Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1988, Blaðsíða 4
T J O R N I N Fyrirrúmum hundrað árum náði Tjörnin þvísem næst upp að alþingishúsinu en þó voru menn byrjaðir að fylla upp til að stækka tún sín. Jakob Sveinsson snikkari, sem átti heima fyrir sunnan Dómkirkjuna (Kirkjutorg 6) hefur til dæmis hlaðið varnargarð út í Tjörnina, eins og sést á myndinni, og myndað einskonar lón sem hann fyllti svo með mold og sorpi. Ljósm.: Sigfús Eymundsson. Margir vildu þurrka upp Tjörnina Deilur um Tjörnina og Tjarnarsvæðið í Reykjavík eru hreint ekki nýjar af nálinni og af og til hafa risið upp hatramar deilur um þetta litla vatn sem kallað hefur verið perla Reykjavíkur. Öðru hverju hefur verið gengið 'Um 1920 varbúiðaðgangasnyrtilega frá Tjamarbökkum oggeragöturá uppfyllingum áþrjá vegu umhverfis Tjörnina. Ljósmyndasafnið. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Fyrir aldamótin var ótrúlegt ástand við Tjömina. Frárennsli frá húsum lá beint út í hana sorpi var fleygt í hana svo ýldufýlan úr henni barst langar leiðir, en bæði einstakir menn og bærinn stóðu að því að fylla upp norðurendann með grjóti og jarðvegi. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON á Tjömina og segja sérfræðingar að hún hafí minnkað um þriðjung af manna völd- um, úr 12 hekturum að flatarmáli í 8 hekt- ara. Þegar á 18. öld komu upp hugmyndir um að gera Tjömina að skipakví og láta þá grafa Lækinn út og gera hann að eins konar skipaskurði. Þær hugmyndir voru einnig á sveimi fyrir röskum hundrað árum og ekki ómerkari maður en fagurkerinn og rómantíkerinn Sigurður Guðmundsson mál- ari gerði þær að sínum. Eitt sinn barst bæjarstjóm tilboð um að þurrka Tjömina upp og var það tekið til rækilegrar íhugun- ar. Af þessu má sjá að á ýmsu hefur gengið í hugmyndum manna um Tjömina. Ekki verður hér fjallað um ráðhúsdeilur en þess í stað rifjað upp eitt og annað frá fyrri tímum úr blöðum og bæjarstjómarbókum um stöðuvatnið litla í hjarta Reykjavíkur. Þegar alþingishúsið var reist á árunum 1880—1881 stóð það nánast á Tjarnarbakk- anum, svo langt náði Ijömin þá til norð- urs. Til að stjóma smíðinni voru fengnir steinsmiðir Danaveldis. Tveir þeirra ílentust hér á landi og gerðust allmiklir athafna- menn. Annar hét Luders og 6. nóvember 1884 var tekið fyrir á bæjarstjómarfundi tilboð frá honum. Þannig er skýrt frá því í gjörðabók: „Formaður lagði þvínæst fram bréf frá múrmeistara Luders ásamt uppdrætti, þar sem hann býðst til, að þurrka upp tjömina fyrir sunnan bæinn fyrir 7112 kr. 50 aura. Eftir tillögu formannsins var kosin 3 manna nefnd til að íhuga málið. Fyrir kosningu urðu: Magnús Stephensen hlaut 7 atkvæði Eiríkur Briem hlaut 7 atkvæði Lárus Sveinbjömsson hlaut 6 atkvæði." Ekki er vitað í hvaða átt íhuganir hinna merku nefndarmanna gengu því að málið er ekki nefnt aftur í gögnum bæjarstjómar. Um þessar mundir var óspart kastað sorpi og saur í Tjörnina og hún því afskaplega sóðaleg. Líklegt er að Lúders og þeir sem vildu þurrka upp Tjömina hafi viljað slá tvær flugur í einu höggi, annars vegar losa bæjarbúa við þá óhollustu, sem af henni stafaði, og hins vegar að skapa nýjar bygg- ingalóðir eða jafnvel túnstæði á hinum frjó- sama botni Tjarnarinnar. Bæjarland Reykjavíkur var fremur hijóstrugt og grýtt og erfítt til ræktunar og mikil þörf fyrir aukinn búskap í ört vaxandi bæ. Oféleg Bleytufor OgLeðja Sama ár og Luders lagði fram tilboð sitt til bæjarstjómar birtist grein um Ijörnina í Þjóðólfi og hnígur hún að því að réttast væri að þurrka Ijömina upp. Greinin byijar svona: „Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hver bæjar-óhollusta og enda óþverri er að tjöminni hér sunnan við bæinn; einkum er óféleg sú bleytufor og leðja, sem liggr að norðrenda tjamarinnar. Það hefir því marg- ur óskað þess, að tjömin væri orðin þurr; að minsta kosti að það prýkkuðu bakkamír að henni, sér í lagi sá, sem að bænum veit.“ Það er tekið fram í greininni að Jakob 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.