Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 9
árínu í skólanum. Síðan hef ég haldið þessu striki, nema hvað ég hef alltaf öðru hvetju málað landslag og teiknað. Raunar sýndi ég hreinræktaðar landslagsmyndir á fyrstu sýningu minni í Norræna Húsinu 1977“. „Og það sem þú gerir undir merki ab- straktlistar, sýnist þegar vel er að gáð vera ættað úr landslagi. Er það rétt?“ Ég held að maður hafí formskyn sitt og fegurðartilfínningu frá landslaginu og birt- unni; ég veit ekki hvaðan úr veröldinni það ætti annars að vera?“ „Kannski úr tímaritunum?" „Nei, þau hafa ekki haft áhrif á mig, en eru annars ágæt til þess að fylgjast með því sem er að gerast og geijast í veröld- inni. Það er svo annað mál, að sumir úr röðum hinna yngri virðast mála beint uppúr þeim. Þegar ég var á mótunarskeiði, voru svona útlend tímarit um myndlist nánast ekki til; að minnsta kosti man ég ekki eftir þeim. Menn fylgdust með því nýjasta að utan með því að fara þangað og sjá sýning- ar. Ég minnist þess, að Valtýr var duglegur við slíkt; hann fór þá til Parísar og kynnti okkur með ljósmyndum það nýjasta af nál- inni.“ „Það var mikið horft til Parísar á þessum árum?“ „Já, allir voru sammála um, að nafli myndlistarheimsins væri einmitt þar. Það átti þó ekki fyrir mér að liggja að komast þangað. Að skólanum loknum gerðist ég bamakall og fyrirvinna og málaði lítið sem ekki neitt í mörg ár, en kenndi og var á togurum. Þessi millikafli í lífí mínu stóð frá 1952 og framundir 1970. En á þeim árum fór ég raunar til Danmerkur og lærði þar skiltaskrift og skreytingar." „Og þegar þú byijaðir á nýjan leik um 1970, var París ekki lengur nafli myndlistar- heimsins." „Nei, þá kom mér ekki til hugar lengur að fara þangað. Popplistarskeiðið var í þann veginn á enda runnið um þær mundir og þar höfðu Kanamir náð frumkvæðinu í fyrsta sinni og þegar þama var komið sögu, var miklu meira horft til Ameríku en París- ar eða annarra Evrópuborga." Rætt við RÚNU GÍSLADÓTTUR, málara, kennara, rithöfund og húsmóður, sem opnar í dag málverkasýningu á Kjarvalsstöðum. Eftir KRISTÍNU MARJU BALDURSDÓTTUR Ein stærsta myndin á sýningu Rúnu er nánast alveg abstrakt. BLÁV NNER „En þú komst aldrei við í poppinu?" „Ég get ekki sagt það. Það var ekki popp- bylgjan, sem rak mig vestur. Um þetta leyti var einnig nýja raunsæismálverkið í tízku, en ekki hreyfði það við mér heldur. Ab- straktmálverkið var farið að dala þá, eða að minnsta kosti alls ekki í tízku, en ég sneri mér samt að því, jafnframt því sem ég málaði landslag. Ég held, að einhver landslagsminni séu á bak við allt sem ég geri, þótt áhorfandinn sjái ekki annað en það sé abstrakt. Á þetta hafa gagmýnendur raunar minnst, bæði hér heima og erlendis, svo það virðist augljóst. Hvað er eðlilegra; við erum alltaf að góna á þetta fallega land okkar. Að minnsta kosti hrífur það mig mjög, einkum víðáttur og sléttlendi svo sem sunnanlands. Það lyftist mjög á mér brúnin, þegar ég kem austur á Kambabrún og sé austur yfír Ölfusið og Flóann. Og að koma suður Kjalveg og sjá suður af Bláfellshálsi og þar fyrir framan, þegar sléttlendið opn- ast; það er stórfenglegt. Ég mála stundum víðáttumyndir að gamni mínu, eða til til- breytingar og hygg að það geri mér svipað gagn og skáldsagnahöfundi, sem grípur í annað skáldskaparform, til dæmis smásögu. Þetta er heldur ekki alveg bundið við Is- land. Sléttumar miklu í Mið-Ameríku höfðu á mig sömu áhrif, en auk þess er gott að vera þama í Ameríku miðri; oftast háþrýst- ingur og maður vaknar alltaf vel upplagður á morgnana." „Ertu mikilvirkur málari?" „Nei, síður en svo. Ég er ekki afkastamik- ill og dútla mikið við smáatriði. Og ég lifí ekki af listinni. Til þess að eiga fyrir efni og fyrir salti í grautinn vinn ég sem kenn- ari við Myndlista-og handíðaskólann; kenni þar í málaradeild." „Á hvað leggurðu áherzlu í þinni kennslu?" „Að menn læri sitt fag og sigli síðan sinn sjó. Til þess þarf nokkum kjark. Skóli er alltaf tvíátta; Hann vill ráða ferðinni, en um leið gera alla fijálsa. Þá fjóra mánuði sem ég kenni, mála ég lítið. Kennslan þurrk- ar mann dálítið upp, en hefur aftur á móti þann kost í för með sér, að sumarið hefur maður til eigin afnota og sumarið er minn tími. Bezt fínnst mér að vera inni í góðu veðri og mála. En ég kvfði fyrir vetrinum og mála þá meira til að þrauka til næsta vors en af því ég sé upplagður til þess.“ Gfsu SIGURÐSSON AIJILMKRING Var það blámi Tjamarinn- ar á köldum vetrardög- um sem hreif hana þegar hún sem bam sat uppí risi í húsi við Lækjargöt- una og horfði gegnum rúðuna? Eða kannski kaldur litur Keilis þegar hún bjó í nálægð hans á Vatnsleysuströnd- inni? En listakonan sjálf hristir bara höfuðið hálfundrandi yfír þessum bollaleggingum um bláa litinn í myndum hennar og svarar blátt áfram og næstum hæversklega: „Mér þykir liturinn bara fallegur." Rúna Gísladóttir myndlistarkona opnar núna sína fyrstu einkasýningu á Kjarvals- stöðum. Áður hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum, eða allt frá því hún útskrifað- ist úr málaradeild Myndlista- og handíða- skólans 1982. Rúna fæddist í Kaupmannahöfn árið 1940, en fluttist með foreldmm sínum, Thom Kristjánsson hjúkmnarfræðingi og Gísla Krisljánssyni ritstjóra, til íslands sex ára gömul. Var hún þá sett í leikskóla til Biyndfsar Zoéga til að læra íslenskuna bet- ur. Bryndís var fyrsta útlærða fóstran á íslandi, og hjá henni lærði hún að gera klippimyndir, sem hún reyndar síðar á ævinni átti eftir að fást við. En myndlistarkonan er fyrrverandi kenn- ari og rithöfundur. í tíu ár stundaði hún kennslu bæði í Reykjavík og á Vatnsleysu- strönd, og þýddi og skrifaði margar bamabækur, meðal annars bókaflokkinn um Önnu Heiðu. Rúna Gísladóttir og ein af myndunum, sem verða á sýningunni, þar sem saman tvinnast lífræn og geómetrísk form. „Það er algengt að þeir sem geti skrifað geti einnig unnið við myndlist," segir Rúna, „en mér dettur oft í hug viðta) sem haft var við rithöfund nokkum fyrir fáeinum ámm. Hann sagði að myndlistarmaðurinn þyrfti alltaf að opinbera sjálfan sig, væri berskjaldaður, en rithöfundurinn gæti falið sig bak við persónur sínar. Eftir að hafa reynt hvort tveggja þá er ég sammála hon- um.“ En hvað varð til þess að kennarinn og rithöfundurinn sneri við blaðinu og gerðist myndlistarmaður? „Ég hef alltaf teiknað frá því ég man LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. NÓVEMBER 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.