Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 7
hans, mönnum eins og Guðbrandi Magn-
ússyni, Jóni Þorsteinssyni og Valtý Al-
bertssyni og þegar við Ingibjörg giftum
okkur 1938, gáfu þau hjónin, Elín og Helgi
Bergs, forstjóri Sláturfélagsins, okkur
Kjarvalsmálverk. Af öllu þessu má sjá, að
ég hafði góð skiiyrði til þess að læra að
meta list Kjarvals.
— Finnst þér hann gnæfa hæst allra
íslenzkra myndlistarmanna?
— Kjarval hefur breiðast svið allra
okkar manna. Sú breidd er alveg með ólík-
indum — allt frá fínustu pennateikningum
og litlu rauðkrítarmyndinni af Einari
skáldi Benediktssyni til dæmis, sem er
minni en póstkort, — uppí Lífshlaupið og
þessar stóru landslagsmyndir. Þar að auki
var hann stórkostlegur portretmálari;
samt er yfirleitt aldrei talað sérstaklega
um hann sem slíkan. Mynd hans af Þór-
arni Olgeirssyni í Grimsby, sem er hér á
sýningunni, er gott dæmi um portretlist
hans. Þórarinn var Skaftfellingur, frændi
Kjarvals og þeir þekktust vel. Það fer ekki
milli mála, að það er mikil kempa, sem
Kjarval hefur máiað þarna. Mörg portret
hans eru á barnum á Hótel Holti, en þau
eru aðeins að litlu leyti á sýningunni. —
— Ef við lítum á lífsverk Kjarvals sem
aöskilda þætti: Landslagsmálverkið,
fantasíurnar, teikningarnar og portrett-
in, — er eitthvaö af því, sem þú met-
ur ofar öðru?
— Mér finnst alltaf mikið til um þessar
litlu teikningar. Hann nær einhverju þar,
sem ekki kemur fram hjá öðrum og þessar
myndir sýna það alveg örugglega, að
Kjarval hefur verið viðkvæm sál, afskapl-
ega fín sál. Um það segir Gylfi Þ. Gíslason
í formála fyrir sýningarskrá, sem ég hef
iátið útbúa í tilefni sýningarinnar:
„Kjarval var það eflaust Ijósast allra
manna, að hann var ekki allur þar sem
hann var séður. Hann vildi einmitt ekki
láta innri mann sinn blasa við hverjum
sem væri. Karen Blixen sagði það einu
sinni um kenningar Sigmunds Freuds, að
henni væri til efs, að það væri mannkyni
til góðs, að kafað væri jafndjúpt í sálarlíf-
ið og hann hefði reynt að gera til þess að
varpa Ijósi á alla hluti. Fagurt blóm þyrfti
að eiga sér djúpar rætur í myrkri ogyl. Ef
hróflað væri við þeim, fölnaöi blómið og
dæi. Ég held, að Kjarval hafi viljað fá að
hafa innri mann sinn ífriði. Það, sem ýms-
um fannst undarlegt, hefur ef til vill verið
varnarlist hans.“
Ég held að þessi ummæli hitti naglann á
höfuðið. En hvað varðar mitt mat á hinum
ýmsu og ólíku þáttum í list Kjarvals, þá
fer það ekki eftir stærð, svo mikið er víst.
En svo ég komi aftur að teikningunum:
Mér finnst að hingað til hafi þær ekki
verið metnar eins og vert væri. Þar með er
þó ekki sagt, að ailar séu þær jafn góðar.
Líklegt er að sumar þeirra hafi hann gert
fyrir sjálfan sig og aldrei ætlazt til þess,
að þær kæmust í umferð. En þar sem mað-
urinn var afskaplega hirðusamur, henti
hann aldrei neinu. Hann mátti aldrei sjá
illa farið með pappír, enda má segja að
pappír ásamt blýöntum, litum og striga,
hafi verið hans stóra verðmæti í lífinu, —
með þeim meðulum fékk hann útrás fyrir
sínar tilfinningar. Við megum heldur ekki
gleyma því, að þegar hann var að alast upp
voru pappír og skriffæri munaðarvara og
alls ekki í hvers manns eigu. —
— Á heimurinn eftir að uppgötva Kjar-
val, eöa verður hann áfram séreign
úkkar íslendinga?
— Ekki vil ég útiloka þann möguleika, að
heimurinn eigi eftir að uppgötva list
Kjarral ásamt Þorraldi Guðmundssyni og Sigurdi Benediktssyni rið uppboð á Hótel Sögu um
1965.
Ein af mörgum perlum á sýningunni í Háholti: Rjúpa, mynd í póstkortsstærð unnin með
ratnslitum, blýanti og gyllingu.
Kjarvals. Til dæmis er tímaritið National
Geographic Magazine að gera sérstakt ís-
landsblað og af því tilefni kom ljósmynd-
ari hingað til þess að mynda Lífshlaupið.
Ég veit þó ekki, hvað verður um Kjarval í
þessu hefti, en stundum þarf ekki meira en
þetta til að koma hreyfingu á hlutina úti í
hinum stóra heimi. Það hefur komið fyrir
oftar en einu sinni að einhverjir útlend-
ingar hafi sýnt því áhuga að gangast fyrir
Kjarvalssýningum á Norðurlöndum og
jafnvel í Bandaríkjunum; til dæmis kom
til mín kona, sem hafði áhuga á að gangast
fyrir sýningu á Sveaborg og síðan átti hún
að fara víðar um Norðurlönd. En það verð-
ur aldrei neitt úr þessu og líklega verður
það ekki í okkar tíð.
— Því má svo velta fyrir sér, hvaða
áhrif það hefði ef umheimurinn upp-
götvaði Kjarval og verk hans kæmust í
geypiverð. Þá mundi trúlega mörg góð
mynd eftir hann hverfa úr landi. Þú
hefur aftur á móti unnið stórvirki í að
endurheimta það, sem áöur hefur bor-
izt utan. Telurðu að enn sé eftir aö
uppgötva merkar Kjarvalsmyndir erl-
endis, og ef til vill einnig hér heima?
— Það er mikið af Kjarvalsmyndum á
ólíklegustu stöðum, til dæmis á bæjum á
Austurlandi og í Skaftafellssýslu. Kjarval
gaf leigubílstjórum myndir í stórum stíl
og stundum sjást Kjarvalsmyndir á heim-
ilum, þar sem ekkert er annars til af
myndlist. Ekki er ósennilegt að eitthvað af
því eigi eftir að koma í sölu; þannig hefur
það skeð. Úti í Danmörku er örugglega
eitthvað til eftir Kjarval; til dæmis voru
tvær myndir hans á uppboði í síðasta mán-
uði. Ég fæ upplýsingar um slíkt, þegar það
gerist, en ég elti ekki þessi uppboð.
A þessu ári fékk ég vitneskju um tvö
málverk eftir Kjarval, sem á sínum tíma
voru gefin í brúðargjöf til Þýskalands og
hafa verið þar í 50 ár. Svo fór að ég keypti
bæði þessi málverk, bæði eru þau dýrleg
listaverk og koma nú i fyrsta sinn fyrir
almenningssjónir. Fleiri myndir eru nú
sýndar í fyrsta sinn; þar á meðal stórt
málverk af Rauðhólunum, áður en þeir
voru eyðilagðir, og þessvegna hefur hún
líka sögulegt gildi. Hún var ákaflega
óhrein orðin, en er nú nýhreinsuð. Einnig
er hér mynd, sem var í eigu Tómasar Guð-
mundssonar skálds og var gjöf Kjarvals til
Tómasar á merkisafmæli skáldsins, mig
minnir þegar hann varð sextugur. Það er
við hæfi, að þessi mynd heitir „Fagra ver-
öld“ og hún er afskaplega skáldleg eins og
nærri má geta, en myndir af svona svíf-
andi englabörnum eða gyðjum eru all-
margar til eftir Kjarval. —
— Hefur þú í hyggju að halda áfram að
safna Kjarval í sama mæli sem hingað
til?
— Nei, ég kaupi að minnsta kosti ekki
hvað sem er. Héðan í frá ætla ég mér að
bæta við þetta safn einungis því, sem hef-
ur sérstakt gildi, — því sem ég kalla rari-
tet.
— Setjum svo, aö þú yrðir settur í þá
erfiðu stöðu, að þú gætir aðeins átt eina
Kjarvalsmynd af öllu því, sem þú hefur
safnað. Hverja myndir þú velja?
Þorvaldur svaraði ekki strax. Hann pú-
aði vindlinginn og horfði á Kjarvalsmynd-
ina, sem hangir á veggnum gegnt skrif-
borði hans. Hann sagði: — Þetta er óneit-
anlega erfið spurning, en ætli ég mundi
ekki staðnæmast við upphafið: Litlu
myndina af þeim Kristi og Júdasi, sem ég
eignaðist fyrst. —
OÍSLI SlGURÐSSON
Háholt í Hafnarfirði, sýningarsalur Þorralds Guðmundssonar, þar sem hann hefur komið fyrír 150 Kjarvalsmyndum úr safni sínu. Sýninguna opnar Þorvaldur í dag.
Lesbók/Fridbjófur Helgason
LESBÖK MORGUNBLAOSINS 19. OKTÖBER 1985 7