Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						kappadókía
Þáttur úr
Tyrklandsför
Ynglingasögu lýsir Snorri Sturluson kringlu heims-
ins, er mannfólkið byggir, og getur þess, að
Tanakvísl (áin Don í Rússlandi) komi til sjávar inn
í Svartahaf. Fyrir austan Tanakvísl í Asíá var kall-
að Ásaland eða Ásaheimur, en höfuðborg landsins
hét Ásgarður. í þyí landi var Óðinn mestur
höfðingi, kunnáttumaður um margt, víðför-
ull og sigursæll.
Fyrir sunnan fjallgarð mikinn, sennilega
Kákasusfjöll, er eigi langt til Tyrklands.
„Þar átti Óðinn eignir stórar", segir Snorri.
Þaðan flýði hann með menn sína undan
ofríki Rómverja og settist að á Norðurlönd-
um. Oðinn var forspár og fjölkunnugur, og
allar íþróttir sínar kenndi hann með rúnum.
I formála Snorra Eddu segir ennfremur
að Óðinn hafi verið ættaður frá Tróju í
Tyrklandi. Þaðan fýsti hann að halda til
norðurálfu og settist að í Danmörku og síðar
í Svíþjóð. „Skipaði hann þar höfðingjum og
í þá líkingu, sem verið hafði í Tróju, setti
tólf höfuðsmenn á staðnum að dæma lands-
lög og skipaði hann réttum öllum.svo sem
fyrir hafði veríð í Tróju og Tyrkir voru van-
ir", en Æsir eru taldir vera tólf.
Að áliti Barða Guðmundssonar, sagn-
fræðings, voru menn Óðins raunverulega
Herúlar, en á 3. og 4. öld bjó þessi germ-
anski þjóðflokkur ásamt Gotum suður við
Svartahaf, og varð hann að lokum að flýja
norður á bóginn undan yfirráðum Húna um
aldamótin 500 e.k. Höfðu þeir áður gert
árásir á borgir í rómverska ríkinu og herjað
á Grikki, en voru sigraðir af rómverska
keisaranum Claudíusi II Gothicus 278 e.k.
í orrustunni við Naissus í Júgóslaviu.
Eftir
Sturlu Friðriksson
Hellabyggðir í Tyrklandi
Gos úr tindum fögrufjalla
forðum þeytti vikursalla.
Brenndi Surtareldi alla
álfu vorra feðra.
Virtist ei með öllum mjalla
yfirstjórn í neðra.
Síðan hafa skúrir skafið
skorninga í vikurhafið.
Öskusvæðið giljum grafið
gegnum urðarhöftin.
Almættið mun önnum kafið
enn við skurðargröftinn.
Hvert, sem við um landið lítum
ljómar jörð af vikri hvítum,
sem er þakinn þúsund strýtum.
Þar í helli risti
trúflokkur af „trogladýtum"
teiknimynd af Kristi.
Vættir ennþá illu hóta
öllu vilja sundur róta,
hrikalegar myndir móta
mitt í vikur flóðin.
Vilja í öllum bænum blóta
bæði Krist og Óðin.
Ljóðið er eftir greinarhöfundinn
Fluttust þeir síðan meðal annars búferlum
allt norður til Danmerkur og síðar Svíþjóðar
og námu svo land í vestanverðum Noregi
og að lokum komust þeir hingað út til Is-
lands. Með þeim bárust rúnir til Norður-
landa.
Frásagan úr Heimskringlu var ofarlega
í huga, þegar ég og Sigrún kona mín ferðuð-
umst síðastliðið vor um Tyrkland og
heimsóttum hinar merkilegu jötnabyggðir í
Kappadókíu, sem liggja inni í fjalllendi í
miðri Anatólíu. Flogið var til Ankara, höfuð-
borgar Tyrklands. Þar er meðal annars á
þjóðminjasafni hægt að fræðast um Ianga
og litrfka menningarsögu íbúanna. Eru þar
til sýnis gripir ristir rúnum, sem ekki eru
ósvipaðar þeim, sem Germanir notuðu og
Óðinn kann að hafa borið með sér til Norður-
landa.
Rúnir sem líkjast norrænum
Á nokkrum stöðum í Anatólíu hafa fund-
ist stafaristur, sem mjög líkjast rúnum
norrænna manna. Rúnir eru að mörgu leyti
svipaðar grískum stöfum og er ekki ósenni-
legt, að þær hafi einmitt þróast upp úr því
hljóðtáknaletri, sem farið var að nota á
þessum slóðum sunnan Kákasusfjalla á
þriðju öld e.k. og Fönikíumenn höfðu upp-
runalega borið til Grikklands frá Semítum.
Á ferð um Tyrkland sér maður mörg og
fögur skrauthýsi og hallir stórar, sem reist-
ar eru á ýmsum tímum sögunnar og því
fjölbreyttar að byggingarstfl. Verður ferða-
manni oft farið sem Ganglera í Gylfaginn-
ingu, þá hann" kom til Valhallar, eða Þór,
er hann var hjá Útgarðaloka, að hann þarf
að keyra hnakkann á bak aftur til þess að
sjá yfir háar hallir, sem lagðar eru „gylltum
skjöldum svo sem spónþak", eins og Snorri
segir.
Var ekki að furða þótt þjóðflokkur, sem
kom af Tyrklandsslóðum norður til Dan-
merkur og Svíþjóðar á 5. éða 6. öld þætti
um marga hluti fróðari þeim sem fyrir
bjuggu í löndum Norðurálfu, þar sem þeir
höfu búið við mikla þekkingu í bygginga-
list, verktækni og menriingu.
Aðeins brot úr mikilli sögu byggðar í
Tyrklandi er unnt að meðtaka á stuttu ferða-
lagi um þann hluta landsins, sem er á
Litlu-Asíuskaganum, eða Anatólíu, og þá
sérstaklega miðhluta hans, sem nefndur er
Kappadókía (Cappadocia), en segja má, að
þarna sé farið um krossgötur, þar sem
ýmsar þjóðir hafa mæst á flutningi milli
Asíu og Evrópu. í Anatólíu gefst ferðamönn-
um að sjá leifar eftir dvalarstaði hinna elstu
þjóða, sem byggðu landið. í kalksteinshell-
um hafa fundist mannvistarleifar frá ýmsum
skeiðum ísaldar. Er unnt að rekja samfellda
þróunarsögu mannsins frá því fyrir 200.000
árum, að Neanderdal-menn voru þar við
veiðar og söfnun, jafnframt því sem loðfílar
og hellabirnir reikuðu um landið þegar heim-
skautajöklar náðu langt suður í Evrópu.
Djúpt á elztu
mannvistarleifunum
í sumum hellum (Catalhöyuk) hefur verið
Hamraborg úr vikurateiai.
Landslag i Kappadókiu.
i.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16