Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 12
landinu er Knappsstaðakirkja í Fljótum í Skagafírði, byggð 1834 en endurreist 1838 eftir að hafa hrunið til grunna í jarðskjálfta sama ár. Bakkakirkja í Öxnadal var byggð 1843. Ekki varð þó nein bylting í arkitektúr kirknanna til að byija með. Það sem breytt- ist var einkum byggingarefnið en timbur- veggimir gerðu nú auðveldara að hafa glugga á hliðum og því urðu timburkirkjum- ar mun bjartari að innan. Skilrúmið, sem var í torfkirkjunum milli kórs og skips, hélt sér í flestum tilvikum en var hins vegar fjar- lægt í þeim mörgum að hálfu eða öllu leyti síðar. I sumum kirkjum var prédikunarstóll hafður fyrir ofan altarið og er svo enn, t.d. í Landakirkju í Vestmannaeyjum, Viðeyjar- kirkju, Reynistað í Skagafirði og í Bolung- arvík. í timburkirkjunum vom stundum svalir vestan til, oft vom þær raunar klædd- ar af en stundum hafðar opnar og gat fólk þá setið þar uppi. Stundum var þetta lými notað fyrir orgel og kirkjukór. Smám saman fara svo að koma tumar á kirkjumar. Undirstöður timburkirknanna vom stórir steinar, síðar hafa menn víða steypt sökkla undir kirkjumar. Grindin, sem timbrið var síðan klætt á, utan og innan, var oftast svonefndur „bindingur" svipað og verið hafði í torfkirkjunum. Gólfíð var úr timbri. Ekki er neitt fastmótað form á þessum kirkj- um, en í stómm dráttum líkjast þær hver annarri, þótt þær séu nokkuð misstórar. Form þeirra er einfalt: sumar hafa tum, aðrar ekki, sumar þakglugga, aðrar ekki. Þær hafa risþak, sem oftast myndar níutíu gráðu hom í mæni. Hæðin er oft nánast sú sama og breiddin og breiddin er afar oft helmingur lengdarinnar. Þótt ferðamaðurinn, sem virðir fyrir sér kirkju, sé ekki beinlínis að velta fyrir sér lögmálum formsins, er það þó kannski ekki hvað síst formið, sem verkar á hann á einn eða annan veg. Kirkjur em byggðar eftir ýmsum formreglum, sem verða ekki taldar upp hér. Og þær reglur em nokkuð margar í íslenskri kirkjubyggingasögu þrátt fyrir allt. Fom hefð er fyrir því, að lengd kórsins sé þriðjungur af lengd kirkjunnar í heild. Sr. Sigurður Pálsson segir: „Það var föst regla, að lengd kirkju var tvisvar sinnum breidd hennar. Hið innra skiptist kirkjan í sönghús og framkirkju. Sönghús var sem næst þriðjungur kirkju." Þannig er raunar einnig fom kirkja, sem fundist hefur á Grænlandi og gæti gefið vísbendingu um foma hefð einnig hér á landi. Sú kirkja telst vera hin forna Þjóð- hildarkirkja og er að innanmáli 3 x 6 m. Hæðin upp í mæni í kirkjum af þessu t'agi var oftast sú sama og breiddin (þannig er háttað á Víðimýri í Skagafirði). Um Grafar- kirkju segir dr. Kristján Eldjárn: „Kirkjan virðist sýnilega byggð eftir hinni fornu „ad quadratum" meginreglu, breidd og lengd í hlutfallinu 1:2.“ En hlutföllin vom fleiri, sem notuð vom. Dæmi em um kirkjur í gullinsniði, þannig er t.d. kirkjan á Stað á Reykjanesi vestur, sem er ein fegursta kirkja landsins. „Getur það verið tilviljun, að gmnnflötur Reyk- hólakirkju (sem nú hefur verið flutt að Saurbæ á Rauðasandi — G.K.) er í ákveðnu hlutfalli 1:2 og kórinn í gullinsniði á lengd kirkjunnar, eða að gmnnflötur Staðarkirkju (á Reykjanesi) er í gullinsniði og einnig Úr bókartexta eftir séra GUNNAR KRISTJÁNSSON Grundarkirkja í EyjaGrði er dýrlega fögur kirkja, bæðiytra sem innra. Hún var reist 1905 af Magnúsi Sigurðssyni bónda á Grund og hugsaði hann sér að kirkjan yrði fyrir allan Eyjafjörð innan Akureyrar. Magnús fékk Magnús Ásmund Bjarnason frá Geitaskarði / Fljótsdal til að gera endanlega teikningu af kirkjunni. Forn hefð var rofín með því að láta kirkjuna snúa í norður og suður. Mtíller, norskur maður, málaði kirkjuna að innan og skreytti. Húsavíkurkirkja, ein allra fegursta timburkirkja landsins og lofar meistara sinn, Rögnvald Ólafsson, arkitekt. Hún var vígð 1907. Altaristöfíu málaði Sveinn Þórarinsson, list- málari frá Víkingavatni. GENGIÐ IGUÐSHUS Út er komin á vegum Iceland Review bók um kirkjur og kirkjulist á íslandi og er höfundur hennar séra Gunnar Kristjánsson dr. theol. Páll Stefánsson, ljósmyndari Iceland Review, hefur tekið myndimar. Bókin er gefin út bæði á ensku og íslenzku og er titill ensku útgáfunnar Churches of Iceland, en íslenzka útgáfan, sem seld hefur verið í hendur Almenna Bókafélagsins heitir Gengið í guðshús. Hér er gripið niður í texta bókarinnar og birtar fáeinar af myndum Páls. m miðja síðustu öld taka torfkirkjurnar að hverfa af sjónarsviðinu og reistar eru timbur- kirkjur víða um land. Þær setja enn mestan svip á kirkjur landsins. Að vísu hafa þær haldið sér misjafnlega vel, betur norðanlands en sunnan vegna þurrari veðráttu. Upphaf- lega vom þær aðeins tjargaðar utan, oftast dökkar með hvítum gluggum. En eftir að bámjám tók að berast til landsins upp úr 1880 var það víða sett utan á til vamar. Á síðustu ámm hefur hins vegar vaknað áhugi hjá mörgum söfnuðum á að færa kirkju sína til uppmnalegs horfs eða því sem næsta, og hefur bámjámið þá stundum verið fjarlægt og kirkjan klædd nýju timbri vörðu með nýjum veðurþolnum efnum. Gott dæmi um slíka kirkju er kirkjan á Saurbæ á Rauðasandi, einhver fegursta kirkja lands- ins. Annað gott sýnishorn er kirkjan á Mos- felli í Grímsnesi, sem er líklega næstelsta timburkirkjan sunnanlands reist 1848, sú elsta sunnanlands, er Búrfellskirkja, reist 1845. Elst norðanlands og þar með á öllu Islenzkar kirkjur búa yfir meiri fiöl- breytni en halda mœtti í fljótu bragöi og andstœÖurnar eru mikl- ar, allt frá bœnahúsinu á Núpsstaö til Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti. EftiraÖ fariö varað byggja timburkirkj- ur í sveitum, varö til hefÖbundinn, íslenzkur kirkjustill, sem felst í afar einföldu húsi, enda ncestum alltafbyggt af vanefnum. ÞakiÖ var látiö mynda vinkilrétt horn og turninn, sem oftast var meö samskonar risþaki, kom í beinu framhaldi af framgaflinum og getur varla hreinrœktaöra dcemi þar um en Saurbcejarkirkju á RauÖasandi, sem áÖurstóÖ á Reykhólum. En frá þessari reglu eru til markveröar undantekning- arþegar betur er skoöað; til dcemis húnvetnsku hringkirkjurnar og kirkjur sem aldrei fengu sinn turn svosem Þingmúlakirkja í SkriÖdal ogBeru- fiaröarkirkja. Stundum var uppmjótt pýramídalag á turninum, til dcemis á Þingvallakirkjunni, ellegar íaÖ aÖ pag- óöustíl eins og i Odda og á Hvalsnesi. Þessar hefðir hafa verið látnar lönd og leiÖ í nútímanum og arkitektar gefa nú gjarnan hugmyndafluginu lausari tauminn viö kirkjuteikningar en þá er þeir teikna önnur hús. Fyrstu áhrif módernismans birtast hjá Guðjóni Samúelssyni, til dternis í Laugarnes- kirkjunni og Akureyrarkirkju ogsíðan má benda á Neskirkju ogKirkju ÓháÖa fríkirkjusafnaÖarins í Reykjaviksem beint framhald. Leiðin hefur legiðfrá hógycerö til ríkidcemis eins ogséra Gunnar bendir á í texta bókarinnar, Lítillætið sjálft, en fallegt gvðshús engu að síður og fer vel á sínum stað: bæn- húsið á Núpsstað. en viÖ megum ekki gleyma því, aÖ hógvteröin var ekki endilega eftir vali, heldur afleiöing afefnisskorti ogfá- tcekt. Það er líka athyglisvert og kemur fram í bókinni, að margar íslenzkar kirkjurgeyma merk listaverk og kannski gncefa þar hœst verk brautryðj- enda okkar í myndlist: Altaristöflur Ásgríms á Stóra Núpi, Kjarvals á Borg- arfiröi eystra ogMuggs á Bessastöðum. En að sjálfsögöu ber einnig aö meta og viröa metnaöarfull nútímaverk i nýjum kirkjum, svo sem mósaíkmynd Ninu í Skálholtskirkju ogfresku Baltas- arsi hinni nýju VíÖistaÖakirkju. íbókinni rekurdr. Gunnar Kristjáns- son þróunarsögu íslenzkra kirkna og er hérgripiö niÖur i textann, þegar torfkirkjur taka aö hverfa afsjónarsvið- inu og timburkirkjur taka viö. GS. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.