Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						að dvelja heima hjá sér eins lengi og það
getur og jafnvel að deyja heima. Það sem
til þarf er að allir, þar með talið starfsfólk
heilbrigðisþjónustunnar og stjórnvöld geri
sér grein fyrir þörfinni óg þeim rétti sem
við höfum öll, að fá að deyja þegar okkar
tími er kominn með fulíri reisn og virðingu.
Það hefur komið í ljós/víða erlendis að þessi
starfsemi er mjög þjóðhagslega hagkvæm.
Kostnaður við að sinna fólki í heimahúsi
er mun minni en ef það lægi inn á sjúkrahúsi.
í Bretlandi til dæmis vita flestir hvað
„hospice" er, því' þar eru fleiri tugir
„hospice"-heimila út um allt. Það eru eflaust
skiptar skoðanir um tilverurétt þeirra en
þau standa aldrei auð og þangað fer enginn
sem ekki vill. Það er reynsla Breta að
stærsti hluta sjúklinganna eru krabbameins-
sjúklingar. Þeir koma þá gjarnan upphaf-
lega inn í einkehnameðferð, s.s. meðhöndlun
verkja, ógleði og uppkasta. Annaðhvort
leggjast þeir inn eða koma á heimahlynning-
arstöð sem oftast er starfrækt í tengslum
við „hospice"-heimilin. Síðan njóta allmarg-
ir umönnunar heimahlynningar eins lengi
og aðstæður leyfa.
Er þetta bara fyrír sjúklinga?
Nei, það er víða farið að starfrækja
heimahlynningarteymi í tengslum við lang-
legudeildir eða elliheimili með mjög góðum
árangri. Svíar hafa til dæmis gert það lengi.
Það er sjálfsagður réttur hvers og eins að
fá þessa umönnun, ekki bara sjúklinga.
Hvað með eyðnisjúklinga, koma þeir til
með að fá þessa þjónustu?
Það hefur mikið verið rætt um þetta inn-
an hospice-starfseminnar og þegar hafa
verið opnuð hospice fyrir eyðnisjúklinga
bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sem við
vitum um. Við höfum líka rætt þetta okkar
á milli en okkar þjónusta verður takmörkuð
í byrjun. Að sjálfsögðu eiga þessi sjúklingar
sama rétt og aðrir á mannlegri umönnun í
sínum veikindum.
A hvaða stigi eru þessi mál hjá ykkur
í dag?
Þessi mál eru á undirbúnings- og um-
ræðustigi ennþá. Við höfum rætt þessi mál
ansi víða og teljum að vissa hugarfars-
breytingu þurfi til, bæði meðal almennings
og/innan heilbrigðisþjónustunnar svo ekki
sé talað um stjórnvöld. Starfsfólk heilbrigð-
isþjónustunnar þarf að horfast í augu við
að það eru margar fagstéttir sem þurfa að
vinna saman og að virða starfsvið hvers
annars til að ná sem bestum árangri skjól-
stæðingum okkar til handa, en það er jú
markmið allra sem að þessum málum vinna.
Hvað snýr að Krabbameinsfélaginu þá mun-
um við hefja upplýsinga- og ráðgjafaþjón-
ustu fyrir almenning um miðjan mars og
heimahlynningu á svipuðum tiríia. Hún mun
fara hægt af stað til að byrja með þar sem
við erum aðeins með rétt rúmlega eitt stöðu-
gildi. Það verður síðan að koma í ljós hvernig
þessi mál þróast.
Standið þið einar að þróun þessa verk-
efnis?
Nei, alls ekki. Það er mjög mikill áhugi
fyrir þessu verkefni hjá öllum sem við höfum
rætt við. Við höfum meðal annars myndað
um það bil 20 manna hóp ýmissa sérfræð-
inga heilbrigðisþjónustunnar og eiga sjúkra-
hússprestar þar sæti líka. Þessi hópur mun
vera nokkurs konar vinnuhópur sem þróar
þessar umræður áfram og eins ráðgjafa-
og stuðningshópur við starfsemi okkar hjá
Krabbameinsfélaginu.
Nú er annað af tveim meginviðfangs-
efnum ykkar hjá Krabbameinsfélaginu
að annast upplýsinga- og ráðgjafaþjón-
ustu um krabbamein fyrir almenning.
Hveraig verðurþeirriþjónustu háttað?
Þessi þjónusta verður fyrst og fremst
veitt í síma. Við verðum með opinn símatíma
alla virka daga kl. 9.00—11.00 í síma
91-21122. Sténdur hún landsmönnum öllum
til boða og munum við leitast við að svara
öllum fyrirspurnum eftir bestu getu. Áður-
nefndur sérfræðihópur verður okkur þar til
stuðnings og ráðgjafar.
Höfundurinn er blaöafulltrúi hjá Krabbameins-
félaginu.

AMokka
fyrir20árum
amli miðbæjarkjarninn í Reykjavík er að
mörgu leyti annar í dag en fyrir tuttugu árum.
Mokka-expresso-kaffi við Skólavörðustíginn
er þó enn á sínum stað. Kaffihúsin koma og
fara eins og annað í mannlegu samfélagi. Sum
hætta tiltölulega snemma, eru rekin tvö til
þrjú ár, önnur eitthvað lengur og svo eru
í meira en aldarfjórðung
hefur Mokka-kaffi við
Skólavörðustíg verið
samkomustaður skálda og
listamanna framar öðrum
kaffihúsum og ekkert
bendir til að breyting sé
að verða á því. En
listaspírurnar sem létu til
sín taka fyrir tveimur
áratugum eru nú að verða
miðaldra menn, nýjar
spírur komnar í staðinn
og innanum og samanvið
eru nú eins og þá hinir
ómissandi kynlegu kvistir.
EFTIRÓLAF
ORMSSON
hin sem verða rótgróin og munu að öllum
líkindum lifa og dafna um ókomin ár. Guð-
mundur Baldvinsson og Guðný kona hans
hófu að reka Mokka-kaffi þegar hann kom
heim frá söngnámi á ítalíu á fyrstu árum
sjöunda áratugarins. Þá tóku margir ást-
fóstri við staðinn og hafa haldið tryggð við
hann allt fram á þennan dag. Á þeim aldar-
fjórðungi, sem liðinn er síðan Mokka var
opnað, hafa húsakynni svo til verið hin sömu
frá upphafí. Þar eru ennþá gómlu borðin
og bekkirnir, sama afgreiðsluborðið og
kaffivélin að ég held sú sama og þegar
opnað var. Mokka hefur samt allaf haft sinn
sjarma og margar ástæður fyrir því. Þar
er lagað expressó-kaffi með misjöfnum
styrkleika, sterkasta blandan þannig að
skáld og listamenn fá sumir hverjir inn-
blástur strax á fyrsta bolla og umhverfið
spillir svo sem ekki fyrir. Á Mokka hafa í
gegnum tíðina verið haldnar margar mynd-
listarsýningar. Byrjendur sem lengra komnir
myndlistarmenn hafa hengt þar upp verk
sín og sumir slegið fyrst í gegn með sýn-
ingu á Mokka, einkum hér áður fyrr þegar
algengt var að ein sýning tæki við af ann-
arri. Salurinn þar sem kaffiveitingar fara
fram er líka einkar hentugur fyrir sýningar
þar sem ekkí er mikið af myndumj 30—30
fermetrar og nokkuð hátt til lofts. I svipinn
man ég að fyrir rúmum tuttugu árum voru
Alfreð Flóki, Bragi Ásgeirsson, Baltasar og
Bjarni Ragnar Haraldsson, sem þá var á
unglingsárum, með sýningar sem vöktu at-
hygli. I þá daga var algengt að hitta fyrir
á Mokka ung skáld sem voru að gefa út
sínar fyrstu ljóðabækur.
DagurSettiSvip
Á Staðinn
Dagur Sigurðarson var þar auðvitað oft
og með flinkari sölumönnum. Birtist kannski
skyndilega í lopapeysu og gallabuxum.
Væri á Mokka líklegur kaupandi stóð Dagur
um stund álengdar, virti hann fyrir sér,
settist síðan snögglega við borðið þar sem
hann taldi vera einhverja von um sölu og
dró upp úr tösku eintak af nýjustu ljóðabók
sinni. Eitt sinn man ég að Dagur kom inn
á Mokka með nýja Ijóðabók sína, Níðstöng
hin meiri, sem kom út árið 1965, og fór
um salinn eins og hvítur stormsveipur. Við
eitt borðið sat ung stúlka, líklega úr mennta-
skóla. Dagur fór úr lopapeysunni, var í
þunnum bol innanundir, tók upp greiðu og
lagaði hárið, sem hann gerði svona yfirleitt
ekki. Hann gekk til stúlkunnar, hneigði sig,
bauð góðan daginn og kvaðst vera með
nýja ljóðabók í tösku og spurði hvort hann
mætti setjast við borðið augnablik og sýna
henni nýútkomna ljóðabók eftir sig. Stúlkan
sagði:
— Gjörðu svo vel.
Og Dagur ekki fyrr sestur að hann spurði
hvort hún hefði áhuga á að kaupa af sér
eintak. Jú. Hún vildi kaupa eitt eintak og
Dagur varð að árita bðkina sem hann gerði
með mikilli ánægju. Hann bað stúlkuna að
afsaka sig smástund, kvaðst þurfa að bregða
sér frá, yfír í næsta hús. Dagur birtist síðan
örfáum mínútum síðar og þá með blóm úr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16