennþá og er bara nefndur Mosfellssveit. Ugglaust verður öll mýrin byggð innan skamms, en nú er hún gulbrún og snjólaus í marz og fjær blasa við Hulduhólar og sá sérkennilegi garður, sem Sverrir Haralds- son skapaði þar. Sverrir var raunar ná- granni Jóhanns síðasta spölinn. — „Hann kom stundum við hérna, þegar við vorum eitthvað að gera úti við,“ sagði Jóhann. „Hann var þá að ganga um sér til hress- ingar og við ætluðum að hittast í betra tómi og skrafa saman um iífið og listina. Það var alltaf á dagskrá að labba yfir til hans — en svo er hann skyndilega horfinn. Svona er lífið." Við ræddum um samband listamanna í framhaldi af þessu; samband sem stundum er æði lítið að því er virðist — og helzt á meðan menn eru ungir. Ég þekki betur hvernig þetta sambandsleysi er meðal myndlistarmanna; sumir þeirra virðast una ágætlega við einangrun og ekki þurfa á sálufélagi að halda við bræður í listinni. Ég spurði Jóhann, hvort þetta væri eitt- hvað svipað meðal rithöfunda og skálda. „Ég hitti alltaf kollega mína öðru hverju," sagði Jóhann. „En það var meira um samskipti áður fyrr, þegar við vorum ungir. Þá voru listamannakaffihús í Reykjavík, Laugavegur 11 til dæmis, og þar hittust menn sem voru að fást við skáldskap. Við stóðum að blaði, sem hét Forspil og átti að vera málsvari yngri skálda og listamanna. í þessum hópi vor- um við Ari Jósefsson, Þorsteinn frá Hamri, Dagur Sigurðarson, Atli Heimir, Úlfur Hjörvar og Þóra Elfa Björnsson. Tvö tölublöð komu út; þetta var árið 1958.“ „Var þetta klíka?“ „Já, einskonar klíka, en enginn kórsöng- ur. Við vorum ekki alltaf sammála. Stærstan hluta blaðsins unnum við Ari Jósefsson saman; við vorum góðir vinir og fórum saman til dvalar á Spáni 1959. Þá lagðist blaðið niður. Og það varð brátt um Ara; hann féll útbyrðis af Gullfossi 1964, en hafði þá gefið út eina ljóðabók, sem heitir Nei.“ „Á þessum tíma var Birtingur einnig gefinn út. Komstu þar hvergi nærri?“ „Jú, reyndar var ég í ritstjórn Birtings á árunum 1958—61 og sumum í hópi þeirra yngri þótti ég færast full mikið í fang að vera í ritstjórn tveggja tímarita. Forspil var óhátíðlegra blað en Birtingur; það var í því talsverð uppreisn gegn hugsjónum feðranna, enda flestir aðstandendur blaðs- ins vinstrisinnaðir. Þeim þótti ég snemma varhugaverður — með of borgaralegar til- hneigingar. Þessi hópur hafði veruleg samskipti og einnig við aðra, sem vöndu komur sínar á Laugaveg 11. Þeir Birtingsmenn voru talsvert eldri en ég og þessvegna átti ég síður samleið með þeim. En í skoðunum á bókmenntum og listum var ekki ma'-gt sem aðgreindi okkur.“ „Stundum má í þaÖ ráða, að skáld telji sér til gildis að vera ekki úr borginni, en geta rakið uppruna sinn til sveita og sumir undirstrika þetta með því að kenna sig við ákveðinn bæ: Þorsteinn frá Hamri, Jón frá Pálmholti til dæm- is. Þú ert aftur á móti af mölinni í Reykjavík. Ertu borgarskáld eins og stundum er sagt?“ „Já, ég held að svo sé. Ég fæddist í Reykjavík 1939 og fluttist að vísu korn- ungur með foreldrum mínum vestur á Hellissand. Móðir mín er þaðan, en faðir minn var frá Seyðisfirði. Hann var sjó- maður og sigldi öll stríðsárin. Eftir það fór hann að gera út bát á Hellissandi og var í útgerð til dauðadags. Við bjuggum fyrir vestan þar til ég var 9 ára, en árin þar á eftir var ég flest sumur vestra hjá ömmu minni, svo segja má, að bernsku- og mót- unarárin hafi ég verið fyrir vestan." „Og hefur það orðið ávinningur fyrir þigsem skáld?“ „Ekki veit ég það svo gerla, en svo mikið er víst, að fjaran og hafið höfðu mikil áhrif á mig. Jökullinn var þarna líka og við vissum af honum í nálægð, en sá tími var Við erum líklega ekki annað en endunekning Samtal við Jóhann Hjálmarsson Lesbók/Árni Sæberg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.