Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						-^k^
"^W^T^"
Freudisti eins ög þú hlýtur þegar að háfa
gert þér grein fyrir. Ég trúi á lífshvötina
og dauðahvötina. Þetta gerði Freud, því
skyldi ég ekki gera það líka. Það er atvinna
mfn að trúa því. Það var í fyrstu hugsjón,
hugljómun, en með árunum, þessum enda-
lausu endurtekningum, þá er Freud ekkert
annað en brauð. Eg ét Freud." Hann hló
við. Ég kannaðist við fátt eitt af því sem
hann var að tala um, en samt roðnaði ég
lítið eitt við að heyra þetta nafh, Freud.
Mér fannst eins og bæði Ernir og Freud
væru að gera gys að mér eða gerðu sér
ódýrt gaman á minn kostnað. Eg tók eftir
því að gretta færðist yfir andlit hans. Hann
fór að ókyrrast og ég vissi af gamalli reynslu
að þetta væri undanfari stórra tíðinda. Hann
tók stórt reyksog og púaði beint í andlit
mér. Horfði síðan á mig dágóða stund og
yfir hann færðist ískðld ró. „Þegar þú
sagaðir kranann sællar minningar í sundur
þá varstu ómeðvitað að hafna eiginmanni
þínum. í kynferðislegum skilningi fór hann
beint á öskuhaugana." Ég rak upp skellihlát-
ur. Hann leit alvarlegum augum á mig og
ég fann að ég hafði hlegið á vitlausum stað
í leikritinu. „Það er löngu orðið ljóst af
samtölum okkar að ofheyrn þín stafar af
niðurbældu kynferðislegu hatri á eiginmanni
þínum, Eyjólfi. Losaðu þig við hann og fáðu
þér annan." Ég sá strax að hér var hægara
um að segja en í að komast. Gat kona á
mínum aldri, 43 ára gömul, haft efni á slík-
um munaði? Og börnin, ekki mundu þau
liggja á athugasemdum sínum í þessu efni.
Það kumraði í honum er hann heyrði mót-
bárur mínar og honum virtist einhvern
veginn svo innilega skemmt. „Alltaf má fá
annað skip og annað föruneyti. Ertu ekki
sammála?" Ég hrökk upp. Ég hafði gleymt
mér alveg. Þetta hafði allt saman komið
mér svo á óvart. „Já, er það? Jú, það hlýtur
að vera hægt að fá sér nýjan farangur, ég
meina föruneyti. Það hlýtur að vera," end-
urtók ég og reyndi að brosa dálítið sann-
færandi. Hann hélt áfram: „Þið konur eruð
alltof lengi að átta ykkur á hverjir eru hinir
raunverulegu böðlar lífs ykkar." Hann gerði
hlé á ræðunni og fékk sér tog af vindlinum.
„Þið eruð sffellt að kenna sjálfum ykkur
um, eilífar sjálfsásakanir, alltaf að sækja
vatnið yfir lækinn. Það er hin misheppnaða
sköpun í alsheimsklukkunni sem slær vit-
laust og setur ykkar eigin klukku úr jafn-
vægi." „Hefur þá nokkurn tilgang að vera,
þú veist, að skipta um," spurði ég og ég
fann að rödd min skalf lítið eitt. „Auðvitað,
auðvitað. Það eru ekki allar klukkur jafn
vitlausar. En hvað þér viðvíkur þá hittumst
við aftur á miðvikudaginn í næstu viku á
sama tíma." Hann brosti til mín, stóð upp,
gekk að dyrunum, opnaði hurðina, leit
hvatlega til mín og sagði: „Já, hvað meðulum
viðkemur, þá geturðu bara tekið þig saman
í andlitinu, farið að ráðum mínum og hent
þeim. En að öðrum kosti þetta venjulega,
2—3 töflur af hverri sort yfir daginn. Og
reyndu nú endilega að taka þetta inn á rétt-
i um tíma." Ég jánkaði þessu öllu saman, en
sá að einhver hugdetta var að fæðast með
honum. „Þú ættir að skrifa þér til hugar-
hægðar um samskipti okkar. Þau eru orðin
löng og ströng. Þú ættir að geta skrifað
eitthvað um þau." Hann leit glettnislega til
mín um leið og hann sagði: „En í guðanna
bænum láttu það ekki birtast nokkurs staðar
á prenti, enda sjálfsagt vandfundinn sá asni
sem yrði svo vitlaus að gefa það út." Hann
hló stórkarlalega. Áður en ég vissi af var
ég komin út á götu.
— Ég var stödd meðal blómakerjanna
eins og sagði frá í upphafi þessarar sögu.
Ég var á leiðinni, án þess að hafa hugmynd
um það þá, í mitt síðasta viðtal til Ernis.
Hann tók brosandi á móti mér: „Hvernig
höfum við það í dag, munað eftir pillunum,
þú heitir nú aftur?" hann leit spyrjandi á
mig og ég sagði honum nafn mitt. „Já, já,
alveg rétt, þetta er allt saman hérna í plögg-
unum. Hefur Svarti seppi nokkuð komið í
heimsókn? Þú manst, Churehill og þunglynd- '
ið. Nei, fyrirgefðu. • Ég er með kolvitlaust|
spjald, eða sjálfur orðinn vitlaus." Hann
hló. Fann auðsjáanlega rétta spjaldið og
spurði: „Hefurðu munað eftir að taka töfl-
urnar reglulega?" „Nei, ég henti þeim í klós-
ettið eins og þú ráðlagðir mér, hripaði niður
nokkur minnisatriði um samskipti okkar,
skellti mér svo niður á Morgunblað og talaði
við þá þar, eins og þú hafðir skipað mér
og þeir lofuðu mér að þessi „spegilmynd"
mundi birtast í Lesbók Morgunblaðsins í
dag, sunnudag. Er ekki sunnudagur í dag?"
Eg leit á Erni og sá að augu hans sem
alltaf voru svo dauf voru nú orðin fallega
blá, fagurvatnsblá og augnaráðið fjarrænt
einsogeilífðin.
¦^^BPWeí'
1 rrraVffi          láv. iinSvííis lifis iaiíJrw  | jjtfjijf ijo iifidieáíi ÍS ÍIÉ íififtfi ív'd nae'sBbna
Allt endurtekur sig
eilíflega
áir hugsuðir hafa haft jafh mótandi áhrif á
nútímann og þýski heimspekingurinn Friedrich
Nietzsche. Margar kenninga hans eru sveipaðar
dularfullu andrúmslofti spámannsins og sé litið
til sögu tuttugustu aldarinnar sést að þar hefur
Um
heimspekinginn
Friederich Nietzsche
og kenningar hans
Vegna kenningarinnar
um ofurmennið hefur
Nietzsche verið tengdur
upphafi þýzka nasista-
flokksins. Én sannleikur-
inn er sá, að hann hafði
fyrirlitningu á þýzkri
þjóðernishyggju og um
Þjóðverja hafði hann
þetta að segja: „Þeir hafa
á samvizkunni sérhvern
þann glæp sem framinn
hefur verið gegn menn-
ingunni á síðustu fjórum
öldum."
honum fátt skjátlast. Þrátt fyrir að hann
lægi í undarlegu þagnargildi meðal sam-
tímamanna sinna, varð hann seinna andlegt
yfirvald þeirra sem vildu sameinað Þýska-
land og þjóðernissinna sem f tilbeiðslu fylktu
sér um kenningu hans um hið beinskeytta
ofurmenni sem þeir töldu hornsteininn að
Þýskalandi járnagans og þeir boðuðu.
Þó var það menning Frakka og Miðjarðar-
hafsþjóðanna sem Nietzsche var meira að
skapi, ekki „Kultur" germönsku þjóðanna.
Hann hafði megna andúð á andgyðingiegum
áróðri, fordæmdi allt kynþáttahatur og bar
lof á gyðinga. Hann átti í hatrömmum deil-
um við systur sína, þegar hún giftist manni
nokrum sem hugðist stofnsetja nýlendu í
''Hh	^^B	Hfri	VV
'M			
1 '>L	!M	^rn^r - ¦	¦*'   -*<*¦   >í- ' '¦'¦'  •¦¦'¦'¦ ¦  /:
	ÉÉPT**,	WWw     -¦¦ J	¦  ¦'/  ¦ ;  '  :.,"¦
		¦'JW-"-- '¦¦ m	k
		"Tv^   ^bh	fc^_
	F"^i	l^&mS, '-^^	
Nietsssche á yngríárum.
Suður-Ameríku, þar sem gyðingum væri
meinaður aðgangur. Hann hafði fyrirlitn-
ingu á þýskri þjóðernishyggju og um Þjóð-
verja hafði hann þetta að segja: „Þeir hafa
á samviskunni sérhvern þann glæp sem
framinn hefur verið gegn menningunni á
sfðustu fjórum öldum."
Hann boðaði þjóðskipulag þar sem aðall-
inn og herinn drottnuðu og varaði við hug-
myndum hnignandi borgarastéttar um fé-
lagslegt jafnræði og lýðræði, sem var í órjúf-
andi tengslum við fyrrnefnda kenningu um
„ofurmennið". Á því leikur hins vegar lítill
vafi að Hitler og hyski hans hefðu ekki sótt
í greipar hans annað en fyrirlitningu, því
Nietzsche var fyrst og síðast húmanisti.
Meðal eftirlætis orðtaka hans sem lýsa áttu
viðbjóði voru: „almúgi", „þýlyndi", og „rót-
leysi" og „hjarðdýr" og þessum orðum hefði
hann vissulega beitt til að skilgreina nánar
eðli nasistanna, sem á hinn bóginn vfsuðu
til hans sem andlegs leiðtoga sfns.
Höfuðástæðan fyrir þessum mistúlkunum
er sú að Nietzsche var fremur „sjáandi" og
skáld en kerfisbundinn heimspekingur.
Viðfangsefni sín túlkaði hann af einstæðri
málfarslegri snilld og skýrleika, en þau
mynda ekki heilsteypt kerfi kenninga og i
þeim gætir töluverðrar ósamkvæmni. Flest
verka hans eru samsafn laustengdra, lýsandi
spakmæla sem snerta á heimspeki, félags-
fræðum, bókmenntum, siðfræði og trúar-
brögðum og f mörgum þeirra fólst biturt
andóf við ríkjandi kennisetningar.
Sérstaklega var Nietszche uppsigað við
kristindóminn og fylgikvilla hans, „þrælasið-
ferðið". í sfðustu verkum sfnum, sjálfur á
mörkum brjálsemi, gaf hann sér nafnið
and-Kristur. Þegar hér var komið hafði
andi uppreisnar leitt hann í hring og nú
réðst hann að rótum þess trúarlega uppeldis
sem honum hafði f æsku hlotnast. Því í
raun var hann á sinn hátt eplið sem féll af
eik prestsetursins. Það var ekki nóg með
að faðir hans væri prestur heldur var hann
kominn af klerkum langt aftur í ættir. Og
sjálfur var hann predikari, f vissum skiln-
ingi, allttil æviloka.
Nietzsche deildi ákaft á kristindóminn,
þó sjálfur fyndi hann mikið af siðferðilegum
anda hans f sjálfum sér. Þessi meðvitaða
nærgætni og góðmennska sem honum var
eðlislæg, leiddu hann út í harkalegar árásir,
eins og til að bæta fyrir að vera haldinn
þessum kristilegu dyggðum. Á svipaðan hátt
brást hann við veikbyggðum líkama sínum
(hann var alla tfð heilsulítill). Hann hlóð
hinn Ijósa, sterkbyggða norræna kynstofn
ómældu lofti. Skírlífi sitt og feimni gagnvart
konurn bætti hann sér upp með skjalfestri
fyrirlitningu sinni á þeim. Hann þreyttist
aldrei á því að skammast út í konur. í „Also
sprach Zarathustra" (Svo mælti Zaraþústra)
segir hann konur, enn sem komið er, ekki
hæfar til að stofna til vináttu, þær séu enn
kettir eða fuglar eða f besta falli kýr.
„Manninn á að þjálfa til hernaðar, konuna
til að geta hermenn. Allt annað er flónska."
NAFNKÓNGSINS
Hann fæddist 15. október í Röcken, þorpi
nálægt Liitzen í Prússlandi. Þannig vildi til.
að sá dagur var einmitt afmælisdagur keis-
arans, Friedrich Wilhelms IV. Faðir hans
var í sjöunda himni yfir þessari tilviljun.
Hann hafði kennt mörgum úr hinni keisara-
legu fjölskyldu og nú skfrði hann soninn
eftir keisaranum. Þetta hafði þær ánægju-
legu afleiðingar fyrir Friedrich að í bernsku
hans voru afmælin almennir hátfðisdagar.
Hann varð fyrir þungu áfalli þegar hann
missti skyndilega föður sinn þrjátfu og sex
ára gamlan. Upp frá því tóku konurnar á
heimilinu við uppeldi hans og dekruðu við
hann og gerðu hann næstum kvenlega
næman. Hans mesta ánægja var fólgin í
því að loka sig af og lesa úr Biblíunni eða
lesa úr henni fyrir aðra af svo mikilli innlif-
un að viðstaddir táruðust.
Hann var átján ára þegar hann missti
trúna og það sem eftir lifði ævi hans leitaði
hann nýrrar trúar, sem hann seinna taldi
sig hafa fundið í fagnaðarboðskap „ofur-
mennisins".
Hann varð bölsýnn eins og sá sem hefur
lagt allt sitt undir í teningaspili og tapað.
Hann tók upp líferni stúdentanna við háskól-
ann í Bonn og Leipzig. Það er næstum
fullvíst að hann hafi smitast af sárasótt á
þessu tímabili sem aftur leiddi til andlegs
áfalls hans 1888. Vitfirrtur og einmana lést
hann 25. ágúst aldamótaárið 1900.
Skömmu eftir komu hans til Leipzig 1865,
uppgötvaði Nietzsche rit Schopenhauers
„Heimurinn sem vilji og hugmynd", sem
gjörbylti andlegu lffi hans. Seinna skrifaði
hann að f þessu riti hafi hann séð „spegil
sem ég skoðaði heiminn í, lífið og eðli mitt
af skelfilegri tign". Svartnættið í heimspeki
Schopenhauers varð ekki afmáð úr hugsun
Nietzsches, þrátt fyrir að hann í riti hafnaði
svartsýni fyrirrennara síns og kröfu hans
um afneitun, mótstöðu gagnvart viljanum.
Hermannadýrkun
Tuttugu og tveggja ára var Nietzsche
kvaddur í herinn en viðdvöl hans þar varð
12
.Ml.mtim muMHHlHllii.l.....m/m
.....¦»¦»¦¦ ll'*ll  II
-..Ml  lll»ll»lft|Éi Wtnl  if.-~ —-
^'¦l-méímmmímVmftm.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16