Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 11. tölublaš og Feršablaš Lesbókar 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						+
Holsteintor - borgarhliðið gamla, sem nú er einskonar tákn fyrir Ltibeck. að baki sést ein af sjö kirkjum borgarinnar..
Hansaborgin
Ltibeck
sjónvarpsauglýsingum ferðaskrifstofanna uppá
síðkastið hefur mátt sjá hyaða hugmyndir forráða-
menn þeirra hafa um vilja hugsanlegra viðskipta-
vina. Samkvæmt þessu beinist allur áhugi væntan-
legra ferðamanna til útlanda að því einu að busla
á baðströnd, sitja með glas í hendi á sund-
laugarbakka og horfa á börnin í vatnsrenni-
brautunum. Að minnsta kosti er reynt að
beina sem flestum í þann farveg. Það fóður
sem ferðaskrifstofurnar auglýsa og halda
að landsfólkinu, er nokkuð einhæft og
mætti af þessu álykta sem svo, að ekki
þurfi að auglýsa fyrir þá, sem kjósa öðruv-
ísi ferðir.
Ekki er ætlunin að gera með einu orði
lítið úr sólarlandaferðum; þær eru sjálfsagð-
ur og nauðsynlegur valkostur. En það væri
kannski hægt að hafa fleiri rétti á matseðlin-
um, - og raunar eru þeir til, þegar betur er
að gáð. Síðustu árin hefur færzt í vöxt, að
íslendingar kjósi sumarhús í Hollandi, Þýzk-
alandi eða Danmörku ásamt bílaleigubíl,
sem gerir fólki kleift að sjá ókunn lönd og
borgir. Sá ókostur fylgir þessu, að sumar-
veðrátta í Norður-Evrópu getur brugðist til
beggja vona eins og átti sér stað síðastliðið
sumar. Það er þó undantekning og afar
ólíklegt að það gerist aftur í bráð.
Eins og að undanförnu
munu margir íslendingar
fara í sumarleyfinu til
Danmerkur, Hollands, .
Þýzkalands og fleiri
staða í norðanverðri
Evrópu. Þeim er í þessari
grein bent á
hansaborgirnar þýzku,
ekki sízt Liibeck, sem er
á margan hátt hrífandi
og svo merkileg heimild
um löngu liðna tíma, að
UNESCO hefur tekið
bæinn í tölu útvalinna
merkisstaða.
Hansaborgirnar
Þeir sem kjósa flug og bíl og kannski sumar-
hús einnig í þeim löndum sem fyrr eru
nefnd, hljóta áð íhuga einnig hvert fýsilegt
sé að aka. Akstur á hraðbrautum eða þjóð-
vegum Evrópu er ósköp tilbreytingarlaus
út af fyrir sig og engin hætta á að maður
gleymi sé við að stara hugfanginn á lands-
lagið eins og á íslandi, — að minnsta kosti
ekki fyrr en komið er suður í Alpa. Það
getur einnig verið þreytandi og erfitt að
vera á bfl í stórborgunum og flestir reyna
að forðast það á sumarleyfisferðalögum.
Smærri borgir og bæir eru miklu betri
valkostur og í Norður Evrópu úir og grúir
af þeim. Að fara til nokkurra slíkra borga
í Þýzkalandi einu, væri meira en nægilegt
Maríukirkjan að innan. Hún er sérstæð
fyrir mjbg litfagra skreytingu, sem
byggð var á miðaldafyrirmýnd.
viðfangsefni í sumarleyfinu og óvíða er betrá
að koma og vera gestur en í Þýzkalandi.
En til þess að ætla venjulegum sumarleyfis-
ferðalang ekki of mikið, vil ég benda á viðr-
áðanlegan valkost, sem ég veit af fenginni
reynslu, að hægt er að mæla með. Eg á
þar við Hansaborgirnar þýzku, sem svo
hafa verið nefndar: Lubeck, Bremen og
Miinster. Hansaborgirnar eru að vísu fleiri;
Hamborg þar á meðal. En vegna þess að
hún er stórborg, ætla ég að sneiða hjá henni
hér. Hinsvegar er ekki ólíklegt að fólk vilji
sjá Hamborg, ef það er á annað borð komið
á svæðið og þá er það ekki mikið mál.
Hamborg er stórfengleg borg ogmikil verzl-
unarborg. Þeir sem vilja fara sérstaklega í
Hansaborgaleiðangur, geta flogið héðan
beint til Hamborgar og stanzað þar áður
en lengra er haldið. Ekki tel ég nauðsynlegt
að taka bílaleigubíl til að sjá Liibeck, Brem-
en og Miinster, því lestarferðir þarna á
milli eru tíðar og áhyggjuminna ferðalag
er ekki til en að dóla milli borga í lest.
Leiðin liggur þá um Slésvík-Holstein, mar-
Schiffergesellschaft - skipstjórahúsið í Bre
frá 1535. Þar er mjög vinsælt og gott veiti
M
Hús frá tímum hansakaupmanna.
flatt landbúnaðarhérað og frjósamt með
kúm á beit, sem mjólka alltof mikið, svo
af hljótast smjörfjöll og kvótar eins og víðar.
HinUpphaflega
Hansaborg
Er eitthvað sérlega merkilegt og heillandi
við Hansaborgir og hversvegna eru þær
nefndar svo. Já, það er margt stórmerkilegt
við þær og einu er hægt að lofa: Það er
eftirminnilegt að koma þangað; sjá borgir,
sem voru að á köflum lagðar í rúst í stríðinu,
en sökum ástar á fortíðinni var allt byggt
upp svo til nákvæmlega eins og það hafði
verið, - og allt fellur svo í ljúfa löð, að
maður sér raunar ekki hvað hefur verið
byg&t UPP- Og svo er það nafnið, sem Þjóð-
verjar halda ennþá í með nokkru stolti:
Hansestadt - börg Hansakaupmanna. Þeir
voru mikils ráðandi hér á stóru svæði á 200
ára tímabili; frá því fyrir 1300 og framund-
ir 1500. Veldi þeirra hófst í Liibeck með
þ.
U!
si
V
tv
v<
Sí
R'
ei
Þ
H
Si
aj
a:
Þ'
E
g
h
á
Þ
á
sl
12
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24