Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1987, Blaðsíða 5
* hausinn, og þó hún væri að ýmsu leyti jafn slæm var þó einn mikilvægur munur á. NÁMUR SALÓMONS KONUNGS Haggard hafði í þetta sinn vit á því að láta hluta sögunnar gerast í Afríku og þar urðu mótsagnir, furður og ofbeldi mun skilj- anlegri en hefði sagan gerst á Englandi eins og hin fyrsta. Þar að auki þekkti Hagg- ard umhverfið betur en flestir aðrir og gat því skrifað býsna sannferðuga um aðstæður og landshætti sem í sjálfu sér vöktu forvitni. Haggard var nú kominn á sporið og sama ár og Nornahausinn kom út sendi hann frá sér bókina um námumar sem enn heldur nafni hans á lofti. Bókin seldist í geysistór- um upplögum og Haggard varð í einu vetfangi frægur um allan hinn enska heim svo hann gat eftir það helgað sig ritstörfum eingöngu, ef honum svo sýndist. Hann greip tækifærið tveimur höndum og næstu árin komu frá honum nokkrar sögur til viðbótar sem gerðust í Afríku, þar á meðal She (1887) og Alan Quatermain (1887). Árið 1891 sneri hann hins vegar við blaðinu í bili því þá kom út bókin sem gerist að mestu á íslandi og segir frá Eiríki bjart- eygða, Skallagrími berserki og þeim fögm konum Svanhildi og Guðrúnu. Haggard hafði lengi haft áhuga á ís- landi. Hann hafði lesið nokkrar íslendinga- sagnanna í æsku og þegar þau hjón fóru að eignast böm las hann sögurnar líka fyr- ir þau. Hvattur áfram af vini sínum ákvað hann að skrifa sína eigin íslendingasögu og komst, einsog sjálfsagt má telja, að þeirri niðurstöðu að til þess að geta skrifað slíka sögu þyrfti hann fyrst að komast til „lands miðnætursólarinnar og á staði hinnar fomu slátrunar". í júní 1888 lagði hann af stað til íslands ásamt vini að nafni A.G. Ross og hafði_ meðferðis kynningarbréf frá hinum kunna íslandsvini William Morris sem hann hafði sótt heim fyrir ferð sína. Um ísland ferðuðust þeir félagamir í fimm vikur og Haggard heillaðist af landinu þó honum blöskruðu stundum auðnirnar. „Þetta er skemmtilegt er guðsvolað land,“ skrifaði hann heim til sín, og bætti við í dagbók sinni: „Ég skrifa þetta þar sem stóð bær Gunn- ars sem ég sé enn móta greinilega fyrir . . . í norðri er stór jökull.. . Lævirkinn (!) syng- ur nú þar sem Gunnar barðist og féll svikinn af Hallgerði. . . Gróf í gærkveldi og fann ýmsar menjar um brennuna. Gólf bæjarins virðist hafa verið þakið svörtum sandi (sjá söguna)... Hvaða maður sem hefur lesið íslendingasögurnar getur horft yfir Þing- velli án þess að finna fyrir djúpum tilfinning- um? Þama er Hólmgöngu-Eyjan í miðri Öxará þar sem fleiri stríðsmenn en tölu verður á komið hafa fallið í einvígi, þama er hylurinn þar sem ótrúar konur hlutu dóm sinn ... Það þarf ekki nema svolítið ímynd- unarafl til þess að sjá fólkið streyma á ný um þessa velli: maður sér næstum Gunn- ar . .. Hvar em þau öll — Gunnar, Hallgerð- ur, Grettir. . . Og hrafn flýgur krúnkandi upp úr gjánni, villiönd þýtur skjótt að hreiðri sínu úti á vatninu. Þar er svarið komið. Það eina svar sem gefið er þeim sem leita þess sem hefur verið í því sem er.“ Þeir Ross dunduðu sér við laxveiðar og annað slíkt meðan Haggard beið þess að andinn kæmi yfir hann. Andinn brást honum aldrei og við þann stað þar sem hann taldi haug Gunnars vera skaut söguefninu skyndilega niður í huga hans. Hann sneri umsvifalaust léttur í lund heim til Englands. Haggard vandaði sig mjög við að skrifa bókina, hann varði til þess heilum fjórum mánuðum en áður hafði hann sjaldnast eytt meira en sex vikum í að skrifa skáldsögur sínar. í ævisögu Haggards eftir Morton Cohen er sagt fullum fetum að þessum tíma hafi verið vel varið því Eiríkur bjarteygði sé, þrátt fyrir heldur ólánlegt nafn, stórvel heppnuð afþreyingar- og ævintýrabók og í alla staði sannfærandi. Cohen bætir því við að af öllum hinum gleymdu bókum Rider Haggards eigi Eiríkur bjarteygði síst skilið gleymskunnar dá. Til þess verður ekki tekin afstaða hér, en hitt er deginum ljósara að í augum íslendings getur Eiríkur með engu móti talist sannfærandi bók. Satt að segja er hætt við að þeir sem lesið hafa íslendinga- sögumar sjálfar brosi í kampinn við lestur- inn á bók Haggards og skelli stundum upp úr í fráleitustu köflunum. Uppskrúfaður Stíll Söguþráðurinn er kapítuli út af fyrir sig. pað er ekki rétt að rekja hann í neinum smáatriðum en í stuttu máli má segja að bókin ijalli um klassískan ástarþríhyming: Eirík bjarteygða og hálfsysturnar Guðrúnu fögm og Svanhildi föðuríausu. Þær systur elska hann báðar en hann sér aðeins hina björtu og hreinu Guðrúnu. Svanhildi fellur Höfundurínn, H. Rider Haggard, búinn til veiða á enska vísu. það illa en hún kann ýmislegt fyrir sér og deyr ekki ráðalaus. Ymist reynir hún að lokka Eirík til sín með hinum ferlegustu göldmm, spilla milli þeirra hjúanna eða þá hún reynir að fá aðra kappa til þess að drepa hann, svo Guðrún fái að minnsta kosti ekki notið hans. Þá nýtur Eiríkur að- stoðar Skallagríms sem er afturbataberserk- ur en sá bjarteygði hafði sigrað við helli hans á hárri heiði. Þeir félagar leggjast meðal annars í víkingu og herja á skosku eylöndin og þar gerast mikil býsn; heima á íslandi eiga þeir svo í höggi við ófríðan fjandher, rógmælgi, heigulshátt, fjölkynngi og samsæri lítilmenna. Atburðarásin gæti kannski í sjálfu sér átt heima í raunvem- legri íslendingasögu — eða altént riddara- sögu — þó hún sé að vísu öll mun ýktari og ótrúlegri en í sögunum og furður og galdrar svo kynngimögnuð að slíkt hefði Snorri sjálfsagt aldrei fest á kálfskinn. Það má alla vega efast um að hann hefði látið nokkra persónu ganga á vatni en slíkt guð- last vílar Haggard ekki fyrir sér — Svan- hildur fær sér gönguferð á úfnu Atlants- hafinu til að bjarga Eiríki frá bráðum bana. Það sem slær íslenskan lesanda þessarar bókar þó meira en ólíkindalegur söguþráður- inn er uppskrúfaður stíllinn. Hann minnir giska lítið á fáorðan og knappan frásagnar • máta Njáluhöfundar og þeirra allra, svo það hljómar eins og hlægilegt öfugmæli þegar Morton Cohen (sem gaf ævisögu sína út árið 1960) hefur það eftir stúdentum í íslensku að samræðumar í Eiríki bjarteygða minni þá á samræður Islendingasagnanna. Því fer nefnilega fjarri og jafnvel hætt við að höfundum riddarasagna hefði orðið bumbult. Rider Haggard blæs persónum sínum í bijóst innblásna mælgi, orðskrúðið er stundum blátt áfram fáránlegt og menn heykjast ekki við að halda langar ræður um tilfinningar sínar (fyrst og fremst ástina sem öllum er efst í huga), svo þar sem Njáluhöf- undi dugði: „Ung var ég Njáli gefín . . .“ hefði Haggard sjálfsagt þurft þijár fjórar blaðsíður. Haggard virðist raunar hafa ver- ið í óvenju ástleitnu skapi þegar hann skrifaði bókina því persónur hans eru sinkt og heilagt að staglast á því hversu yndis- legt, unaðslegt og dásamlegt það sé að kyssa ástvin sinn! Astarkossar í Islendinga- Dauða Eiríks bar að með þeim hætti, að hann hljóp fyrir björg með fjand- mann sinn ífanginu. sögunum eru teljandi á fingrum annarrar handar en hjá Haggard er eitthvert kossa- flens á_ nærfellt hverri blaðsíðu. Og það kemur íslendingi spánskt fyrir sjónir þegar söguhetjan í „nútíma-íslendingasögu" lætur út úr sér þvætting á borð við: Að Kyssa Og Deyja „Fíflska er þetta,“ mælti Eiríkur. „Fuglar sækja í loftið, sjórinn að ströndu og maður sækir til konu. Eins og allt er, svo skal það vera, því nógu snemma mun allt virðast sem )að hefði aldrei verið. Ég kysi heldur að kyssa ástvinu mína og láta síðan lífið, ef mér svo líst, en að kyssa hana eigi og lifa, )ví að lokum verður endirinn einn endir, og kossar eru sætir.“ Skallagrímur bætir síðan um betur með því að segja: „Þetta var vel mælt!“ — og skal engan undra þó þeir sofni síðan báðir tveir örþreyttir! Báðar þessar hetjur enda ævina voveiflega og konurnar farast og harmleikurinn er alger. En þótt bókin Eiríkur bjarteygði sé ansi spaugileg lesning í augum íslendings tjóir ekki að gera mál úr því, H. Rider Haggard var að skrifa ævintýrabók eins og hann kunni best og bókin mæltist vissulega vel fyrir hjá lesendum hans. Bókmenntamenn höfðu aldrei látið fallerast fyrir sögum hans og gerðu gys að honum ef eitthvað var. Þegar einhver hafði á prenti líkt saman Haggard og Robert Louis Stevenson (sem sjálfur fór raunar fremur hlýlegum orðum um Námumar) svaraði annar gagnrýnandi hneykslaður og sagði að slíkt væri eins og líkja saman ormi og stjömu, og fór ekkert á milli mála hvor þeirra engdist í moldinni og aurnum. Alþýða manna tók Haggard hins vegar opnum örmum og las bækur hans upp til agna — og raunar ekki aðeins alþýða, heldur og kóngafólk Evrópu. Það fólk allt var meðal dyggustu lesenda hans og til dæmis mun Eiríkur bjarteygði hafa verið uppáhaldsbók prinsins af Wales, sem síðar varð Játvarður sjöundi. Og bókin var tileinkuð öðm bami Viktoríu drottingar, Viktoríu keisaraynju í Þýskalandi. Sú gekk að eiga Friedrich Wilhelm („Unser Fritz“), son Vilhjálms fyrsta og var hann keisari í þijá mánuði árið 1888 en lést þá af krabba- meini og Vilhjálmur annar tók við. Tileinkun Rider Haggards hljóðar svo: „Madam, Þér hafið af miklu örlæti látið berast til mín þá vitneskju að þær erfiðu vikur ljarri heimili sínu — milli vonar og ótta, við mikl- ar þjáningar — hafi Prins sem allir menn hljóta að minnast með virðingu, keisarinn Frederick, fundið ánægju við lestur bóka minna; að þær hafi „vakið áhuga hans og heillað hann“. „ . . .INNÍVALHÖLL Frægðarinnar Meðan heimurinn beið daglega við bana- legu yðar keisaralega eiginmanns, meðan margir lærðu hugrekki í raun af hans hetju- legu þolinmæði, vissi fjarlægur rithöfundur ekki að hann hafði borið gæfu til þess að færa þessum margþjáða manni andartaksró frá sorg og sársauka. Þessi vitneskja er rithöfundi mun dýr- mætari en nokkurt lof, og það er með þakklæti sem ég dirfist, með leyfi yðar há- tignar, til þess að tileinka yður þessa sögu um Eirík bjarteygða. Keisarinn sálugi, sem í hjarta sínu unni friði þó af skyldurækni væri hann fremstur hermanna, hefði ef til vill getað haft áhuga á stríðsmanni sem uppi var fyrir löngu, hetju af okkar norræna kynstofni, sem eyddi ævi sinni í baráttu en þráði hvíld. En vera kann að svo sé ekki; að líkt og hinn gullni Eiríkur, og að fordæmi göfugra hetja, hafi hann gengið gegnum hin hundrað hlið inn í Valhöll frægðarinnar. Það er því yður, Madam, sem ég tileinka þessa bók; tákn, að vísu ómerkilegt og óverðugt, um djúpa aðdáun og samúð.“ H. Rider Haggard hélt áfram að skrifa í svipuðum dúr þó ísland yrði honum ekki söguefni framar. Alls urðu skáldsögur hans 50 og 23 aðrar bækur lágu eftir hann þeg- ar hann lést 1925. Þá hafði hann verið sleginn til riddara fyrir fjölmörg trúnaðar- störf sín fyrir nýlendustjóm Breta víða um heim. Greinarhöfundurinn er blaöamaöur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. FEBRÚAR 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.