Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1985, Blaðsíða 11
A nýársdag 1925 kom út Árdeyisblað listamanna. Út-
gefandi og ábyrgðarmaður var Jóhannes S. Kjarval. Hér er
forsíða blaðsins, sem Kjarval skrifaði að öllu leyti sjálfur
og fjallaði að verulegu leyti um arkitektúr, sem hann vildi
nefna hlaðlist
Árið 1910 kom út ævintýrabókin Engilbörnin eftirSigur-
björn Sveinsson. Kjarval hefur þá verið 25 ára og þetta var
frumraun bans á þessu sviði.
Á vinnustofu Kjarvals kenndi margra og ólíkra grasa,
enda lagði hann ekki í vana sinn að fleygja hlutum, sem ef
til vill var hægt að nota eins og fram kemur í viðtalinu við
iHtrvald Guðmundsson. Hér er hattur meistarans og sitt-
hvað fleira, gamalt ílát eða kyrna með trégjörðum, skinn-
skór — og saltfiskur.
JÓHANNES S. KJARVAL
Skarphéðinskvæði
Kjarval fékkst nokkuð við ljóðlist; hann gaf út ljóðabækur og
sérprentuð kvæði, svo sem Sjálfblekungskvæði, Lóuna og
Skarphéðinskvæði — öll eru þau prentuð undir höfunda-
nafninu Giovanni Efrey, sem hann notaði oft. Þessi kvæði
málarans voru kannski ekki tekin mjög alvarlega, en margt er
þar skáldlegt og nútímalegt.
Hversusvonú
er hvers máttar,
margþráttað mál,
er fólk háttað?
Frá öllum áhugamálum
uppgjöf — værðarsvefn!
A ísi hálum
yrkirsmali. — Það erregn.
Hlýddu á húslestur,
rímnakveðandis rimmu.
Sagan gefur þérgóðar nætur.
Skarphéðinn.
Áttabarningur,
efhann rýkur upp;
sézt ekki fyrir.
Hver er andinn?
Sagan þolir ekki
að inni brennir þú, Kári;
fóstbróðir.
Plat ogkrónu — hlauptu ígegn.
it
Lét í minnipokann
ríkur sveinn,
hreinlyndur og einn.
Áfram með söguna.
Nýtt amboð
þeirra er eiga;
ekki að misnota,
vandinn mestur.
Óframur
bablar þó bæn.
Hérum rekur
vindurkross
á heiðnar hurðir.
Rúmbotn ínáttúrunni
er hvíldar kross;
rífðu uppmeðrótum
andvöku spross.
Annars láttu hann vera,
allt getur mold
að umbera.
Fagra fold.
if
Kross!Einkavopn andans
oflétt hlýtur þér, Skarphéðinn,
til einskis leika við öxi,
er þvíhvíld, Rimmigýgi.
Hafið hljótt —
þettaer úrNjálu;
hugarins fyrnindi!
Égheyri mannamál.
Malkusareyra,
og van — van Goghs
á metaskálum
vi'ggoðans
er þyngra ogmeira.
it
Á ttvísars mjörglittur
festu sneiðina
en dönsuðu feluleik
hverrar æsku.
Svo hvatvirkur hugur
hendir á lofti orðin,
er íframhjá hlaup flýgur,
frækn, heyrngöfgum Skarphéðni.
Eldar allskonar anda,
yfir þýtur og kríngum,
æskuskýrslur ungmennis
eign moldar — og Skarphéðinn.
Gljúp ogheyrin sýsla ogsveitir
sjónvídd, orðhög — líka bláminn.
Flytur sig um ferhyrning
þangað, sem þú stóðst.
Eins þeim, sem er
óskarphéðnastur allra.
Hvílir Rimmigýgi,
h vílir Skarphéðinn.
Blunda fjarlægðum
víðfeðmar svei tir.
Anda djúptheilhugum moldar,
himinsvíðáttum.
Blám og berangur — gnóum fjarska,
við öll ogþið, sem hafið séð
íburðarmetnað íslenzra fjalla,
tannfagur h vít þök og tinda.
Og þeirrajökla, sem yrkja,
elfum og vötnum eilífra sanda.
valllendum — vorhug smalans
skýla, Skarphéðinn, karlmennsku þinni.
MiIIi svefns og vöku horfa skyggnir.
í draumríki landsins
dottar fleirungi alls.
Fleirungi þess, sem var
og Skarphéðinn.
Þvíhorfna, sem nemur, —
allshugarmann
yrkir samtiðarglaða sál
minningar um gróðurlausa mela.
Þetta eru nú orðin tún.
it .
Spyrnti viðfótum nú,
Skarphéðinn;
axlaðistjarðarmen;
titringurfer um sýslur-
líkt ogmannsmynd fæddist
úr norðurljósum.
Bakgrunnur að vísu himinsblár.
Er mannsmyndin geymd
af nógri fjarlægð við gljúpjarðar
uppi í himinsplasti.
Þarna erfjörkippur!
Erþetta þú, Skarphéðinn ?
Og öskur fjallsins------
ogtilhvers?
Ogmeð Rimmigýgi!
Eg titra með fjöllunum.
Þú færð dukunarlegalítinn trékross
fyrir þetta, Skarphéðinn — íbrjóstvasann,
hjá einhverjum velunnara.
Það verður bókað og auglýst á prenti
Þér eruð dýrðlegur maður, Skarphéðinn,
mikið höfðingsbragð var þetta, maður.
Guðdómseðlið lifir allt af sér,
meðan þú ert uppi, lagsi — ogRimmigýgi.
Þú óðst fram, — og tvíhendir Rimmugnýgi
tilfjallsins — þetta ernú skapofsi.
Ekkert rolukast hér — og áfram með söguna,
ogklaufst hana í herðar niður.
•k
Hekla er að gjósa.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19. OKTÓBER 1985 1 1