Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Blaðsíða 3
N IPCPáW H1ö11]®®Ch][bjES]111]íI]1S111 ' Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Katla kvað sér hljóðs með eldgosi fyrir 70 árum og nokkrum mánuðum betur. Kaupmaðurinn í Vík, Þorlákur Sverris- son, tók þá ljósmyndir, sem aldrei hafa birzt, en sonur hans, séra Óskar J. Þorláksson fyrrum dómkirkjuprest- ur, skrifar grein af þessu tilefni, sem hann nefnir: Myrkur um miðjan dag. Ferdabladid Skíðavertíðin, sem nú er hafin í Austurríki og áhugi íslenzkra skíðamanna beinist ekki sízt þangað. En fleiri möguleikar eru fyrir hendi, Bandarískir skíðastaðir til dæmis og í Noregi eru að rísa skíðastaðir, sem ekki þykja gefa Ölpunum neitt eftir. Um þá er fjallað hér. Forsídan Myndin heitir „Loftfimleikamaðurinn" og er eftir Fem- and Léger, máíuð 1948. Léger (1881-1955) var fransk- ur framúrstefnumálari með mjög sérstæðan og persónu- legan stfl og leynir sér ekki, að ýmsir frægir nútíma myndlistarmenn erlendis, sem vinna undir merki nýs expressjónisma, hafa farið í smiðju til hans, ekki sízt í frjálslegri meðferð á mannslíkamanum sem mynd- efni. Það er gamla sagan, að fátt er nýtt undir sólinni. Séra Valdemar á Stóra Núpi hefur ort suma þá sálma, sem hjartfólgn- astir hafa orðið þjóðinni og Sigurbjörn Einarsson biskup telur hann eitt mesta sálmaskáld, sem heimurinn hefur alið. í sumar leið var séra Valdemar Briem reistur minnisvarði á Stóra Núpi og af því tilefni skrifar séra Flóki Kristinsson grein um hann. ELÍAS MAR Vatnið mitt í bernsku minni var vatnið skuggsjá heiðríkjunnar lyngt og bjart bakka á milli. Þegar leið sló annarlegum roða á flötinn. Vinur minn sagði: Kvöldskýin speglast í vatninu þínu. En þegar roðinn vildi ekki hverfa þá hvíslaði vinur minn sefandi: Vatnið þitt það speglar liti haustsins. Loks var flöturinn orðinn dumbrauður svo um daga sem naetur. Vinur minn stundi: Eina nótt í vor sveif eitri slungið ský utan af hafi og hvarf í vatnið. Ég kraup að vatnsborðinu og fyllti lófann. Ur greip minni rann þykkt og heitt blóð. Nú bíð ég þess mér aukist dirfska og þrek svo ég geti lagt af stað upp í Ijöllin og fundið litlar bláar tjamir. Höfundur er skáld í Reykjavík. B Draumurinn g á mér draum. Ég skal ekkert fullyrða að hann sé eins háleitur og draumurinn sem t.d. Martin Luther King átti sér forðum og galt fyrir dýru verði. En draumur er það engu að síður. Og hann er minn. Mig dreymdi um það að einn góðan veður- dag komi út ævisaga mín — og verði auðvit- að metsölubók. Ég ætla mér vitaskuld ekki að rita þessa ævisögu sjálfur. Það finnst mér bera vott um ruddalega framhleypni og sjálfsánægju. í stað þess dreymir mig um að ekki líði á löngu þar til einhver ábyrgur þjóðfélags- þegn, kannski ung og fjörug stúlka, knýi dyra hjá mér og segi: „Jæja, Þórður, þjóðin bíður í ofvæni eftir ævisögu þinni. Hún verður ábyggilega met- sölubók. En af því að ég veit að þú ert maður lítillátur býðst ég til að sjá um ritun hennar fyrir þig.“ Ég mun náttúrulega taka þessari ungu stúlku vel enda þykir mér löngu tímabært að þjóðin kynnist lífshlaupi mínu. Samt ætla ég að dylja eftir bestu getu gleði mína og feginleika. Ég ætla jafnvel að neita þessu góða boði hæversklega — en alls ekki á svo sannfærandi hátt að ég hreki stúlkuna, til- vonandi ævisöguritara minn, á brott. Ég mun bera fram ýmsar fáránlegar afsakanir og slá nokkra heimskulega varnagla sem ég veit að stúlkunni verður ekki skotaskuld úr að gera að engu. Eftir hæfilegan tíma legg ég niður allar varnir og samþykki, auðvitað tregur, að líklega sé þetta hárrétt; ég geti sóma míns vegna og ástandsins í þjóðfélaginu ekki vik- ist undan þessu lengur. Svo kveðjumst við, ég og ævisöguritarinn minn, og mælum okkur mót daginn eftir. Hún segir mér að þetta muni taka tvo til þijá daga. Ég geng, eða öllu heldur svíf inn í stofu, sest í besta stólinn og fæ mér kaffi og sígarettu á meðan ég legg heilann í bleyti. Nú ríður á að vera vel undirbúinn næsta dag, sjálfan örlagadaginn. En þegar ég fer að hugsa, rifja upp og tengja saman finn ég að ýmsar efasemdir fara að skjóta upp úfnum kollinum og óþægileg spuming treður sér að til að eyði- leggja þessa helgistund: Hvað á ég eigin- lega að segja þjóð minni? Hvað á ég eigin- lega að segja þessum unga og fallega ritara mínum sem að morgni birtist með segul- bandstækið sitt og krefur mig sagna? Allt í einu er hægindastóllinn minn orðinn harður og óþægilegur, kaffíð kalt og rammt og sígarettan krabbameinsvaldandi. Þótt ég standi almennt ekki í samkeppni við nokkum mann sem ég þekki sé ég það í hendi mér að aðstaða mín er næsta von- láus. Á undanförnum áram hafa litið dags- ins ljós margar snilldarlegar æviminningar sem fengið hafa þjóð mína til að súpa hvelj- ur. Hvemig get ég staðið slíku fólki á sporði? Ég geng ekki að því graflandi að innan stundar verð ég að standa fyrir máli mínu. Ég sé í anda stúlkuna fögra halla sér fram, stara í augu mér og spyija spumingarinnar sem allt ríður á: Hvað með ástir þínar Þórður?" Ég sé mig þegar komast í hræðilegan bobba. Hvemig í ósköpunum á ég að keppa við fólk sem getur fyllt síðu eftir síðu í blöð- um og bókum af safaríkum lýsingum á ástafari sfnu, jafnvel inn- og útafskipting- um. Og í huganum heyri ég mig segja sann- leikann umbúðalausan um átakanlegt til- breytingarleysi í þessum efnum. Og um leið sé ég fyrirlitningarsvipinn á ritara mínum. Mér til skelfingar heyri ég hana segja: „Væri ekki rétt, Þórður minn, að þú feng- ir Póst- og símamálastjóm til að gefa ástar- sögu þína út á frímerki?" Mér finnst óumræðilega sorglegt að hafa bakað svona fallegri stúlku vonbrigði. En svo sé ég að hún jafnar sig og nýr sigur- glampi kemur í augu hennar. „En Þórður, hvað með ástarbréf? Þau gætu bjargað miklu.“ Ég kipptist við. Og mér verður hugsað til þeirra lukkunnar pamfíla sem eins og að drekka vatn geta lagt fram heila stranga af sjóðheitum ástarbréfum. Með hryllingi verður mér hugsað til þeirra bréfa sem ég á frá konum. Og annað þeirra ekki einu sinni ástarbréf nema að hálfu leyti, að kannski að engu leyti af því að það er upp- sagnarbréf gamalt og mjög farið að gulna. Hitt bréfið er bréf frá konunni minni er hún skrifaði mér norður í land í fyrrasumar þegar þvottavélin varð ónýt: „Áttu 5000 kall, strax.“ Ég geri mér grein fyrir því að slíkt fánýti get ég ekki sýnt nokkram lif- andi manni, allra síst heilli þjóð. En til að missa ekki allt niður um mig segi ég stúlk- unni sem ætlar að skrifa æviminningar mínar að ástarbréfasafnið mitt hafi orðið meginuppistaða áramótabrennunnar í Foss- vogi í fyrra. Og nú sé ég djúpar áhyggjuhrakkur af- mynda andlit þessarar fallegu stúlku. Ég finn á mér að hún sér óskaplega eftir nafni bókarinnar sem ábyggilega hefur átt að heita td. „Ævi og ástir framhaldsskólakenn- ara“ eða „Ástir og setningafræði“, eða jafn- vel „Ást í djúpgerð". Mér finnst málið vera komið I hreint óefni, jafnvel tapað. En ævisögurítari minn hlýtur að hafa fengið bjartsýnina í vöggu- gjöf því enn heldur hún áfram að leita fyr- ir sér. „Eitthvað hlýtur þú að hafa gert af þér, Þórður minn. Ekki ertu bindindismaður.“ Ég tekst allur á loft. Loksins, loksins virð- ist rofa til. „Nei, ekki aldeilis," segi ég, „öðra nær.“ Óg nú sé ég ritara minn koma sér fyrir með hljóðnemann. ,tÞú drekkur sem sé mikið." Ég sé strax að ævisögu minni tilvonandi hefur í skyndi verið valið nýtt og tælandi nafn, eins og „Ævisaga Þórðar Helgasonan Á völtum fótum“ eða „Ævisaga Þórðar Helgasonan Tvöfaldur asni“. „Þú drekkur sem sé óheyrilega," heyri ég ritarann minn fagra segja. „Það kemur fyrir,“ segi ég feginn að geta einhvem tíma gert þessari stúlku til geðs. „Guði sé lof,“ segir hún, „þá skulum við byija. Þetta lítur vel út.“ „Það er bara einn galli,“ segi ég aum- ingjalega. „Ég man bara aldrei eftir neinu sem gerist við slíkar aðstæður, — sem er víst eins gott skilst mér.“ Og nú sé ég að þolinmæði ritarans tilvon- andi þrýtur með_ öllu — og lái henni það hver sem vill. Ég get ómögulega álasað henni þótt hún æpi nú framan í mig: „Er það nú ævi! Hvemig væri að við kölluðum ævisöguna þína, Þórður minn, „Komið að kofanum tómum". Svo rýkur hún á fætur, hendist út og skellir hurðinni á eftir sér. Draumurinn minn verður á milli. Þannig fór það þá. Þjóðin er ekki enn reiðubúin að taka við æviminningum mínum eins og þær gætu nú komið sér vel á erfið- um tímum. En tímamir virðast ekki hlið- hollir ævi minni. Eða kannski er ævi mín ekki alveg í takt við tímana. En ég á mér enn drauminn. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. JANÚAR 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.