Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Eftir fellibyl, sem gekkyfir Galveston í Texas
árið 1900. Hér rar byggð ogmásegja, að
ekkert sé eftir. Hrert einasta mannrirki er
jafnað riðjörðu.
vill til að skýstrokkar eru mjög algengir í
Bandaríkjunum og einkum þó á sléttunum
miklu. Þar koma fellibyljir hins vegar
aldrei í heilu lagi. Skýstrokkar eru sára-
sjaldgæf fyrirbrigði hérlendis en oft má
sjá eiginlega hvirfilvinda ganga yfir. Þeir
eru mjög litlir, frá nokkrum metrum upp
í 100 til 1200 m í þvermál. Slíkir hvirfil-
vindar valda oft talsverðu tjóni á mann-
virkjum hérlendis, en afleitt er að rugla
þeim saman við fellibylji hitabeltisins. í
öðrum heimshlutum eru ýmis orð notuð
um fellibylji. T.d. nefnast fellibyljir aust-
urlanda fjær typhónar.
SUÐURÍHÖFUM
í suðurjaðri veðurkorta þeirra sem sýnd
eru í sjónvarpinu má oft sjá háþrýstisvæði
eða norðurbrún háþrýstisvæðis. Hæð þessi
er gjarnan kennd við Asóreyjar og á
sumrum er hún einna öflugust á þeim slóð-
um, en að jafnaði er hún nokkru sunnar á
vetrum. Sunnan við hæðina blása þrálátir
vindar af A, af NA næst Afríku, en aust-
lægari vestar. Vindar þessir eru svo þrálát-
ir að þeir eru kallaðir staðvindar og er það
. réttnefni meginhluta ársins á mestöllu
svæðinu, en fyrir kemur að vindur stendur
af öðrum áttum einkum þó í útjöðrum
þessa staðvindabeltis. Þeir sem komið hafa
til Kanaríeyja kannast vel við veðurlag sem
fylgir staðvindunum. Gjarnan er þá skýjað
NA-til á eyjunum, en bjart veður á sólar-
ströndunum suðvestan í móti. í hitabeltinu
og á mörkum þess eiga lægðir eins og við
þekkjum þær mjög erfitt uppdráttar, en
úrkoma er gjarnan tengd lægðardrögum
sem berast frá austri til vesturs. Lægðar-
drögunum fylgja miklir þrumuskúraklakk-
ar og oft eru klakkarnir nokkuð samfelldir
nálægt óljósri miðju lægðardraganna.
Norðar koma venjulegar lægðir stundum
við sögu og þá einkum þannig að hluti
þeirra lokast inni eða lendir „óvart" öfugu
megin hæðarinnar. Slíkar lægðir koma
ekki við sögu eiginlegra fellibylja en valda
stundum vandræðum. Hins vegar kemur
fyrir að fellibyljir vaxi upp úr lægðardrög-
unum. Raunar nefnast þessi lægðardrög
austanbylgjur. En aðeins brot af austan-
bylgjum breytist í fellibylji.
FELUBYLJIR
Eftir Trausta Jónsson, veðurfræðing.
Það er uppstreymi lofts í kringum augað, sem knýr fellibylinn. Mikið af raka þéttist í uppstreyminu og
skilar það varmaorku, sem nýtist við að knýja vindinn. Stór hluti orku fellibylsins er þannig fenginn. Þetta
er ólíkt því sem gerist í lægðum á norðurslóðum, því þær fá ekki nema hluta af sinni orku úr þéttingu raka.
rlega valda fellibyljir gríðarlegu tjóni í
hitabeltinu og ,því hlýtempraða. í þessari
grein er fjallað um þessa ógnvalda, uppruna
þeirra, æfi og örlog. Nýlega olli fellibylurinn
Gloría allmiklu tjóni á A-strönd Bandaríkj-
anna og fékk illviðrið talsverða umfjöllun
í fjölmiðlum. Segja má að Gloría sé að
nokkru tilefni þessarar greinar, einkum
vegna þess að það sem fram kemur í fjöl-
miðlum um fellibylji er oft óljóst og stund-
um beinlínis villandi'.   .
UmOrðanotkun
í þýðingum íslenskra fjölmiðla á erlend-
um fréttaskeytum gætir oft misskilnings
þegar fjallað er um verðurfræðileg fyrir-
brigði. En stundum er það ekki eingöngu
íslenskum fréttamönnum að kenna heldur
munu þessi fréttaskeyti oft vera ónákvæm
og jafnvel villandi. En lítum nú á helstu
hugtök og nöfn þeirra á íslensku og ensku.
Oft er ruglað saman fellibyl, fárviðri og
skýstrokkum. Fárviðri er þegar vindur nær
12 vindstigum. Rétt er að minna á að 12
vindstig eru ekki talin nema að vindur
hafi verið 64 hnútar eða meir að meðaltali
í 10 mínútur. Þegar fréttir berast af mikl-
um vindhraða er hins vegar yfirleitt miðað
við snöggar hviður. Enska orðið yfir 12
vindstig er hurricane. Svo vill til að
„hurricane" er einnig notað um fyrirbrigð-
ið fellibyl, en þeir eiga alltaf uppruna sinn
í hitabeltinu. í ensku er gjarnan orðinu
„tropical" (hitabeltis-) bætt framan við
þannig að tropical hurricane = hitabeltis-
f árviðri = f ellibylur.
Vindur nær alloft 12 vindstigum í venju-
legum lægðum. Þegar slíkir vindar blása
verður óhjákvæmilega mikið tjón á þétt-
byggðum svæðum. Stundum ganga krapp-
ar lægðir inn yfir V-Evrópu. Ifréttaskeyt-
um er þá e.t.v. réttilega talað um á ensku
„hurricane force". Rétt íslensk þýðing væri
að fárviðri hafi geisað (gengið yfir o.s.frv.)
En margir lenda í þeirri gildru að þýða
hér „hurricane" með fellibyl, sem er sem
sagt misskilningur.
Stundum er orðið „hurricane" þýtt sem
hvirfilvindur eða hvirfilbylur. Þessi þýðing
er ákaflega óheppileg (þó hún sé ekki í
sjálfu sér röng) vegna þess að hún leiðir
til ruglings við annað og gjörsamlega
óskylt veðurfyrirbrigði — skýstrokkinn.
Skýstrokkur er það sem á ensku nefnist
„tornado" (stundum „twister"). Skýstrokk-
ar eru mjög litlir um sig oftast nokkrir
tugir eða fáein hundruð metra í þvermál
og eru oftast fylgifiskar veðraskila og
þrumuveðra, sem slíkum skilum fylgja. Svo
I.

Fellibylurinn A VA yfir austanrerdu Kyrrahafi 7.júníl973.
(Bandariska veSuratofan)
;.
LESBOK MORGUNBLADSINS    11. JANÚAR 1986      11
.1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16