Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 9
ÓMAR
STEFÁNSSON
er fæddur 1960 og býr í
Reykjavík. Hann er að
minnsta kosti þekktur
meðal þeirra, sem fylgj-
ast með myndlistarsýn-
ingum í höfuðstaðnum.
Nýlega hélt hann sýningu
í Galleríi Svörtu á hvítu,
sem vakti talsverða at-
hygli. Ómar er expressj-
ónisti af nýja, þýzka
skólanum, enda hefur
hann stundað framhaldsnám i Hochschule
der Kiinste í Berlín þar sem kröftug vinnu-
brögð eru höfð í hávegum.Áður hafði hann
numið við Myndlista-og handíðaskóla ís-
lands. Myndin sem hér sést, heitir Píanó
pikknikk. Hún er 100x80 cm á stærð.
BJARNI
SIGURBJÖRNSSON
er fæddur 1966 og býr í
Kópavogi. Hann hefur
sótt námskeið í myndlist
í Myndlistarskóla ís-
lands, en hefur annars
lært bifreiðasmíði og
starfar við það. Sam-
kvæmt fáanlegum heim-
ildum er þetta fyrsta
sýning, sem Bjami tekur
þátt í. Hann hefur verið
minnugur hinnar upphaf-
legu forskriftar sýningarinar, því myndin
sem hér birtist heitir: Það er gott að geta
létt á höfðinu og látið tölvuna um það að
hugsa. Stærð myndarinnar er 120x90 cm.
HELGI ÞORGILS
FRIÐJÓNSSON
er ugglaust þekktastur
þátttakenda í sýning-
unni, enda hefur hann
látið mikið að sér kveða
í myndlistarlífi hérlendis
og tekið þátt í fjölda sýn-
inga erlendis með þeim
árangri að verk eftir
hann er nú á Nútíma-
safninu í Stokkhólmi.
Helgi Þorgils er fæddur
1953. Hann nam fyrst í
Myndlista- og handíðaskóla íslands og var
síðan við framhaldsnám í tveimur listaskól-
um í Hollandi frá 1976-1979. Helgi býr í
Reykjavík og hefur unnið þar að myndlist
sinni jafnframt því að kenna við Myndlista-
og handíðaskólann. Myndin sem hér er birt,
heitir Stefnumót og er 210x75cm á stærð.
ÞORVALDUR
ÞORSTEINSSON
er fæddur 1960 og býr í
Reykjavík. Hann á að
baki fjölbreyttari náms-
feril en hinir þátttakend-
umir: Stúdent frá MA
1980 og íslenzkunám í
Háskóla íslands ’81-’82.
Myndlistarnám hófst
með námskeiði við Mynd-
listarskólann á Akureyri
og síðan í Myndlista- og
handíðaskóla íslands
1983-87. Þorvaldur hélt 3 einkasýningar á
Akureyri, þá íjórðu í Cosy Comer og nokkr-
um samsýningum hefur hann tekið þátt í,
þar á meðal UM 83. Hann hefur auk þess
myndlýst bamabók fyrir Mál og Menningu.
Á myndinni sem hér birtist hefur hann
bmgðið upp frægum Akureyringi og nafnið
er við hæfí: Eitt eilífðar smáblóm. Myndin
er 120xl50cm á stærð.
E w
j LW ifi 1 ... -. WL ; A jk-. 1 'v l{
B ji , - j j&l í 5» \£ j
JÓNÍNA
MAGNÚSDÓTTIR
er fædd 1955 í
Reylq'avík, en búsett í
Danmörku síðan 1982.
Hún lauk námi úr kenn-
aradeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands
1978 og kenndi síðan
mynd- og handmennt við
Sérkennslustöð Kópa-
vogs frá ’78-’82. í
Danmörku hefur Jónína
lagt stund á frekara
myndlistamám, m.a. í postulínsmálun og
kennt þá grein jafnframt. Myndin sem hér
birtist, heitir Sólarsýn og er unnin á flísar
með postulínslitum. Stærðin er 85x65cm.
Jónína hefur ekki tekið þátt í sýningu áður
en ætlar að halda sína fyrstu einkasýningu
í marz.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. FEBRÚAR 1987 9