Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 5
ASDIS JENNA ÁSTRÁÐSDÓTTIR Hungur Hungrið er vofa með beittar klær sem læsa sig í börn og fullorðna drepur ljós í augum veifar svartri slæðu ótta og þjáningar kallar dauðann til liðs við sig. Morgunblaðið/Sverrir Inga Huld Hákonardóttir við þingstaðinn í Kópavogi. Ekki var alltaf haft fyrir þvi að draga allar dauðasekar konur á ÞingvöII. Mörgum konum var drekkt í vatnsbólum nærri þingstöðum í sveitum landsins. miðaldakirkjunni. Það var vissara fyrir fólk að gæta sín á freistingunum í þá daga því ef gift manneskja eignaðist þijú börn með öðrum en sínum lögmæta ektamaka þá lá við dauðarefsing með sama hætti og fyrr: „Karlmenn missi sitt höfuð, en konur drek- kist,“ um þetta eru fáein dæmi, öll á sautj- ándu öld. Það voru aðallega karlmenn sem líflátnir voru af þessum sökum. Þess má einnig geta að í Stóradómi voru líka refsing- ar fyrir barneignir ógiftra, en það voru ein- göngu sektir. Mikið var lagt uppúr að fá þá til að giftast sem áttu saman börn. Við fimmtu barneign þóttu sektir ekki nægjan- leg refsing heldur skyldu hjúin hýdd ef þau þráuðust enn við að gifta sig. Fyrir fátækar vinnukonur þýddi þetta ákvæði Stóradóms háar fjársektir, jafnvel nokkurra ára kaup, opinbera niðurlægingu af vörum prestsins í stólnum í viðurvist alls safnaðarins, auk þess sem ekki voru ákvæði um framfærslu- skyldu föður vegna þess að barn fætt utan hjónabands átti engan tilverurétt samkvæmt þágildandi lögum. Slíkra barna beið yfirleitt ekki annað en uppeldi á sveit, oft við ömur- lega aðbúð hjá vandalausum, mörg urðu að þola bæði sult og barsmíðar. Vegna alls þessa leiddust sumar fátækar og umkomu- lausar stúlkur út í þá ógæfu að reyna að leyna ástandi sínu og fæðingunni og bera síðan nýfædd börn sín út. Við slíku athæfi var lögð dauðarefsing sem vægðarlaust var framfylgt fram undir átjánhundruð. Mörg- um íslenskum stúlkum var drekkt fyrir þess- ar sakir. Opinber stjórnsýsla í ástamálum Það er augljóst að á tímum Stóradóms gerðu stjórnvöld sér mikið ómak við að reyna að stjórna mjög vandlega kynferðislífi þegn- anna. Sú viðleitni er reyndar ekki aldeilis ný af nálinni, alla tíð hafa yfirvöld af ýms- um orsökum reynt að stýra kynferðislífi þegna sinna. Um þessar mundir er þessi viðleitni augljós. Það líður varla sá dagur að ekki sé auglýst hvemig hættulaust kynlíf eigi að fara fram. Eyðnisjúkdómurinn er hinn mikli ógnvaldur mannkyns í dag. í Kína reyna yfirvöld að fá fólk til þess að eiga ekki fleiri en eitt barn. I hinum vest- rænu ríkjum reyna menn aftur að örva fólk til bameigna með því að lengja bameign- afrí og heita barnafólki styrkjum og skatt- fríðindum. í öllum þjóðfélögum svífa auk þess yfir vötnum ýmis óskráð siðferðislög- mál sem er illa séð að menn bijóti. Kirkjan kom með syndina inn í líf mann- anna og þá skoðun að öll ánægja og gleði af ástum væri af hinu illa, kynlífið var sam- kvæmt kirkjulegri skoðun ill nauðsyn til að fjölga mannkyninu og á seinni öldum var því haldið fram að kynlíf væri heilsufræðileg nauðsyn fyrir karlmenn til að vernda geð- heilsu þeirra. í skriftamálum Ólafar ríku, sem uppi var á fjórtándu öld, segir frá því að hún geti ekki stillt sig um að viðhafa fleiri og fjölbreyttari samfarastellingar en kirkjan þá leyfði. Trúboðastellingin var að áliti kirkjunnar sú minnst syndsamlega. Vafalaust hefur fólk, sem komið er á fullorð- insár, á öllum tímum vel vitað hvenær það braut gegn þeim reglum sem samfélagið hafði sett á hveijum tíma. Holdsins fysnir hafa hins vegar tekið ráðin af fólki í svo ríkum mæli að það mátti sumt gjalda þeirr- ar sælu, sem það naut skamma stund, með lífi sínu. Þetta er víst gömul saga og ný. Eftir því sem leið á íslandssöguna þyngd- ist syndabyrði þess volaða lýðs sem kúrði hér í torfkofum í kulda og trekki. Stóridóm- ur varð síst til þess að gera Þessa byrði léttbærari. Svo mikill varð alvöruþungi trú- ar og kirkju að þar kom að allar skemmtan- ir voru forboðnar. Þannig var Jörfagleðin fræga bönnuð rétt fyrir aldamótin sautján- hundruð. Aðeins hjónafólki var leyft ástalíf. Fjöldi fólks gat hins vegar ekki gift sig vegna fátæktar og skorts á jarðnæði og var því í reynd gert ókleift með lögum að njóta ásta. Það er ekki að kynja þó nútímakonu bregði í brún þegar hún gægist inn í þann heim sem Stóridómur bjó fólki hér fyrr meir. Sér fátækar vinnukindur sem nánast ekkert kaup fengu nema einhver fataplögg, aldrei áttu frí nema kannski á jólunum og öðrum stórhátíðum og aldrei sóttu skemmt- anir utan einstaka sinnum að farið var til kirkju. Var nema von að þeim hlýnaði innan- bijósts þegar sjálfur húsbóndinn leit niður til þeirra? Sumar urðu jafnvel þeirrar náðar aðnjótandi að presturinn leit til þeirra. Hvemig gat ein vinnukind staðist slíka upp- hefð og þá sársælu rómantík sem henni fylgdi? Kannski hafa þær í leynum vonast til að setjast í fyllingu tímans í húsmóður- sætið. En slíkir draumórar fengu í flestum tilvikum sorgarþrunginn endi. Við skulum grípa niður í lýsíngu Ingu Huldar Hákonar- dóttur sem tekin er úr drögum að bók um þetta efni, sem hún er langt komin með og er sá efniviður sem hér er að mestu moðað úr: „Þótt heimildir séu án málalenginga má oft lesa úr þeim örlaga sögur sem eru frem- ur hrollvekjandi. Þannig segja árbækur Espólíns frá konu nokkurri í Reykjadal sem árið 1702 er dæmd til dauða vegna þess að hún hefur fyrirfarið barni sínu nýfæddu: „... var poki dreginn yfir höfuð henni og drekkt í Breiðumýrará; spurði hún þá hvort Ólafur Sveinssonar væri nálægur . . .“ Það sækir á hugann að við Breiðumýrará kunni þennan dag að hafa verið sólskin og sunnan- vindur eins og Norðlendingar fá svo oft að njóta. Blár himinn, grænt gras sem bylgjast í golunni og öll gæska skaparans speglast í fegurð nátúrunnar, þegar snögglega dimm- ir fyrir augum Sigríðar Vigfúsdóttur. Sterk- ar karlmannshendur hrinda henni niður í hylinn og þung spýta heldur henni fastri undir yfirborði vatnsins en uppi á bakkanum er enginn sem svarar eftirgrennslan hennar eftir húsbónda sínum Ólafi Sveinssyni, sem henni var svo blíður í fyrra um þetta leyti... Hefiir saftiað miklu eftii um ástamál íslendinga I samtali við blaðamann sagði Inga Huld Hákonardóttir að hún hafi fyrir margt löngu byijað að safna fróðleik um hjónabandið. „Eg bjó þá úti í Kaupmannahöfn, þriggja barna móðir, nýlega fráskilin og hugsaði mikið um hjónabandið sem stofnun. Ýmsar spumingar urðu áleitnar og ég fór að iðka þrásetur á söfnum grúskandi í gömlum fróð- leik um þetta efni. Eitt leiddi mig að öðru og að lokum sat ég uppi með óskaplega mikinn fróðleik, svo umfangsmikinn að ég vissi varla hvernig ég átti að vinna úr öllum þessum efnivið. Eg átti alls ekki von á að þessi efnissöfnun myndi leiða mig á hryggi- legar slóðir Drekkingarhyls, kynferðislegs ofbeldis og miskunnarlausrar dómhörku lið- inna alda. Þótt ótrúlegt sé þá liggja vissir þræðir frá þessum myrku tímum til okkar daga. Viðhorf í nauðgunarmálum hafa t.d. til skamms tíma borið keim af gömlum for- dómum. Eg er langt komin með ritgerð úr þessu efni til cand. mag.-prófs, útdráttur úr henni verður innan skamms gefinn út á vegum Réttarsögufélagsins. Einnig hef ég undanfarið unnið að bók um þetta efni sem Mál og menning ætlar að gefa út. Ég hef þó orðið að gera hlé á skriftunum um hríð vegna íjárskorts og vinn um þessar mundir sem blaðamaður við DV en ég vonast til að geta lokið þessum verkum báðum fyrir næstu aldamót!" Miskunn var engin Við skulum ljúka þessari samantekt með því að ganga enn í sjóð Ingu Huldar og sækja úr honum frásögn af átakanlegu sifja- spellsmáli frá árinu 1725. Austur á Seyðis- firði fæddi ung stúlka, Halldóra Jónsdóttir, barn. Faðir hennar, sem jafnframt var faðir barns hennar, tók á móti þessari litlu veru sem var svo grimmilega óvelkomin í þennan heim. Hann fyrirkom barninu og dysjaði það í moldargólfinu í bæjarhúsunum. Þau feðgin reyndu að halda þessum verknaði leyndum en það tókst ekki. Þegar mál þeirra kom fyrir rétt reyndi Jón að taka á sig alla sök og bar að hann hefði nauðgað dóttur sinni, deytt barnið og síðan sjálfur grafið það. Hann var dæmdur til dauða og síðan högg- vinn. Höfuð hans var fest upp á stjaka á Þingvöllum öðruin til viðvörunar, en kropp- urinn var brenndur. Dómendur virðast hafa haft samúð með stúlkunni því skrifað var til konungs og henni beðið náðar. Bréfið þvældist í hinu seinvirka danska skrifstofu- bákni í fjögur ár. Þá loks barst svar frá Kaupmannahöfn. Konungur reyndist ekki hafa neina samúð með þessar stúlkukind uppá íslandi sem ratað hafði í svo hrapal- legt ólán. Miskunn var engin, stúlkunni skyldi drekkt vegna bameignar með föður sínum og vegna þess að dönsk yfirvöld þótt- ust þess fullviss að hún hlyti að hafa verið með í ráðum við barnsmorðið. Nauðgunin er ekki nefnd í bréfínu og ekkert tillit til hennar tekið. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíð. ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR FRÁ BÆ Þula Á kvöldin þegar kýs ég sofna kvalir finn og limi dofna læðist að mér lúakvöl. Létt er ei sinn búk að bera býsna margt þarf enn að gera á meðan að hér endist dvöl. Man ég fyrri æviárin engin þjáðu lúaárin eftir nætur svefninn sæta sveif ég dagsins önn að mæta. Man ég þá var mörgu að sinna mörgu þurfti þá að hlynna bús og bama bæta hag. Oftast snemma upp Var staðið eindum ef á sjó var farið ein þá varð að annast bú. Mjólka kýr og gefa á garða gæta þess sem meiru varðar. Börnin urðu að skunda í skóla í sköflum yfir hlíð og hóla skorta mátti ei mat né fat. Angri slegin oft réð stara út ef urðu þau að fara bæði í hríð og kafaldskóf. Heil er komu heim að kvöldi hijáð og köld úr fannaveldi þá ég guði þakkir bjó. Lítil tíð var leiki að reyna læra þurfti og margt að greina andsvör svo að ættu nóg. Kvöldið leið sem Ijúfur draumur lesið, sungið ótal tónum, látið var ei lærdóm trufla ljóðið þitt frá rokk og pijónum. Er mín talin ævisaga, öllu ráði svo til haga yngri taka önnum við. Aðeins munum tíma tvenna tekur að húma að næturfrið. Höfundurinn er fæddur 1901 og dvelst á Hrafn- istu. Hún hefur gefiö út 5 bækur og skáldsaga er nú i prentun. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER'1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.