Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 5
stöðu hefur hann unnið sig áfram til enn
betri meðferðar; frá sumarnæturmynd (nr.
9) með gnæfandi klettaveggi í dimmblárri
nótt til víðrar uppsetningar í „Sommerdag
ved Elven" með óskertum sjónhring og
tæru lofti, og í „Ved Elven" með ríkulegri
tilbreytni og hlýrri góbelínáferð. Með þess-
um listrænu áherslum á raunverulegt
landslag hefur hann tengt saman ímyndun-
araflið og tilfinninguna fyrir sérstæðri
fegurð lands síns. Mynd eins og „Aften-
stemning ved Klöften" getur aðeins verið
íslensk með ástríður sagnanna og þrár í
kvöldroðanum ofar gjánni fyllta skuggum
áfallandi nætur."
Þannig komust menn í ham við að skoða
sýningu Kjarvals á Charlottenborg þar
sem Tove sat um daga fram að nýári og
gætti listaverkanna. Hún seldi aðra mynd
og fékk níu hundruð krónur fyrir hana.
Kaupandinn hét Fugman og var tengdafað-
ir Jóns Engilberts. Undir lok sýningarinn-
ar kom Leo Svane, forstjóri Ríkislista-
safnsins, og vildi endilega fá tvær myndir
eftir Kjarval, en hafði því miður enga
peninga handbæra. Tove lét undan óskum
hans og afhenti honum tvær myndir upp
á krít. Tilstandið í kringum sýninguna og
undirbúningurinn að henni gekk svo nærri
Tove að hún lagðist í rúmið, þegar þessu
var lokið, en þó ekki fyrr en hún hafði sótt
myndirnar út á Charlottenborg.
Um níu hundruð manns sótti sýninguna
og þótti það mikið svona rétt fyrir jólin.
Kennarar Kjarvals komu og voru undrandi
og glaðir, og málarar komu oft og stóðu
yfirlitssýningu á verkum hans sem sett
hefur verið upp á Kjarvalsstöðum en fleira
er gert til að minnast meistarans. 15.
október, á fæðingardegi hans, birtist ævi-
saga Kjarvals í tveimur bindum, mikið rit
sem Indriði G. Þorsteinsson hefur skrásett.
Hann var spurður um tildrög þess að hann
tók þetta verk að sér.
„Það gerði ég að frumkvæði Reykjavík-
urborgar. Borgin hóf að undirbúa þetta
afmæli, eða hvað sem á að kalla það, árið
1976 og þá sat ég fund með Ólafi B. Thors
og Davíð Oddssyni sem áttu sæti í hús-
nefnd Kjarvalsstaða. Samningar voru
undirritaðir skömmu síðar og borgin samdi
svo við Almenna bókafélagið um að gefa
verkið út. Ég er mjög ánægður með það
hversu útgáfan hefur vandað vel til verks-
ins. Eiríkur Hreinn Finnbogason útgáfu-
stjóri var mér mjög hjálplegur og Haf-
steinn Guðmundsson var fenginn til að
sjá um útlitið. Það er afar fallegt, eins og
Hafsteins var von og vísa. Þá valdi Franz
Ponzi málverk í bókina en ég vil taka það
fram að málverkamyndirnar eru fyrst og
fremst birtar í sögulegu samhengi, ef svo
má segja. Þetta er ekki listaverkabók og
raunar fjallar hún ekki um list Kjarvals
í sjálfu sér. Þetta er ævisaga og hún fjallar
um ævi hans.“
— Hvernig vannst þú þessa bók?
„Ég byrjaði ekki að skrifa fyrir alvöru
fyrr en upp úr áramótum '84 en tímann
fram að því hafði ég notað til að viða að
mér gögnum, ræða viö fólk sem þekkti
Kjarval og svo framvegis. Ég hef ekki tölu
á því hversu marga ég ræddi við en þeir
skipta mörgum tugum. Það var sennilega
eins gott að þetta verk var unnið núna því
eins og eðlilegt er fer samferðamönnum
Kjarvals óðum fækkandi. Það var síðast
nú í haust að ég hringdi til manns sem ég
hafði talað við áður og ætlaði að fá nánari
skýringar á einhverju smáatriði. Þá var
mér sagt að maðurinn væri dáinn. Ég baðst
bara afsökunar og kvaddi. Annars olli það
mér einna mestum vandræðum að greiða
úr öllum þeim prívatævisögum af Kjarval
sem fólk hafði komið sér upp. Hann var
lengi við í hvert sinn. Þá tóku blöðin við
sér og birtu viðtöl og sögur um Kjarval
sem víst var nóg af strax á þessum dögum.
En þótt Tove væri komin í rúmið af þreytu
og áhyggjum, sem voru að vísu að baki,
skrifaði hún Ragnari og tilkynnti honum
að nú yrði að fylgja sigrinum eftir. Nú
þyrfti að skipuleggja sýningar á Norður-
löndum, í Berlín, Munchen, kannski París
og London. Ekki mátti byrja síðar enn í
febrúar í Osló. Og nú átti Ragnar að tala
fyrir þessu í Menntamálaráði og við ís-
lensku ríkisstjórnina. Og til þess að farand-
sýningin yrði Kjarval og íslandi til nógu
mikils sóma yrði að f á allar bestu myndirn-
ar hans, andlitsmyndir, landslagsmyndir
og vatnslitamyndir. í Kaupmannahöfn
taldi Tove engin tormerki á því að fá
myndir Kjarvals í konungseigu lánaðar,
og hún taldi auðvelt að fá konunginn til
að koma á stórsýningu Kjarvals á Charlott-
enborg. En auðvitað yrði Kjarval sjálfur
að koma. Hann hafði ekki látið verða af
því að fara til Kaupmannahafnar um jólin,
eins og hann hafði minnst á í skeyti. En
hvað sem þessu leið var þegar byrjað að
vinna að sýningarhaldinu í Noregi og Sví-
þjóð. Þetta var í byrjun ársins 1932 og þótt
Tove væri svo þreytt að hún gæti varla
lokið bréfi til Ragnars minntist hún að-
skilnaðar hennar og Kjarvals með þessum
orðum: „Der er snart gaaet 7 aars ulykke-
lige dage. Nu skal det vær forbi.“
Ekkert varð úr þeirri hugmynd Tove
Kjarval að koma á fót farandsýningu með
svo fjölþættur maður og hafði mörg andlit,
eftir því við hvern hann talaði. Eg efast
um að hann hafi átt fleiri en þrjá fjóra
vini sem hann birti sinn innra mann
undanbragðalaust. Ég þurfti því að vinna
úr ótal útgáfum af Kjarval og reyna að
fara eins nærri honum og kostur var.“
„Þú Verður Að Mennta
Þig, JÓI BRÓÐIR...“
— Heldurðu að þér hafi tekist að finna
hans innri mann?
„Já, ég held minnsta kosti að mér hafi
tekist að komast býsna nálægt honum.
Hanrt skildi líka eftir sig mikið af alls
konar gögnum þar sem hann birtist sjálfur
en ekki í neinu Sjeikspírsku hlutverki.
Burtséð frá því að það er ég sem skrifa
þessa bók þá held ég að það sé mikill
fengur að ævisögu Kjarvals. Auðvitað hafa
áður komið út ágætar bækur um hann:
Björn Th. Björnsson skrifaði ljómandi vel
um list hans, Matthías Johannessen skráði
merkileg samtöl við hann og Thor Vil-
hjálmsson skrifaði ágætar fúnderíngar um
meistarann — en raunverulega ævisögu
hefur okkur skort. Og það hefur verið skaði
því þetta var stórmerkilegur maður. At-
hugaðu að hann var í raun og veru 19. aldar
maður. Hann var kominn undir tvítugt
þegar hann hætti smalamennsku í Geitavík
í Borgarfirði eystra og kom hingað suður
til að fara að mála. Um sama leyti komu
þeir fram, Jón Stefánsson og Asgrímur
Jónsson, og þessir þremenningar urðu á
skömmum líma máttarstólpar hinnar ný-
fæddu íslensku málaralistar. Þeir komu í
rauninni úr engu en máluðu þannig að
þjóðir með margra alda hefð í málaralist
tóku bnra ofan. Að vísu var Þórarinn B.
Þorláksson kominn á undan þeim en hann
var miklu hreinni natúralisti og svolítið
annars eðlis.
Gáfa þessara þremenninga og metnaður
var alveg með ólíkindum og sýnir vel það
öldungis sérstaka líf sem þrífst með þessari
verkum Kjarvals, sem flyttist borg úr borg
svo fólk gæti séð að á íslandi væri maður
sem óhikað ntætti skipa í hóp þeirra list-
málara sem vegna sérstöðu og snilldar
sæti innstu bekki málaralistarinnr. Haust-
ið 1932 var að vísu opnuð sýning á íslenskri
list í Stokkhólmi á vegum Norræna félags-
ins og Sænsk-íslenska félagsins vegna ís-
lenskrar viku í höfuðborg Svía með níu
verkum eftir Kjarval meðal annarra. Og í
nóvembermánuði sama ár var sama sýning
opnuð í Osló. Annað gerðíst ekki. Að vísu
benti þetta til áhuga á íslenskri list í
þessum löndum, en sýningarnar urðu ekki
til að auka veg Kjarvals sérstaklega og
ekkert í líkingu við þau áhrif sem einkasýn-
ingar á verkum hans í mörgum af höfuð-
borgum Vestur-Evrópu hefðu gert ef svo
hefði til tekist að hugmyndir Tove Kjarval
hefðu ræst. Hið gamla hélublóm í garði
listanna hafði haft yfirhöndina — peninga-
leysið, sem oftar en hitt hefur ráðið örlög-
um íslenskra listamanna. ^
Peningaleysið hafði jafnvel komið í veg
fyrir að Kjarval héldi til Kaupmannahafn-
ar vegna sýningarinnar á Charlottenborg,
eins og hann hafði hálfvegis heitið Tove
og börnunum í skeyti. Ragnar Ásgeirsson
skrifaði Tove um ástæðuna en hana hafði
grunað fyrir að Kjarval væri tepptur á
Islandi. Hún frétti einnig að hann væri
orðinn lasinn. „Ég þekki hann,“ skrifaði
hún. „Því slær inn hjá honum. Bara að þið
fengjuð bráðum peninga." Hún kvaðst
mundu reyna að selja myndirnar og senda
peninga þótt Kjarval hefði skrifað að hún
Indriði G. Þorsteinsson
þjóð hér í fásinninu. Þeir voru ákveðnir í
að ná árangri í list sinni og Ásgrímur var
til dæmis kennari Kjarvals um tíma kring-
um 1908 en komst að vísu fljótt að því að
það var ekki hægt að kenna honum neitt.
Um sama leyti hrósaði Einar Ben. Kjarval
upp í hástert, Tryggvi Gunnarsson kom
daglega á sýningu sem hann hélt en sjálfur
var hann ekki ánægður. Þá kom til hans
bróðir hans, Ingimundur fiðla, sem talinn
var vitlaus, og sagði við hann: „Þú verður
að mennta þig, Jói bróðir, annars verður
þú bara eins og ég!“ Og Jói bróðir fór út
og sneri til baka þrælmenntaður málari
sem hafði allar stefnur á valdi sínu. hann
var alveg fordómalaus maður, Kjarval."
— En hvernig var líf hans eftir að hann
kom heim?
„Það var óskaplegt basl lengi framan af.
Hverjir áttu að kaupa myndir á íslandi
kringum 1920? Það bætti ekki úr skák
hvað hann var óhemju afkastamikill, mál-
aði eitthvað um 5.000 myndir á ferli sín-
um.“
METNAÐUR Fyrir Íslands
HÖND
— Hvað rak hann áfram til þessara
miklu afkasta?
„Annars vegar,“ svaraði Indriði hiklaust,
„var það einsemdin. Kjarval var oftast
einn. Hins vegar var það metnaður sem
enginn skilur lengur: metnaður fyrir ís-
lands hönd. Þessir menn vildu mála ísland
fyrir ísland og íslendinga. Þeir vildu rjúfa
einangrun landsins, þeir voru brautryðj-
endur og um brautryðjendur gilda önnur
lögmál en þá sem á eftir koma. Þeirra
hlutskipti er einsemd og söknuður. Eftir
að Tove skildi við hann og fór út aftur
talaði hann stundum um að gera myndir
Einsemd
og metnaður
rak Kjarval áfram
— segir Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur
sem skráð hefur ævisögu málarans
100
ár eru um þessar mundir liðin
frá því að Jóhannes Sveinsson,
sem síðar tók sér nafnið Kjarval,
kom í þennan heim. Lesbók
hefur þegar skýrt frá mikilli
ætti að eiga myndirnar. Hún dró í efa þá
sögu sem birst hafði í blöðum ytra að hann
hefði selt málverk fyrir tíu þúsund krónur
árið 1931 og benti á að hún hefði ekki
fengið senda peninga síðan í júlímánuði
fyrir utan sjötíu og fimm krónur í afmælis-
gjöf. Og enn var hún með stórsýningu í
huga og vildi vita hvort Kjarval kærði sig
um hana. Vegna hennar yrði hann að koma
út. Hún beið eftir svari um þetta og hvatti
til að „þeir“ styddu hann, og átti hún þá
við Menntamálaráð.
En málið fjaraði smám saman út. Síð-
asta tilraun var að fá Jón Helgason, pró-
fessor í Höfn, til að skrifa formanni
Sænsk-íslenska félagsins í Stokkhólmi og
hvetja þá að bjóða Kjarval að halda sýn-
ingu. Sú tilraun endaði með samsýningu
um haustið, og óttaðist þá Tove að ríkið
myndi ekki styrkja Kjarval til sérstaks
sýningarhalds fyrst það ætlaði að styrkja
samsýninguna. Hún kvaðst hafa heyrt að
minnst hefði verið að málið við Jónas Jóns-
son og vildi vita hverjar undirtektir hefðu
orðið eða hvort þær hefðu yfirleitt verið
nokkrar. Tove hélt enn fast við hugmynd
sína um farandsýningu. Hún sagðist geta
leitað til Signe Liljequist í Helsingfors,
Fabers, blaðafulltrúa í danska sendiráðinu
í Berlín, og í London myndi hún fá hjálp
gagnrýnenda og blaðamanna sem þegar
hefðu leitað eftir efni um Kjarval handa
amerískum og enskum blöðum. Síðasta
bréfi til Ragnars um þetta mál lauk á
orðunum: „Jeg er spænd að höre fra dig,“
en Ragnar gat engu um þokað.
Eftir ILLUGA JÖKULSSON
úr söknuði sínum. Raunar lít ég svo á að
hún hafi eiginlega ekki skilið við hann,
heldur bara farið til þess að vinna fyrir
sér. Hér á íslandi var ekkert nema basl,
eymd og viðburðaleysi. Viðburðaleysið var
verst. En svo saknaði hún manns síns alla
tíð. Sagan af Gunnlaugi Scheving og hinni
dönsku eiginkonu hans er í rauninni ótrú-
lega svipuð — þær fóru báðar."
— En heldurðu að Kjarval hafi aldrei
þótt freistandi að hasla sér völl í útlönd-
um?
„Aldrei. Hann var svo bólusettur fyrir
útlöndum að hann hafði meira að segja
megnustu andúð á því þegar hann þurfti
að fara og vera viðstaddur sýningar sinar
erlendis. Vinir hans gátu stöku sinnum
fengið hann til þess með lempni. „Minn
staður er hér,“ sagði Kjarval."
— Var eitthvað sérstakt sem kom þér
á óvart við Kjarval þegar þú fórst að
grúska f ævi hans?
„Eiginlega allt. Auðvitað þekkti ég tal-
svert til hans, ég hafði verið í blaða-
mennsku og talaði þá nokkrum sinnum við
hann en það var allt í skötulíki. Ef hann
þurfti að tala við fleiri en tvo eða þrjá
saman, brá hann sér umsvifalaust í ein-
hverja rulluna sína. Það sem kom mér
eiginlega mest á óvart, voru þær sterku
mannlegu eigindir sem hann bjó yfir. Ég
leit á hann sem einhvers konar afkasta-
maskínuu sem framleiddi stórkostleg mál-
verk en leiddi lítið hugann að manninum
sjálfum. Svo reynist hann hafa verið ótrú-
lega mannlegur og það hefur verið mér
mikil lífsreynsla að vinna að þessari ævi-
sögu. Áður var ég hrifinn af honum en
næsta passífur móti því sem nú er. Nú lít
ég á hann sem einn af þeim jötnum sem
eru svo sorglega sjaldgæfir meðal vor.
Hann var í rauninni fábrotinn en stór í
sínum einfaldleika."
Kjarval Fær Enga Þögn
— Telurðu að hann eigi eftir að halda
stöðu sinni í íslenskri myndlist er fram
líða stundir?
„Já, það er ekki vafi á því. Hann er
orðinn þjóðareign ekki síður en fslendinga-
sögurnar og Jónas Hallgrímsson. Kjarval
er kannski meiri þjóðareign en þeir sam-
tímamenn hans, Ásgrímur og Jón Stefáns-
son, vegna þess að hann stóð nær náttúru
landsins, landinu og fólkinu. Þetta var
hans bensín og vélin var stór. Ég á von á
því að erlendis verði hann uppgötvaður upp
á nýtt einhvern tíma í framtíðinni en hér
heima lifir hann alla tíð. Það ma hafa það
í huga að hann fékk ekkert bakslag í seglin
eftir lát sitt eins og hefur þó hent marga
ágæta listamenn; þeir hafa fengið þögnina
með sér niður í grafardjúpið en orðið stórir
samt. En Kjarval — hann fær enga
þögn...“
LESBÖK MORGUNBLAOSINS 19. OKTÖBER 1985 5