Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 6
Lífshlaupið — stærsta myndverk Kjarvais, sem þakti veggi vinnustofu hans í Austurstræti. Það er sýnt hér í heilu lagi og tekur yfir allan enda salarins.
ÆIU EG VELJIEKH
KRKTOGJÚDAS
Samtal við ÞORVALD GUÐMUNDSSON sem safnað hefur Kjarvalsmyndum í rúma fimm
áratugi og opnar í dag sýningu á 150 málverkum, teikningum og vatnslitamyndum — ásamt
Lífshlaupinu — eftir Kjarval í tilefni aldarafmælis meistarans
ldarafmælis Jóhannesar S. Kjarvals er nú
minnst með tveimur stórsýningum. Önnur
er á Kjarvalsstöðum; opinbert framtak,
sem er sjálfsagt og eðlilegt á þessum tím-
amótum. Hin er í sýningarsalnum Háholti í
Hafnarfirði og er framtak eins manns,
Þorvaldar Guðmundssonar. Salnum hefur
hann sjálfur komið upp eins og flestir vita
og þar sýnir hann 150 málverk, teikningar
og vatnslitamyndir eftir Jóhannes Kjarv-
al, sem hann hefur eignast á síðustu ára-
tugum. Þar að auki sýnir hann Lifshlaup-
ið; myndirnar af vinnustofuveggjum
Kjarvals, sem Þorvaldur keypti á sínum
tíma og kom þá í veg fyrir að þetta stór-
verk Kjarvals yrði selt úr landi. Raunar er
Kjarvalssafn Þorvaldar ennþá stærra.
Eftir eru allmargar teikningar og mál-
verk, sem hanga gestum til yndis og
ánægju á Hótel Holti og í Þingholti.
Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum
orðum um það, hve stórkostlegt afrek
Þorvaldur hefur unnið í landi þar sem lítið
er um söfn. Hann gnæfir þar yfír aðra
ásamt mönnum eins og Markúsi Ivarssyni,
Ragnari í Smára og Sverri Sigurðssyni.
Safn Þorvaldar er geysilega víðfeðmt og
tekur bæði til annarra brautryðjenda en
Kjarvals og fjölmargra listamanna, sem
heyra til nútímanum. Áherzlan hefur samt
verið á Kjarval og Þorvaldur hefur fylgst
vel með, þegar verk eftir meistarann hafa
komið á uppboð erlendis, einkum í Dan-
mörku. Mörgum dýrgrip hefur Þorvaldur
náð til landsins og í annan stað hefur hann
bjargað myndum, sem lágu undir skemmd-
um og látið sérfræðinga gera við þær.
Þorvaldur kveðst ekki hafa hugmynd
um, hversu margar Kjarvalsmyndir hann
á. Hann geymir að útbúa allsherjarskrá
þar til hann hægir á sér eins og hann
segir. En hann bætir við, að það sé svona í
undirbúningi.
í tilefni sýningarinnar, sem Þorvaldur
opnar í dag, átti ég stutt samtal við hann í
Háholti, þar sem hver smuga er þakin
listaverkum. Kjarvalssýningin hefst þegar
í forsalnum og Þorvaldur hefur látið
stækka tvær myndir af málaranum, sem
fara vel þarna og bregða stórum svip yfir
umhverfið. En hvenær hófst þetta ævin-
týri Þorvaldar? Hvernig stóð á því að hann
eignaðist fyrstu Kjarvalsmyndina? Um
það spurði ég hann fyrst.
— Það var í kringum 1930. Ég var þá í
Matardeildinni hjá Sláturfélagi Suður-
lands. Þangað kom Kjarval oft; hann
þurfti að láta sjóða fyrir sig slátur og
hangikjöt og þar kynntumst viö fyrst.
Hann vissi, að móðir mín var frá Melhóli,
næsta bæ við Efri-Ey í Meðallandi; þau
voru þar bæði í æsku og þetta flýtti eitt-
hvað fyrir kynnum okkar, sem leiddi til
vinskapar og stóð á meðan Kjarval lifði.
En þú spurðir um fyrstu myndina, sem
ég eignaðist. Hana gaf Kjarval mér, enda
var hann afskaplega gjafmildur og kunni
vel að meta það, ef eitthvað var gert fyrir
hann. Þessi mynd er á sýningunni; ég hef
nefnt hana Kristur og Júdas og mér þykir
mjög vænt um hana, — þetta er lítil olíu-
mynd. —
— Var það Kjarval, sem opnaði augu
þín fyrir myndlist, ef svo mætti segja?
— Já, það er víst alveg óhætt að segja
það. Ég kom oft til hans á kvöldin og þá
fræddi hann mig á margan hátt og opnaði
augu mín, enda var ég þá alls ófróður um
þá hluti, — ekki orðinn tvítugur. Það er
ómetanlegt og verður aldrei fullþakkað að
kynnast góðu fólki, meðan maður er enn á
mótunaraldri.
— Var rætt um Kjarval í þínu ung-
dæmi sem skringilegan sérvitring og kyn-
legan kvist, eða sem rnikinn listamann?
— Frá því ég heyrði fyrst minnst á
hann, var alltaf talað um hann með virð-
ingu og sem mikinn listamann.
Það vildi líka svo til, að ég kynntist
mönnum, sem voru einlægir aðdáendur
Þorvaldur Guðmundsson á sýningunni í Háholti. Stórkostlegt afrek eins manns og talandi tákn um það hverju einstaklingur getur fengið
áorkað á sínu lífshlaupi.