Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 4
Á ALDARAFMÆLI JÓHANNESAR S. KJARVAL Sýning á Charlottenborg — en meistarinn sat heima Kafli úr ævisögu Jóhann- esar S. Kjarval, sem Indr- iði G. Þorsteinsson rithöf- undur hefur skráð og út er komin hjá Almenna bóka- félaginu. Hér segir frá sýningu á málverkum Kjarvals á Charlottenborg og hefur Tove fyrrum eig- inkona málarans borið hit- ann og þungann af þeirri framkvæmd, staðföst í trú sinni og snilld „okkar langa vinar“. Embætt- ismannavaldið var hins- vegar ekkert upptendrað af áhuga og enginn ís- lenzku embættismann- anna í Sendiráði íslands í Kaupmannahöfn mætti við sýninguna. egar liðið var á þetta sumar, 1931, fékk Kjarval bréf frá Þórunni Jóhannesdóttur, þar sem hún var að þakka fyrir pakka sem kom með Súðinni. Var það önnur sendingin til þeirra systra á þessu sumri. „Ég var svo alveg hissa þegar ég var að tína upp úr kassanum — að sjá þá hugulsemi. Það var líkast því sem ástrík móðir hafi verið að hugsa fyrir börnunum sínum.“ Þórunn bjóst við að Aase væri fermd og falleg stúlka og Sveinn efnispiltur. Hún kvaðst ekki hafa fengið bréf frá Tove í eitt ár og kveið því að hún hefði líklega „fornermað" hana óafvitandi, en bað Kjarval fyrir kveðjur til þeirra, og mátti til sanns vegar færa að hann sendi kveðju, því í desember var opnuð sýning á málverkum eftir hann í Charlottenborg, sem vakti mikla athygli, en einkum var þó athyglisverð sú um- hyggja sem Tove sýndi Kjarval og sýningu hans meðan hún stóð yfir. Var hún óþreyt- andi að greiða götu hans þar ytra. „Sjálf geri ég allt sem ég get til hjálpar, og skulum við sjá hvort ekki er hægt að heyja hina stóru baráttu fyrir okkar langa vin og málara." Sýnd voru nítján verk og nefndustþau Sommerdag ved Elven, Esjen, Solskinsdag, Klöften ved Thingvalla, Lava- mark ved Thingvalla, Aftenstemning ved Klöften, Fossen paa Thingvalla (Öxarár- foss), Almannagja, Sommernat, Fra Thingvallasöen, Ved Elven, Klippevæg, Fjeldkammen, I Klöften, Fjeldskraaning, Vintermorgen, Moder og Börn, Jökel og Esjen. Það var fjórða desember sem Tove skrif- aði Ragnari Ásgeirssyni þessu efnis að hún hefði fengið send fimmtán málverk „fra Jóbannes S. Kjarval Joe“ og var hún komin á fleygiferð með að undirbúa sýningu á þeim. Bað hún Ragnar að sjá um fréttir af þessu á ís- landi, en ekki fyrr en hún sendi honum skeyti þar sem átti að standa eitt orð: nu. Hún hafði talað við Sven Poulsen ritstjóra Berlingske Tidende og beðið hann að að- stoða við að koma sýningunni upp. Hún sagði honum að hún vildi að sýningin yrði haldin í einum af sölum Charlottenborgar. Poulsen hringdi til Sörensens prófessors, sem var formaður Charlottenborgar, en Tove hafði þá þegar fengið loforð fyrir sal frá 14. desember og fram að nýári. Hafði hún í hyggju að bjóða „öllu mögulegu fólki sem á peninga". Sven Poulsen átti að benda henni á nokkra og íslenska sendiráðið á aðra. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að selja og „undirbúa Danmörku" undir að Joe haldi stóra sýn- ingu í Skandinavíu næsta vor. „Sven Poul- sen hefur talað við Norðmenn og Svía um þetta og þeir munu útvega sýningarsali." Síðan bað hún Ragnar að setja frétt I blöðin um að Sven Poulsen hefði undirbúið sýningu á nokkrum af stórbrotnum Þing- vallamyndum Kjarvals og fengið inni fyrir hana í Charlottenborg. Seinna hét hún Ragnari nánari frásögn af opnuninni, en hann mátti ekkert skrifa fyrr en skeytið kæmi. í bréfi frá Tove frá áttunda desem- ber sagði að opnun sýningarinnar hefði verið verið ákveðin 16. desember og öllum undirbúningi væri lokið. Þennan dag fékk Tove símskeyti frá Kjarval þar sem hann bjóst kannski við að koma um jólin. Börnin fögnuðu þessu „og ég er einnig glöð“, sagði Tove, og bætti við, eftir að hafa lýst honum sem miklum málara: „Nú skal hann gera húsverkin sín, Ragnar." Svo rann upp hinn stóri dagur þegar sýningin var opnuð. ís- lendingar í Kaupmannahöfn sýndu henni ekki mikinn sóma, sist sendiráðið, sem Tove hafði treyst að sinnti málinu. Þetta urðu henni mikil vonbrigði sem komu fram í bréfi hennar til Ragnar sem hún skrifaði í Charlottenborg, salnum þar sem mynd- irnar voru til sýnis. „ — ja, her sidder jeg alsaa mellem Joes dejlige malerier." Tove hafði lent í margvíslegum erfiðleik- um við að koma sýningunni upp. Það lenti að mestu á hennar herðum því þótt Sven Poulsen tæki henni vel og freistaði að undirbúa frekari sýningar á verkum Kjar- vals á Norðurlöndum hafði hann lítil af- skipti af sýningunni á Charlottenborg önnur en þau að sjá um boðslista yfir þá Dani sem rétt þótti að hafa við opnun sýn- ingarinnar. Öðru máli gegndi um íslend- inga í Höfn. Tove hafði treyst á að íslenska sendiráðið yrði henni innan handar um boð á sýninguna, og orðaði hún viðbrögð sendi- ráðsins á þann veg að þau hefðu verið „ren Skandale". Strax og hún hafði fengið myndirnar í hendur sem hún þurfti að láta innramma og fernisera og naut við það stuðnings dansks málara, hringdi hún til Tryggva Sveinbjörnssonar (Svörfuðar) og bað sendiráðið að aðstoða til að þetta mætti verða góð sýning fyrir Kjarval og ísland. Tryggvi sagðist mundu tala við Jón Krabbe. Síðan liðu fjórtán dagar án þess að hún heyrði frá þeim sendiráðsmönnum, eða fram að opnun sýningarinnar. Hún fékk heldur engan lista með heimilisföng- um íslendinga. Hún frétti að vísu að Tryggvi hefði talað við Krabbe en án árangurs. Við opnunina voru engir frá sendiráði íslands, sem þó hafði öllum verið boðið, ekki Sveinn Björnsson, Jón Krabbe, Jón Sveinbjörnsson eða Tryggvi. Sveinn og Jón Tove — krítarteikning Kjarvals af konu sinni er frá árinu 1915. Sveinbjörnsson sendu konur sínar. Að öðru leyti tókst opnunin vel. Þar voru mættir málarar, gagnrýnendur og listamenn. Tove var mjög reið út í íslendingana og lét það í ljós í bréfi til Ragnars, en sagðist vona að hún gæti sýnt þeim kurteisi ef svo færi að þeir rækju inn nefið seinna á sýningar- tímanum. Hugmyndir hennar um fleiri sýningar á verkum Kjarvals höfðu frekar eflst við að fá myndirnar frá honum, sem voru orðnar nítján alls þegar sýningin hófst. Hún talaði um að hann ætti að byrja að sýna í Osló og bæta þá við „hausunum" sínum og teikningum, og enda sýningarnar í Berlín, jafnvel París. Ein mynd seldist strax eftir að opnað hafði verið. Það var Anna Borg, leikkona, sem keypti hana. Sörensen, formaður Charlottenborgar, hafðí tekið að sér að verðleggja myndirnar og kostuðu flestar þeirra tólf hundruð krónur. Vegna þess að Anna gat ekki keypt sína mynd, sem var af Esjunni, við því verði sló Tove fjögur hundruð krónur af henni og skipti upp- hæðinni niður í þrjár afborganir. Taldi hún að þessi eina mynd kynni að fara langt með að greiða allan tilkostnað. En hún sagði Ragnari að helst vildi hún koma því í kring að ríkið keypti mynd og Carls- bergsjóðurinn aðra, og kvaðst hún hafa verið að nauða í frú Georgíu Björnsson að hjálpa til við að vekja athygli þessara aðila á sýningunni. Erfitt væri fyrir hana eina að þurfa að sjá um allt, en hún gætti sýn- ingarinnar frá klukkan tíu að morgni til sex að kvöldi. Þótt Sven Poulsen hefði sýnt mikinn áhuga fannst Tove sem blað hans brygðist seint við sýningunni. En 22. des- ember kom lokst umsögn i Berlingske Tidende, undirrituð af K.F. Hún var hin lofsamlegasta: „Það er ár og dagur síðan íslenski málar- inn Kjarval hefur sýnt hér í bænum. Þeim mun gleðilegra er að sjá sýninguna, sem hann efnir til þessa dagana á Charlotten- borg. Ekki einasta endurnýjar maður kynni við suma þeirra eiginleika, sem fyrrum gerðu list Kjarvals svo seiðmagn- aða og ljóðræna, heldur sér líka að hann hefur samtímis numið heilt, nýtt land í list sinni — bókstaflega ríki af klettaborg- um öndvert við dálítið svífandi draumaver- öld fortíðarinnar. Aðeins ein mynd með Ijósum og mjúkum pastelkenndum litum er einkennandi fyrir þau ár, þegar list Kjarvals, án tals um neins konar áhrif, bjó yfir Turnerískri litamýkt og hjúpuðum stemmningum. Hugmyndaauðgin og ljóðrænan hafa ekki vikið. Þar eru enn hin persónulegu kennileiti í myndum hans. Og það sannar hve djúpt þær standa í honum sjálfum, eftir að hann hefur tekið út þroska, sem hefur kennt honum að beita fyrirmyndina föstum tökum — bæði efnislega og list- rænt. Enginn annar af íslensku málurun- um hefur fengist við sjálfa fjallshlíðina og byggt hana upp, lag eftir lag, klett eftir klett — byggt tindana frá grunni, uns þeir standa í litum á léreftinu í gneistandi hörðu basalti og granít. Og ekki til einskis hefur hann verið nemandi Viggos Johan- sens. Tækni hans í fínustu úrvinnslunni i myndum hans er í ætt við impressionisma Johansens, t.d. í eðalsteinsblikandi lands- lagi í Esjumynd (nr. 2). Frá þessari undir-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.