Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1987, Blaðsíða 10
A R K 1 T E K T u R TURNHÚS í TESSIN Tumhúsið stendur úti í sveit og hefur þvi verið tyllt niður án þess að hrófla við náttúrunni. Kannski finnst einhverjum, að þetta sé kirkja eða kapella fremur en íbúðarhús - að minnsta kosti er litið um venjulega innanstokksmuni. Iblöðum um byggingarlist hefur stundum á síðustu árum verið getið um svonefndan Tessinar- skóla og er hann kenndur við nokkra arkitekta, sem búa og starfa í ítalska hlutanum í Sviss, þar sem heitir Tessin í námunda við Lugano. Þar er víðast hvar undurfagurt landslag og skiptast á vötn og fjöll og allt er það með blíðu yfírbragði. I Lugano er feykilega auðugt samfélag og hefur fjöldi auðmanna víðsvegar úr heimin- um kosið að setjast þar að. Það hefur þessvegna verið talsverð eftirspum eftir húsum, þar sem arkitektinn þarf ekki að horfa í kostnað. Af Tessinarhúsum hefur tumhúsið, sem hér sést á myndum, vakið einna mesta at- hygli. Það er byggt yfír fjölskyldu, sem heitir Medici, en ekki skal því slegið föstu hér, að þar sé sama Medici-fjölskylda sem var gífurlega auðug og voldug á Ítalíu fyrr á öldum. Þó er það iíklegt, en sú ættfræði er ekki á dagskrá hér. Sá sem húsið byggði heitir Ovidio Medici og er raunar arkitekt. Hann er svo hrifínn af Le Corbusier, að hann var smeykur um að húsið yrði Corbusi- er-stæling, ef hann teiknaði það sjálfur. Svo hann fékk frægan Tessinar-arkitekt, Mario Botta til verksins og lét hann hafa alveg frjálsar hendur. Botta teiknaði 11 metra háan tum úr hlöðnum steini og gæti hann tilsýndar minnt okkur á súrheystum. En þegar nær kemur verður ljóst, að hér er byggt yfír eitthvað annað en súrhey. Ekki Þessi myndarlega súla er utan um hringstiga, þar sem gengið er upp & efri hæðirnar. er það sízt voldug súla, sem setur svip á hann og kemur inn skarð, þar sem hring- veggurinn rofnar. í gegnum súluna er gengið eftir hringstiga uppá efri hæðimar tvær. Stofa og eldhús eru á miðhæðinni, en svefnherbergi hjóna, bama og baðher- bergi eru á efstu hæðinni. Annað sem setur sérstakan svip á tumhúsið er dálítið ris með gleri og eins og sést á einni myndinni, er svefnherbergjahæðin klofín í tvennt undir þessum þakglugga og veitir hann birtu nið- ur á stofuhæðina. Hér er voldugur glæsileiki látinn sitja í fyrirrúmi, en ekki verður sagt, að húsið sé Meinlætastefna. í stofunni er ekkert á veggjum i þessu húsi, sem byggt var 1981. hlýlegt eða heimilislegt. Sá grunur gæti læðst að einhveijum, að hér sé byggt til að komast í blöðin og skapa umtal og aug- lýsingu - sem virðist sannarlega hafa tekizt. Þótt heildarformið sé sára einfalt, er húsið í hæsta máta djarflegt og frumlegt. En að innan ríkir einskonar meinlætastefna, sem oft má sjá í blöðum um arkitektúr, þar sem fjallað er um hús arkitektanna sjálfra. Þá em „fastir liðir eins og venjulega" líkt og sjá má hén Annaðhvort steinsteypa eins og hún kemur úr mótunum eða máluð þannig að mótaförin sjáist. Veggimir em berir: þar er ekki að sjá neina tegund myndlistar. Bókahillur og annað sem venjulegt fólk set- ur á veggi em ekki heldur í húsum af þessu tagi. Fátt bendir raunar til þess að þar búi lifandi fólk. Byggingin er þá orðin sérstakt fyrirbæri, einskonar „hreinn" arkitektúr, sem ekki má tmfla með aðskotahlutum. Vissulega er það réttlætanlegt ef einhver vill búa á svo „spartanskan" hátt og því verður ekki neitað að hér hefur verið brot- ist frá þeirri vanahugsun, sem mótar skoðanir okkar á híbýlum. Medici-fólkið er lfka himinlifandi með bústað sinn og það er fyrir mestu. GS. eftir mér, fór t.d. á kvöldnámskeið hjá Myndlista- og handíðaskólanum áður en ég fór í kennaranámið, en það var úti í Noregi á ámnum ’73—’76 sem ég fór að huga að þessu áhugamáli mfnu. Maðurinn minn, Þórir S. Guðbergsson, var í námi og við bjuggum þama ásamt bömum okkar. Mér svona hálfleiddist að vera heimavinnandi og fór því að sækja hin ýmsu námskeið, meðal annars í myndvefnaði, og hóf síðan að nema málun hjá Axel E. Johansen. Ég sótti um inngöngu í Myndlista- og handí- ðaskólann ári eftir að við komum heim um haustið, en var þá reyndar orðin alltof sein með umsóknina. Ég varð því afskaplega glöð þegar Einar Hákonarson hringdi og sagði að ég hefði fengið inngöngu í skól- ann. Kannski var það einmitt þá sem mér varð ljóst hversu mikinn áhuga ég hafði á myndiistinni. Ég valdi málaradeildina að loknum for- skóla, en á þeim árum þótti það afar púkalegt að fara í málaradeild. Enda vomm við aðeins fjórar sem það gerðum og fengum svona stundum að heyra það. Maður lærir ekkert þar, allir geta málað, var sagt. Þá var í tísku að fara í auglýsingadeild og kennaradeild, eða grafík — fá sem sagt tækni og réttindi og þar með hafa gagn af náminu. En tímamir breytast, tveim árum eftir að við byijuðum í málaradeildinni þá fylltist hún, en í fyrra bættist t.d. enginn nýr við í kennaradeildinni. Hvort málverkið er að komast í tísku aftur eða hvort launa- lq'ör kennara hafí hér sitt að segja er óvíst, en efnahagssveiflur hafa alltaf sín áhrif, það er þekkt fyrirbæri úr myndlistarsög- unni. En við fjórar máluðum og erum enn að. Við vorum allar giftar og tvær af okkur með böm, og stundum held ég að kennurun- um hafí þótt það dálítið merkilegt að kenna okkur, allavega held ég að þeir hafi verið sæmilega ánægðir með árangurinn í lokin. Ég held líka að nemendur fái meira út úr námi sínu þegar þeir hafa náð ákveðnum þroska. En Myndlista- og handíðaskólinn er mjög góður skóli og ég er víst ekki ein um þá skoðun." Á sýningunni á Kjarvalsstöðum verða málverk, aðallega frá síðustu tveim árum, og svo klippimyndir (collage). „Eitt sinn stakk Bragi Asgeirsson upp á því við okkur nemendur sína að við reyndum við klippimyndir. Hugmyndin fékk misjafnar undirtektir, en af því að ég var kannski hlýðinn nemandi tók ég þetta alvarlega. Og ég þroskaðist mikið við að gera klippimynd- ir. Kannski var grunnurinn þar með lagður að þeim myndum sem ég mála í dag. Stundum legg ég svona collage-verkefni fyrir nemendur sem eru á myndlistamá- mskeiðum hjá mér, og ég man þegar einn nemandi minn, sem var fóstra, stundi og sagði: Almáttugur, á maður nú að fara að klippa og líma, og ég sem er búin að gera það með bömum í tuttugu ár! Annars sagði Bragi á sínum tíma að ég hefði valið mér erfítt myndefni að kljást við, það væri ekki auðvelt að samræma ljóð- ræna abstraksjon og landslag." í myndum Rúnu sjáum við bæði landslag og náttúru, og svo aftur hörð geómetrísk form. Fuglar, fjöll og strá sem bærast, stundum eins og séð gegnum glugga með breiðum póstum. Liturinn blár, hreinn og oft ískaldur. Hvaðan færðu myndefnið, hugmyndimar? „Hugmyndimar koma oft á nætumar ef ég ligg andvaka. Þá stekk ég stundum fram- úr og geri skyssu, fer jafnvel að mála. Annars er myndefnið allt í kringum mig. Sjófuglamir héma á Seltjamamesinu, fjöllin sem sjást héðan og svo gróðurinn í garðinum mínum, ég nota mörg form úr garðinum. Ég raða saman þeim formum sem mér líkar, friða hreyfíngu með einlitum flötum." En hún vill sem minnst tjá sig um mynd- ir sínar, segir það verk annarra. „Ég öfunda ekki listgagnrýnendur að þurfa að fjalla um það í einni lítilli grein sem myndlistarmenn hafa verið að fást við og kljást við í mörg ár.“ Rúna segist vinna fyrir sér með myndlist- amámskeiðum sem hún heldur á vetuma, og hefur gert síðustu fjögur árin. Ekki veit- ir af, því efni í hveija mynd kostar mörg þúsund krónur. Og heimilið tekur sinn skerf. Fyrir þrem árum eignuðust þau hjón- in sitt fjórða bam, þannig að í mörgu er að snúast á þeim bæ. En Rúna segir að þetta gangi alveg prýðilega því eiginmaður- inn tekur fullan þátt bæði í uppeldinu og heimilisstörfunum. „Án hans stuðnings hefði ég aldrei getað málað." í sumar sem leið dvaldi hann erlendis með bömin á þriðja mánuð, svo ég gat málað allan sólarhring- inn. Ég notaði því tímann vel, en fannst þetta vera hálfeinmanalegt líf án þeírra, og fábreytt þar að auki, ég lifði á tómötum og gulrótum allt sumarið." Vinnudagurinn er oft langur hjá Rúnu. Hvemig fer hún að því að láta dæmið ganga upp? „Ég skipulegg tíma minn vel. Hér hefur aldrei verið beðið eftir einhveijum inn- blæstri, maður byijar bara að vinna. Ég viðurkenni þó að stundum hef ég þurft að reka sjálfa mig áfram ef ég er þreytt. En löngunin er svo sterk að hún yfírbugar allt- af þreytuna. Ef ég hef ekki getað málað í nokkra daga verð ég vansæl og friðlaus." Og litli hnokkinn vappar í kringum mömmu og málverkin hennar með kubbana sína og annað hafurtask. En það tmflar móðurina ekki hið minnsta. í rauninni hagg- ast ekki konan. Er ekki ósvipuð sínum eigin mjmdum, róleg en föst fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.