Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						
:¦ .¦ yrm ÆpB
Kvísl
Svif
VIRAVIRKI
tærðin, segir Hansína Jensdóttir, „heillar mig.
Ég sé þessi verk fyrir mér miklu stærri, kannski
átta metra há og þaðan af stærri. En þá kæm-
ust þau náttúrlega hvergi fyrir nema utandyra
og ég var hrædd um að enginn vildi kaupa þau
BHHSnBpSH
Ginning
Hansína Jensdóttir fæst
við gull- og silfursmíði
jafnframt list sinni, sem
hún lærði hér og í
Kanada, en hefur farið
sér hægt og heldur nú
sína fyrstu einkasýningu
á Kjarvalsstöðum
svo ég hafði hemil á mér. Auðvitað eru
verkin sem ég sýni á Kjarvalsstöðum full-
gildir skúlptúrar frá minni hendi."
Satt að segja ber Hansína það ekki bein-
línis með sér að hún hugsi í þvílíkum
stærðum. Hún er kyrrlát og fámálug og þó
það séu bráðum liðin fimm á síðan hún kom
heim frá námi er hún fyrst núna að opna
einkasýningu — nánar tiltekið á ganginum
á Kjarvalsstöðum. Hún hefur látið fyrir-
ganginn öðrum eftir en haldið sér við
leistann sinn í friði og ró og smíðað gull
og silfur þess á milli. Þó hefur hún tekið
þátt í býsna mörgum samsýningum og átti
meðal annars eitt verk á abstrakt-sýning-
unni kunnu á Kjarvalsstöðum.
Nú segist hún vera kvíðin.
Tómthús
Eftir ILLUGA
JÖKULSSON
Hansína Jensdóttir
„Sérstaklega var ég dauðhrædd þegar
ég byrjaði að vinna að þessari sýningu af
fullum krafti núna eftir jólin. Hlutirnir mínir
virtust verða allt ððruvísi en ég hafði hugs-
að mér þá. Það er líka allt annað að sýna
einn en með öðrum; á samsýningum hverfa
verkin ýmist í fjöldann eða ekki, en sýning-
in stendur alla vega ekki og fellur með
þeim."
Hansína byrjaði myndlistarnám sitt í
Myndlista- og handíðaskólanum hér í
Reykjavík en fór aldrei lengra en í forskól-
Hansína með hluta af verki.
ann, enda var þá engin skúlptúrdeild við
skólann, en þangað stefndi hugurinn og
annað ekki.
„Ég sótti líka tíma í Myndlistarskólanum,
kvöldskólanum, og það var mér ekki síður
gagnlegt. En svo komst ég að þeirri niður-
stöðu að ef ég ætlaði að gera einhverja
alvöru úr því að helga mig skúlptúrnum
yrði ég að fara út og fór þá til Kanada.
Ég lærði í borg sem heitir Calgary og var
mjög heppin með skólann. Einkum og sér
í lagi var aðstaðan góð og maður gat haft
sína hentisemi sem mér finnst mjög mikils
virði. Ég var í Calgary í tvö ár og kom
heim '81."
•Áður en Hansína fór út hafði hún verið
að læra gullsmíði og hefur starfað við það
síðan.
„Ég var reyndar að hugsa um að hætta
gullsmíðanáminu á tímabili," segir hún, „en
nú er ég mjög fegin því að hafa haídið
áfram. Eg fæst við að smíða skartgripi fyr-
ir Jens gullsmið föður minn og finnst það
mjög ánægjulegt starf. Á hinn bóginn er
skartgripasmíði auðvitað ekki sá skúlptúr
sem ég hef mestan áhuga á, enda er hér
um gerólíka hluti að ræða. Hlutirnir sem
ég smíða á gullsmíðastofunni eiga, held ég,
ekkert skylt við skúlptúrana mína. Það er
kannski skrýtið því við höfum algerlega
frjálsar hendur. Ég held ég geti sagt að ég
hugsi öðruvísi þegar ég er að smíða úr silfr-
inu en þegar ég er að vinna að eigin lista-
verkum."
Hansína byrjaði á því, heim komin til
íslands, að gera verk úr pappír, síðan próf-
aði hún tré, en undanfarið hefur járnið ráðið
ríkjum.
„Ég skal ekkert segja um það hvort ég
sé komin á rétta hillu með þessum yíravirkj-
um sem ég er að fást við núna. Ég hugsa
mjög lítið um það sem ég er að gera, að
minnsta kosti ekki fyrirfram, og reyni að
láta verkin spretta af sjálfu sér. Ég rissa
til dæmis mjög sjaldan upp hugmyndir áður
en ég byrja að vinna og ef ég geri það er
eins víst að niðurstaðan verði allt önnur.
Mér finnst bestu verkin mín verða til þegar
ég gleymi mér fullkomlega við vinnuna."
Það lætur að líkum að Hansína vill sem
minnst segja um þau víravirki sem hún
sýnir á Kjarvalsstöðum.
„Ég er lítið gefin fyrir það að tala um
verkin mín. Ég hef svo sem ekkert um þau
að segja, þau verða að standa fyrir máli
sínu sjálf..."
¦
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS    14. MARZ 1987     1.3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16