Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 9
Gamli tímian, 1940. Olíumáirerk 97x97 sm. Eig.: Þóra Friðriksdóttir. ? L Altaristafla, sem Kjarval málaði fyrir sóknar- nefndina í Ríp í Skagafirði. Þegar kirkjan í Ríp var vígð 1924 var altaristöflunni komið fyrir þar sem hún átti að vera, en mönnum líkaði þetta listaverk illa norður þar og því var hún tekin niður og látin uppá kirkjuloft. Þar var hún alllengi, unz Óiafl bónda á Hellulandi rann til rifja, hve hún var illa farin í þessari vondu geymslu. Hann keypti altaristöfluna af sóknarnefndinni og flutti hana heim í Helluland. Síðar vildi svo til að Skúli Guðjónsson prófessor í Kaupmanna- höfn var þar á ferð og bauð þá Ólafi á Hellu- landi að taka myndina með sér út til Kaup- mannahafnar og koma henni í viðgerð. Ólafur þáði það boð og Skúli fór utan með myndina. Síðan deyr Skúli og þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir tekst ekki að komast að því, hvar myndin er niður komin. Þá gerðist það, að Ólafur á Hellulandi fór á miðilsfund. Þar kom Skúli prófessor fram og sagði Ólafl, að myndin væri inni í einhverri kompu sem hann tiltók mjög nákvæmlega á viðgerðar- verkstæði Statens Museum for Kunst Það kom heim og saman; þar var myndin — og heilu og höldnu komst hún aftur uppá vegg á Hellulandi. Þar sá Halldór Laxness hana og falaði hana af Ólafl. Hann féllst á að Halldór fengi myndina, ekki fyrr en eftir sinn dag. Og þegar Ólafur á Hellulandi var allur var myndin hengd upp í Gljúfrasteini og hefur átt þar heima síðan. En opinberlega hefur hún aldrei veriö sýnd fyrr en nú. m. % ERKILEGT VIÐ KJARVAL? j ersónu- ital sem iðanlega En það 'yrst og 5 verkin er hans Id ég að a merki- n er allt- itti nýr. Fyrir utan sitt frábæra iands- lagsmálverk kom hann víða við; reyndi fyrir sér í geómetrískri abstraktsjón, kúbisma, sam- klippum, súrrealisma og stund- um var hann mjög nærri því, sem síðar var kallað abstrakt expressjónismi. Hann fyigdi samt ekki neinni stefnu alfarið og það var alveg sama undir hvaða merki hann vann: Ailtaf mátti sjá það langar leiðir, að verkið var eftir Kjarval og engan annan. Línan varð ævinlega svo persónuleg hjá honum, að henni má líkja við rithönd, sérkenni- lega rithönd. Þessi tilfinning fyrir rytmískri teikningu sést greinilega í mynd af folaldsmeri, sem hann gerði 16 ára — og þessi rytmíska teikning gengur síðan eins og rauður þráður í gegnum allt lífsverk hans. í ann- an stað er Kjarval kóloristi par excellence, — litameðferð hans hlýtur að verða endalaust að- dáunarefni. Þegar þetta tvennt fer saman: Tilfinning fyrir rytmískri teikn- ingu, sem alls ekki bregst — og tilsvarandi tiifinning fyrir lit, þá er augljóst mál, að árangurinn verður góður; ekki spillir það heldur fyrir, þegar sá hinn sami er skáld — og það vár Kjarval einnig. Bæði þegar hann orti, en auðvitað fyrst og fremst þegar hann málaði oggekk á vit hinnar óheftu fantasíu. Menn eru aftur á móti á villigötum, þegar þeir halda að snilld Kjarvals sé fólg- in í allskonar felumyndum, sem hann setti stundum vísvitandi í myndir og stundum þykjast að- dáendur málarans hafa gert stórar uppgötvanir og „fundið andlit“ eða eitthvað annað í hraunmynd eða fjallshlíð. Borg- aralegt mat á Kjarval hefur löngum snúizt fullmikið um þetta atriði, en það kemur mynd- rænum kostum afskapiega lítið við. Síðast en ekki sízt er Jóhannes Kjarval svona merkilegur vegna þess, að hann er maður sem kemur hér að ónumdu landi í listinni, einn af okkar brautryðj- endum og samt eins og fyrr var sagt: Alltaf ferskur og nýr. GÍSU SIGURÐSSON LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19. OKTÓBER 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.