Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 3
TTgMr USSSHHHESHSlGDIi]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Hjálmar Jónsson, kenndur við Bólu, er á dagskrá núna vegna þess að senn kemur út hjá Menningarsjóði ný bók dr. Eysteins Sigurðssonar um Bólu-Hjálmar, þar sem gerð er gagnger úttekt á ævi og skáldskap Hjálmars. Hér er birtur kafli úr bókinni. Forsíðan er af nýju málverki eftir Bjöm Bimi listmálara og myndlistarkennara og sjálfur situr listamaðurinn framan við verkið. Myndin er birt í tilefni sýningar Bjöms Bimis á Kjarvalsstöðum, sem verður opnuð í dag. Ennfremur vísast til samtals við Bjöm á bls 8. Ljósm.:Lesbók/Sverrir Goðin skal eigi egna - það vita menn á Yucatan-skaga í Mexíkó. Þar eru margar og merkar minjar úr fortí- ðinni og á þessum fjötru slóðum var Andrés Pétursson á ferðinni og segir frá reynslu sinni. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK Kvæði um frið Öll þráum við frið, sköpum helsprengju. Þráum frið, leikum að eldflaugum. Blinda olli dauða Baldurs hins hvíta áss. Hugsjón friðarboðenda sýnist ekki vinmörg. O, að orustugnýrinn mætti breytast í friðarsöng. Sérhver hátíð verða friðarhátíð. Höður fá sjón. Maðurinn / fyrstu var jörðin friðsæll staður. Þá hljóp fjandinn í spilið! Það fæddist maður. Og allt sem hann gerði og allt sem hann sagði til óhappa varð á augabragði. Afskipti manns verða engu að Iiði. Lífið bjargar sér sé það látið í friði. Ég verð Mér var kennt að fyrir ofurefli ég ætti að beygja mig og það án hiks. Ég hlýddi því og hverja stundu síðan ég horfi í skelfing til þess augnabliks. Því eðli mitt er uppreisn, stríð gegn valdi, en einnig geigur við hin bitru sverð. En rödd þó stöðugt hljómar mér í huga á hiksins stund: Ég verð. Ég verð. ega- og gatnagerð em meðal þess sem menn geta rifist um endalaust; ekki er það sízt ómetan- legt að hafa slíkan efnivið í deilumál þegar þyngist brúnin á skamm- deginu með hveijum drottins degi. Oft kveða menn sér hljóðs vegna þess að vegi eða götur vantar og vænlegast er víst að hnippa í þingmenn, sem eiga að keppa hver við annan í skæklatogi og kjördæmapoti. Hitt er þó einnig til, að menn fýllist heilagri vandlætingu og mót- mæli vegum eða götum. Þess er skemmst að minnast að mikill hugsjónamaður og Ijós- myndari á láði og úr lofti, Bjöm Rúriksson, kvartaði sárlega yflr nýtilkomnum skorti á samgönguleysi norður á heiðum. Mátti af máli hans skilja, að þarna hafi háléndið verið skorið í tvennt eins og þegar dúkur er ristur með hníf og pjötlumar sín hvomm megin fjúka þá ugglaust út í veður og vind. Þetta mál hefur vissulega tvær hliðar. Ég ber virðingu fyrir einlægri aðdáun Bjöms á fegurð hálendisins og get verið honum sammála um, að vegur yfir ósnortið land er ekki nein staðarprýði út af fyrir sig. En þá vaknar sú spuming, hvort landið eigi að vera svo ósnortið, að mannvirki sjáist yfir- höfuð ekki þar sem byggð þrýtur. Mér þætti sú stefna nokkuð öfgafengin og hún samræmist illa lífsvenjum fólks á vélaöld. Þá yrði að fjarlægja öll sæluhús, eða grafa þau í jörð til þess að þau skæra sig ekki úr. Ég skal játa, að mér flnnst háspennu- möstrin frá Sigöldu og allar götur vestur í Hvalfjörð til lýta, þótt mestanpart sé á eyði- mörk; það ber miklu meira á þeim en veginum, sem kenndur er við línuna. En ef við eigum að geta nýtt gögn og gæði lands- ins með þeirri tækni, sem stendur til boða, er víst ekki um annað að gera en kyngja þessu. Það er þó alveg víst, að þegar við Björn tökum myndir af Skjaldbreið, Hlöðu- Skortur á samgönguleysi felli og Jarlhettum, reynum við að láta ólukkans möstrin hvergi sjást. Kosturinn við hálendisvegi — og meðal annarra þennan nýja veg úr Húnaþingi suð- ur á Amarvatnsheiði — er sá, að nútímafólk mun fyrir vikið kynnast þessum kynngi- mögnuðu slóðum, sem Björn lýsti á myndrænan og rómantískan hátt í grein sinni. Það er svo annað mál, að vegalagning sem þessi getur orðið hreint náttúruslys, ef leiðarvalið er skrifborðsvinna og reglu- stikan ræður. Öræfaveg þarf að leggja í landið með nánast myndrænni tilfinningu; þótt aðstæður leyfi vegalagningu, sem liti út tilsýndar eins og beint strik, ber að forð- ast slík vinnubrögð. Þar með er vegurinn orðinn meiri aðskotahlutur en hann þarf að vera og alveg í ósátt við umhverfið. Yfir- leitt gerðist það ekki á meðan vegir vora lagðir með handverkfæram; þá var sveigt fyrir lautir og hóla og landið varð ekki eins og það hefði verið skorið í tvennt. Það er trúlega þesskonar náttúraslys, sem orðið hefur norður á heiðum og það ber að harma. En ég vil ekki taka undir fordæmingu á því, að þama sé lagður vegur, ellegar ein- hverjir vegaspottar út frá honum. í þéttbýlinu, þar sem helmingur þjóðar- innar hefur kosið sér búsetu, er einatt verið að mótmæla vegum. Frægasta dæmið þar um er löngu fýrirhuguð aðalbraut inn í Reykjavík um Fossvogsdal. Líklega verður hún aldrei að veraleika vegna andstöðu Kópavogsbúa og fleiri. Einnig mótmælti fólk í Breiðholti fyrirhuguðum vegi úr Am- amesi í Garðabæ og uppá Suðurlandsbraut. Gæti virzt þó nokkur tvískinnungur í því að vilja búa í borg, en fjarri vegum og göt- um. Hitt er að sjálfsögðu margfalt algengara í þessu þéttbýli, að hrópað sé á götur vegna þess að þær vantar sárlega. í meira en ára- tug voram við búin að hrópa á Reykjanes- brautina, sem flytur nú daglega meiri umferð en Hafnarfjarðarvegurinn og er ljóst að ekki nægir að hafa eina akrein í hvora átt. Þetta er fárra kílómetra spotti og hefði ekki verið nokkurt mál að fá jafn langan veg með nokkram brúm einhversstaðar á útkjálkum landsins til að friða — og halda kyrram á sínum stað einu eða tveimur at- kvæðum. Þannig era tryppin rekin og allir eiga að gera sér það að góðu sam- kvæmt lögmáii skæklatogsins. Þingmenn Reykjavíkur virðast aftur á móti ekki þurfa að beita sér, þótt samgöngur í þeirra kjör- dæmi séu í ólestri. Þeir vita að atkvæðin flytja ekki í burtu. Samgönguvandræðin innan Reykjavíkur eru m.a. fólgin í því, að menn hafa kosið að stinga hausnum í sandinn og leiða hjá þá staðreynd, að fólk þarf einhversstaðar að geta lagt bflum. í stað þess að sjá fyrir þeirri þörf era lögregluþjónar hafðir í vinnu við að hundelta bíleigendur með sektum. Á Laugaveginn vantaði engar hellulagningar, heldur bílastæði og sama er að segja um miðbæinn. Það ástand á eftir að versna með nýja ráðhúsinu. Jafnvel á nýjum stað eins og í Kringlu, klikka menn á þessu grundvall- aratriði í nútíma borgarskipulagi. Sam- gönguæðin sunnan að og yfír Öskjuhlíð er skólabókardæmi um yfirgengilegt klúður, eða líklega það sem nú er nefnt sérfræðinga- fúsk. Á annatímum strandar allt heila klabbið þama, enda gert í að láta það stranda, m.a. með umferðarljósum við gatnamót Suðurhlíða í stað þess að byggja undirgöng, sem er eina nothæfa lausnin. Öll Skógarhlíðin er samfellt klúður og dæmi- gert, að þar var bætt við hálfri akrein í sumar, sem var vitaskuld ekki til neins. Það er þó fagnaðarefni, að þetta er allt til bráða- birgða; fyrir skömmu var kynnt ný lausn gatnamálastjóra og sýnist hún svipuð hlið- stæðum samgöngumannvirkjum í erlendum borgum. Vegagerðarmenn i þéttbýlinu era ákaf- lega elskir að kantsteinum; jafnvel svo að þeir reyna að koma þeim fyrir á miðjum vegum og búa til eyjar, sem þjóna engum tilgangi, en safna aftur á móti snjó og klaka á veginn og era í alla staði til óþurftar. Mér finnst augljóst, að umferðarkerfi í borg þurfi að vera hliðstæða við vel smurða vél, sem greiðir fyrir umferð og stuðlar að lágmarks orkunotkun. En sérfræðingarnir era á annarri skoðun. Sem stendur eru þeir með ljósadellu og ljósin era samstillt á þann veg, að allir verða að stöðva á sem flestum ljósum til þess að umferðin gangi hægt og með hámarks bensíneyðslu. Sé þessu kerfí líkt við vél, þá er hún bæði afkastalítil og eyðslufrek, enda vilj- andi vanstillt og stundum á mörkum þess að bræða úr sér. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. NÓVEMBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.