Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Hvað er svo glatt.
Halldór            Einarsson
kvaddur á Hjartakers-
kránni með Vísum
íslendinga. En hver var
þessi maður sem verð-
skuldaði svo áhrifamikið
kveðjuljóð?
Eftir Gylfa
Knudsen
síðastliðnu sumri auglýsti fornbókaverslun ein
í Reykjavík til sölu rit eftir Halldór nokkurn
Einarsson. í glugga verslunarinnar mátti sjá
bókina bakast í ágústsólinni, velkta og forn-
lega. Heiti bókarinnar hlýtur að hafa verið
sérlega illa fallið til þess að örva sölu henn-
ar. Eins og sérfræðiskýrsla sagði hún á sér
þessi skuggalegu deili: „Om Værdie —
Beregning paa Landsviis og Tiendeydelsen
i Island." Allmikil var bókin eða 175 blaðsíð-
ur og gefin út í Kaupmannahöfn árið 1833.
Verslunin gat þess í fræðandi auglýsingu,
að bókin væri eitt fyrsta hagfræðirit ís-
lenskt. Þó hafði skráningarglaður maður
dregið hana áður í dilk með lagaritum.
Ekki er laust við, að hrævareldar skatta-
fræða týri af bókarheitinu. Samt er varleg-
ast að slá engu föstu um þetta, fyrr en
einhver hefur verið ríflega styrktur til þess
stórvirkis að lesa bókina og ættfæra.
Ekki verður rit þetta til frekari meðferðar
hér. Nokkur forvitni vaknaði hins vegar um
höfund þess, Halldór Einarsson. Kom þá
upp úr kafinu, að nýlega voru 150 ár liðin
frá því að alþekkt kvæði, sem ort var til
hans að nokkru, var sungið í fyrsta skipti.
Á samkomu Hafnar-íslendinga hinn 27. júní
1835 urðu þau tíðindi, að Halldór Einarsson
og fleiri íslendingar voru kvaddir með Vísum
Islendinga, sem flestir kannast við sem
„Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur,"
og Jónas Hallgrímsson setti saman. Jafn-
stórbrotnar kveðjur hafa engir heimfarar
fengið. Hafði Halldór dvalist í borginni á
þrettánda ár við nám og ýmis störf, en nú
var komið að brottför til íslands. Vegna
þessa kvæðis hefur grillt í nafn Halldórs
og hefur hann því ekki notið fullkomlega
þeirra sjálfsögðu mannréttinda að falla
alveg í djúp gleymskunnar.
Vísur íslendinga hafa ætíð verið innan
seilingar í mannfagnaði landsmanna. Kvæð-
ið er sagt vera í órofa tengslum við sérstakt
skeið í sögu þjóðarinnar, sem söguskoðarar
munu hafa komið sér saman um að kenna
við birtu og leysingar. Því verður ekki neit-
að, að kvæðið er jafnaldra Fjölni. Hér verður
látið við það sitja að minnast lítillega á
kvæðið, en aðallega tíndir upp nokkrir
hagalagðar um þann mann, sem með réttu
má segja, að hafi gefið skáldinu tilefni til
að setja það saman. Halldór Einarsson er
ekki hverju barni kunnur, eins og svo
margir samtíðarmanna hans, baðaðir í dýrð-
arljóma ótal skólabóka.
II. VEISLAIHJARTAKERS-
HÚSUM
I Dýraskógi skammt fyrir norðan Kaup-
mannahöfn var greiðasala í aðsetri skógar-
varða. íslendingar nefndu staðinn Hjarta-
kershús. Þar var Halldór Einarsson ávarpað-
ur svo í skilnaðarveislu fyrrnefndan júnídag
fyrir einni og hálfri öld:
Já, heillogheiður, Halldórokkargóður.
Þú hjartans bestu óskum kvaddursért,
þvíþú ert vinur vorrargömlu móður
ogrilteisjá, aðhennineittségert.
Gakktu meðkarlmannshugaðströngu starS,
studdur rið dug og lagasverðið bjart,
ogmiðlaþráttafþinnarmóðurarfí
þeim, semglata sinum bróðurpart.
Vísur íslendinga voru frumprentaðar
sérstaklega á litla örk til nota í samkvæm-
inu, sem þarna var haldið í þessu tilefni.
Tekið er fram, að lagið sé eins og „Finis
Poloniæ". Mun það vera annað lag en lengst
af hefur verið notað eftir tónskáldið C.E.F.
Weyse, en heimildir eru þó að nokkru ósam-
hljóða um það.
Skilnaðarveisla þessi hefur verið í sam-
ræmi við venju, því að alsiða var að kveðja
íslenska heimfara með öldri góðu. Auk
Halldórs munu tvehvaðrir hafa verið kvadd-
ir við þetta tækifæri og víkur að þeim í
fjórða erindi kvæðisins. Er Halldór einn þó
nafngreindur, enda sjálfsagt talinn fremstur
þeirra heimfara, gamalgróinn í Kaupmanna-
höfn og nýlega orðinn sýslumaður. Síðar
fékk Halldór kveðju frá öðru góðskáldi.
Segir fráþví síðar.
Vísur íslendinga hafa runnið þjóðinni í
merg og bein. Þær hafa löngum verið ómiss-
andi amboð í íslenskum veislufagnaði. Sé
kvæðið lesið með slíkum þanka, má ekki
búast við því að hefjast til flugs. Það skipt-
ir hins vegar ekki máli, því að kvæðið býr
yfir eigin lögmálum, sem ekki verða auð-
veldlega skýrð. Þau hleypa lífi í það við þær
aðstæður, þar sem það getur þrifist. Má líkja
því við lífveru, sem verður að búa við ákveð-
in skilyrði. I kvæðinu er ekki aðeins leikið
á ljúfa strengi teitinnar, heldur er einnig
að finna tregatóna, sem minna á meinleg
örlög margra íslendinga í Kaupmannahöfn.
Þá eru heimfarar eggjaðir til dáða fyrir
ættjörðina. Kvæðið lyftist síðan á lagi Weyse
og velkt af langri vegferð dregur það með
sér slóða minninga. Þegar best tekst til,
má næstum eygja sjálfa þjóðarsálina í kraft-
birtingum yfir fagnaðinum og veislan góða
í Hjartakershúsum er jafnvel vís til að ganga
aftur.
Hér er að sönnu ekki fast land undir fót-
um. Eitt er þó víst, að Jónas Hallgrímsson
hefur ekki talið eftir sér að yrkja mönnum
skilnaðarkvæði til hátíðabrigða í sam-
kvæmi. Þótt fleira búi undir en fábrotið
tilefnið, kann einhverjum að þykja að lotið
sé að lágu. Höfundurinn hefði sér væntan-
lega til málsbóta, að hann taldi sig ekki
skáld og því leyfst að glingra við annað en
hinstu rök, skekinn af hrunadansi tauga-
hnoða.
III. Frá kalmanstungu Til
Kaupmannahafnar
Halldór Einarsson var fæddur á Bjarna-
stöðum í Hvítársíðu á jóladag 1796. Voru
foreldrar hans Einar Þórólfsson, yngri,
bóndi á Bjarnastöðum, síðar í Kalmanstungu
og víðar í uppsveitum Borgarfjarðar, og
fyrri kona hans Kristín Jónsdóttir, bónda í
Kalmanstungu Magnússonar. Halldór missti
ungur móður sína og nokkru síðar fluttist
faðir hans að Kalmanstungu. Að Halldóri
stóð borgfirskt bændafólk og var hann
löngum kenndur við Kalmanstungu, þar sem
ættmenn hans höfðu lengi búið.
Faðir Halldórs kemur víða við sögu í
borgfirskum fræðum, þeim akri, sem Krist-
leifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi plægði
með stálminni sínu einu saman. Kristleifur
segir margt af Einari Þórólfssyni og kveður
hann hafa verið stóran vexti, mikilfenglegan
og afar sterkan, sem og bræður hans, Þór-
ólfssyni. Hýrnar yfir fræðaþulnum, þegar
hann víkur að þeirri sérstæðu eigind þeirra
bræðra, að þeir voru með fádæmum radd-
sterkir. Einkum var Einar orðlagður fyrir
raddstyrk og ornar Kristleifur sér við
magnaðar sögur um þau undur. í fræðum
Kristleifs segir, að Einar hafí gollið af
Eldborg við Ulfsvatn á Arnarvatnsheiði allt
fram til Svartarhæðar við Arnarvatn hið
stóra, en það mun vera um fjögurra tíma
lestargangur. Kristleifur segist ekki rengja
það með öllu þannig að liklega er þetta
satt. Á jólaföstu árið 1814 handsömuðu
borgfirskir góðbændur með miklum fyrir-
gangi hrossaþjóf einn, Jón Frans að nafni,
sem hafði tekið sér bólfestu í hellisskúta
við Reykjavatn. Var Einar Þórólfsson með
í förinni og segir Kristleifur, að hellisbúan-
um hafi fallið allur ketill í eld við ægilegar
drunur, sem upptök áttu í barka þessa
afarmennis. Aðrar heimildir geta þessa ekki
en auðvitað hafa margir ritað um Jón Frans,
langt mál og ítarlegt.
I uppvexti sinum í Kalmanstungu hefur
Halldór mörgum kynnst og haft fregnir af
mönnum og málefnum víðs vegar af landinu,
því að bærinn var ekki afskekktur í þann
tíma ófugt við það, sem nú er. Hann stóð
við fjölfarna þjóðleið, og þar var stöðugur
straumur gesta. Það átti hins vegar ekki
fyrir Halldóri að liggja að gerast bóndi í
Kalmanstungu eins og faðir hans og lang-
feðgar margir. Æxlaðist það svo, að þessi
fátæki bóndasonur var settur til náms.
Haustið 1806 hafði fengið veitingu fyrir
Gilsbakka prestur að nafni Hjörtur Jónsson,
ættaður úr Landeyjum. Hann var þá fyrir
nokkru kominn frá því dapurlega verki að
fylgja sakamanninum Bjarna á Sjöundá til
aftöku í Noregi. Klerkur þessi var sagður
hafa haft öll sveitarráð í hendi sér. Kristleif-
ur á Stóra-Kroppi segir síra Hjört hafa ragað
mjög í einkamálum sóknarbarna sinna,
parað allt saman innan sóknanna og vafíð
Hvítsíðinga í eina ættarbendu. Halldór var
sendur til Gilsbakkaklerks og iðkaði þar
lærdómsmenntir í tvo vetur. Frá klerki lá
leiðin í Bessastaðaskóla. Útskrifaðist Hall-
dór þaðan með góðum meðalvitnisburði árið
1818. Á þeim tíma var ekki annað talið
hæfa til þjóðaruppeldis en hreinræktaðar
fornmenntir. Varla var farið að brydda á
stærðfræði, því síður nokkru „hagnýtu",
enda hafði sú hégilja ekki hvarflað að nein-
um að moka svonefndu atvinnulífí inn í
skóla eða flytja þá út á taðvöll.
Þetta var í tíð ættarveldis Stefánunga
og ekki þótti ónýtt umkomulitlum efnispilt-
um að ganga í þjónustu þeirra. Þannig var
helst einhvers frama að vænta. Halldór varð
árið 1819 skrifari hjá Stefáni amtmanni
Stephensen á Hvítárvöllum og gegndi því
starfi í tvö ár. Það voru síðustu árin sem
Stefán lifði. Ekki hefur Halldór kynnst
reglufestu og nákvæmni í embættisfærslu
þennan tíma, því að embættisskjöl reyndust
vera í mestu óreiðu eftir því sem Bjarni
amtmaður Thorsteinsson segir í dálítið drýg-
indalegri sjálfsævisögu sinni, en hann tók
við amtmannsembættinu að Stefáni látnum.
Andar að vísu oftast æði köldu frá Bjarna
í garð Stefánunga. Halldór hefur hins vegar
kynnst gáfuðum öðlingsmanni, þar sem
Stefán var, en þá orðnum armæddum og
þunglyndum. Eftir vistina hjá Stefáni var
Halldór eitt ár hjá bróður hans, Birni Steph-
ensen, dómsmálaritara við Landsyfírréttinnl
Árið 1823 sigldi Halldór til Kaupmanna-
hafnar til náms. Gekkst hann undir að-
göngupróf við Kaupmannahafnarháskóla og
var skrifaður í stúdentatölu haustið 1823.
Lauk hann kandídatsprófí í lögum 27. októ-
ber 1827 með I. einkunn í bóklegum hluta.
Ekki gekk alveg þrautalaust að ná þeirri
einkunn í verklegum prófshluta, svonefndu
„praktísku" prófí. Það próf þreytti hann
fímm sinnum til þess að ná I. einkunn, sem
loks tókst í nóvember 1831. Ekki bar nauð-
syn til þessarar fádæma þrautseigju út af
embættisgengi, þótt sjálfsagt væri að hafa
I. einkunn í báðum prófshlutum, einkum
þar sem hann var ekki af kjötkatlakyni
auðs og embætta. Prófmaðurinn hefur verið
stakur eljumaður og metnaðarfullur. Virðist
hann raunar hafa verið „kúristi" sem svo
er kallað og löngum þótt dálítill ljóður á ráði
manna. Halldór hafði tutlað sér náttúru-
fræðistyrk allvænan f sjálfsbjargarviðleitni
sinni og því neyðst til að grauta eitthvað í
þeim fræðum. Herbergisfélagi Halldórs á
Garði, Þorsteinn Helgason, síðar prestur í
Reykholti, segir í bréfí til Páls Pálssonar
vorið 1826, að ábatinn hafi mest dregið
Halldór að styrknum, gáfur hafi hann ekki
til gagnlegra náttúrufræðirannsókna „því
að annað en það sem hann með sinni stöðugu
iðni lærir utanbókar tel ég ei uppá" eins
ogbréfritari kemst að orði.
I ritverki sínu álnarþykku um Jón Sig-
urðsson telur Páll Eggert Ólason Halldóri
til tekna áhuga á ýmsum fræðum íslenskum,
einkum lögvísi og hagfræði, en segir svo:
„Að öðru leyti var hann hégómlegur nokkuð,
og ekki trútt um, að samlandar hans sumir
hentu gaman að honum." (J.S. I. bindi,
Rvík 1929 bls. 240). Það kann að vera
vafasamt að leggja mikið upp úr þessu.
Skrýtin skepna hefur sá verið talinn, sem
tók að bauka við blóma- og trjárækt á
Akranesi á þessum tímum og fádæma hé-
gómi hefur það þótt af félitlum manni að
sælast til innflutnings á snotru timburhúsi
frá Noregi til íveru undir Hafnarfjalli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16