Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1987, Blaðsíða 4
Kafli eftir HÖRÐ ÁGÚSTS- SON úr 1. bindi bókaflokks um ÍSLENSKA ÞJÓÐ- MENNINGU, sem út er að koma hjá Bókaútgáfunni Þjóðsögu 33. Hlaðsýn í Laufási nú á dögum. Þilstafnamir sem sjást eru á eftirfarandi húsum, talið frá vinstri til hægri: Stofa, bæjardyr, skáli, dúnhús, skemma. Það er útbreiddur misskilningur hjá mörgu nútímafólki, að íslenzki torfbærinn hafi um aldir verið burstabær í líkingu við Glaumbæ í Skagafirði eða Laufás í Eyjafirði, sem hér er fjallað um. Burstir á skemmum komu fyrst til sögunnar um eða fyrir siðaskipti, en burstabærinn kemur ekki fram í endanlegri mynd fyrr en um 1870. Þróun íslenska torfbæjarins Laufás við Eyjafjarðarströnd Um það bil sem Ólafur. biskup Hjaltason skilar af sér Laufásstað í hendur séra Jóni nokkr- um Sigurðssyni árið 1559 er húsaskipan í Laufási í megin atriðum á þessa leið (25. mynd): Stofa (4) og skáli (5) eru fremst húsa og snúa samhliða hlaði um bæjardyr (1) og önd (2) (34. mynd, a). Skálinn er fullskipaður rúmum, fímm staf- gólf að lengd. Af þeim tíu rúmum, sem í skálanum eru, eru tvö bamarúm við and- dyraþilið og snúa þvert á. Eftirtektarvert er að göng (3) eru til stofu með sama hætti og í Gröf. Stofan er fjögur stafgólf. Fyrir enda hennar er lágur pallur í innsta stafgólfi og á honum borð, hápalls- borðið. Vanalega eru bekkir umhverfis það en þeir eru ekki nefndir. Vel geta þeir þó hafa verið á sínum stað. Annað borð, sveina- borð, er langsetis austanmegin í stofu og annars slíks væri að vænta beint á móti þó þess sé ekki getið. Á miðju gólfi stendur könnustóll sem notaður hefur verið sem borð undir drykkjarker. Stofan er þiljuð, utan fremsta stafgólfíð. Inn af anddyri eru löng göng (6). Til hægri er fyrst stórt eldhús (7) þegar inn er gengið með þilstafni fram í göngin. Á vinstri hönd ívið innar eru búr tvö, það fremra (8) sem er lítið og það innra (9) sem er stærra og í enda þess þrjú stórkeröld í jörðu sem á Stöng. í sömu röð og eldhúsið eru tvö hús sem kallast litlabaðstofa (10) og litlastofa (11). Þessi tvö hús eru dagleg- ir íverustaðir húsbænda. Annað er svefnhús, hitt dagstofa eða vinnustofa. í litlubaðstofu eru tvenn rúmstæði en innréttinga ekki frek- ar getið í litlustofu nema hún er þiljuð til veggja og ræfurs. Gegnt litlubaðstofu er hús (12) sem ekki er vitað til hvers var notað. Pyrir enda ganga er svo stórabaðstofa (13) og svipmót hennar með nokkrum öðrum hætti en búast mætti við sé hefðbundin skoðun höfð í huga. í suðurhluta hennar er pallur með borði, felliborð, en í norður- hlutanum bekkur. Hún er í þremur stafgólf- um og eru endastafgólfín þiljuð með veggjum. Þrep þijú eru upp á pallinn að ganga. Það sem mesta furðu mun þó vekja er húsið inn af baðstofunni, ónstofan (14). Hvað er ónstofa? Það er kytra inn af bað- stofu með gijótofni í. Þetta er hitagjafínn, , Baðstofan í Glaumbæ í Skagafirði er gott dæmi um baðstofu á seinasta þróunar- ferli hennar. Hún er þifjuð í hólf og gólf, með glergluggum á þekju, föstum rúmstæðum og alþiljuðum húsum til endanna. Ljósmynd Bjöm Rúriksson. sá eini á bænum en hitagjafi samt. Ekki er gott að segja hve oft ofninn er notaður á þessum tíma en í vetrarkuldanum er hann áreiðanlega kyntur. Á hlaði sunnan við skála er skemma (15). Þær hafa sjálfsagt verið fleiri, þótt ekki séu nefndar í þetta sinn. Næst erum við í Laufási 1631 (26. mynd). Flest er þar með sama svipmóti, skálinn (4), eldhúsið (6), búrin (7 og 8) og stofumar litlu (9 og 10) nema hvað svo er að sjá sem litlustofumar hafi skipt um stæði þannig að litlabaðstofa (10) virðist vera þar sem litlastofa var áður og öfugt. Litlubað- stofu, sem við getum kallað sængurhús, hefur bæst stafgólf afþiljað og þar er bekk- ur, borð og timburgólf. Fleira hefur breyst. Þótt baðstofan (13) sjálf sé næstum eins er þó ónstofan horfin, hús tvö ónafngreind (11 og 12) eru komin milli búrs og bað- stofu, bæst hafa við tvær skemmur (14 og 15). Ur annarri er innangengt í skála. Stof- an (3) er að vísu ekki nefnd á nafn en þar hlýtur hún samt að vera. Við fáum og örlítið meira að vita um húsráðendaherbergin. Stafgólfíð inn af litlu- baðstofu (10) er hugsanlega skrifstofa klerks og í hinni stofunni (9) em bekkir umhverfís húsið og gólf þiljað. Hún gæti verið dagstofa hjóna og staður þar sem tek- ið væri á móti betri gestum milli hátíða, en þó er stórastofan (3) sjálfsagt aðalveislu- staðurinn. Árið 1676 eru frambæjarhús að mestu með sama svipmóti og 1631 (27. mynd). Stofan (4) er næstum eins og árið 1616 nema nú er bekksins umhverfis borðstæðið getið. Einungis innsta stafgólf er þiljað. Fyrir framan hana er eitt sjálfstætt staf- gólf. Skálinn er alltaf eins (5). Skemmur IÍ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.