Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						H E  I  L  S  U  F  R Æ Ð  I

LYSI

verðmætum hent í sjóinn

Það er mikið vandamál

við framleiðslu lýsis

erlendis, þar sem

sjávarmengun er mikil,

hve mikið er af

fituleysanlegum

eiturefnum í lýsinu.

Eftir ÓLAF SIGURÐSSON

gelatín-belgjum.

Mikið hefur verið skrifað um hollustu

lýsisins og þykir sumum nóg um. Hafa

ýmsir mætir menn erlendis varað við goð-

sögninni um lýsið og hvetja til þess að dreg-

ið sé úr áróðrinum. Þessir sömu menn vilja

meina að væntingar almennings til lýsis séu

meiri en efni standa til.

í þetta sinn verður þó ekki fjallað um

þá hlið málsins heldur um vinnslu lýsis hér-

lendis fyrr á öldum til dagsins í dag. Einnig

verður minnst á nýja möguleika í lifrar-

hirðingu og mengunarvandamál í hafi.

Ný átöppunarlína, sem veríðerað taka ínotkun hjá Fiskafúrðum h/fjReykjavík.

Nýjasta tækni við vinnslu lýsis hefur ætíð gefíð okkur úrvalsvöru.

ýsisvinnsla á íslandi hefur tekið ýmsum breyt-

ingum í gegnum árin. Hefur tæknin komið þar

við sögu eins og annars staðar. Hefur breyting-

in verið mikil frá því að vera illa lyktandi og

þefjandi vökvi í það að vera omega-þykkni í

LÝSI, Stutt

SÖGULEGT YFIRLIT

Vafalaust hafa íslendingar kunnað að

hagnýta sér þorsks- og hákarlslifur til lýsis-

framleiðslu allt frá landnámsöld og flutt

þekkinguna með sér frá Noregi.

Þorskalýsi varð síðan öldum saman ein

af verðmætustu og eftirsóttustu afurðum

sjávarútvegsins hér á landi og er þess víða

getið í fornbréfasafni og það mjög snemma.

Á þriðja, fjórða og fimmta tug þessarar

aldar mun útflutningsverðmæti þorskalýsis

hafa orðið hlutfallslega mest og nam sum

árin 8-9% af öllu útflutningsverðmæti sjáv-

arafurða. Sfðan hefur verðmæti þess farið

mjög minnkandi miðað við annan útflutning.

Lýsis mun hafa verið getið sem útflutn-

ingsvöru árið 1323, en á 14. öld verður lýsi

önnur aðalútflutningsvara íslendinga ásamt

skreið og tekur síðan við af vaðmáli sem

aðalútflutningsvaran.

í bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls-

sonar er víða getið um hákarla- og sellýsi.

fSíðan A- og D-vítamín fór að verða aðgengi-

legt í tilbúnu formi fór eftirspurn eftir lýsi

að minnka töluvert. Algengt var áður fyrr

að skólabörnum væri gefið lýsi úr ausu til

að vinna gegn vítamínsskorti. Gæði þess

lýsis voru allt önnur en þau sem nú þekkj-

ast. En nafnið „meðalalýsi" hefur haldist

til dagsins í dag.

VlNNSLALÝSIS

Fyrráöldum

í ferðabók Eggerts er getið um gryfjur

sem lifrinni var safnað í og hún látin renna

fyrir áhrif lífhvata, gerla og sólar. Var lýs-

inu sem rann úr lifrinni svo safhað í tunn-

ur. Á síðustu öld var algengt að láta lifrina

renna í tunnur. Þetta tíðkaðist fram á þessa

öld.

Mikil framför varð þegar menn tóku að

bræða grútinn sem eftir varð þegar lýsið

var runnið úr lifrinni. Var þá hægt að ná

næstum öllu lýsinu úr lifrinni. í upphafi var

þetta gert með því að bræða grútinn í járn-

pottum sem stóðu á hlóðum. Þetta er talið

hafa gerst löngu fyrir daga Eggerts Ólafs-

sonar.

Erlendis varð þróunin sú að bræða þorsk-

lifur í tvöföldum potti, með vatni á milli

innra og ytra byrðis. Lfklegt er talið að

þessi aðferð hafi verið tekin upp í Grindavík

1866. Um 1854 var farið að bræða þorsklif-

ur í Noregi með gufu, sem var leidd ofan

f lifrina frá gufukatli.

Tryggvi Gunnarsson kom á fót gufu-

bræðslu lifrar með gufu frá katli á Odd-

eyri, um eða upp úr 1880.

Gufubræðslu fer þannig fram að lifrin

er hituð neðan frá í tanki, með gufu. Að

nokkrum tfma liðnum er lokað fyrir gufuna

og látið setjast til í bræðslukerinu. Sest þá

grúturinn fljótt undir. Eftir um það bil eina

klukkustund má fleyta lýsinu ofan af.

Þessi aðferð var ekki tekin upp hér sunn-

anlands fyrr en eftir aldamót, árið 1909 í

Vestmannaeyjum og 1922 í Keflavfk.

NÝJAR VINNSLUAÐFERÐIR

Allar þær vinnsluaðferðir sem hér hafa

verið nefndar, þ.e. framleiðsla sjálfrunnins

lýsis, bræðsla í tvöföldum pottum og bræðsla

með gufu frá katli, voru í notkun hér á landi

á árunum 1910 til 1930 og var þá gufu-

bræðslan að vinna á og mun hún ein eftir.

Síðustu árin hefur enn ein aðferðin bæst

við. Lifrin er hökkuð og dælt um „sjóðara"

f rörum sem eru þá umlukin gufu (snögg-

hitun). Skilvinda er svo notuð til að skilja

í sundur lifrarvefinn og vökvafasann.

Vökvasafinn fer svo í aðra skilvindu sem

skilur vatnið frá lýsinu. Þetta þýðir að allt

lýsið fer í fyrsta flokk og enginn grútur

fellur til, sem annars væri soðinn í vftissóda

og gæfi þá fóðurlýsi.

Grútarsuða með vítissóda er nefnd lút-

suða. Sú aðferð var fyrst tekin upp hér á

landi, á vetrarvertíð í Keflavík 1937 að

frumkvæði dr. Þórðar Þorbjarnarsonar.

Nýting lifrarlýsis með lútsuðu er mjög góð

eða um 98%.

Framleiðsla lýsisþykknis getur verið með

ýmsu mðti. Til dæmis má nota úrdrátt með

lífrænum leysiefnum, notkun lífhvata og

kaldhreinsun á lýsisblöndu með tiltekinni

fitusýrusamsetningu. Erlendis er notað búk-

lýsi en hérlendis þorsklifrarlýsi.

LIFRARHIRÐING

Mest er um lifrarhirðingu á vetrarvertíð.

Er lifrin hirt í landi þegar gert er að fiski

frá vertíðarbátum. ÖII lifur er sett saman

til bræðslu hvort sem hún er úr ufsa, þorski

eða ýsu. Að jafnaði er nær eingöngu um

þorsk að ræða. Þegar vinnslu lýsisins er

lokið er A- og D-vítamíninnihald þess mælt.

Síðan þarf að jafna styrkleika þeirra með

því að bæta þessum vítamfnum út í eða

þynna með öðru lýsi, sem inniheldur minna

magn vítamína. Þannig ræður vítamfnstyrk-

leikinn því hvort um er að ræða þorska- eða

ufsalýsi, en ekki það hvort um sé að ræða

þorska- eða ufsalifur, enda mundi slíkt ekki

geta gengið í framleiðslu þar sem neytand-

inn verður að fá sömu vöruna í hvert sinn.

Helstu vandamál lýsisframleiðslunnar f

dag er skortur á lifur. Má fullyrða að hægt

sé að selja töluvert meira magn á því verði

sem nú gildir. Ef eftirspurnin eykst enn

frekar, sem vænta má, þarf að huga strax

að lifrarhirðingu f meira mæli og þá einnig

úti á sjó þar sem ómældum verðmætum er

hent í hafið í formi lifrar. Það mun vera

hægur vandi þar sem lifrarmelting mun

vera ódýr og hagkvæm lausn. Til þess næg-

ir lítil dæla til að hakka lifrina og dæla

henni svo í tank til að geyma meltuna. Einn-

ig er maurasýru (1,5-2%) blandað út í tank-

inn til rotvarnar. Meltan geymist þannig í

um mánuð við hitastig minna en 15°C

Nægir svo að hita meltuna með íhrærslu í

um hálfa klst. við um 60°C. og skilja síðan

lýsið beint i skilvindu. Gufubræðsla kemur

einnig til greina. Þetta er því í senn geymslu

og vinnsluaðferð sem gæti hentað þar sem

lifrarhirðing hefur ekki verið stunduð áður.

Flutningskostnaður er einnig minni þar sem

eingöngu þarf að flytja lýsið en ekki alla

Iífrina. __

Mengunarvanda-

málerlendis

Erlendis er húkfita af feitum uppsjávar-

fiskum notuð til að framleiða lýsi og omega-

þykkni í belgjum. Fituleysin eiturefni safn-

ast gjarnan saman þegar ofar dregur í

fæðukeðjunni í hafinu. Er það mikið vanda-

mál við framleiðslu lýsis erlendis, þar sem

sjávarmengun er mikil, hve mikið af þessum

eiturefnum eru f lýsinu. Hérlendis eru þessi

mál eins og best verður á kosið. Munu t.d.

lægstu mælingargildi á þungmálmum f

dönskum fiski vera meðaltalsgildi hérlendis.

Þó er það ekki svo að við séum algjörlega

einangruð frá mengun umheimsins. Talið

er að efnasambönd úr áburði frá ströndum

Mexíkóflóa hafí borist hingað með golf-

straumnum. Þetta er þó líklega árstíðabund-

ið, en sífellt er fylgst með gæðum lýsis

hérlendis vegna útflutnings þess. Við ættum

því að geta treyst því að íslenska lýsið sé

eitt besta lýsið í heiminum í dag hvað varð-

ar magn mengunarefna og gæðakröfur í

framleiðslu.

,    Heimildir: Tæknitíðindi rannsóknastofhuiiar

fSskiðnaðarins og ráðstemurit verkfræðinga-

I   felagsins um lýsis- og mjiSlviimslu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20