Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 2
RASMUS CHRISTL4N RASK - 200 ára minning - að bar til seint um kvöld síðsumars 1813 að gesti bar að garði á Reynivöllum í Kjós. Þeir voru þrír saman og ráku tvo hesta á undan sér og riðu svo hratt að þeir brutu upp hurð- ina að kálgarðinum svo að húsráðandanum, séra Áma Helgasyni, þótti nóg um, en hætti við að atyrða gestina þegar hann bar kennsl á að þar var kominn kunningi hans Halldór Thorgrímsen. flinn ferðamannanna var í blárri peysu, röndóttum buxum og með vesællegan hatt og bað Áma prest að taka sig til kennslu í vetur einkum í trúar- brögðum. Séra Áma flaug í hug að maðurinn væri vinglaður eða ölvaður. Séra Ámi spurði Halldór Thorgrímsen eftir Rask hvort hann væri kominn til landsins, en Halldór taldi ekki svo vera. En þá áttaði séra Ámi Helgason sig á því að ókunni maðurinn var enginn annar en Rasmus Kristian Rask í dulargervi. „Nema þá var nóg gleði og glaumur hjá okkur þá nótt, og svo var hann hjá mér 5 daga ..skrif- aði séra Ámi Helgason Bjama Þorsteinssyni vini sínum 22. ágúst 1813. Rask fæddist 22. nóvember 1787 í Bræn- dekilde á Fjóni rétt hjá Óðinsvéum. Hann var veikburða sem bam, en hið andlega atgervi kom fljótt í ljós. Faðir hans var mjög vel gefínn og kenndi drengnum að lesa, skrifa og reikna og drengurinn undi öllum stundum í bókasafni föður síns við lestur bóka um söguleg efni. Móður Rasks þótti einsýnt að drengurinn gengi í latínu- skóla og eftir nokkum .undirbúning hjá sóknarprestinum komst Rask í neðsta bekk latínuskólans í Óðinsvéum (Odense). Það var gæfa Rasks að hann naut handleiðslu afburða kennara og auk skyldunámsins hóf hann fljótlega enskunám. Árið 1804 er merkisár í sögu okkar, því þá hóf Rask að læra fomíslensku með þeim hætti að lesa Heimskrínglu í útgáfu Gerhards Schönings. Auk þýðingar á dönsku var verkið einnig í latneskri þýðingu. í framhaldi af íslensku- náminu samdi hann íslenska málfræði og orðabók. Rask brautskráðist frá latínuskólanum í Óðinsvéum 1807 og þaðan lá leið hans til Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann hóf nám í guðfræði, en hann hvarf fljótlega frá guðfræðinni og einbeitti sér að tungu- málanámi. Rask fékk vist á garði (regensen) og þar kynntist hann íslenskum stúdentum, sem þar voru fyrir, svo sem Áma Helga- sjmi og Bjama Þorsteinssyni svo að það vom gamlir skólabræður sem hittust á ný á Reynivöllum sumarið 1813. Af íslenskum stúdentum lærði hann íslenskt talmál og Eftir AÐALGEIR KRISTJÁNSSON íslenskt tunga var annað aðalrannsóknar- efnið á háskólaámm hans. Árið 1808 kom út þýðing á Snorra Eddu sem Rasmus Nyr- up var eignuð, en var í reynd miklu fremur verk Rasks. Einnig endurbætti hann íslensku málfræðina sem hann hafði samið á skólaámm sínum, handritið var búið til prentunar 1809 og bókin kom út 1811 og Séra Árni Helgason bar heitið Vejledning til Islandske eller gamle Nordiske Sprog. Um sama leyti skrifaði hann sitt fyrsta verk um saman- burðarmálfræði. Þá sá Rask um útgáfuna á orðabók séra Bjamar Halldórssonar í Sauðlauksdal, sem kom út 1814. Fyrstu utaniandsferð sína fór Rask til Svíþjóðar og naut til þess opinbers styrks og kjmntist þá sænskum lærdómsmönnum, og næst kom ferðin og dvöl hans á íslandi á ámnum 1813—1815. Hann ferðaðist um landið og kynntist landi og þjóð eins og bréf hans votta, og safnaði handritum á ferðum sínum. I bréfi sem Rask skrifaði P.E. Miiller frá íslandi skýrði hann frá því sem fyrir bar. Hann tali og skrifi íslensku og prédiki fyrir séra Áma Helgason og sé að læra að leika á langspil og lýsir hljóð- færinu með nokkmm orðum. I bréfí til Bjama Þorsteinssonar, sem hann skrifar um mánaðamótin ágúst-september 1813, lætur hann í ljós áhyggjur sfnar varðandi örlög íslenskrar tungu; en honum farast orð á þessa leið: „Annars þér einlægligá að segja held eg að íslenskan mun bráðum útaf deyja, reikna eg að valla mun nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 ámm liðnum, en valla nokkur í landinu að öðmm 200 þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar, jafn- vel þjá bestu mönnum er annað hvort orð á dönsku, hjá almúganum mun hún haldast við lengst." Svo er talið að þeir vinimir Rask og Ámi Helgason hafí átt hugmyndina að því að stofna Hið íslenska bókmenntafélag og Rask unnið að féiagsstofíiuninni á ferðum sínum um landið. Þegar Rask kvaddi ísland síðsumars 1815 var lokið að semja boðsbréf um stofnun félagsins og safna tillögum og gera annað sem gera þurfti. Á leiðinni til Danmerkur kom skipið við í Edinborg og þar tókst Rask að afla hinu væntanlega félagi stjrrktarmanna. Þegar hann var kom- Rasmus Christian Rask inn á Hafnarslóð hélt hann áfram að afla hugmyndinni fylgis með þeim árangri að 30. mars 1816 var samþykkt að stofna fé- lagið og var Rask formaður, Grímur Jónsson féhirðir og Finnur Magnússon skrifari. Fyrsti fundur í íslandsdeild Bókmenntafé- lagsins var 1. ágúst 1816. Þar var Ámi Helgason forseti, Sigurður Thorgrímsen fé- hirðir og Halldór Thorgrímsen ritari. í lögum félagsins segir svo: „Það er til- gangur félags þessa að viðhalda hinni íslensku tungu og bókaskrift og þar með menntun og heiðri þjóðarinnar, bæði með bókum og öðrum atburðum, svo fremi efni þess leyfa, eftir þessu undirlagi.“ í samræmi við -þessi markmið hófst út- gáfustarfsemi Bókmenntafélagsins með því að Sturlunga kom út í fyrsta sinni á árunum 1817—1820 og í kjölfarið komu Árbækur Espólíns en útgáfa þeirra stóð jrfír í meira en þrjá áratugi. Einnig hóf Bókmenntafélag- ið útgáfu íslenskra sagnablaða sem stóð til 1826, en þá tók Skímir við. Hér verður ekki rakin saga hinnar stórmerku bókaút- gáfu sem Bókmenntafélagið hratt af stað, en þáttur hennar í þjóðemisvakningu íslend- inga á 19. öld verður seint ofmetinn. Ekki má undan fella að geta hér annars félags sem stofnað var i Kaupmannahöfn tæpum áratug síðar en Bókmenntafélagið. Forgöngu að stofnun þess höfðu Gísli Brynj- ólfsson eldri, Sveinbjöm JEgilsson og Carl Chr. Rafn sem var alla tíð sá sem bar upp starfsemi félagsins, en markmið þess og meginviðfangsefni var útgáfa íslenskra fomrita. Stofndagur þessa félags var 28. janúar 1825, og það hlaut heitið: Hið kon- unglega norræna fomritafélag. Af Rask er það að segja að árið 1818 kom út hið gagn- merka undirstöðuverk hans í samanburðar- málfræði Undersagelse om det gamle nordiske eller islandske Sprogs Oprind- else, og sama ár kom út á sænsku An- visning til Islándskan sem var íslenska málfræðin frá 1811 í endurbættri gerð. Rask dvaldist skamma hrið í Kaup- mannahöfn eftir að hann kom frá íslandi. Leið hans lá til Sviþjóðar og Finnlands og síðan gegnum Rússland og Asíu allt til Ind- lands. Á þessu ferðalagi ofbauð Rask heilsu sinni og þá fór að bera á andlegri veilu sem lýsti sér í rangskynjunum. Frá Indlandi kom Rask heim til Danmerkur sjóveginn suður fyrir Afríku, 5. maí 1823 og hafði þá verið fjarri ættjörð sinni f sex og hálft ár. Árin sem á eftir komu voru ekki björt. Annað slagið var hann haldinn ofsóknarhræðslu og embættisframinn lét á sér standa. Hann var gjörður að formanni Fomfræðafélagsins og tók þátt í útgáfunni á Fommanna sög- um. Á árinu 1829 kom út Jómsvíkinga saga og Knytlinga saga á vegum þess með danskri þýðingu eftir C.C. Rafn. í formála var þess getið að Rask hafí farið yfir þýðing- una áður en prentað var. Ári síðar birtist ritdómur í Maanedskrif for Litteratur þar sem henni var hallmælt, en Rask svaraði með sérstökum bæklingi. Þá reis Baldvin Einarsson upp til andsvara og frá hans hendi komu tveir bæklingar og Rask bætti öðmm við. Fleiri urðu til að blanda sér í málið. Þessi deila olli Rask miklum sárindum og innan Fomfræðafélagsins og Bók- menntafélagsins olli hún miklum flokka- dráttum og úlfúð. íslenskir stúdentar gengu úr Fomfræðaféiaginu og á aðalfundi Bók- menntafélagsins 15. mars 1831 gaf Rask ekki kost á sér til forseta Kaupmannahafn- ardeildarinnar. Þessi deila átti svo eftir að ala af sér aðra og frægari deilu sem kennd var við Rask meira en hálfri öld síðar, en hennar verður ekki frekar getið hér. Samskiptum Rasks við íslendinga var þó ekki með öllu lokið. Hann varð aukaprófess- or í austurlandamálum í desember 1831 og á þá að hafa sagt: eg óttast að það sé of seint, enda átti hann þá skammt eftir ólif- að. Konráð Gíslason segir Bimi M. Ólsen svo frá í bréfí 11. janúar 1888 að hann hafí farið upp á háskólabókasafn haustið 1831 til að fá að láni rit um áherslu í grískum orðum og Rask hafí afhent sér bókina og bent honum vinsamlega á að það væri mun- ur á griskum og fslenskum áherslumerkjum. Þetta varð til þess að Konráð sótti tíma heima hjá Rask um serknesku ásamt tveim- ur stúdentum öðmm. „Ekki tók eg eftir öðm en öllum íslendingum væri vel við hann, þó að þessi deila hefði verið,“ segir Konráð í bréfinu, en þegar hann kom til Kaupmannahafnar f ágúst 1831 var honum sagt að Rask hefði óbeit á íslendingum, enda þótt Konráð yrði þess ekki var af kynn- um sfnum við hann. Rasmus Kristian Rask andaðist úr tær- ingu saddur lífdaga 14. nóvember 1832. Með honum var borinn til grafar frábær vísindamaður og brautryðjandi í norrænum málvfsindum og samanburðarmálfræði. Enda þótt Rask kæmi víða við í rannsóknum sfnum og lærði fjölda mála á ferðum sfnum út um heim var fslensk tunga og norræn menning alltaf sú vísindagrein sem honum var hugstæðust. íslenskan var honum kær- ust allra mála og það verður seint ofmetið hvað mikils virði það var að slíkur maður skyldi gerast forsvari hennar og ámaðar- maður. Af því ber að halda minningu hans f heiðri og enn á það við sem kveðið var fyrir einni öld: „Þú komst þegar Fróni reið allra mest á...“ Höfundurinn er skjalavöröur á Þjóðskjalasafn- inu. Leiðrétting í rabbi mínu sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 14. nóv. síðast liðinn var óvart slengt saman tveimur frásögnum Þórbergs Þórðarsonar. Önnur fjallar um fyrstu upp- götvun hans í lífeðlisfræði, þegar hann var bam í Suðursveit og sú sannfæring datt yfir hann eins og þruma úr heiðskíru lofti, að hann væri orðinn ólétjtur. Hin hermir frá draumi, sem skáldið dreymdi og þótti honum hann vera á gangi suður Tjamarbakkann eystri. Báðar er að fínna í „Bréfi til Láru“. GUNNAR BJÖRNSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.