Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						í  SLENSK       HEIMSPEKI
Reglur rökvís-
legrar hugsunar
egar ég er spurður hvert ég telji besta heim-
spekirit, sem komið hafí út á íslensku síðustu
árin, er ég ekki í néinum vandræðum með
svarið. Það er Frumhugtök rökfræðinnar eftir
dr. Erlend Jónsson, sem hefur kennt rökfræði
og vísindaspeki ásamt öðrum greinum heim-
spekinnar í Háskóla íslands, frá því að hann
lauk doktorsprófí frá Cambridge-háskóla
með ágætum vitnisburði árið 1978. Háskól-
arnir í Cambridge og Oxford búa sem
kunnugt er að lengri og traustari hugvís-
indahefð en nokkrar aðrar menntastofnanir
í heiminum, og hefur Erlendur bersýnilega
notið þess. Rökfræðirit hans er mjög vandað
og rækilegt, tiltölulega aðgengilegt upplýst-
um leikmönnum og sýnir vald höfundar á
viðfangsefninu.
Parmenídes, Aristóteles
Og Lygarinn Frá Krí t
í riti Erlendar getur að líta stutt ágrip
af sögu rökfræðinnar. Gríski heimspeking-
Ég læt lesandanum síðan
eftir að komast að því,
hvað sé athugavert við
þá ályktun, að Arizona-
fylki hljóti að vera
hættulegt fyrir berkla-
sjúklinga, þar sem fleiri
látist þar úr berklum en
í nokkru öðru fylki
Bandaríkjanna. Oghvað
sé athugavert við skoðun
ferðamannsins sem
kvartar yfír því, að ekki
verði þverfótað fyrir
ferðamönnum, þar sem
hann er. Og hvað sé at-
hugavert við kenningu
ungs og upprennandi
listamanns, sem sér að
rithöfundar drekka kaffi
á Mokka, og dregur þá
ályktun að þeir sem
drekka kaffi á Mokka séu
rithöfundar.
Eftir HANNES HÓLM-
STEIN GISSURAR-
SON
urinn Parmenídes setti fyrstur fram tvö
frumlögmál hennar. Samsemdarlögmálið
kveður á um að allt sé samt sjálfu sér, en
samkvæmt mótsagnarlögmálinu getur eng-
inn hlutur verið samtímis annað en hann
er. Aristóteles bætti síðan við lögmálinu um
annað tveggja, en það hljóðar svo, að hlutur
hafí annaðhvort einhvern tiltekinn eiginleika
eða hafí hann ekki. Þessi þrjú lögmál eru
stundum kölluð lögmál hugsunarinnar.
Stóuspekingar komu síðar til sögu og
léku sér að ýmsum rökfræðilegum þverstæð-
um. Ein þeirra er um manninn frá Krít, sem
segir, að Krítverjar segi aldrei sannleikann
ótilneyddir. Er hann að segja satt eða ósatt?
Um þessa þverstæðu á Þeófrastus nokkur
að hafa skrifað þrjár bækur, og enn eru
rökfræðingar ekki á eitt sáttir um lausn
hennar! En tveir menn hafa einkum sett
mark sitt á nútímarökfræði. Þeir eru Gottlob
Frege og Bertrand Russell, sem reyndu um
síðustu aldamót að finna stærðfræðinni ör-
ugga undirstöðu í rökfræði. Hefði þeim
tekist það, hefði mátt telja stærðfræðina
hreina hugvísindagrein, er hvfldi aðeins á
nokkrum frumreglum rökvíslegrar hugsun-
ar. En því hefur verið haldið fram, að slíkar
tilraunir hljóti alltaf að mistakast.
Verufræðilega Sönnunin
Fyrir Tilveru Guðs
Erlendur Jónsson nefnir ennfremur eitt
kunnasta dæmi hugmyndasögunnar um
hreina heimspekilega rökfærslu. Hún er
sönnun heilags Anselms, fyrsta erkibiskups
í Kantaraborg, fyrir tilveru Guðs og hljóðar
svo í íslenskun Erlendar: „Því unnt er að
hugsa sér tilvist einhvers sem er þannig að
ekki er unnt að hugsa sér að það sé ekki
til; og þetta er æðra því sem unnt er að
hugsa sér að sé ekki til. Af þessu leiðir, að
unnt er að hugsa sér að það sem er æðsta
hugsanlega vera sé ekki til, þá er æðsta
hugsanlega vera ekki æðsta hugsanlega
vera; en þetta fær ekki staðist. Æðsta hugs-
anlega vera er því til, og tilvist hennar er
svo sönn að ekki er einu sinni unnt að hugsa
sér að hún sé ekki til."
Þessi rökfærsla heilags Anselms hvílir á
þeirri hugmynd, að Guð geti ekki fullkomn-
ari verið. Hann sé algóður, almáttugur og
svo framvegis. En þar sem það er auðvitað
fullkomnara að vera til en að vera ekki til
hlýtur Guð samkvæmt því að vera til. Ella
lendum við í mótsögn við okkur sjálf. Þessi
rökfærsla, sem gjarnan er kölluð „veru-
fræðilega sönnunin", er ákaflega hugvit-
samleg. En ýmsir heimspekingar með Kant
í broddi fylkingar hafa greint þann galla á
henni, eins og Erlendur bendir á, að tilvist
sé ekki eiginleiki í sama skilningi og gæska,
máttur eða fegurð. Við þurfum að vita að
vera sé til áður en við getum talað skynsam-
lega um eiginleika hennar. Það skal þó tekið
fram, að ekki eru allir rökfræðingar á einu
máli um verufræðilegu sönnunina. Sumir
þeirra segja að í endurbættri mynd kunni
hún að standast.
HVAÐ ER RÖKFRÆÐI?
í upphafí bókarinnar lýsir Erlendur Jóns-
son nokkrum skoðunum á eðli og hlutverki
rökfræðinnar. Sjálfur heldur hann þvf fram,
að rökfræði sé sú grein hugvísinda, sem
kenni okkur að draga réttar ályktanir og
greina gildar rökfærslur frá ógildum. Rök-
fræði fæst við það hvað leiði af hverju, en
ekki við, hvað sé satt, því að það gera ein-
stakar greinar raunvísindanna. Þetta er
dæmi um gilda rökfærslu:
1) Ef þessi vírbútur er hitaður upp, þá
leiðir hann rafmagn.
2)  Þessi vírbútur er hitaður upp.
3)  Þessi vírbútur leiðir rafmagn.
Fyrstu tvær setningarnar eru forsendur
en hin þriðja er ályktun. Þessi rökfærsla
er með sérstöku sniði sem Erlendur kallar
„rökform", en mér fínnst íslenskulegra að
kalla „röksnið" eins og ég held, að samkenn-
ari Eriendar, Þorsteinn Gylfason, hafí lagt
til. Þetta röksnið eða rökform má sýna svo:
1) Ef p, þá q
2)p,
3)q.
NOKKUR RÖKFRÆÐIHUGTÖK
I ritinu ræðir Erlendur Jónsson á skýran
og skipulegan hátt um nokkur önnur frum-
hugtök rökfræðinnar. Röksannindi kallar
Erlendur þær setningar sem eru rökfræði-
lega sannar. Setningin: "„Nú rignir" — er
alltof oft sönn á Reykjavíkursvæðinu eins
og við vitum, en hún er ekki rökfræðilega
sönn. Setningin: „Ef rignir, þá rignir" —
er hins vegar rökfræðilega sönn. Erlendur
gerir síðan greinarmun á fyrirframsannind-
um (a priori sannindum) og eftirásannindum
(a posteriori sannindum). Fyrirframsannindi
eru þau sannindi; sem óháð eru reynslu
okkar.
Erlendur gerir einnig greinarmun á
tveimur tegundum setninga, sem hann kall-
ar greiningar (analytic propositions) og
skeytingar (synthetic propositions), og sam-
kvæmt því á greinisannindum og skeyti-
sannindum. Greining er sönn í krafti
merkingar sinnar einnar, til dæmis setning-
in: „Frumburður er fyrsta barn móður
sinnar." Skeytirigar eru allar aðrar setning-
ar. Þessi nýyrði Erlendar eru að mínum
dómi nákvæmari en orðin „rökhæfíng" og
„raunhæfíng", sem hafa fram að þessu eink-
um verið notuð í íslensku. Þau hafa líka
þann kost, að þau eru þjál í samsetningum.
En hver eru tengsl þessara fjögurra
síðastnefndu hugtaka? Allar greiningar eru
fyrirframsannindi: greinisannindi eru alltaf
fyrirframsannindi. Hins vegar er ekki sjálf-
gefið að allar skeytingar séu eftirásannindi.
Kant var til dæmis þeirrar skoðunar, að
setningar stærðfræðinnar væru skeytingar,
sem flyttu fyrirframsannindi. Þetta er flók-
ið mál, en mikilvægt í heimspeki vísindanna.
Erlendur fer ennfremur mörgum orðum
um þann greinarmun, sem rökfræðingar
okkar daga gera á skilningi orðs og þýð-
ingu. Skilningur orðs er það, sem orðið
lætur í ljós, en þýðing þess er sá hlutur,
sem orðið vísar til. Þýðing orðasambandsins
„Faðir Napóleons" helst til dæmis óbreytt,
ef við setjum orðasambandið „Fyrsti keisari
Frakka, sem dó árið 1821 á Sankti Helenu"
í staðinn fyrir orðið „Napóleon", því að það
vísar til hins sama. En skilningur þess breyt-
ist á hinn bóginn. Aðrir íslenskir höfundar
hafa notað „merking", þar sem Erlendur
notar „þýðing", og þykir mér fyrrnefnda
orðið íslenskulegra, þótt það kunni að vera
ónákvæmara.
ÓRÖKVÍSIÍ
STJÓRNMÁLADEILUM
Rökfræðin er þó alls ekki aðeins leikur
að hugtökum eða einkamál háskólakennara
í heimspeki og nemenda þeirra. Hún kemur
okkur öllum við. Og ef til vill þrífst órökvís-
leg hugsun hvergi betur en í stjórnmálaum-
ræðum. Ég skal nefna nokkur dæmi. Vorið
1979 tók frú Margrét Thatcher við völdum
í Bretlandi, og þá um haustið skaust verð-
bólga í landinu upp í 20%. Róttæklingar
ályktuðu umsvifalaust, að þessi aukning
verðbólgunnar væri frú Thatcher að kenna.
Með því gerðu þeir forna og nýja rökvillu,
sem hlotið hefur latneskt heiti: post hoc
ergo propter hoc. Þeir ályktuðu, að at-
burður sem kæmi á eftir öðrum, hlyti þess
vegna að vera afleiðing hans. En auðvitað
þarf svo ekki að vera. Sýna verður fram á
orsakasamband á milli atburðanna tveggja
til þess að unnt sé að kalla annan afleiðingu
hins.
Annað dæmi sæki ég í deilurnar hérlend-
is á árunum 1978—1980 um þann boðskap
Friedrichs von Hayeks, að markaðskerfíð
væri skilyrði fyrir almennum mannréttind-
um. Árni Bergmann reis þá upp til varnar
sósíalisma og benti meðal annars á, að her-
foringjastjórnir í Chile, Suður-Kóreu og
víðar styddust við markaðskerfíð. En Árni
ruglaðist augljóslega á tveimur hugtökum.
Þótt markaðskerfíð sé nauðsynlegt skilyrði
fyrir almennum mannréttindum þarf það
ekki að vera nægilegt skilyrði fyrir þeim.
Og sósíalistar eins og Árni gera gjarnan
aðra rökvillu, sem vert er að vekja athygli
á. Hún er að telja sig geta hrakið kenning-
ar með því að skirskota til þeirra hagsmuna
eða hvata, sem höfundar slíkra kenninga
hafa. En vitanlega er þetta sitt hvað —
hvatirnar, sem fá menn til að setja fram
kenningar og þær röksemdir, sem að kenn-
ingunum hníga. Þótt kenning sé sprottin
af annarlegum hagsmunum eða illum hvöt-
um þarf hún ekki að vera röng.
ÓRÖKVÍSI í ÍSLENSKUM
HEIMSPEKIRITUM
Svo sannarlega er um auðugan garð að
gresja í íslenskum stjórnmálum. En ef til
vill er ekki sanngjarnt að dvelja þar of
lengi, því að stjórnmálamenn hafa þrátt
fyrir allt atvinnu sína af orðagaldri, en ekki
rökvíslegri hugsun. Snúum okkur heldur að
þeim, sem ætlast verður til að vandi öðrum
fremur mál sitt og hugsun — háskólakenn-
urum í heimspeki. Hér skal ég nefna eitt
stórt dæmi og annað lítið um órökvísi í -
íslenskum heimspekiritum. I ritgerð, sem
birtist í Skími 1984 undir heitinu „Hvað
er réttlæti?", er rætt (löngu máli um verð-
leikahugtakið. En höfundur gerir ekki
nægilega skarpan greinarmun á hæfíleikum
manna og verðleikum og lendir þess vegna
á átakanlegum villigötum. Og mér sýnist
ennfremur ekki betur en hann geri þar ákaf-
lega slæma rökvillu. Af þeirri forsendu, að
það sé ekki satt, að allir séu verðir þeirra
launa, sem þeir hljóta á frjálsum markaði,
dregur hann þá ályktun, að sumir séu ekki
verðir eða óverðugir þeirra launa, sem þeir
hljóta þar. En þótt forsendan sé sönn er
ályktunin eigi að síður ógild. Þótt eitthvað
sé ekki réttlátt þarf það ekki nauðsynlega
að vera ranglátt. Það getur verið handan
þess sviðs, sem réttlætishugtakið nær til.
Þetta er stórt mál, því að höfundur leyfír
sér með slíkum rökum að fella áfellisdóm
yfír frjálsum markaði. En litla dæmið kem-
ur úr heimspekiriti, sem ég las mér til
mikillar ánægju fyrir mörgum árum, þar
sem það er fjörlega skrifað og ég var þá
að mörgu leyti sammála höfundinum. Þetta
var Tilraun um manninn frá 1970. En ég
hef komist að því síðar að því miður virðist
fjörið í frásögninni hafa verið á kostnað
nákvæmninnar. Þar er á bls. 74 greinilega
ruglað saman setningu og röksniði setning-
ar. Og tveimur blaðsíðum aftar er ekki
heldur gerður skýr greinarmunur á orsaka-
sambandi úti í náttúrunni og röklegu
sambandi á milli tveggja setninga. Þessi
raunalegi ruglingur veldur því síðan, að
talað er um tregðulögmál kraftfræðinnar
eins og það sé algild röksannindi, þótt það
sé í raun og veru lögmál úr heimi náttúru-
visindanna.
tóbaksreykingar og
Almenningsheill
Ég get ekki stillt mig um að nefna þriðja
dæmið, því að þar er ég sammála höfundi
um niðurstöðuna, en tel rökfærslu hans
slæma. í forspjalli að Frelsinu eftir John
Stuart Mill, sem birtist hér á bók árið 1973,
er reynt að gagnrýna þá kenningu Mills,
að einstaklingsfrelsi megi einkum rökstyðja
með skírskotun til almenningsheillar. Þar
segir svo (bls. 21—2): „Hugsanlegt virðist
að frumregla Mills um frelsið komi ekki
heim við almenningsheill. Augljósustu dæmi
slíkra árekstra varða líkamlegt heilsufar.
Samkvæmt frumreglunni hefur hver maður
„fullt vald yfír sjálfum sér, líkama sínum
og sál". En á fullorðnum almenningi í „upp-
lýstu" þjóðfélagi að vera í sjálfsvald sett
hvernig hann gætir heilsu sinnar? Hvað þá
um sumar sóttvarnir? Segjum að uppgötvað
verði svo að óyggjandi sé að tókbaks-
reykingar valdi krabbameini í lungum tiltek-
ins fjölda reykingamanna án þess að vitað
verði hvaða reykingamenn bíði slíkt heilsu-
tjón. Almenningsheill gæti þá virst krefjast
þess að reykingar verði beinlfnis bannaðar."
Ef tilteknir einstaklingar vita það fyrir,
að þeir (og engir aðrir) bíða heilsutjón af
reykingum sínum, þá er það þeirra mál og
ekkert við það að athuga. Þá reykja þeir
væntanlega, af því að tóbaksnautnin vegur
í huga þeirra upp á móti heilsutjóninu.
Höfundur forspjallsins gerir því ráð fyrir,
12
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16