Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1988, Blaðsíða 10
herrabústaðinn í Tjamargötu 32. Því miður
var Ingólfshvoll jafnaður við jörðu árið 1968
til að týma fyrir nýbyggingu Landsbankans
en hann var um margt merkilegur í sögunni.
Árið 1904 keyptu nokkrir vel efnaðir
menn í Reykjavík Tjamarbrekkuna og
byggðu þar síðan villur sínar sem enn standa
allar og prýða Miðbæinn og Tjömina. Þessi
hús em flest í svokölluðum sveitserstíl sem
á upphaf sitt í Mið-Evrópu en barst hingað
frá Noregi. í framhaldi af þessari húsaröð,
á svipuðum slóðum og Hannes var á fugla-
skytteríi forðum með fóstra sínum, ákvað
hann að reisa sér veglegt hús í norskum
sveitserstfl. Ellefsen hvalveiðimaður á Sól-
bakka í Önundarfírði var mikill vinur Hann-
esar og er hann flutti þaðan er sagt að
annaðhvort hafi hann gefíð Hannesi hús sín
eða selt fyrir lítilræði. Hannes lét síðan
flytja viðina til Reykjavíkur og byggði upp
úr þeim hús sitt sem ávallt hefur verið kall-
að Ráðherrabústaðurinn. Hann er eitt besta
dæmið um síðasta og glæstasta skeið timb-
urhúsaaldar í Reykjavík en henni lauk
snögglega eftir Miðbæjarbmnann 1915.
Þegar Hannes lét af ráðherraembætti 1909
seldi hann landsjóði húsið og var það síðan
notað sem bústaður ráðherra íslands og
síðan forsætisráðherra til 1942 en hefur
síðan verið opinber móttökubústaður ríkisins
og þar hafa þjóðhöfðingjar tíðum gist.
Hannes reisti sér hins vegar nýtt hús,
eilítið látlausara, í Tjamargötu 33 (nú Tjam-
arborg). Hann lét Rögnvald Ólafsson, fyrsta
íslenska arkitektinn, teikna það. Þetta er
tvflyft timburhús með valmaþaki og rósa-
skrauti undir þakskeggi. Þetta var og er
enn ákaflega fallegt hús með blómaskála,
óvenjulega stóm anddyri og frá upphafí var
í húsinu fullkomin miðstöð ásamt vatnssal-
emi, baðkeri og steypibaði sem ekki var
algengt í húsum þá og einnig var í því
matarlyfta milli hæða. Húsið var gert upp
á ámnum 1976 til 1977 á vegum Reykjavík-
urborgar og sómir sér vel á besta stað við
Tjömina. Þama bjó fjölskyldan og horfðist
í augu við Bjöm Jónsson, höfuðandstæðing-
inn, hinum megin við götuna þar til Hannes
varð aftur ráðherra árið 1912 en þá seldi
hann húsið og flutti á ný í Ráðherrabústað-
inn.
ÆVBKVÖLDÁ
GRUNDARSTÍG10
Hannes Hafetein lét af ráðherraembætti
árið 1914 og nú var hann búinn að missa
konu sína og tilbúinn að draga sig í hlé
eftir stormasama og litríka ævi. Hann réðst
í að reisa sér sinn síðasta bústað og valdi
að þessu sinni hljóðlátt hverfí uppi í Þing-
holtunum. Á Gmndarstíg 10 reisti hann
árið 1915 stórt og sérkennilegt steinhús.
Gluggar þess em í júgendstfl og þakið brot-
ið á sérstæðan hátt. Því miður veit ég ekki
hver teiknaði húsið. Hér eyddi Hannes
síðustu æviámm sínum og í þessu húsi dó
hann að morgni 13. desember 1922. Kannski
væri Gmndarstígur 10 best til þess fallinn
að gera að minjasafni um skáldið og hinn
mikilhæfa stjómmálaskömng. Kristján Al-
bertsson skrifar svo um ævikvöld Hannesar
á Gmndarstíg 10:
„Nú hefur hann ekki framar skap í sér
til að ijúfa kyrrð hússins með glaumi og
gáska dansandi æsku. Hann hjalar við dæt-
ur sínar á kvöldin, eða spilar við þær, kenn-
ir þeim treikort, flókið og fyndið spil, sem
hann hafði lært í æsku, og fínnur upp á
ýmiskonar dundi til afþreyingar og hugar-
hægðar. Handa yngstu dætmnum býr hann
til hálsfestar úr þurrkuðum melónukjömum
og appelsínukjömum, sem hann litar með
rauðu bleki, svo þeir verða eins og kórallar.
Annars em kvöldin stundum lengi að líða.
Hann mun aldrei hafa fengið fulla bót á
þeirri blindu á öðm auga, sem orsakaðist
af heilablæðingunni haustið 1914, og þreyt-
ist fljótt við lestur. Hann fer að bjóða til
sín gestum, kvöld og kvöld, og þiggja heim-
boð. Oft er hringt til hans af sumum heimil-
um, þegar menn gera sér dagamun, og
hann beðinn að koma. Bannlögin em geng-
in í gildi, en margir hafa birgt sig upp,
enginn hörgull á vínföngum. Smámsaman
er gert orð á því, að Hannes Hafstein sitji
nú oftar að drykkjum og lengur, en vani
hans hafði verið.“
Um þetta leyti yrkir Hannes Hafstein
vísu sem Iýsir kannski vel hugarvíli þessa
glæsiiega ekkjumanns eftir stórbrotinn ævi-
feril. Hún er svona:
Að drepa sjálfan sig
er synd gegn lífsins herra.
Að lifa sjálfan sig
er sjðfalt verra.
Á J apansflakki
fyrir mér að ráði. Verðlagið fór hæst í rúm-
lega þúsund krónur fyrir næturgistingu, en
mér skilst að til séu líka Iúxus-ryokans, þar
sem verðið er ámóta og á vestrænum hótel-
um.
Það hafði mér þótt sérstætt þegar ég sat
í lestunum og horfði á landið þjóta hjá að
ég hafði hvergi nokkurs staðar séð skepn-
ur, utan katta og hunda. Ég veit ekki hvar
kýmar og hestarnir vom að ekki sé nú
minnst á sauðkindina, það skyldi þó ekki
vera hörgull á þeim í þessu nægtanna landi.
I litla bænum Kurashiki hafði ég fengið
boð um að bæjarstjórinn ætlaði að bjóða
mér til kvöldverðar. Þar af leiðandi fannst
mér við hæfí að þvo mér um hárið og snyrta
mig eftir föngum og var í óða önn að snur-
fussa mig þegar bankað var gætilega; þama
væri bæjarstjórinn líkast til kominn og ég
ekki tilbúin. Það reyndist vera elskulegur
eigandi minshukunnar. Og með honum tvær
stúlkur og þær bám nú veislufongin inn og
komu þeim fyrir á borðinu, Ég gægðist yfír
öxlina á þeim og bjóst við að sjá bæjarstjór-
ann, en hann var hvergi sjánlegur. Ég sat
sem sé ein í herberginu og borðaði í boði
bæjarstjórans. Ég hafði í yfirlæti mínu hald-
ið að hann yrði mér til samlætis. En því
var sem sagt ekki að heilsa og Midori hjá
Blaðamannamiðstöðinni, sagði að það hefði
ekki verið viðeigandi að hann kæmi í her-
bergi hjá galókunnugum kvenmanni. En
hann sýndi vináttuvott sinn á þennan hátt.
Ég pantaði mér stóran bjór, meðan ég nart-
aði í réttina og skálaði óspart fyrir bæjar-
stjóranum, þegar ég hafði náð mér eftir
undmnina. Þetta varð ágætis kvöld og raun-
ar létti mér ögn, enda hafði mér skilist að
bæjarstjórinn væri jafri afleitur í ensku og
ég í japönsku.
Beppu var síðasti viðkomustaðurinn minn
og satt að segja fannst mér ég hefði eytt
bróðurparti tímans í að leita að réttum lest-
um og ramba síðan á rétta gististaði. Svo
hafði dijúgur tími farið í að villast til og frá
á hinum ýmsu stöðum. í Kyoto hafði ég þó
getað skoðað undursamlegu garðana og
hofin í þeirri fallegu, fomu höfuðborg og
komist í listiðnaðarverksmiðju, kallað yuzen,
þar sem stúlkur sátu og máluðu dýrindis
Iistaverk á silki, bæði í flíkur, klúta og allt
þar á milli. Vegna þess að ég var blaðamað-
ur(!) var mér boðið að mála ókeypis á vasa-
klút, en annars kostar slfld sem svarar nokk-
ur hundmð krónum.
Þetta svokallaða menningarsjokk sem
allir útlendingar í Japan verða fyrir á einn
eða annan hátt, hafði komið fyrsta kvöldið
í ferðinni út úr Tókýó. Þá hafði ég verið
viku í höfuðborginni og var farin að ná átt-
um, svona stundum. En svo í Ibuki — her-
berginu mfnu á Hiraiwa ryokan í Kyoto,
var rétt eins og þyrmdi yfír mig. Ég hafði
komið með Skotlestinni til Kyoto, sem geys-
ist um landið á 200 km hraða. Eftir japl
og jaml og fuður og fát hafði ég fundið
rétta lest frá Tókýó, farið úr á réttum stað
í Kyoto síðar, tekist að gera leigubílstjóran-
um skiljanlegt hvert ég ætlaði að fara. Og
svo var mér allt í einu nóg boðið. Ég horfði
Eg sat með krosslagða fætur í herbergi númer
13 í Minshuku Kokage í Beppu, sötraði grænt
te og var komin í sloppinn væna sem bíður
manns á öllum gististöðum í Japan, hversu
litlir sem þeir eru. Ég hafði tekið strætó út
Fyrri
grein
Eftir JÓHÖNNU
KRISTJÓNSDÓTTUR
til hverasvæðisins, þess mesta í landinu.
Þar heita hverimir kostulegustu nöfnum,
allt frá Vítisofni til Hins stökkvandi geysis.
Þeir eru alls þijú þúsund, og dreifðir yfír
stórt svæði, og ég hafði aðeins séð fáeina
þeirra. í einum er hiti vatnsins hæfilegur
tii að ala í krókódfla, sá næsti er rauður að
lit og bullandi. Og við ýmsa þeirra hefur
verið komið fyrir skemmtilegum umbúnaði,
eins og við Bökunarhverinn sem forsíðu-
myndin er af. Þar vakir Rauði demóninn yfir.
Það er sérstök lífsrejmsla að búa á ryok-
an eða minshuku, sem eru japönsk gisti-
heimili, gerólík vestrænum hótelum. Þar er
tekið á móti manni með miklum hneigingum
við komuna, og eigandinn býður gestinn
velkominn og síðan er vísað til herbergis.
Hvergi virðist gestur þurfa að skrá sig inn.
Á gólfínu strámottur og þunn dýna til að
sofa á. Veggimir em úr pappír — rétt eins
og ég hef séð í bíómyndunum. Svo er borið
fram grænt te meðan verið er að ná sálinni
í fókus og þegar líður að matartíma er gef-
inn kostur á japönskum málsverði. Hafi
maður þrek í það, em bomir fram réttimir
10 eða 15. Ég náði sæmilegri leikni í pijóna-
notkun, enda væri ókurteisi að biðja um
gaffal og hníf á þessum stöðum og vafa-
samt þeir væm til. Á bakkanum kennir allra
grasa, hrár fískur, súpur, rækjur, kjúklinga-
réttir og svo ýmislegt sem ég hef ekki hug-
mynd um hvað er og kannski bara betra.
Að ógleymdum hrísgijónunum, þau em ekki
skorin við nögl.
Ég veit ekki gjörla hver er munur á ryok-
an og minshuku, á vikuflakki mínu um Jap-
an fannst mér minshukumar tvær þar sem
ég tyllti niður tá vera bæði notalegri og
viðmót fólksins elskulegra. Þó var hvergi
talað orð í ensku — að minnsta kosti ekki
svo heitið gæti, en það var hætt að vefjast
Litlir hfjóðiæraleikarar í Kurashiki.
Rúm og fataskápur á dæmigerðri ryokan.
Höfundur er sagnfræöingur.